Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ1995 25 AÐSEIMDAR GREIIMAR Smánarleg framkoma sérfræðilækna Gunnar Helg-i Guðmundsson SVO virðist vera að sérfræðilæknum hafi tekist það ætlunarverk sitt að beygja nýjan heilbrigðisráðherra í tilvísanamálinu. Ráð- herrann hefur a.m.k. ákveðið að fresta gildi- stöku tilvísanakerfis- ins, sem taka átti gildi 1. maí. Rangfærslur sérfræðilækna Ég hef þegar fyrir nokkrum mánuðum lýst því í grein hér í Morgunblaðinu hver væru rökin fyrir því að taka upp tilvísanakerfi og ætla ekki að endurtaka það. Hins vegar ætla ég að upplýsa almenning um hvernig sérfræðilæknar hafa hagað sér í sínum málflutningi. Hann hefur að miklu leyti gengið út á það að rægja stéttarbræður sína, heimilislækna, leynt og ljóst í grein- um, auglýsingum, viðtölum og ekki síst í ýmsum yfirlýsingum, sem hafa komið frá æðstu forráða- mönnum lækna. Látið er að því liggja að okkur sé ekki treystandi og efast er um hæfni okkar sem lækna. í umfjöllun sérfræðilækna, hefur stöðugt verið farið rangt með tölur, sem enginn fótur er fyrir. Tilgangurinn virðist vera sá að segja nógu oft ósatt þannig að á endanum verði ósómanum trúað. Þáttur siðfræðiráðs Læknafélags íslands í þessu máli hafa heimilislæknar reynt að svara fyrir sig og vera faglegir í allri umræðu. Loks sá stjórn Féjags íslenskra heimilis- lækna (FÍH) sig tilneydda til að svara öllum óhróðrinum og lýsa yfir vanþóknun sinni. Hvað halda lesendur að þá hafi gerst? Svokall- að siðfræðiráð Læknafélags ís- lands (LÍ), sem ekki hafði áður lát- ið í sér heyra, kallaði formann og varaformann FÍH inn á teppið til sín. Og hveijir haldið þið, lesendur góðir, að sitji í siðfræðiráði LI? Jú, það er rétt til getið. Það er auðvit- að skipað sérfræðingum eingöngu. Þar sitja 2 geðlæknar, 1 meltingars- érfærðingur, 1 augnlæknir og 1 embættislæknir. Og auðvitað eng- inn heimilislæknir. Skilaboð sið- fræðiráðsins voru sem sagt þau að vara stjórn FÍH við að leyfa sér að svara fyrir sig. Siðfræðiráðið lagði hins vegar að jöfnu áróðurs- herferð sérfræðinga og margvísleg ummæli þeirra um heimilislækna og heil- sugæslu á undanförn- um vikum og yfírlýs- ingu stjórnar FIH. Þetta vekur furðu, þegar ljóst má vera að ýmis ummæli sérfræð- inga og auglýsingar í blöðum bijóta margar af siðareglum lækna. Þáttur siðfræðiráðs i þessu máli er lækna- samtökunum til skammar og enginn getur framar tekið mark á þeim einstakl- ingum, sem þar sitja eða þeim yfirlýsingum sem þaðan koma. Formaður Læknafélags íslands segi af sér Þá skal komið inn á þátt for- manns Læknafélags íslands, en formaðurinn heitir Sverrir Berg- mann eins og kunnugt er. Hann hefur notað sameiginlegt félag allra lækna í skefjalausri hags- munabaráttu fyrir sérfræðinga. Hann skrifaði m.a.-bréf til alþingis- manna og frambjóðenda fyrir al- þingiskosningamar til að beijast gegn tilvísanakerfínu. í þessum bréfum var fullt af sleggjudómum og rangfærslum eins og t.d. það að samskipti milli sérfræðinga og heimilislækna væru bæði mikil og góð, sem auðvitað er alrangt. Sverrir Bergmann bar þessi bréf ekki undir stjórn LÍ áður en hann sendi þau frá sér, sem honum ber þó siðferðileg skylda til. Ég tel að þessi maður sé ekki hæfur til að gegna formannsstöðu í sameigin- legu félagi allra lækna. Lýsi ég hér með yfir fullu vantrausti á Sverri Bergmann og skora á hann að segja af sér. í allri umræðunni hefur hann haldið á lofti rökum sérfræð- inga, en aldrei reynt að skýra mál- stað heimilislækna. Síðan talar þessi maður um að viðbrögð heimil- islækna séu byggð á misskilningi. Tilgangurinn helgar meðalið Því miður er það svo að Sverrir Bergmann, formaður LÍ, og aðrir forsvarsmenn sérfræðilækna hafa í þessu máli hagað sínum málflutn- ingi af mikilli óbilgirni og farið ít- rekað með rangt mál. Þar hefur tilgangurinn augljóslega helgað meðalið. Sérfræðilæknar, sem flestir eru hinir vænstu menn og góðir fag- menn, hafa sem hópur æst hvern 13 avaroc OTRULEGA HAGSTÆTT VERÐ LEITIÐ TILBOÐA vcrslun, Ármúla 29 