Morgunblaðið - 11.05.1995, Page 38

Morgunblaðið - 11.05.1995, Page 38
38 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ KRISTÍN KJARTANSDÓTTIR ■4- Kristín Kjart- • ansdóttír fædd- ist á Staðastað á Snæfeilsnesi 2. apríl 1925. Hún andaðist á Borgar- spítalanum að morgni sunnudags- ins 30. apríl. For- eldrar hennar voru hjónin Ingveldur Olafsdóttír og Kjartan Kjartans- son prestur á Staðastað. Albróðir Kristínar var Ragn- ar Kjartansson myndhöggvari, f. 1923, d. 1988. Hálfbræður Kristínar, sam- feðra, sem upp komust, eru Brynjólfur, f. 1893, d. 1968, Gísli, f. 1896, d. 1930. Kristín giftíst 3. desember 1949 Kristf- ÉG SENDI héðan frá Þýskalandi mínar innilegustu samúðarkveðjur til allra aðstandenda Kristínar Kjartansdóttur. Hugur minn er hjá ykkur í dag. Nú er hún elsku Stína mágkona farin frá okkur, það er sárt að missa hana, en minningamar lifa. Hún Stína var einstök, hún elsk- aði allt sem fallegt var og bar heim- ili hennar þess sannarlega vitni. inni Ólafssyni frá Geirakoti á Snæ- fellsnesi, en hann lést 1977. Þau áttu einn son, Gunnlaug, lögregluþjón í Reykjavík. Kristín giftist 1985 eftírlif- andi manni sínum, Pétri Bárðarsyni vélstjóra frá In- gjaldshóli á Snæ- fellsnesi, og bjuggu þau seinast að Rekagranda 6. Hann á einn son, Ólaf Pétur. Saman ólu þau upp að hluta sonarson Kristínar, Kristfinn Gunnlaugs- son, sem nú er 15 ára. Kristín verður jarðsungin frá Neskirkju i dag og hefst athöfn- in kl. 15. Sjálf bjó hún til ótal fallega hluti, því hún var snillingur í höndunum. Hvar sem hún setti sig niður var strax orðið svo smekklegt og fallegt í kringum hana. Síðast fyrir nokkr- um árum, þegar hún og Pétur keyptu sér gamlan sumarbústað við Þingvallavatn, var hann strax dubb- aður upp, og hann varð að yndisleg- um sælureit í höndum þeirra. Stína var einstaklega heimakær t Systir mín, föðursystir og mágkona, SIGRÍÐUR KJARTANSDÓTTIR, Selvogsgrunni 11, lést í Hátúni 10b þann 8. maí. Ásdi's Kjartansdóttir, Kjartan Haraldsson, Soffía Bjarnadóttir. t Ástkær eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR GUÐMUNDSSOIM málarameistari, Sléttuvegi 13, áður Skeiðarvogi 153, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 12. maí nk. kl. 13.30. Ingunn Jónsdóttir, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Guðmundur Jónsson, Mattina Sigurðardóttir, Sigurjón Kristjánsson. barnabörn og barnabarnabörn. Áslaug Hafberg, Ingólfur Hafberg, Elias Árnason, Jette S. Jakobsdóttir, Guðlaug Björg Björnsdóttir, Gunnar Viðar Árnason, Bjarnveig Valdimarsdóttir, Bjarney Anna Árnadóttir, Friðfinnur Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Maðurinn minn, mágur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI ELÍASSON, Laugavegi 12a, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 12. maí kl. 13.30. MINNINGAR og lifði fyrir sína nánustu fjöl- skyldu. Einstakt var hvernig hún tók veikindum sínum. Hún notaði vel tímann á meðan kostur var, því hún vissi um jólaleytið að hann var stuttur. Hún hélt upp á 70 ára af- mælið sitt 2. apríl sl. með reisn og hafði sjálf að mestu undirbúið það, löngu áður. Hálfum mánuði áður en hún dó fóru þau Pétur austur í sumarbústað, því hún vildi skilja við alla hluti í lagi. Bömunum mínum var hún Stína sem önnur móðir. Þegar ég þurfti að fara á spítala eða eitthvað annað að heiman vom hún og Kiddi alltaf boðin og búin að taka börnin til sín. Og svo að segja fram á síðasta dag var hún að kaupa og senda mig með gjafir til barnabamanna minna hér í Þýskalandi. Fyrir þetta og allt annað sem hún gerði fyrir mig og mína vil ég þakka. Það er gott að minnast allra ánægjustund- anna sem við áttum saman um ævina. Hennar er nú sárt saknað af okkur öllum frændum og vinum. Sérstakar samúðarkveðjur sendi ég Pétri, Gunnlaugi og Kidda. Guð styrki þá í sorginni. Katrín Guðmundsdóttír. Kynni okkar við Kristínu urðu náin þegar Pétur Bárðarson, bróðir okkar systra, kvæntist henni, en það var mesta gæfa lífs hans. Krist- ín og Pétur vom mjög samrýnd í öllu er þau tóku sér fyrir hendur, einstaklega gestrisin og góð heim að sækja. Var mikið gott og gaman að koma til.