Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 24
'24 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Tjónþolar með tilraunadýr í MORGUNBLAÐINU sl. laug- ardag birtist grein eftir Ara Edw- ald lögfræðing, aðstoðarmann dómsmálaráðherra á síðasta kjör- tímabili, þar sem hann tekur til varna gegn gagnrýni okkar fimm lögmanna um efni skaðabótalaga nr. 90/1993. Hann gerir sig þar sekan um hið sama og aðrir á undan honum, að forðast kjarna deilunnar. Er skrítið að sjá hann þar saka aðra menn um útúrsnún- inga. Nauðsynlegt er að gera nokkrar athugasemdir við grein þessa. Almannahagsmunir Það er rétt sem Ari segir, að til lengri tíma litið ættu vátrygg- ingafélög ekki að hafa hagsmuni af því að skaðabætur séu lágar. Bótagreiðslur vátryggingafélaga hljóta alltaf að verða bornar uppi af iðgjöldum og fjárhæð þeirra verður að vera nægilega há til að standa undir bótagreiðslum. Þetta breytir engu um, að íslensku vá- tryggingafélögin hafa undanfarin misseri beitt sér af miklum þunga fyrir því að lækka bætur fyrir lík- amstjón. M.a. áttu þau frumkvæði að því við dómsmálaráðherra að ráðist var í setningu skaðabótalag- anna, eins og stjómarformaður Sjóvár-Almennra hf. skýrði frá í fréttabréfi félagsins þegar í mars 1992, þegar hann var að fjalla um „bjartari horfur“ framundan í rekstri félagsins. Astæðan fyrir því að félögin gerðu þetta að miklu baráttumáli var vafalaust sú, að þau töldu ekki skynsamlegt og jafnvel ekki mögulegt að hækka iðgjöld sín á tíma „þjóðarsáttar“, þar sem allar hækkanir á út- gjöldum almenn- ings voru litnar homauga. Ég geri ekki sérstakar at- hugasemdir við þau viðbrögð dómsmálaráð- herra að verða við þessum til- mælum vátrygg- ingafélaga og láta semja laga- frumvarp. Það gerði hann sjálf- sagt í góðri trú. Frumvarpið var um marga hluti ágætt og ráðherr- ann taldi áreiðanlega, eins og hann tók fram í framsögu sinni, að með því væru mönnum tryggðar fullar bætur fyrir ijártjón. Misfellurnar urðu mönnum því miður ekki ljós- ar fyrr en eftir setningu laganna. Og síðan hefur ríkt alveg ótrúleg tregða við að lagfæra þær. Þar hafa vátryggingafélögin sjálf talið hagsmuni sína felast í að halda lögunum óbreyttum. Þessum hagsmunum hefur dyggilega verið þjónað. Almannahagsmunirnir í málinu eru þeir, sem Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra gerði grein fyr- ir í framsöguræðu sinni á Alþingi: Að skaðabótareglurnar tryggi tjónþolum fullar bætur fyrir fjár- tjón. Það hefur enginn beðið um að skaðabætur skuli ákveðnar of háar. Þær eiga hvorki að vera of háar né of lágar. Og óskir vátryggingafélaga eiga engin áhrif að hafa á ákvörðun lagareglna um fjárhæð þeirra. Ég hef frá upphafí þessa máls alltaf fallist á það, að bætur hafí í ýmsum minni háttar mál- um verið of háar fyrir gildistöku skaðabótalaga. Að vísu er það rangt sem Ari segir, að svokölluð læknisfræðileg örorka hafi verið metin án tengsla við raunverulegt fjártjón. T.d. hafa mötin vegna háls- hnykkja aldrei verið byggð á örorkutöflum. Þau hafa alltaf verið byggð á raun- verulegu mati viðkomandi læknis á einstakjingsbundinni starfsorku- skerðingu. Engu að síður var full ástæða til að setja í lög ákvæði sem tryggðu raunhæfari mælingu örorkunnar en tíðkast hafði. Allir vissu að slíkt myndi leiða til lægra örorkustigs í fjölda mála og leiða til mikillar lækkunar á heildar- bótagreiðslum. Um þetta hefur enginn ágreiningur