Morgunblaðið - 11.05.1995, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Þegar HM var bjarg-
að úr sjálfheldu
- HEIMSMEISTARAKEPPNIN í
handkattleik er hafm með glæsibrag
og verður án efa landi og þjóð til
sértaks sóma. Annáll þessarar
keppni verður hinn fróðlegasti. Það
gefur augaleið að sögu þessa stór-
viðburðar á íslandi verður að skrá
og festa á blað frásagnir og minnis-
atriði þeirra, sem að málinu hafa
komið á löngum ferli þess. Jón
Hjaltalín Magnússon, fyrrv. formað-
ur HSÍ, var óumdeilanlega hinn
mikli frumkvöðull, sem hratt at-
burðarásinni af stað. Margt frá-
sagnarvert hefur gerst að tjaldabaki
en verið látið ósagt til þessa. Von-
andi verður það dregið fram í dags-
ljósið og fært á spjöld sögunnar. Á
ýmsu gekk, áður en séð var fyrir
endann á þessu mikla verkefni.
Eftir að undirbúningur að heims-
meistarakeppni á íslandi hafði stað-
ið í nokkur ár var svo komið síðla
árs 1991 að allt útlit var fyrir að
hún yrði alls ekki haldin hér á landi.
Málið var komið í algjöra sjálfheldu.
Forráðamenn HSÍ og ÍSÍ komu til
fundar við mig sem borgarstjóra í
Reykjavík 4. nóvember það ár og
óskuðu eftir að Reykjavíkurborg
tæki að sér skuldbindingar um upp-
byggingu nýrrar íþróttahallar fyrir
8-1.000 milljónir króna. Kópavogur
hafði þá sprungið á limminu þrátt
fyrir gerða samninga og ríkisvaldið
ætlaði ekkert að aðhafast til að
klára málið.
Ný höll út af borðinu
Sem vonlegt var þótti forráða-
mönnum HSI og ÍSI þetta súrt í
brotið og töldu að þjóðarsómi væri
í veði, því að litprentað kynningar-
rit með kveðjuávörpum helstu ráða-
manna þjóðarinnar hafði veri sent
nokkrum árum áður vítt og breitt
um heimsbyggðina og
handboltaunnendur
boðnir velkomnir til
heimsmeistaramóts á
íslandi.
Því var fljótsvarað
að Reykjavíkurborg
myndi ekki byggja um-
rædda höll. Það hafði
reyndar forveri minn
tilkynnt löngu fyrr. Um
þetta leyti var unnið að
undirbúningi samninga
við íþróttafélögin í
borginni um uppbygg-
ingu á félagssvæðum
þeirra, sem borgin
myndi styrkja á nokkr-
um árum með um 1.000
milljón króna framlagi. Var það for-
gangsverkefni að mati forráða-
manna íþróttamála í borginni og
augljóst, að borgin gæti ekki varið
annarri eins upphæð til byggingar
nýrrar íþrótahallar fyrir heims-
meistaramótið 1995.
Útspil Gísla Halldórssonar og
Matthíasar A. Mathiesen
Leið nú og beið án þess að frekar
fréttist af gangi mála. í byrjun apríl
1992 komu þeir síðan til fundar við
mig Gísli Halldórsson, fyrrv. forseti
ÍSI og arkitekt Laugardalshallar,
og Matthías Á. Mathiesen, fyrrver-
andi ráðherra og áhugamaður um
handknattleik og HM’95. Erindi
þeirra var að kynna mér hugmynd-
um að bjarga heimsmeistaramótinu
í handbolta 1995 í höfn með því að
tryggja, að úrslitaleikurinn gæti
farið fram í Laugardalshöllinni og
að þar yrði aðstaða fyrir 4.200
áhorfendur. Voru þeir vongóðir um,
að alþjóða handknattleikssambandið
teldi það eftir atvikum fullnægj-
andi. Nauðsynlegar
breytingar og umbætur
á höllinni þyrfti ekki
að kosta nema fáa tugi
milljóna fyrir Reykja-
víkurborg.
