Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 2
I 2 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ - Morgunblaðið/Þorkell Olíublaut önd í Naut- hólsvík ÞESSI olíublauta önd var á vappi við Nauthólsvíkina í gær þegar tveir ungir menn, Ulfur Uggason og Sverrir Ásgeirsson, voru þar að njóta náttúrunnar. Öndin gat ekki flogið og var greinilega vönk- uð. Úlfur og Sverrir fóru með öndina til slökkviliðsins, sem vísaði þeim áfram á Húsdýra- garðinn í Laugardal. Úlfur sagðist ekki vita hvemig öndin komst í tæri við olíuna, en hugsanlega hefði olíuflekkur verið í sjón- um. Hann sagðist telja mjög góðar líkur á að öndin hress- ist og komist á flug á ný. Margeir leiðir í Valby MARGEIR Pétursson er í efsta sæti á alþjóðlegu skák- móti í Valby í Danmörku eft- ir 4 umferðir ásamt danska alþjóðameistaranum Aakes- son. Margeir og Aakesson hafa hlotið 3 vinninga en með 2 xh vinning eru alþjóðlegu meist- ararnir Wang, Danielsen og Antonsen. 10 skákmenn taka þátt í mótinu. _________________FRÉTTIR________________________________ ^ Lítillega sagt þokast í samningaviðræðum sjómanna og útvegsmanna [ ASI fordæmir „atvimm- kúgim“ útgerðarmanna; SJÓMENN og útgerðarmenn sátu á fundum hjá ríkissáttasemjara um helgina og var einnig fundur í deil- unni í gær. Ríkissáttasemjari segir mikið eftir og erfitt að segja til um hvort að þokist í samkomulagsátt, en bjart sé yfir svo lengi sem menn ræði saman. Guðjón A. Kristjánsson formað- ur Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands segir að lítillega hafi þokast í samkomulagsátt seinustu daga, en ekkert sé frágengið og endanleg lausn ekki í sjónmáli. Ráðstöfun aflans sé það mál sem helst brenni á mönnum, og vilji sjómenn tryggja að „ekki sé hægt að nauðga kvótabraskinu inn í þetta,“ segir hann. Aðspurður um hug sjómanna til boðaðs verkfalls, kveðst Guðjón hafa litla trú á að þeir fari ekki eftir löglegum sam- þykktum félaga sinna. Geri þeir það ekki, verði til lítils að ræða kjaramál þeirra á næstu árum. „Auðvitað er það ekki efst á óskalista manna að hætta að vinna, en það þarf tvo til að leysa þessi mál,“ segir Guðjón. Klárt brot á vinnulöggjöf Fundur formanna lands- og svæðasambanda innan ASÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna fyrirætlana „meðal útgerðarmanna um að gera ráðstafanir til að koma sér undan verkfalli Sjómannasam- bands íslands ef til þess kemur,“ eins og þar segir. Minnt er á lög- mæti verkfallsboðunarinnar. Síðan segir: „ASÍ fordæmir þá fádæma atvinnukúgun sem felst í aðgerðum útgerðarmanna til að þvinga hóp félagsbundinna starfsmanna sinna til að virða ekki verkfallið. [...] Það að leigja skip hvort heldur er milli staða hérlendis eða til útlanda í þeim tilgangi að komast undan áhrifum sjómannaverkfalls er að áliti ASÍ klárt brot á vinnulöggjöf- inni. Eftir að til verkfalls hefur verið boðað eru þeir sem það tekur til bundnir af verkfallinu og geta ekki fært sig yfir á annan kjara- samning í þeim tilgangi að forðast verkfall. Fundur formanna lands- og svæðasambanda innan ASÍ for- dæmir aðferðir af þeim toga sem einstakir útgerðarmenn hafa boð- að. Fundurinn lýsir fullri ábyrgð á hendur LÍÚ og krefst þess að út- gerðarmenn virði lög og venjur vinnuréttarins og sjái til þess að einstakir meðlimir landssambands- ins geri það einnig.