verið. Deilan hefur staðið um reikniregluna, sem ákveður fjárhæð bóta, þegar búið er að fínna rétt örorkustig að hætti laganna. Fullar bætur fyrir fjártjón Ein aðalmálsvörnin hjá Ara, og reyndar ýmsum öðrum, er sú að það sé mjög flókið mál að reikna mönnum fjártjón, þó að búið sé að finna rétt örorkustig. Þetta er rangt. Að vísu þurfa menn að gefa sér forsendur við útreikning- inn, rétt eins og gert hefur verið í dómsmálum á þessu sviði hér á landi áratugum saman, um: a) Tekjuviðmiðun (vel má not- ast við atvinnutekjur tjónþola á næstliðnu ári fyrir slysdag, eins og gert er í skaðabótalögunum sjálfum). b) Áætlaða lengd starfsævinn- ar (vel má notast við þau meðaltöl sem notuð hafa verið í slysamálum undanfarin ár). c) Ávöxtun Qár til framtíðar (vel má notast við þá 4,5% árs- vexti sem Hæstiréttur notaði í dómi 30. mars sl.). d) Hæfílega lækkun vegna skattfrelsis bóta og hagræðis af eingreiðslu þeirra (vel má notast við þá lækkun sem Hæstiréttur hefur beitt í dómum sínum á þessu sviði). Ef menn vilja, eins og Ari (eða hvað?), að reglur laganna rnæli fullar bætur fyrir fjártjón, verða Skjótvirkur stíflueyóir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár , • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Bensínstöðvar og helstu byggingavöruverslanir. Dreifing: Hringás hf., sími 567 7878-fax 567 7022 Mér er nær að halda, segir Jón Steinar Gunnlaugsson, að ráð- herrann hafí komist í handritið hjá Ara, því þessi málflutningur er mjöff í þeim anda ómerkilegra útúrsnún- inga sem hann hefur tamið sér í seinni tíð. þeir að athuga hvort þær að jafn- aði feli í sér samsvarandi bætur og fást myndu með þessum út- reikningum eftir að tekið hefur verið hæfilegt tillit til greiðslna frá öðrum. Til þess að reglur skaða- bótalaga nái að jafnaði þessu markmiði, þarf að hækka stuðul- inn verulega. Þessu eina meginatr- iði málsins hefur enginn getað andmælt. Andmælin fela öll í sér útúrsnúninga á þessu. Það er ekki unnt að réttlæta lögin með tilvísun til danskra laga, nema með fylgi nákvæm greinargerð um rétt dan- skra tjónþola til bóta úr almanna- tryggingakerfinu þar í landi. Því má svo í viðbót velta fyrir sér af hverju gripið sé til þeirrar nauð- varnar að vísa til annarra landa. Við hljótum að vera sjálfír menn til að setja lög í okkar eigin landi í samræmi við þau markmið sem við segjumst hafa. Tilraunastarfsemi á tjónþolum Fyrir rúmlega einu ári var leyst úr álitaefninu um skaðabótalögin með því að skipa nefnd til að kanna réttmæti ábendinga okkar lög- mannanna fímm. Allir sem málinu tengjast voru sáttir við þetta, enda töldu menn að niðurstaða nefndar- innar yrði látin ráða. Allsheijar- nefnd Alþingis lagði málið að vísu ekki rétt fyrir nefndina, þar sem hún blandaði miskabótum (bótum fyrir ófjárhagslegt tjón, þ.e. þján- ingar, lýti o.s.frv.) inn í málið í stað þess að spyija einfaldlega, hvort margföldunarstuðull lag- anna leiddi til þess að tjónþolar fengju fullar bætur fyrir fjáitjón. Skýr greinarmunur er á miskabót- um og bótum fyrir fjártjón (líka í skaðabótalögunum), þannig að of lágar fjártjónsbætur verða aldrei réttlættar með miskabótum. Þar að auki bað allsheijamefndin um að byggt yrði á samanburði eldra og yngra réttarástands, en slíkur samanburður var óframkvæman- legur, þar sem aðferðum við ör- AUSTURLENSK TEPPI OG SKRAUTMUNIR emírI iii i Hringbraut 121, sími 552 3690 Raðgreiðslur til 