Hér höfðu orðið
kaflaskil varðandi hús-
næðismál HM’95. í
fyrsta skipti var reifuð
sú hugmynd, að hin
gamalgróna íþrótta-
miðstöð, Laugardals-
höllin, yrði aðalmóts-
staður HM’95 og kæmi
í staðinn fyrir nýja höll,
sem byggja þyrfti frá
grunni fyrir nærri einn
milljarð. Fram var
komin raunhæf tillaga um að leysa
rembihnútinn, sem málefni HM voru
komin í. Mitt viðhorf til málsins var
Það tókst farsællega að
fínna lausn á fram-
kvæmd HM ’95 á ís-
landi, segir Markús
••
Orn Antonsson, sem
skrifar m.a. um Laugar-
dalshöllina.
í grundvallaratriðum, að höfuðborg
landsins ætti stöðu sinnar vegna,
og miðað við alla forsöguna, að
koma til móts við forráðamenn HSÍ
innan slíkra fjárhagslegra marka,
sem voru fullkomlega viðráðanleg,
og þrátt fyrir að sumum borgarfull-
trúum yxu í augum fyrirhugaðar
fjárveitingar til íþróttamála í heild.
Markús Örn
Antonsson
Það var niðurstaða þessa fundar,
að málinu yrði vísað til meðferðar
framkvæmdastjóra íþrótta- og tóm-
stundaráðs, slökkviliðsstjóra, og
tæknimanna borgarinnar til að fá
endanlega úr því skorið, hvort og
þá hvemig 4.200 manns gætu rúm-
ast á áhorfendasvæðum í Laugar-
dalshöll þannig að öll skilyrði um
öryggismál yrðu uppfyllt.
í borgarstjórnarflokki Sjálfstæð-
isflokksins var það viðhorf nokkuð
áberandi í fyrstu, að borgin ætti
ekkert að vera að bjarga forsvars-
mönnum ríkisins út úr því klúðri,
sem þessi mál voru komin i. En fljót-
lega komust borgarfulltrúar að
þeirri niðurstöðu, að umræddar end-
urbætur á Laugardalshöll væm að
hluta til orðnar tímabærar vegna
reksturs hennar almennt og að
stækkun áhorfendasvæðisins væri
af hinu góða.
Málið lagt formlega fram
Ekki var á þessu stigi ljóst hvaða
undirtektir þessi róttæku umskipti
í húsnæðismálum HM’95 myndu
hjóta formlega hjá forráðamönnum
alþjóða handknattleikssambandsins.
Matthías Á. Mathiesen tók að sér
að kynna málið fyrir dönskum vini
sínum í tækninefnd alþjóðasam-
bandsins og biðja hann að beita sér
fyrir okkar hönd innan stjómkerfis
þess.
Þeir borgarembættismenn, sem
áður hafa verið nefndir til sögunn-
ar, skiluðu vinnu sinni fljótt og
vel. Reyndar kom fljótlega í ljós,
að kostnaður vegna aðgerða í
Laugardalshöll yrði nokkru hærri
en fyrstu tölur bentu til, eða á bil-
inu 60-80^ milljónir. Að beiðni
stjórnar HSÍ ritaði ég stjórn alþjóða
handknattleikssambandsins bréf
með yfirlýsingu um að Reykjavík-
urborg ábyrgðist að 4.200 áhorf-
endur myndu rúmast í Laugardals-
höll og nauðsynlegum framkvæmd-
um til að ná því marki yrð lokið í
tæka tíð fyrir HM’95.
Jákvæð viðbrögð við tillögunni
Tilboð Reykjavíkurborgar hlaut
jákvæðar viðtökur hjá stjórn al-
þjóðasambandsins en samt óskaði
Jón Ásgeirsson, þáverandi fotmaður
HSÍ, eftir því að ég ætti fund með
Erwin Lanc, forseta sambandsins,
20. mars 1993 í tengslum við heims-
meistarakeppnina, sem þá fór fram
í Stokkhólmi. Á þeim fuyndi ítrek-
aði ég fyrri skuldbindingar Reykja-
víkurborgar um framkvæmdir við
Laugardalshöll. Ekkert kom fram
hjá Lanc um að hann teldi þau áform
ófullnægjandi en meira þóttu mér
fyrirhugaðar tímasetningar keppn-
innar á íslandi standa í honum. Eig-
inlega fannst mér sem alþjóðafor-
setinn ætti sér aðra óskastaði en
ísland fyrir þessa næstu keppni.