þeirra í sumarbústaðinn við Þingvallavatn sem þau voru búin að gera aðdáunarlega fallegan. Þar var sælureiturinn hennar Stínu okkar. Snyrtimennskan blasti við hvar sem litið var inni og úti, enda Kristín bæði listræn og dugnaðar- forkur. Var sama hvað Stína, eins og við kölluðum hana, lagði stund á, allt lék í höndum hennar, ekki aðeins að sauma, pijóna og hekla, hún skar og út listafallega muni. Kristín og Pétur ólu upp sonarson hennar, Kristfinn, sem henni var hjartkær, og er missir hans mikill. Pétur á son, Ólaf Pétur, sem Krist- ín var eins og besta móðir. Við söknum Kristínar innilega og þökkum henni allar ánægju- stundirnar sem við áttum saman. Þessi duglega og trúaða kona tók örlögum sínum af frábærri rósemi og festu og bugaðist hvergi meðan stætt var í baráttunni við sjúkdóm- inn illvíga. Nú gefst henni líkn í sælli heimi. Við biðjum góðan guð að lýsa henni og styðja og styrkja Pétur, Gunnlaug, Kidda og barna- börn Kristínar og alla sem henni voru kærir. Við kveðjum að lokum elskulega vinkonu með niðurlagserindi sálms- ins fagra eftir Sigurð Kristófer Pétursson: Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Guðrún og Þráinn, Valný og Helgi, Gunnleif, Kristín, Jón. Það er enginn leiðarvagn á Reykjavíkursvæðinu sem ég hef notað meira en leið 8 Bústaða- hverfí. Alltaf þegar við bræðurnir komum því við vorum við famir í Bústaðavagninum inn í Smáíbúða- hverfí að heimsækja Stínu frænku. Það var gefíð mál að þar yrði dekr- að við mann svona nokkurn veginn eins og ímyndunaraflið leyfði á þessum tíma. Ég var orðinn tíu ára og Guðmundur bróðir minn níu þeg- ar hún Stína eignaðist Gunnlaug. Við synir einkabróður hennar urð- um því einskonar fósturböm þeirra, hennar og hans Kidda. Þó það væri ekki yfír neinu að kvarta hjá for- eldrum okkar á Ljósvallagötunni, þá var það ansi trygg aðferð ef mann langaði í eitthvað að fara með Bústaðavagninum til Stínu og byija þar að útmála fyrir henni hvað þessi eða hinn boltinn sem fékkst hjá L.H. Muller væri alveg ómissandi og hvað það væri erfitt að lifa lífinu án hans. Ef maður talaði bara nógu lengi gat maður verið næstum því ömggur um að á ÞURIÐUR GUÐRUN STEFÁNSDÓTTIR + Þuríður Guðrún Stefánsdóttir fæddist að Stað í Hrútafirði 5. októ- ber 1901. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 3. maí sl. Þuríður var dóttir hjónanna Þórdísar Jónsdóttur og Stef- áns Böðvarssonar. Af sex systkinum hennar -eru syst- urnar Elínborg og Signý Stefánsdæt- ur og Ragnhildur og Halldóra Jó- hannesdætur á Iífi. Bræður Þuríðar Guðrúnar, Stefán Stef- ánsson og Þorbergur Jóhann- esson, eru látnir. Þuríður Guð- rún ólst upp í Hrútafirði og Miðfirði en fluttist á þrítugs- aldri til Reykjavíkur þar sem hún bjó síðan. Hún starfaði Iengi í Blikksmiðjunni Gretti í Reykjavík. Siðustu sautján árin dvaldi Þuríður Guðrún á Hrafnistu í Reylqavík. Útför hennar verður gerð frá Foss- vogskapellu í dag og hefst at- höfnin kl. 13.30. ÞREYTT kona hefur öðlast lang- þráða hvfld að lokinni langri og starfsamri ævi. Þegar Guðrún fæddist, við upphaf þessarar aldar, vom bömum fátækra Islendinga ekki búin létt kjör. Það fengu Guð- rún og yngri systkini hennar þijú að reyna á óvæginn hátt. Aðeins sjö ára gömul missti hún föður sinn og þá átti ekkjan ekki um neitt að velja, heimilið var leyst upp og bömunum komið fyrir hveiju á sínum bæ, öllum nema Guð- rúnu sem fékk að fylgja móður sinni. Framan af voru þær í vistum á ýmsum bæj- um og þegar móðirin eignaðist nýjan mann og nýtt heimili varð það heimili Guðrúnar um leið auk þess sem hún eignaðist þijú ný systkini. Samband þeirra mæðgna var alla tíð náið og eftir að Guðrún flutti til Reykjavík- ur dvaldi hún hjá móður sinni í öllum sumarfríum. Bréfaskipti þeirra sýna hve nánir trúnaðarvinir þær voru; þær leituðu ráða og trúðu hvor annarri fyrir áhyggjum sínum og erfíðleikum þegar þannig stóð á en deildu einnig gleði sinni þegar vel gekk. Á þriðja tugi aldarinnar hafði Reykjavík ekki margt