36 mán. • Fullsmíðaðir skápar á afar góðu verði • Sprautulakkaðar hurðir, ávalar brúnir • Ótal litamöguleikar • Viðarúthliðar, margar viðartegundir • Ljósakappar ofaná skápa • Stuttur afgreiðslutími Verðdæmi, 3 metra skápur í svefnherbergi, efri skápar ná uppí loft, verð með sökkli Kn80.900 Kynningarverð •/0d- II •JV—5<~í> —)<—vV- II T Vd 4r /9r iT/dr '5ocr HÉR NÚ _Mör— Gásar Borgartúni 29, Reykjavík s: 562 76 66 og 562 76 67 Fax: 562 76 68 Jón Steinar Gunnlaugsson orkumötin var breytt með skaða- bótalögunum í því skyni að örorku- stigið lækkaði í flestum tilfellum. Þessi ónákvæmni í því, hvernig málið var lagt fyrir, orkaði í báðum tilvikum í þá átt að gera hlut lag- anna of góðan. Þrátt fyrir þetta komst meirihluti nefndarinnar að þeirri niðurstöðu að hækka þyrfti margföldunarstuðul laganna veru- lega. Álit hennar lá fyrir í júní 1994. Því var stungið undir stól mánuðum saman. Ég held að það hafí verið stóllinn hans Ara. Síðan var lagt af stað með nefndarálitið í enn einn umsagnarhringinn. Hvers vegna? Átti ekki að fara eftir niðurstöðum nefndarinnar? Þurfti enn að drepa málinu á dreif? Vátryggingaeftirlitið var beðið um umsögn. Ekki veit ég hvers vegna Vátryggingaeftirlitið er beðið um að gefa álit á efni al- mennra skaðabótalaga. Það mál- efni fellur algerlega utan verksviðs þess eins og það er skilgreint í lögum. Umsögnin var líka alveg kostuleg. Þar var ekkert reynt að nálgast það meginatriði málsins, hvað þyrfti til að koma svo tjónþol- ar fengju fullar bætur fyrir fjár- tjón. Mátti helst skilja umsögnina þannig að engu máli skipti hvert efni laganna væri að þessu leyti. Löggjafínn væri með lagasetningu sinni að „Ieita að nýjum mæli- kvarða" á hvað geti talist fullar bætur. Að baki virðist búa sú meining að við þá leit sé allt heim- ilt. __ Á þessum grundvelli ákvað alls- heijarnefnd í febrúarmánuði sl. að afla „reynslu á ákvæði skaða- bótalaga" í tvö ár í viðbót. Þetta er ótrúleg afstaða þingnefndar til löggjafar. Það er raunar vandséð, hvaða lífsreynsla það er, sem á að orka á matið á réttmæti reikni- reglunnar. Og verði niðurstaðan sú, að breyta beri lögunum að reynslutímanum loknum, hvað ætla þá alþingismennirnir að segja við tilraunadýrin, þ.e.a.s. það fólk sem hefur orðið svo óheppið að slasast og missa starfsorku á til- raunaskeiðinu? Það verður ekki þá frekar en nú unnt að láta lögin hafa afturvirk áhrif. Allir hljóta að sjá, að þetta gengur ekki. Það verður að koma nauðsynlegum leiðréttingum á strax. Ari Edwald hefur greinilega þörf fyrir að gera okkur lögmönn- unum fimm upp annarlegar hvatir fyrir gagnrýni okkar á lögin. Held- ur hann því fram að ástæðan fyr- ir ábendingum okkar sé sú, að við - höfum misst spón úr aski okkar við setningu laganna og höfum því verið andvígir henni. Þetta segir hann þótt hann viti vel að við höfum aldrei andmælt laga- setningunni heldur þvert á móti stutt hana í mörgum greinum. Mér er nær að halda að ráðherr- ann sjálfur hafi komist í handritið hjá Ara, því þessi málflutningur er mjög í þeim anda ómerkilegra útúrsnúninga, sem hann hefur tamið sér í seinni tíð. Slíkur mál- flutningur er dæmigerður fyrir þann, sem veija þarf vondan mál- stað. Höfundur er hæstaréttar- lögmnður. PÓR HF Raykjavík - Akureyri Reykjavík: Ármúla 11 - Símí 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - Sími 96-110701
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.