Hánn sagði lokaákvarðanir í málinu
verða á dagskrá framkvæmda-
stjórnar sambandsins þá nokkru síð-
ar.
Allar götur síðan hafa HM-áætl-
anir verið í gerjun og tekið ýmsum
breytingum. Mótsdagamir eru
meira í samræmi við það sem stjórn
alþjóðasambandsins hafði óskað.
Sjónvarpsmálin vöfðust fyrir aðilum
en vom að lokum útkljáð. Og Laug-
ardalshöllin tók enn meiri stakka-
skiptum en forysta HSÍ hafði talið
nauðsynlegt í viðræðum við borgina
1992 og 1993.
Nýja viðbyggingin við Laugar-
dalshöll mun nýtast vel í framtíð-
inni. Það var að sönnu ánægjulegt
að Reykjavíkurborg skyldi geta orð-
ið við viðbótarkröfum forráðamanna
HM í því efni. Hinn nýi meirihluti
borgarstjómar uppgötvaði skyndi-
lega, hve afl borgarinnar til fram-
kvæmda var mikið.
Það tókst farsællega að finna
viðunandi laust á framkvæmd
HM’95 á íslandi. Ef litið er til þess
óefnis, sem málið var komið í síðla
árs 1991, tel ég frumkvæði þeirra
Gísla Halldórssonar og Matthíasar
Á. Mathiesen vera hið markverð-
asta og raunverulega hafa ráðið
úrslitum um að ísland hélst á blaði
sem væntanlegur mótshaldari með-
an unnið var nánar úr tillögu þeirra
um endurbætur í Laugardalshöll.
Höfundur er fyrrverandi
borgarsljóri íReykjavik.
»
:
t
i
r
!
>
Sjáifshjálp gegn gigt
FYRIR nokkru barst
mér æði ískyggilegt
bréf frá leynifélagi sem
hótaði mér öllu illu. Þar
sem ég er fremur frið-
samur maður á þessum
síðustu og verstu tím-
um, fór það nokkuð
fyrir bijóstið á mér.
í bréfhaus var merki
eða skammstöfun
teiknuð með ískyggi-
legum brotnum örvum
og kallaðist það MNÍ
og kom fram að það
stóð fyrir Matvæla- og
næringarfræðinga-
félag íslands. Núnú!.
Merkileg landssamtök?
En við nánari aðgát gat ég hvergi
fundið að þessi félagsskapur væri
til. Hann var ekki í símaskránni,
ekki í þjóðskránni, ekki í opinberri
félagaskrá, ekki á lista yfir helstu
hjálpar- og ráðgjafarstofnanir í Fjöl-
skylduhandbók um hjúkrun, ekki
heldur í hinni frábæru handbók
Fróða um „íslensk fyrirtæki, félög
og stofnanir 1995“.
Þetta var orðið svo dularfullt að
það var farið að fara um mig. MNI
virtist vera draugafélag eða leynifé-
lag eins og þau tíðkuðust á Sikiley
eða Sjanghæ eða San Fransiskó í
gamla daga, sem voru á sveimi að
næturlagi. Þetta var orðið svo
spennandi, að ég leitaði til Jóns
Spæjó og hann fór af stað liðugur
eins og köttur og komst að því í
náttmyrkrinu að þessi ískyggilegi
félagsskapur myndi vera í pósthólfi
númer 8249 í póststofunni í Ár-
múla, en fyrir því var einmitt skrif-
aður hinn óhugnanlegi KART-
klúbbur, sem kemur saman til funda
í djúpum kjallara í Fákafeni. Svona
Þorsteinn
Thorarensen
voru þá undirheimar
Reykjavíkur!
