Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 60
Breytingar á eignarhaldi Heklu hf. Tryggingamið- stöðin kaupir V3 Morgunblaðið/Halldór Svifið yfir Sandskeiði TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN hf. hefur keypt um þriðjung hlutafjárins í Heklu hf. af Margréti Sigfúsdóttur. Þar með hafa tvö af fjórum bömum stofnenda Heklu, þeirra Sigfúsar Bjarnasonar og Rannveigar Ingi- mundardóttur, selt sinn hlut. Þeir Sigfús Sigfússon og Sverrir Sigfús- son eiga nú hvor um sig þriðjungs hlut í fyrirtækinu á móti tryggingar- félaginu. Á aðalfundi Heklu í síðustu viku lét Margrét af störfum sem stjóm- arformaður Heklu. Tók Gunnar Fel- ixson, forstjóri Tryggingamiðstöðv- arinnar, sæti hennar í stjórninni sem varaformaður en Sverrir tók við stjómarformennsku. Gunnar hefur setið í svonefndu ráðgjafarráði Heklu um eins árs skeið sem aðstoðaði stjómendur fyrirtækisins við róttæk- ar spamaðaraðgerðir á síðasta ári. Að sögn Sigfúsar Sigfússonar, for- stjóra Heklu, kom til greina að þeir bræður keyptu sjálfir þessi hlutabréf. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að best væri fyrir framtíð Heklu að breyta fyrirtækinu í almennings- hlutafélag enda er hér um að ræða mjög stórt fyrirtæki sem er leiðandi á sínu sviði. Það væri heillavænleg- ast fyrir Heklu að fá góðan og traust- an utanaðkomandi aðila inn í fyrir- tækið. Þannig yrði stigið fyrsta skref- ið í þá átt að breyta fyrirtækinu í almenningshlutafélag." Bjartara framundan Gunnar bendir á að Hekla starfí á öðru sviði en þau fyrirtæki sem Tryggingamiðstöðin hafi fjárfest í fram til þessa. „Okkar hlutabréfaeign er að mestu leyti í sjávarútvegsfyrir- tækjum. Ég þekkti rekstur Heklu nokkuð vel og taldi að rekstur fyrir- tækisins hefði verið aðlagaður breytt- um aðstæðum á bílamarkaði. Þá væri bjartara framundan en verið hefur þannig að hér væri um nokkuð góðan fjárfestingarkost að ræða.“ ■ Tryggingamiðstöðin/14 FANNAR Sverrisson flug- maður fór í fyrstu flugferð nýrrar þýskrar svifflugvél- ar hérlendis um síðustu helgi. Vélin er af gerðinni ASK 21, með sautján metra vænghaf og á þrjá flugtíma að baki. Hún verður notuð til kennslu og er myndin tekin í jómfrúrferðinni í sexhundruð metra hæð yfir Sandskeiði. Þórshöfn Strandaði í innsigl- ingnnni RÚMLEGA 400 tonna síldarbátur með fullfermi, Júlli Dan GK, strand- aði við innsiglinguna til Þórshafnar þegar báturinn var að koma þangað í hádeginu í gær. Á flóðinu kl. 18.30 tókst að losa bátinn af strandstað og koma honum til hafnar, en nokkr- ar skemmdir urðu bæði á asteki og botnstykki bátsins við óhappið. Að sögn Sigurðar Óskarssonar, hafnarvarðar á Þórshöfn, strandaði Júlli Dan um 60 metra sunnan við innsiglinguna og kannaði kafari ástand bátsins á strandstað og svo aftur þegar hann var kominn til hafnar. Hann sagði óvíst hvort við- gerð á bátnum færi fram á Þórs- höfn, og spurning væri hvort bátur- inn kæmist í annan veiðitúr áður en boðað sjómannaverkfall hefst. Sigurður sagði að því miður væri það of algengt að bátar lentu í vand- ræðum í innsiglingunni til Þórshafn- ar og skipstjómarmenn færu ekki eftir siglingamerkjum. - Mechlenburger Hochseefischerei Rekstur breyt- ist til batnaðar EKKI er talið óraunhæft að dóttur- fyrirtæki Útgerðarfélags Akur- eyringa, Mechlenburger Hochseef- ischerei, MHF, í Rostock í Þýska- landi, skili einhverjum hagnaði á þessu ári, en ráðist var í víðtæka endurreisn fyrirtækisins í lok síðasta árs eftir mikla erfíðleika og halla- rekstur á fyrstu misserum félagsins í eigu nýrra aðila. Hækkandi afurðaverð Skip félagsins eru nú á karfaveið- um á Reykjaneshrygg og hafa veið- amar á þessu ári farið vel af stað og verðlag á afurðum farið hækk- andi. Að sögn Gunnars Ragnars, framkvæmdastjóra ÚA, hafa verið gerðar breytingar á samsetningu framleiðslunnar og áhersla lögð á að vinna afurðir í