“ Einstök aðildarfélög eru að lok- um hvött til að vera á verði gegn verkfallsbrotum og grípa til viðeig- andi aðgerða til að koma í veg fyrir að slík brot nái fram að ganga. Flutningar „lamdir“ niður Guðjón segir að muni einhveijir útvegsmenn reyna að flytja skip sín til Vestfjarða eftir að verkfall hefst, verði það „stöðvað og lamið ) niður. Það verður ekkert landað . úr þessum döllum, auk þess sem ’ Sjómannafélagið Baldur á ísafirði i hefur boðað samúðarverkfall þann- ig að /nenn sækja ekki lengi á þau mið. Útvegsmenn hafa einnig sömu skyldur og sjómenn, þ.e. að virða löglega boðaðar aðgerðir, þótt eng- inn hægðarleikur sé að stöðva skip sem eru 200-300 mílur út á hafi ef sjómönnum er sagt að halda sig á miðunum og þeir þora ekki að 1 standa á lagalegum rétti sínum eða | vilja það ekki, af einhveijum orsök- um,“ segir Guðjón. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson. Kröfur á Alþingi Úrskurðað um hæfi ! Vilhjálms DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra telur ýmislegt mæla á móti því að Vilhjálmur Egilsson alþingismaður verði lýstur vanhæfur til að fjalla um frumvarp til laga um breytingar á áfengislögum. Ymsir þingmenn telja Vilhjálm vanhæfan til að fjalla I um málið þar sem hann átti, sem 1 framkvæmdastjóri Verslunarráðs, | frumkvæði að því að kæra einokun ÁTVR á sölu áfengis til ESA, Eftir- litsstofnunar EFTA. Jóhanna Sigurðardóttir, formað- ur Þjóðvaka, óskaði eftir úrskurði um hæfi Vilhjálms, sem væntanlegs formanns efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis. Ólafur G. Einars- son, forseti Alþingis, sagði að hann . myndi kveða upp úrskurð, um hæfí : Vilhjálms til að fjalla um frumvörp I um afnám einkaréttar ÁTVR á inn- j flutningi og dreifíngu áfengis, áður en greidd yrðu atkvæði um þau. Sjávarútvegsráðherra Noregs á fundi með íslenskum fréttamönnum Karfaveiðar ekki sam- bærilegar Smugnveiðum Ósló. Morgunblaðið. JAN Henry T. Olsen sjávarútvegs- ráðherra Noregs mótmælti því harð- lega á fundi með íslenskum frétta- mönnum í Ósló f gær að karfaveiðar Norðmanna á Reykjaneshrygg væru sambærilegar við veiðar Islendinga í Smugunni. Ráðherrann sagði að Islendingar hefðu kúvent í fiskverndunarmálum á þremur til fjórum árum. „Slíkt hefði aldrei getað gerst í Noregi. Það hefur verið reynt að draga karfaveiðar okkar á Reykjaneshrygg inn í þetta sem dæmi um að Norð- menn séu undir sömu sök seldir. Það er alrangt. í fyrsta lagi er karfaveið- in úr stofni sem aðallega er utan íslenskrar og grænlenskrar lögsögu. Og ef hann tilheyrir einhverri lög: sögu þá er það þeirri grænlensku. í öðru lagi er stofnstærðin yfir tvær milljónir tonna og hann þolir yfir 100.000 tonna veiði á ári. Þangað til fyrir tíu árum var stofninn van- nýttur. Ef nú er um ofveiði að ræða þá má rekja það til þess að íslending- ar hafa aukið veiði sína úr 10- 15.000 tonnum í allt að 50.000 tonn. Norðmenn hafa minnkað sinn hlut úr 10-15.000 tonnum í 6-7.000 tonn. Þess vegna skil ég ekki að Þorsteinn