11» Rcykjavik - simar .'W640 6H61D0 Formaður Læknafélags íslands hefur haldið á lofti rökum sérfræð- inga, segir Gunnar Helgi Guðmundsson. Hann hefur aldrei reynt að skýra málstað heim- ilislækna. annan upp og hegðan þeirra verið fyrir neðan allt velsæmi. Ég hef það eftir góðum heimildum frá nokkrum sérfræðingum, sem ekki vildu ganga svo langt að segja upp samningi við TR að þeir hafi verið neyddir til þess með hótunum. Því miður hafa æsingamenn úr hópi sérfræðilækna orðið ofan á. Þeir hafa ekki skirrst við að ata heimilislækna auri og verður ekki annað séð en að þeir hafi verið reknir áfram af hátekjumönnum úr eigin röðum. Lætur heilbrigðisráðherra kúga sig? Sérfræðilæknar hafa rekið hnef- ann framan í ríkisvaldið og virðast ætla að komast upp með það. Ég trúi því reyndar ekki að óreyndu að núverandi heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, ætli að láta sérfræðinga knésetja heilbrigðisyf- irvöld í þessu máli. Ætlar hún að hafa 100 milljón króna sparnað af landsmönnum? Ég er sannfærður um að sá sparnaður muni nást með tilvísanakerfínu og tel þá tölu reyndar mikið vanáætlaða. Raun- hæft væri að miða við mun hærri tölu. Sérfræðingar eru nú þegar að sinna hefðbundnum heimilis- lækningum að stórum hluta, en þiggja sérfræðingslaun fyrir. Ætla má að þeir sinni nú þegar 40-50% þeirra sjúklinga, sem með réttu ætti að sinna í heilsugæsl- unni, ef miðað er við tölur um slika aðsókn í öðrum löndum. Á það skal minnt hér að Sighvat- ur Björgvinsson, fyrrum heilbrigð- ismálaráðherra, var ekki einn að verki þegar hann ákvað að taka upp tilvísanakerfi. Hann hafði fullt- ingi Alþingis íslendinga. Hann hafði samþykktir þingflokka Al- þýðuflokksins og Sjálfstæðis- flokksins. Áætlaður sparnaður .upp á 100 milljónir króna var í fjárlög- um. Hann mun hafa talað við Dav- íð Oddsson, forsætisráðherra og Friðrik Sophusson, fjármálaráð- herra nokkrum dögum áður en hann setti reglugerð um tilvísanir og þeir stutt hann heils hugar. Þrátt fyrir þetta skipti Sjálfstæðis- flokkurinn um skoðun í þessu máli á síðustu stundu skömmu fyrir kosningar eins og alþjóð veit. Hins vegar vil ég minna lesendur Morgunblaðsins á að í leiðara blaðs- ins frá því í janúar var lýst yfir fullum stuðningi við tilvísanakerfið. Morgunblaðið hefur ekki lýst yfir annarri skoðun á því máli síðan. Eiga heimilislæknar heima í Læknafélagi íslands? Á undanförnum vikum og mán- uðum hafa þær skoðanir orðið æ háværari meðal heimilislækna að við ættum ekki samleið í sama fé- lagi og séfræðilæknar, enda hafí þeir borið LÍ fyrir sig og sína hags- munabaráttu eins og þeim hentar. Ég vil hér með hvetja alla heimilis- lækna til að skoða þann möguleika að við segjum okkur úr LÍ og ger- um FÍH að stéttarfélagi okkar. Við skulum vinna að því á næstunni að afla lögfræðiálits á þessum möguleika og um leið að skoða þann rétt okkar að FÍH fái það hlutfall sameiginlegra eigna lækna- félaganna sem okkur ber miðað við fjölda félagsmanna. Við skulum ekki sætta okkur við það að félag- ar okkar geri endalaust lítið úr okkur á opinberum vettvangi. Við höfum sýnt það, heimilislæknar, að við erum mjög faglega sterkir og ekki síst höfum við þann félags- lega þroska, sem til þarf. Höfundur er heimilislæknir. # LOWARA RYÐFRÍAR ÞREPADÆLUR Allt aö 25 bör II Gæðavara, mikið úrval, hagstætt verð, örugg þjónusta. = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260 STEINAR WAAGE r SKOVERSLUN ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ Veröáöur Teg: 6607 Stæröir: 36-41 Litur: Hvítur Ath. Gott innlegg fyrir þreytta fætur 1?995,- Nú 1.195,- Verö áöur 1.495,- Veröáöur 1:995,- Nú 1.195,- Teg: Bio star Stæröir: 36-41 Litir: Svart, hvítt Ath. Fótlags korksóli Teg: Rabeca Stæröir: 36-42 Litur: Hvitt Ath. Gott innlegg hvílir fótinn. Póstsendum samdœgurs STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN / KRINGLAN 8-12 SÍMI 689212 # STEINAR WAAGE SKOVERSLUN EGILSGÖTU 3 SÍMI 18519 sCT ARGUS/ S(A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.