Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR NÚ ÞEGAR 10 ár eru liðin frá því að minn árgangur útskrif- aðist á skrúðgarð- yrkjubraut frá Garð- yrkjuskóla ríkisins í Ólfusi er eðlilegt að maður leiði hugann til baka og til framtíðar, vegi og meti námið og spyrji. hver er framtíð skrúðgarðyrkjunnar sem iðngreinar? Þegar ég hugðist hefja nám í skrúðgarð- yrkju var mér sagt það að námið væri löggild iðngrein og-ég þyrfti að vera á samningi hjá meistara til að komast inn í garðyrkjuskólann. Eftir að ég var kominn á samning og búinn að gera það sem gera þurfti til að komast inn í garðyrkju- skólann hóf ég nám á skrúðgarð- yrkjubraut. Eftir að ég hóf nám í garðyrkjuskólanum gat ég og fleiri nemendur ekki skilið hvers vegna í ósköpunum skrúðgarðyrkja er kennd uppi í sveit og þar sem skól- inn er þar að auki heimavistarskóli sem getur ekki einu sinni tekið þá nemendur í heimavist sem sækja skólann. Þeir nemendur sem ekki komast inn á heimavist skólans verða að útvega sér sjálfir húsnæði til leigu í Hveragerði, sem í öllum tilfellum leiðir af sér hærri útgjöld fyrir námsmenn sem hafa ekki úr of miklu að spila fjárhagslega. Þegar litið er á hveijir það eru sem sækja nám í skrúðgarðyrkju kemur það í ljós að stærsti hluti þeirra nemenda kemur af Stór-Reykjavíkur- svæðinu svo að það sjá allir sem sjá vilja að þarna er verið að auka kostnað fyrir nemend- ur með því að senda þá austur í Ölfus á heimavistarskóla í stað þess að búa heima hjá sér og sækja skólann í Reykjavík, væri hann starfandi þar. Þeir nemendur sem koma utan af landi til skrúð- garðyrkjunáms verða hvort sem er að fá sér leigt húsnæði. Einnig hlýtur það að vera dýrara að fá kennara frá Stór-Reykjavíkur- svæðinu til að kenna fyrir austan því það þarf að útvega þeim hús- næði á kostnað skólans sem hlýtur að auka á námsgjöldin. Val kennara til skólans hlýtur að verða nokkuð takmarkað þar sem margur hæfur kennarinn sækir ekki um kennslu við skólann þar sem hann verður að segja skilið við fjölskyldu sína þar sem hann þarf að búa austur í Ölfusi. Ég er ekki að segja að það séu ekki hæfír kennarar sem hafa kennt og kenna nú fyrir austan heldur það að valið á kennurum væri meira ef skólinn væri starfræktur í Reykjavík. Enda eru kennaraskipti tíð, alla vega á skrúðgarðyrkju- braut. Það kann að finnast skrítið, en er nú samt staðreynd að það er ekkert sem mælir með því að skrúð- Hvaða verk falla undir skrúðgarðyrkju, spyr Krislján Vídalín, sem hér fjallar um starfssvið skrúðgarðyrkj unnar sem iðngreinar. garðyrkjan sem iðngrein skuli vera kennd austur í Ölfusi. Það er frekar til hins verra. Skrúðgarðyrkjunemi lærir mikið á því að skoða verk annarra og fylgjast með verkum sem eru í framkvæmd og að sjá handbragð fagmanna. Fara í skoðunarferðir um borgina og sjá vel unnin verk og þau sem eru illa gerð, læra að þekkja tré og runna, heimsækja garðyrkjustöðvar o.fl. Einnig er það mjög mikill fengur að fá gestafyrir- lesara til að fræðast af um hina ýmsu þætti sem koma upp í nám- inu. Ef skólinn væri staðsettur í Reykjavík er þetta ekki mikið vandamál því hér eru fagmennimir að störfum, hér vinna arkitektamir og sérfræðingarnir. Nemendur austur í Ölfusi þurfa að fara í dags- ferðir í rútum til Reykjavíkur til að skoða markverða hluti því ekkert markvert er að ske austur í Hvera- gerði og hveijir borga? Jú, nemend- ur með hærri námsgjöldum. Það -hlýtur að vera dýrara að hafa stundakennara og að fá gesta- fyrirlesara austur í Ölfusi en í Reykjavík. Svo