Pálsson skuli skyndilega gagnrýna karfaveiðamar okkar. Norðmenn hafa meira að segja stutt íslendinga og Færeyinga í því að fá kvóta á karfann innan N-A-fiskveiðinefnd- arinnar en án árangurs." Síldarsamningar aðfallaátíma í máli ráðherrans kom fram að ef ekki yrði samið á næstu dögum um veiðar úr norsk-íslenska síldar- stofninum væri orðið of seint að semja fyrir þetta ár. Það skapaði hættu á að aðrar þjóðir en hlutaðeig- andi strandríki settu kúrsinn á síld- arsmuguna næsta sumar. Önnur ríki tækju ef til vill ekki við sér strax í sumar því til þess þyrfti sérhæfð veiðarfæri en þau myndu fara að undirbúa veiðar fyrir næsta sumar ef ekki næðust samningar milli hlut- aðeigandi strandríkja. „Þar liggur stærsta hættan." Jan Henry T. Olsen vildi ekki svara því beint hvað Norðmenn væru reiðubúnir að viðurkenna stóra eignaraðild íslendinga að síld- arstofninum. Norðmenn litu svo á að stofninn tilheyrði Norðmönnum einum á meðan hann gengi ekki út úr norsku lögsögunni en eftir að hann tæki að ganga út úr henni og inn í íslenska lögsögu yrði hann jafn- framt íslensk eign. „Við erum sam- mála um að setja á fót nefnd sér- fræðinga sem mun í haust vinna að því að ná samkomulagi um grund- völlinn að kvótaskiptingu til framtíð- ar.“ Grjót hrundi úr Reynisfjalli Fagradal. Morgunblaðið. TOLUVERT hrun varð úr Reyn- isfjalli rétt vestan við Vík í Mýr- dal, þar sem liggur vinsæl göngu- Ieið hjá bæði heima- og ferða- mönnum. Bjarni Sæmundsson var að setja niður kartöflur á sunnudag- inn rétt hjá þar sem grjót kom niður úr fjallinu. Hann varð var við miklar drunur og læti, leit upp og sá grjótskriðu koma niður hlíðina og hrifsa með sér eitthvað af fýl sem hafði verpt þarna í berginu. Lá fýllinn dauður um alla skriðu. Bjarni sagði að fyrr um daginn hefði hann séð krakka úr Vík vera að leita að fýlseggjum á svipuðum slóðum og hrapið varð. Þar að auki eru nokkrir Víkurbú- ar með kartöflugarða á þessum slóðum. Þetta er sá tími ársins sem hættast er við hruni úr berginu á þessum slóðum, þar eð gaddur er að fara úr berginu. Óeðlilegt að úrskurða vanhæfan I umræðum á Alþingi í gær sagði Davíð Oddsson að óeðlilegt væri að úrskurða Vilhjálm vanhæfan til að fjalla um frumvörpin þó að hann | væri framkvæmdastjóri Verslunar- ráðs. Hann benti á að með sömu ! rökum mætti segja að Ögmundur I Jónasson væri vanhæfur að fjalla um málið vegna þess að hann væri formaður BSRB og málið snerti félagsmenn þess sem störfuðu hjá ÁTVR. Davíð útilokaði þó ekki að Vilhjálmur viki í þessu máli, en benti á að stjórnsýslulögin nýju næðu ekki til Alþingis, enda væri ekki hægt að setja sömu reglur um alþingismenn og embættismenn. Kristín Ástgeirsdóttir sagði að vanhæfi Vilhjálms fælist í því að I hann ætti að stjórna nefnd sem tæki til umfjöllunar mál sem væri tilkomið vegna kæru frá honum sjálfum. Best færi á því að hann kallaði varaformann efnahags- og viðskiptanefndar til að stýra nefnd- inni meðan málið væri til umfjöllun- ar. Ekki tókst að Ijúka fyrstu um- ræðu um áfengisfrumvörpin í gær m.a. vegna þess hvað umræðan um hæfi eða vanhæfi Vilhjálms tók langan tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.