En þá er að víkja að
boðskapnum sem fól í
sér fordæmingu og
dulbúna hótun gegn
mér: Efni bréfsins var
svohljóðandi:
„Innan Matvæla og
næringarfræðingafé-
lagsins (MNÍ) starfar
faghópur næringar-
fræðinga og næringar-
ráðgjafa. Þessi hópur
fagnar öllu jákvæðu
fræðsluefni á sviði
næringarfræði sem
kemur á markað.
Því miður getur hóp-
urinn ekki glaðst yfír bókinni Góð
'ráð við gigt, sem kom út hjá Vasa-
Útgáfunni í fyrra. í bókinni er að
finna ótal fullyrðingar um afdrif
fæðunnar í líkamanum sem ekki
standast. Svona fullyrðingar rugla
fólk og eru hvorki gigtarsjúklingum
né öðrum til gagns. Ef bókaútgáfan
óskar eftir nánari skilgreiningu á
því við hvaða fullyrðingar er átt
verða þær upplýsingar fúslega veitt-
ar.
Það er ósk Næringarhóps MNÍ
að Vasa-Útgáfan gefí ekki út fleiri
slíkar bækur.“
Ég vil nú útskýra nokkuð viðhorf
mín og Vasa-Útgáfunnar til Gigtar-
bókarinnar. Það var óvenjuiegt að
ég hafði ekki frumkvæði að því að
velja þessa bók til útgáfu, heldur
gerði ég það samkvæmt áskorun
nokkurra gigtarsjúklinga, sem
höfðu um langt skeið farið éftir
henni og þótt hún lina svo þjáningar
og gera lífið bærilegt í sjálfhjálp,
að þeirra innilegasta ósk var að
aðrir gigtarsjúklingar mættu njóta
í þessari grein fjallar
Þorsteinn Thoraren-
sen um viðbrögð við
bókinni „Góð ráð
gegn gigt“.
þeirra sömu ráða. Ég fór eftir
reynslu og ráðum þessa fólks og
ber þannig eiginlega ekki sjálfur
ábyrgð á bókinni.
Til samanburðar vil ég tiltaka,
að þegar ég gaf út fyrir mörgum
árum Toppformið, var mér kunnugt
um að hinir svokölluðu „lærðu mat-
vælafræðingar“ voru á móti henni
og þá tók ég enn nokkuð mark á
þeim, svo mér leist ekkert á hana.
En það varð þó úr að ég prófaði
um tíma að lifa eftir henni og það
var eins og við manninn mælt að
ég fann að það varð hálfgert krafta-
verk á mér. Það var ekki einungis
að ég léttist og yrði allur betur á
mig kominn, heldur fylgir Topp-
forminu ósjálfrátt sérkennileg já-
kvæð hugarfarsbreyting, sem ég er
þó ekki að segja að allir upplifi.
Ég þarf svo varla að lýsa því,
hvaða áhrif Toppformið (Fit for
Life) hefur haft í Ameríku, alltaf í
andstöðu við hina íhaldsörnu „lærðu
matvælafræðinga“ en áhrifín hafa
verið gífurleg til batnaðar á matar-
æði og bylting í matvælaverslun.
Og sömu sögu er að segja hér á
landi að hún hefur fengið mikla
útbreiðslu og stærstu markaðir og
heilsubúðir hafa vottað sitt álit með
því að hafa hana oft í sérsölu í
ávaxta- og grænmetisdeildum.
Þegar gigtarsjúklingamir komu
til mín og báðu mig um að gefa út
bókina hans Dan Dales Alexanders,
gat ég ekki sjálfur prófað hana, því
að ég er svo heppinn að ég fmn
ekki til gigtar (og þakka það raunar
margra ára Toppformslífemi). En
af viðtölum mínum virtist mega ráða,
að bókin hefði raunar verið sólar-
geisli í Iífi margra þjáðra gigtarsjúk-
linga. Um leið og ég gaf hana út,
tók ég eftirfarandi fram í formála:
„Bókin Góð ráð við gigt hefur
reynst heldur en ekki þrautseig, því
að nú eru um 30 ár liðin síðan hún
kom fyrst út, en hún heldur áfram
að gera sitt gagn, þar sem gigtar-
sjúklingar víða um heim hafa þá
reynslu, að ráðin hennar dugi, þar
sem hefðbundnar lækningar eiga
engin ráð.