að bjóða ungri og fátækri sveitastúlku sem þangað flutti. Framan af var Guð- rún í vistum en vann seinna verk- smiðjustörf. Lengst af smíðaði hún vatnskassa í bíla í Blikksmiðjunni Gretti, ein örfárra íslenskra kvenna sem við það hafa starfað. Starfið var hvorki létt né hrein- legt en Guðrún naut þess engu að síður að smíða þessa brúkshluti þótt smíðarnar fullnægðu vissulega ekki þörf hennar fyrir listræna sköpun. Fyrir sköpunarþörfina endanum myndi Stína freistast til að fara og gefa manni gripinn. Það var nefnilega ekkert sem hún hafði meira gaman af en að gleðja okkur krakkana. Á mínum uppvaxtarárum var það til siðs að fara í sunnudagskaffi til að gera sér dagamun. í minning- unni er það þannig að við, Ljósvalla- götufjölskyldan, fórum alla sunnu- daga allan ársins hring í eftirmið- dagskaffi til hennar Stínu, þó trú- lega sé það ekki alveg nákvæmlega rétt. Maður gerði ekki annað betra, slíkur höfðingi var hún frænka mín heim að sækja og maður vissi það að hún var alltaf glöð að sjá „slekt- ið“. Eina sem skyggir á þessa eilífu ferðir inn í Steinagerði, eins og þetta situr eftir í minningunni, er að við fengum aldrei nógu oft að gista, því að vonum vildi hún móðir okkar að við værum einstaka sinn- um heima hjá okkur. Eftir að Stína varð ekkja fluttist hún í íbúð í sama húsi og foreldrar mínir. Þá varð samgangurinn enn nánari. Pétur Bárðarson, seinni maður hennar, var æskuvinur föður míns. Þau áttu saman tíu mjög hamingjusöm ár. Samheldni þeirra var þannig að- það var gott fyrir alla að vera nálægt þeim. Einhvern veginn hefur það þróast svo að Stína hefur komið aftur inn í líf mitt síðustu árin, líkt og var þegar ég var strákur og átti aðra mömmu inni í Steinagerði. Það hefur ekki verið hvað síst gaman að rifja upp sunnudagskaffíð góða og nú í fal- legum sumarbústað sem þau, hún og Pétur, voru búin að gera eftir sínu höfði, austur við Þingvallavatn. Þar var kvenlega umhyggjan henn- ar Stínu búin að koma hveijum smáhlut fyrir af þeirri alúð sem gerði alltaf allt fallegt í kringum hana. Það var sárt að við fengum ekki að njóta hennar lengur hjá okkur, en hitt var líka mikil reynsla að sjá hvað hún tók veikindum sínum og dauða með óttalausu jafnaðargeði og trú á Guð. Megi henni Stínu minni bara verða að þeirri trú. Hún hvíli í friði. Ég votta Pétri, Gunnlaugi og Kidda mína dýpstu samúð. Kjartan Ragnarsson. fékk hún aftur á móti útrás á afar kvenlegan hátt, í listilegri handa- vinnu sinni. Henni féll ekki verk úr hendi, til dæmis hafði hún hekludótið oftast nálægt sér og í matartímanum í blikksmiðjunni, eftir að hafa skrúbbað olíuna og óhreinindin af höndum sér, settist hún niður og greip í að hekla ótrú- lega fínleg milliverk af einstöku listfengi. Milliverkin gaf hún svo vinum og vandamönnum. Hvort sem þau eru ennþá til eða ekki eru þeir fjölmargir sem hafa notið þeirra og muna eftir þeim. Með ýtrustu sparsemi tókst Guð- rúnu að festa kaup á íbúð á Freyju- götu 26. Það skipti hana miklu máli, íbúðin varð henni tákn um sjálfstæði og öryggi. Alla tíð var hún að spara til ellinnar, en þegar kom að því að njóta ávaxtanna voru andlegir kraftar hennar mjög teknir að bila. Fyrir sautján árum var svo komið að hún gat ekki leng- ur búið ein. Þá bauðst gömlu fólki sem svo var ástatt um sáralítil aðstoð og Guðrún neyddist til að fara á Hrafnistu. Það voru henni þung spor og hún saknaði sjálf- stæðis síns og frelsis ákaflega. Á Hrafnistu hrakaði henni smátt og smátt andlega. Mörg undanfarin ár má segja að hún hafi lifað í sín- um eigin heimi, án tengsla við okk- ar veruleika. Starfsfólk Hrafnistu sinnti henni af mikilli alúð og sýndi henni hlýju þrátt fyrir erfiðar að- stæður. Fyrir það á það þakkir okkar aðstandenda skildar. Nú þegar leiðir skiljast þakka ég Guðrúnu móðursystur minni fyrir samfylgdina og þá innsýn sem hún veitti mér í líf þeirrar kynslóðar Islendinga sem nú er að ljúka æviskeiði sínu og er svo gerólíkt lífi okkar nú undir lok aldarinnar. Ragnhildur Richter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.