Morgunblaðið - 23.05.1995, Page 11

Morgunblaðið - 23.05.1995, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 11 FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn MIKIÐ fjölmenni fylgdist með tónleikum skosku lúðrasveitarinnar, Clydebank Citadel Band, í Ráð- húsinu en hún kom sérstaklega hingað til lands í tilefni af aldarafmæli Hjálpræðishersins. Hjálpræðisherinn á íslandi Aldar- afmælis minnst Hátíðarhöld hófust með fjöl- mennri tónleikasamkomu í Fílad- elfíu á föstudagskvöld. Þar var fullt út úr dyrum og komust færri að en vildu að sögn Ósk- ars. A laugardaginn hittust her- menn Hjálpræðishersins við Herkastalann og gengu fylktu liði um miðbæinn í hergöngu við lúðrablástur skoskrar lúðrasveit- ar, Clydebank Citadel Band, sem kom hingað til lands gagngert til að vera við hátíðarhöldin. EINKENNISKLÆDDAR herkonur létu sig ekki vanta við hátíð- arhöldin um helgina. Tónleikar í Tjarnarsal Fyrsti viðkomustaður her- göngunnar var Lækjartorg en Herinn og Torgið tengjast óijúf- andi böndum. Þar hefur Hjálp- ræðisherinn staðið fyrir útisam- komum á sunnudögum á hveiju sumri í hundrað ár. Upphaf virkrar starfsemi Hjálpræðis- hersins á íslandi má einmitt rekja til útisamkomu á Lækjartorgi þann 12. maí árið 1895. Skoska lúðrasveitin hélt síðan.tvenna tónleika, á Ingólfstorgi og í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Hátíðarsamkoma var haldin í húsakynnum Fíladelfíu á laugar- dagskvöldið og segir Óskar að sjaldan eða aldrei hafi fleiri kom- ið á herinn. Biskup íslands flutti kveðju íslensku þjóðkirkjunnar en aðrir ræðumenn voru Hafliði Kristjánsson forstöðumaður Hvitasunnusafnaðarins, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri go Daníel Óskarsson yfir- foringi Hjálpræðishersins á Is- landi. Hátíðarræðu kvöldsins flutti aftur á móti herráðsform- aður Iíjálpræðishersins, Earle Maxwell, en hann var heiðurs- gestur samkomunnar. ALDARAFMÆLIS Hjálpræðis- hersins á íslandi var minnst með þriggja daga hátiðarhöldum um helgina, dagana 19.-21. maí. Ósk- ar Jónsson brigader sagði að hátíðarhöldin hafi heppnast með afbrigðum vel. Samkomur hafi verið vel sóttar og margir erlend- ir gestir hafi heiðrað íslenska hermenn hjálpræðis og líknar- starfa. Þeirra á meðal var næ- stæðsti yfirmaður Hjálpræðis- hersins í heiminum, herráðs- formaðurinn, kommandör Earle Maxwell og kona hans frú Wilma Maxwell. Umdæmisstjóri Hjálp- ræðishersins fyrir ísland, kom- mandör Edward Hannevik, kom einnig til landsins ásamt konu sinni, frú Margaret Hannevik. Herganga frá Herkastalanum DANÍEL Óskarsson yfirforingi Hjálpræðishersins á íslandi og í Færeyjum ávarpar tónleikasamkomu hersins í Tjarnarsal Ráð- hússins. Hljómsveitarstjóri skosku lúðrasveitarinnar, Peter Full- er, stendur við hlið hans. Formenn þingnefnda kosnir FJÓRAR þingnefndir hafa kosið sér formenn, en aðrar nefndir munu koma saman til fundar í vikunni til að skipta með sér verkum. Jón Kristjánsson, Framsóknar- flokki, var kosinn formaður fjárlaga- nefndar og Sturla Böðvarsson, Sjálf- stæðisflokki, kosinn varaformaður. Össur Skarphéðinsson, Alþýðu- flokki, var kosinn formaður heil- brigðis- og trygginganefndar og Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, var kosin varaformaður nefndarinn- ar. Geir H. Haarde, Sjálfstæðis- flokki, var kosinn formaður utanrík- isnefndar og Ólafur Ragnar Gríms- son, Alþýðubandalagi, var kjörinn varaformaður. Þá var Einar K. Guðfinnsson, Sjálfstæðisflokki, kosinn formaður samgöngunefndar og Magnús Stefánsson, Framsókn- arflokki, var kjörinn varaformaður nefndarinnar. TILBOÐ Veiöivöölurnar komnar i stæröum 36-48. Verö á st. 47-48 kr. 7.680- og st. 36-46 aöeins Garðslöngur kr. 49- metrinn Garöhanskar kr. 180- GARÐÁBURÐUR, 5KG POKAR Dæmi: Trjákorn, Graskorn og Kálkorn aðeins kr. 286- pokinn! Mosatætari á sláttuvél aöeins kr. 742■ Char -Broil gasgrill fyrir sumarið. Borö til hliöanna og fyrir framan. Fullur gaskútur fylgir. mm (WllrBfl) Vinnuvettlingar fyigja öllum strákústum í þessari viku, tilboösverö aöeins Vinnuvettlingar fylgja! VOR í VESTURBÆ Nokkur dæmi: TILBOÐ Plöntuverkfærasett með fjórum áhöldum fyrir aöeins Slönguhjol á vegg fyrir 60m slöngu, aöeins HSB Garöslöngur í búntum: 50 metra kostar 2.450- og 25 metra kostar Hjólbörur 85 lítra á einstöku til- boösverði meöan birgöir endast Pessir sívinsælu gúmmískór eru komnir aftur. Stærðir 25-45 Verö frá (§2291 Stunguskóflurnar meö vinnuvæna laginu frá Vedewág Opiö virka daga frá 8-18 og laugardaga 9-14 ■ I Grandagaröi 2, Reykjavík, sími 55-288-55.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.