er það þekkt að stundakennari og gestafyrirlesari eru veðurtepptir í Reykjavík eða þeir séu fangar austur í Ölfusi í 1 til 2 daga vegna ófærðar. Fólk ruglar fagi okkar saman við garðyrkjubændur sem eru garð- plöntu og ylræktarbændur, fólk heldur nefnilega að þeir sem ljúka námi frá garðyrkjuskólanum séu bændur. Þar af leiðandi gerir fólk sér ekki grein fyrir því að skrúð- garðyrkja er iðnnám og við þurfum að taka sveinspróf og fara í meista- raskóla til að fá meistaragráðu. Ef skrúðgarðyrkjan væri kennd í Iðn- skólanum í Reykjavík myndi fólk með tímanum átta sig á því að við útskrifuðumst frá Iðnskólanum og erum því iðnaðarmenn. Þar sem meginþorri fólks lítur þannig á að við séum bændur og okkar starfssvið er eingöngu það að rækta plöntur, gróðursetja þær, kiippa, snyrta, en verktakar sjá um allar verklegar framkvæmdir, sam- anber gerð garða, smíða palla og helluleggja. En hver er hann þá þessi verktaki sem getur gert allt sem þarf til að gera fallegan garð og helluleggja? I mörgum tilfellum er hann af ylræktar- eða garðyrkju- braut Garðyrkjuskólans eða ófag- lærður fyrrverandi starfsmaður skrúðgarðyrkjumeistara, sem hefur lært af honum það sem gagnast til að stofna sitt eigið verktakafyrir- tæki og getur starfað óáreittur eins og hann vill sem verktaki þó svo fagleg kunnátta sé lítil sem engin. Ég get vel skilið að Félag skrúð- garðyrkjumeistara eigi vont með að kæra til lögreglu og fá verkbann á fyrrverandi skólabræður og starfsmenn fyrir ólöglega starfsemi á verksviði sínu. En þannig er það nú samt, þar sem fagið er lögvernd- að sem iðngrein verður Félag skrúð- garðyrkjumeistara að sjá til þess að fúskarar starfí ekki í iðninni og komi óorði á verksvið þeirra. Það sést best á því hvað skrúðgarðyrkj- an er sniðgengin sem iðngrein að þegar gerð eru útboð sem eru inni á verksviði skrúðgarðyrkjunnar er ekki beðið um fagmenn heldur get- ur hver sem er boðið í verkið og yfirleitt er lægsta tilboði tekið, sama hver tilboðið á. Þá vaknar sú spurning hvað er hið lögverndaða starfsvið skrúð- garðyrkjunnar? Er hægt að setja verkbann á bæjarfélög, sveitarfélög, verktaka og skrúðgarðyrkjumenn sem senda börn og unglinga til að þökuleggja, planta út, hreinsa beð, hlaða veggi, helluleggja, klippa tré, snyrta runna, úða o.fl., þar sem verkstjór- inn er í mjög mörgum tilfellum ófaglærður. Eða ófaglærða hleðslu- menn er hlaða veggi og hús úr klömbru og gijóti og hafa lært þá list af mönnum sem hafa tekið þessa þekkingu í arf. Ég spyr: Er ekki tími til kominn að skrúðgarðyrkjan sitji við sama borð og aðrar iðngreinar hér á iandi og verði kennd í iðnskólum? Það sést best á því hvað Félag skrúð- garðyrkjumeistara á í vök að veij- ast gagnvart fúskurum að það þarf að birta auglýsingu í DV þess efnis að þetta félag er lögverndað sem iðngrein. Hvað er það raunverulega sem er lögvemdað? Getur múrari sett verkbann á skrúðgarðyrkjumann við hellulögn? Eða hleðslur? Eða getur smiður sett verkbann á skrúðgarðyrkju- mann sem tekur að sér smíði á skjólveggjum og trépöllum? Getur skrúðgarðyrkjumaður sett verk- bann á lærðan mann af garðplöntu- braut Garðyrkjuskólans ef hann tekur að sér tijáklippingar, útplönt- un, þökulögn eða úðun? Verður ekki að upplýsa fólk bet- ur um það, hvað það er sem fellur undir skrúðgarðyrkju eða veit það nokkur? Voru það kannski mistök í upp- hafí hjá iðnaðarráðuneytinu að gera skrúðgarðyrkju að lögverndaðri iðngrein? Höfundur er skrúðgarð- yrkjumeistari. Skrúðgarðyrkja - hvers