Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA Reuter BRITTAN og Kantor heilsast fyrir fund þeirra í gær. Brittan gsign- rýnir Bandaríkja- sljórn harðlega Brussel. Reuter. LEON Brittan, sem fer með við- skiptamál í framkvæmdastjórn ESB, ítrekaði í gær gagnrýni sína á boðaðar refsiaðgerðir Banda- ríkjastjórnar gegn japönskum bif- reiðum fyrir fund sinn með Mickey Kantor í Brussel í gær. „Það virðist vaka fyrir Banda- ríkjamönnum að bijóta niður al- þjóðlegar viðskiptareglur," sagði Brittan í viðtali við franska við- skiptablaðið Les Echos. Hann sagð- ist vera sammála Kantor um að japanski markaðurinn væri ekki fyllilega opinn og að tillögur Japana til úrbóta væru ófullnægjandí. Ein- hliða aðgerðir væru hins vegar ekki rétta leiðin til lausnar á deilunni. Sagðist Brittan vera hlynntur því að Alþjóðaviðskiptastofnunin, WTO, reyndi að miðla málum í deilunni. Fríverslunarsvæði með N-Ameríku Brittan var einnig spurður í við- talinu um hugmyndir sínar um frí- verslunarsvæði er næði til Evrópu og Norður-Ameríku. Hann sagði það vera ein þeirra hugmynda er væru uppi til að bæta efnahagsleg samskipti álfanna tveggja. Meðal annarra hugmynda væri gagn- kvæm viðurkenning á tæknilegum stöðlum. Taldi hann upp margt, sem gerði hugmyndir um evrópst-bandarískt fríverslunarsvæði, erfiðar í fram- kvæmd. Óvíst væri hvort að slíkt fríversl- unarsvæði samrýmdist reglum WTO, ekki væri ljóst hvort að það ætti einnig að ná til landbúnaðar- vara og hvort að Mexíkó ætti einn- ig að vera hluti af svæðinu. „Við verðum að gera okkur grein fyrir mikilvægi þessa nýja efnahagslega - og pólitíska - upp- hafs. Það mun mun taka tíma en það er margt, sem við getum gert á meðan,“ sagði Brittan. Hann sagðist ekki hafa fengið formlegt umboð frá framkvæmdastjórninni til að hefja viðræður við Banda- ríkjastjórn en af viðræðum við aðra í framkvæmdastjórninni væri ljóst að ekki væri andstaða við þessar hugmyndir. Fundur evrópskra fjármálaráðherra Aðlögun A-Evrópu gengur hratt fyrir sig Brussel. Reuter. ALAIN Madelin, fjármálaráðherra Frakka, sagði í gær að Austur-Evr- ópu- og Eystrasaltsríkin níu, er stefndu að aðild að Evrópusam- bandinu hefðu unnið mikið starf við að aðlaga hagkerfí sitt og lög að því sem tíðkaðist í vesturhluta Evr- ópu. Kom þetta fram á fundi um Austur-Evrópu, sem haldinn var í Brussel í gær, en Madelin var þar fulltrúi frönsku stjómarinnar, sem nú fer með forystuna í ráðherraráði ESB. „Þessi ríki stefna öll í rétta átt þó að sum séu lengra komin en önnur, “sagði Madelin, en fundinn sátu fjármálaráðherrar ESB og starfsbræður þeirra í Póllandi, Ung- veijalandi, Tékklandi, Slóvakíu, Rúmeníu, Búlgaríu, Litháen, Lett- landi og Eistlandi. Öll hafa þessi ríki sótt um aðild að sambandinu. Skýrslu vel tekið Á fundinum var rætt um skýrslu ESB um aðild Austur-Evrópuríkj- anna, þar sem taldar eru upp þær breytingar, sem ríkin verða að gera á lögum sínum og hagkerfum. Mario Monti, sem fer með innri málefni ESB í framkvæmdastjórn- inni, sagði