Hér á landi er hún þekkt meðal
gigtarsjúklinga, bæði í danskri og
enskri útgáfu og er það einmitt frá
hópi þeirra, sem útgáfunni barst
beiðni um að koma henni út á ís-
lensku, þar sem hún sé enn í fullu
gildi o& muni geta gert mörgum
gott, hjálpað til við að halda sjúk-
dómnum niðri, fært fólki linun þján-
inga og lækningu. Yið vonum sann-
arlega að hún geti orðið til góðs. -
Vasa-Útgáfan.“
Þessi kafli úr formálanum lýsir
eiginlega öllu sem þarf að segja.
Bókin Góð ráð við gigt er að mínu
áliti góður vaki að sjálfhjálp sjúk-
linga, er þjást af sjúkdómi sem
læknavísindin eiga oft engin ráð við.
Það er víst að tugþúsundir manna
hér á landi þjást af gigt og stór hluti
þeirra fær enga linun þjáninga sinna,
heldur eru þeir lokaðir inni á legu-
deildum eða látnir afskiptalausir.
Nýleg stofnun Gigtarfélags getur
víst engu þar um breytt til skamm-
tima, þó það sé gott framtak.
Á síðari tímum eru læknavísindin
farin að umbera og viðurkenna
ýmis óvenjuleg sjálfhjálparráð,
grasalækningar sem áður voru for-
dæmdar sem skottulækningar eru
nú almennt viðurkenndar og allir
nema erkiíhald viðurkenna að for-
vamir sjálfhjálparhópa em afar *
mikilvægar, þó að þær jafnvel |
stangist á við „lærðar“ kenningar.
Það er því dæmalaus hroki hjá
einhverri klíku „lærðra næringar-
fræðinga" þegar þeir ráðleggja mér
að „gefa ekki út fleiri slíkar bækur“!
Eg efast ekki um að þeir geti
skrifað langa og lærða greinargerð
um að bókin Góð ráð við gigt stang-
ist á við „lærð“ rök þeirra. En það |
hjálpar ekkert þeim sem þjást. Og
eitt vil ég leggja áherslu á að það *
er fráleitt að Góð ráð við gigt geti I
nokkuð ruglað fólk eða skaðað það.
Það er afar einfalt að prófa aðferð-
ir bókarinnar, tekur ekki nema
nokkra daga eða kannski hálfan
mánuð og síðan geta menn hætt ef
þeir vilja. Engum dettur í hug að
hún geti hjálpað öllum, en hún skað-
ar heldur engan og víst er að hún
getur hjálpað sumum. Hvað sem |
næringarefnum líður, getur sú
vakning til sjálfhjálpar sem þar er
að finna hjálpað mörgum og örvað |
þá til að leita sér sjálfhjálpar.
Hér er hinsvegar ekki rúm að
sinni til að lýsa ömurlegu hlutverki
hinnar „lærðu“ matvælafræði á síð-
ustu framfaratímum, sem hefur
stöðugt tregðast við, verið íhaldsöm
og treg til að viðurkenna sjálfsagðar
uppgötvanir og nýjar hugmyndir um
næringarefni, kólesteról, vítamín, |
steinefni og snefilefni, eða fengist
til að skilja hættuna af rotvarnar-
efnum og ýmsum aukaefnum, staðið |
fyrir utan nýjar aðferðir í mat-
reiðslu, hollustufæði, viðhaldið úr-
eltri kennslu í heilsufræði í almenn-
ingsskólum, enda ekki að furða, þar
sem hún er oft mjög háð og beinlín-
' is selur sig hagsmunahópum. Ég
vil þó taka fram að hér er ég ekki
aðeins að lýsa afstöðu „lærðra"
matvælafræðinga hér á landi, held- |
ur á alþjóðasviði.
Höfundur er rithöfundur og I
útgefandi (Vasa-Utgáfan).