vegiia? Kristján Vídalín Þankar um sam- tímans vandamál EITT ER það sem oft heyrist, þegar rætt er um unglinga eða börn sem hafa lent í slæmum málum svo sem þjófnaði, drykkju eða öðru álíka. Hvar voru foreldr- arnir þegar krakkarnir þurftu á þeim að halda? En ekki: hvar vor- um við? Þetta og annað eins heyr- ir maður oft þegar málefni barna og unglinga ber á góma. Fordómar og afneitun á raunverulegum meinvörpum þess sem við í dag köllum unglingavandamálið er í grunninn tilkomið vegna þess að við, og á ég þá við okkur þessi fullorðnu, leggjum oftar en ekki ofurkapp á að fínna rök fyrir sak- leysi okkar sjálfra á því ástandi sem æ oftar er til umræðu og er, að því er virðist, farið að lúta eig- in lögmáli, en það er það sem ég kýs að kalla fjölskyldukreppu. Það er sláandi algengt að þegar þessi og skyld mál eru rædd, hvort sem er opinberlega, í íjölmiðlum eða manna i milli þá er nær ein- göngu rætt um ytri ástæður og utanaðkomandi aðgerðir til hjálp- ar. Vissulega er þörf á slíku, eink- um og sér í lagi þegar vandamálið er orðið öllum þeim sem að standa nánast ofviða. En það er sama hvað gert er í þessum vandamál- um, aðgerðir samfélagsins verða aldrei annað en viðbrögð við ríkj- andi ástandi, ekki grunnaðgerð sem svo hægt er að byggja fram- tíðina á, því meðan við einblínum á lausnir hjá því opinbera eða í umhverfínu, þá vanrækjum við þann þátt sem mestu máli skiptir, en það er uppbygging okkar sjálfra sem uppalenda og á ég þá ekki við barna- fólk eingöngu heldur og líka allra þeirra sem lifa og hrærast í sam- félagi mannanna. Frelsi felst ekki ein- göngu í því að geta gert það sem manni sýnist, burtséð frá því hvort það sé rétt eða rangt, heldur einnig í því að gera öðrum fólki kleift að rækta sitt líf eins og það tel- ur réttast. En hvað er hægt að gera og hvernig er hægt að gera það? Vitur maður sagði eitt sinn: „Ef þú ætlar að sætta þig við ástand sem er andstætt þér, þá verðurðu að byija á að viðurkenna vanmátt þinn til breytinga, en það gæti orðið þín síðasta sjálfstæða ákvörðun". Það er ekki hetjuhugsjón eða draumkennd bjartsýni, heldur skoð- un mín, eftir að hafa þurft að horfa á eftir hverri voninni á fætur ann- arri lenda í ginnungargapi þess sem ég kalla almennar umræður. Ég ætla svo sannarlega ekki að gera lítið úr framtaki og viðleitni þeirra sem starfa að þessum málum, því að þar má fínna hreina gimsteina í mannsmynd og ótrúlegt að jafn- margt fólk og raun ber vitni, skuli geta unnið við jafnhamlandi kring- umstæður og kerfíð býður upp á, fyrir jafnóviðunandi laun og raunin er. En allt um það. Maðurinn er, eins og aðrar lífverur, þeim hæfíleikum gæddur að geta fjölgað sér og viðhaldið sínum stofni. Því má segja að með hveijum nýjum einstaklingi sem fæð- ist, fæðist einnig nýtt tækifæri og ný von til að gera betur en áður og það er enginn svo snauður að hann geti ekki eignast bam og enginn svo lamaður að hann eigi ekki til bros handa litlu bami, því að það fær hann tífalt til baka. Þetta þýðir ekki að við eigum að hætta að sinna þeim vandamálum sem þegar em til staðar í þjóðfélaginu, þeim þarf að sinna, heldur að skilja þarna á milli og einbeita okkur að hvomm þætti fyrir sig. Þeim eldri, en þar þarf sameiginlegt átak til, bæði foreldra og annarra uppalenda, löggæslu, skóla, stjómvalda og síð- ast en ekki hvað síst unglinganna sjálfra, því að þeir em ekki marg- ir unglingarnir sem kjósa það líf sem fylgir höfnun og aðhaldsleysi ef grannt er skoðað og fáir hlutir jafnkraftmiklir og unglingar