að skýrslunni, sem hann lýsti sem handbók, hefði verið vel tekið. Grzegorz Kolodko, íjármálaráð- herra Póllands, sagði að sú sam- runaþróun er nú ætti sér stað milli austurs og vesturs væri mun frekar pólitísk fremur en efnahagsleg og hvatti til aukinnar samræmingar á stefnumótun þeirra ríkja er sæktu um aðild. Kenneth Clarke, ijármálaráð- herra Breta, sagði markmið skýrsl- unnar vera að setja Austur-Evrópu- ríkjunum skýr markmið. Hann úti- lokaði hins vegar að þau gætu gerst aðilar að ESB í allra nánustu fram- tíð. Fyrir fundinn ákváðu fjármála- ráðherrarnir að veita Úkraínu lán upp á 85 milljónir ECU og allt að 200 milljónir ECU síðar. Fyrra láninu hafði verið frestað í desem- ber í fyrra þangað til að Úkraínu- stjórn setti sér skýr markmið varð- andi lokun Tjernóbýlkjarnorku- versins. ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 17 Dagskra Húsið opnað kl. 19.00. Guðmundur Hallvarðsson, formaöui sjómarmadagsráös, setur hóíiö. Kynnir kvöldsins verður Egill Olaísson. Fjöldi glœsilecpa skemmtiatriða: Diddú, Egill Olaísson, Björgvin Halldórsson, Gunnar Þórðarson, Reynir Jónasson, Símon Kuran og Bjarni Sveinbjörnsson. KvöldverC5vir ^ La\apaté með sjávarréttasósu ogfersku saíati. Lambavöðvi dijon rneð sfierru sveppasósu, kryddsleik.tumjarðep[um oggíjáðugmnmeti. iRpmmís í pönnuköku með fteitri súkfuíaðisósu. Gömlu brýnin leika fyrir dansi til kl. 03.00 Verð kr. 4.500 á mann. Miða- og borðapantanir í síma 568 7111 QUATTRO stigateppi HENTUG - FALLEG - QDYR Þola hreinsun með klórblöndu! LITRIKUR SPRETTHLAUPARI Innlæst litakorn tryggja varanlega og samfellda litun. W'jM EKKERT BERGMAL ÁV: j.i, Hljóðeinangrandi eiginleikar Imprel-CR tryggja gott hljóðísog. GLEÐUR AUGAO Samræmdir og skýrir litir gera teppið eins og gamalt málverk í nýjum ramma. Litir falla saman í eina heild á stórum sölum. SANNURHARÐJAXL I Þrístrenda formið í nylonþræðinum tryggir frábært álagsþol. —jgy BLASIÐ A BLETTI Flestir óhappablettir hverfa auðveldlega. ^ erf'^ar' hletti má nota klórefni. EIMGIIM RAFSTUÐ BEKINOX leiðandi málmþráður ofinn í garnið gerir teppið varanlega afrafmagnað. Engin óþægileg stuð vegna ENGAR TROOIMAR SLOÐIR Þristrend bygging Imprel-CR nylonþráðanna tryggir frábært fjaðurmagn og endurreisn á teppaflosinu. Hinn þétti svampbotn er gerður úr Baysal T — hágæða latexi frá Bayer. Jj' AUÐÞRIFIÐ Teppin eru auðþrifin án þess að litir láti á sjá — W[ jafnvel á miklum álagssvæðum. BRUNAPOLIÐ BS 4790 brunaþolspróf: Imprel—CR teppi á actionbotni sýna litinn íkveikjuradíus (WIRA-prófað). ORKUSPARAIMOI Imprel-CR teppi eru mjög einangrandi og draga því úr hitunarkostnaði. Stigahúsalilboð til 15. júni 20% afsláttur af Quattro stigateppum en það samsvarar 30.000 kr. afslætti á meðalstóru húsi eða ókeypls lögn á stigahúsið Leitið tilboða. Við mælum, sníðum og leggjum, fljótt og vel. Fjarlægjum gömul teppi. stöðuspennu. TEPPABUÐIN SUÐURLANDSBRAUT 26 -"siMI 681950
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.