verðmeiri pakkningar. „Eins og staðan er núna er ekki annað hægt að segja en horfurnar séu nokkuð góðar enda hafa miklar breytingar átt sér stað í rekstri þessa fyrirtækis,“ sagði Gunnar. Ingi Bjömsson, sem ráðinn var framkvæmdastjóri MHF í byijun síð- asta árs, hefur stýrt þeim aðgerðum sem miðað hafa að endurreisn fyrir- tækisins. Hann hefur nú sagt starfi sínu lausu og hættir um næstu mán- aðamót, en nýr framkvæmdastjóri hefur ekki verið ráðinn. ■ Víðtæk endurreisn/12 Gert ráð fyrir verkfalls- boðun í álverinu 10. júní FUNDUR sem haldinn var í trúnaðarráði verka- lýðsfélaganna í álverinu Straumsvík í gærmorgun samþykkti að beina því til verkalýðsfélaganna að afla sér verkfallsheimildar, en starfsmenn í álver- inu eiga aðiid að tíu verkalýðsfélögum. Gylfi Ingvarsson, aðaltrúnaðarmaður starfs- manna í álverinu, segir að gengið sé út frá því, verði félögin við tilmælum um öflun verkfallsheim- ilda, að verkfall verði boðað frá og með 10. júní næstkomandi. Samninganefnd starfsmanna í álverinu vísaði kjaradeilunni til ríkissáttasemjara á föstudaginn var. Gylfi sagði að á fundi á miðvikudaginn í síð- ustu viku hefði verið ljóst að slitnað hefði upp úr viðræðum og í kjölfarið hefði deilunni verið vísað til sáttasemjara. í framhaldinu hefði fundur í trúnaðarráðinu verið haldinn í gærmorgun. „Menn voru sammála um að það væri eiginlega þrautreynt að reyna að ná lausnum án þrýstings. Það er eins og það sé eitthvað sem ekki er hægt að gera við þessa aðila,“ sagði Gylfi. Hann sagði að til viðbótar kæmu alltaf upp erfiðleikar í viðræðum við ÍSAL um kjarasamn- inga þegar Alusuisse ætti í viðræðum við ríkis- valdið á sama tíma. Sem dæmi um það mætti nefna að venjan væri sú að þegar menn nálguð- ust samninga fækkaði ágreiningsmálum og þau væru tekin út af borðinu. Því hefði hins vegar verið þveröfugt háttað í viðræðunum undanfariðj því á hveijum fundinum eftir annnan hefði VSI komið með ný ákvæði upp á borðið. Mikil vonbrigði Hannes G. Sigurðsson, formaður samninga- nefndar álversins í Straumsvík, sagði að þessi viðbrögð verkalýðsfélaganna væru mikil vonbrigði og þeir óttist mjög að verkfallsboðun geti haft mjög alvarlegar afleiðingar varðandi fyrirætlanir um stækkun álversins. „Við höfum vonast til þess að þær viðræður sem við höfum átt myndu leiða til þess að menn vildu greiða götu þess að það yrði hægt að taka ákvörðun um þessa stækkun í sumar á grund- velli þeirra hugmynda um breytingar á kjara- samningi sem við höfum Iagt fram. Við höfum jafnframt þeim tillögum verið tilbúnir til þess að ganga verulega langt til móts við launakröfur þeirra, en það virðist ekki hafa nægt og þetta er náttúrlega ekki málinu til framdráttar heldur þvert á móti,“ sagði Hannes. Hann sagði að þessi viðbrögð hlytu að koma hinum erlendu fjárfestum gjörsamlega í opna skjöldu. Þeir væru í þann mund að binda á annan tug milljarða hér í fjárfestingu I il margra áratuga framleiðslu og verðmætasköpunar á íslandi og því væri svarað með verkfallsboðun. Morgunblaðið/Kristinn Bragga- hverfi rís ÞESSA dagana er að rísa bragga- hverfi á vestanverðu Seltjarnar- nesi og er þar um að ræða leik- mynd vegna gerðar kvikmyndar eftir skáldsögunni Þar sem Djöfla- eyjan rís, eftir Einar Kárason. Það er fyrirtæki Friðriks Þórs Frið- rikssonar, Islenska kvikmynda- samsteypan hf.I#sem stendur að gerð kvikmyndarinnar. Að sögn Ingu B. Sólnes, starfsmanns fyrir- tækisins, verða reistir 15 braggar á Seltjarnarnesi, og hafa Ijós- myndir af braggahverfum eftir- stríðsáranna verið hafðar til fyrir- myndar. Kvikmyndatökur hefjast í ágúst og standa þær fram í sept- ember, en innitökur fara fram í janúar á næsta ári. Sagði Inga að byrjað væri að reisa braggana svo snemma sem raun ber vitni til þess að Iáta þá veðrast þar til kvikmyndatökumar hefjast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.