sem vinna að sannfæringu sinni. Hinn þátturinn er svo það sem mér finnst skipta mestu máli hvað varð- ar böm og unglinga yfírhöfuð, en í þeim leik eru foreldrar og böm einu leikmennirnir og á ég þá við fyrstu árin. Það kann ekki góðri lukku að stýra ef það eru samdar Ingi Þ. Jóhannesson Horfa þarf til gömlu gildanna, samhliða nýj- um, segir IngiÞ. Jó- hannesson, til lausnar á félagslegum vanda- málum og fjölskyldu- kreppu samtímans. sífellt nýjar leikreglur fyrir hvern leik, en gömlum varpað fyrir róða og eins er það með uppeldið. Göm- ul lífsgildi og sannindi sem hafa staðið fullkomlega fyrir sínu í gegnum aldirnar, óháð tækni og trúarbrögðum hvers tíma fyrir sig virðast ekki eiga sér tilverurétt nú á tímum og má þar kannske um kenna hræðslu við stöðnun og gamaldags hugsunarhátt mitt í þessu yfirfljótandi neysluþjóðfélagi þar sem of margir reyna að sinna ímynduðum þörfum sínum á kostn- að síns innra manns. Þessi gömlu gildi eru byggð á traustum siðferðisgrunni serp er einlægni, heiðarleiki, tillitsemi, væntumþykja, virðing fyrir öðrum og að vera sjálfum sér trúr. Það er ekki þar með sagt að þetta sé ein allsheijar lausn á öllum okkar uppeldisvandamálum, miklu frem- ur að þetta séu þau leiðarljós sem hægt er að grundvalla líf sitt og bama sinna á og besta veganesti sem við getum gefið börnum okkar þegar þau eru ekki lengur innan seilingar. Sumir eru þeir hlutir sem aldrei beygja sig undir kröfur og strauma líðandi stundar.en það eru líffræði- leg áföll ýmiss konar svo sem sjúk- dómar, andlegir og líkamlegir, fæðing afbrigðilegra bama og síð- ast en ekki síst ellin og að lokum dauðinn. Firring og höfnun gam- alla gilda gera það að verkum að áföll sem þessi raska því lífs- munstri sem við álítum að við höf- um fullt vald á. Þessir eðlilegu þættir tilverunnar passa nánast ekki lengur inn í þá mynd sem við teljum okkur hafa komið okkur upp. Ellin er, svo gott sem, álitin sjúkdómur. Nú verður fólk sjaldan aldrað með þeim virðuleika og reisn sem efri árunum getur fylgt, heldur er það með beingisnun, Alz- heimer syndrom, Parkinson og ýmislegt annað. Það er ekki ætlun- in að gera lítið úr þessum þáttum öllum, eða viðleitni nútímans til að bæta líðan þessa fólks, heldur benda á þær viðhorfsbreytingar sem orðið hafa hjá okkur á seinni árum, hlutir eru metnir eftir ytri ásýnd án þess að gildi innihaldsins komi til, andleg og siðferðisleg kjalfesta hefur verið vanrækt og guðstrúin nánast orðin markaðs- vara. Ég hef heyrt það sjálfur, bæði í útvarpi og við messu að það þyrfti að „markaðssetja kirkjuna" og einnig að „kristur hafi verið góður pappír“. Og hægt er að gramsa í tilboðskörfum nútímans til að fínna sér þar guð sem hent- ar vel veikleika okkar. Ef við getum sest niður og gert það upp við okkur í eitt skipti fyr- ir öll, í fullri hreinskilni við okkur sjálf, hvað við teljum að sé mikil- vægast í þroska hverrar mann- eskju, þá efast ég ekki um að nið- urstaðan verður þessum gömlu gildum í hag, en þá erum við líka komin með það sem til þarf. Það er aldrei hægt að tryggja að öllum farnist vel á lífsleiðinni, það eru svo margir þættir sem hafa áhrif sem við ekki ráðum við, en það er hægt að búa alla þannig til ferð- arinnar að þeir hafi þau gildi sem duga til eftirbreytni ef rétt er á haldið. Það þykir góð tilfínning, hvort sem maður er ofan í öldudal eða uppi á bárufaldi að vita hvert skal stefna til að ná landi. Höfundur er uppcldisfulltrúi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.