Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁSTRÁÐUR PROPPÉ, Skálagerði 6, Reykjavík, lést á heimili sínu 21. maí. Börn, tengdabörn og barnbörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, ANNA GUÐRÚN JÓHANNESDÓTTIR, Brúarlandi, Þistilfirði, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 21. maí. Jónas Aðalsteinsson, börn og tengdabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, DÓRA SIGURJÓNSDÓTTIR, Löngumýri 18, Garðabæ, lést á heimili sínu sunnudaginn 21. maí. Þórður Einarsson, Ásgeir Þórðarson, Stella Maria Matthfasdóttir, Bjarni Þórðarson, Ágústa Karlsdóttir, Jakobfna Þórðardóttir, Jörundur Guðmundsson, Ásmundur Þórðarson, Harpa Þórðardóttir og barnabörn. + Móðursystir mín, SIGURVEIG GUÐRÚN ÚLFARSDÓTTIR (NUNNA) sem lést á vistheimilinu Seljahlíð fimmtudaginn 11. maí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 24. maí kl. 13.30. Bragi Hrafn Sigurðsson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, fósturfaðir, afi og langafi, SVEINN ÓSKAR ÓLAFSSON Lyngbrekku 7, Kópavogi, lést á heimili sínu sunnudaginn 21. maí. Hólmfríður J. Þorbjörnsdóttir, Ólöf H. Sveinsdóttir, Stefán Stefánsson, Jófríður Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BJARNIINGI BJARNASON málarameistari, Kirkjubraut 17, Akranesi, sem lést á heimili sínu 17. maí, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju miðviku- daginn 24. maí kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlegast bent á Akraneskirkju. Guðrún Jónsdóttir, Helga Bjarnadóttir, Björn Tryggvason, Bjarni Ingi, Guðrún, Elfnborg. 'zmmmmmmmmmmmammmmmammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmi ELINBORG TÓMASDÓTTIR + Elínborg Tómasdóttir * fæddist á Reykjum í Staðarhreppi, V-Hún., 16. sept- ember 1906. Hún lést í Hrafn- istu í Reykjavík 9. maí síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 18. maí. NU ER hún amma mín og nafna loksins sofnuð. Mikið held ég að hún sé hvíldinni fegin. Samt er það nú svo að við fráfall vinar, besta vinar sem ég hef átt, hrannast upp minningar og söknuður sem þeim fyigja. Þannig var að við amma áttum heima uppi í sveit._ Þessi sveit er nú á gatnamótum Ármúla og Háa- leitisbrautar. Sveitabærinn okkar var nefndur Seljaland. Það var ör- lítið sérstakt samfélag sem hafði tekið sér bólfestu við Seljalands- veginn í miðjum kartöflugörðum Reykvíkinga um miðja þessa öld. Ég verð að segja að þet Upp úr standa nöfn eins og Imma, Helga, Steina og Sæberg, Viktoría, Jörgen og Valdi og Guðrún á loftinu, Stebba og Valdi, og Heiða og Ein- ar, að ógleymdri stórvinkonu minni Gunnu í görðunum, en þangað var oft rölt til að spjalla við einstaka konu. Oft var líka hlaupið niður að Lækjarhvammi þar sem stórbýli var rekið með „dönskum vinnu- mönnum“. Þar bjuggu hjónin Einar Ólafsson og Bertha ásamt dóttur sinni Þórunni og hennar manni Jóni Guðbrandssyni dýralækni, þau áttu fullt af börnum til að leika við. Þetta var heimurinn minn með ömmu. Ég held að amma hafi kannske verið fyrsta blómabarnið. Hún hefði sæmt sér vel með 68 kynslóðinni. Hún sá til þess að við börnin fengjum að alast frjáls upp með dýrunum hennar. Við fengjum að hjálpa til við að hirða dýrin og hún kenndi okkur að þykja vænt um þau og kunna að meta þær afurðir sem þau gáfu. Ég held næstum að við höfum að mestu lif- að af þeim afurðum sem dýrin okk- ar ömmu gáfu. Alltaf að mjaltar- tíma loknum var mjólkin síuð og við fengum spenvolga mjólkina til að þamba. Það var ótrúlega gott. Þegar litið er yfir farinn veg þá eru flestar mínar minningar tengd- ar ömmu með barnabörnunum og dýrunum eða ömmu með litlu börn- unum sínum uppi á Lyngási. Það var nefnilega þetta sem hún helg- aði líf sitt. Kannske átti ég meira í ömmu og afa heldur en öll hin barnabörn- in. Það var þannig, að þegar ég var sex ára þá fæddist lítil systir sem ég þoldi ekki. Foreldrar mínir voru þá búsettir vestur á Önundar- firði. Þar sem ég hafði verið eina stelpan og öllu ráðið þá gat ég alls ekki sætt mig við að önnur kæmist inn á mitt yfirráðasvæði og ég þyrfti jafnvel að láta í minni pok- ann fyrir henni. Þetta var mjög einfalt í kollinum á mér - ég vildi ekki þessa stelpu og fyrst hún þurfti að flytja til mömmu og pabba, þá flutti ég bara til ömmu og afa. Og þar var mér vel tekið og leyft að vera einráðri í öllu kon- ungdæminu, alla vega til að byija með. En auðvitað fæddust börn í kjallaranum svo ég missti fljótt yfírráðin á þeirri hæð. En ríkinu hélt ég annars staðar bæði utan og innan dyra. Ég átti dýrin og ömmu og afa og strákana, bræður mömmu. Þetta gekk svo langt að þegar fór að byggjast upp í Alfta- mýri og Safamýri, þá seldi ég krökkunum inn fyrir lóðarmörkin til að sjá dýrin okkar ömmu. Já, í minningunni var amma allt- af til staðar í dagsins amstri. Það var gott að leita til hennar. Það var hlýtt að halla sér að henni. Hann var mjúkur faðmurinn, sem hún umvafði okkur með. Og það var gott að fá að hjúfra sig í hol- unni hennar. Það voru alltaf opnir armar sem tóku á móti bæði í gleði og sorg. Amma var þarna og ég átti hana ein. Hvíl þú í guðs friði og hafðu þökk fyrir allt og allt. Elínborg Jóhanna Björnsdóttir (Hannella). Með þessum ljóðabrotum eftir Magnús Markússon langar mig til þess að þakka ömmu fyrir samver- una. Glöð með glöðum varstu, göfg og trygg á braut, þreyttra byrði barstu, blíð í hverri þraut. Oft var örðugt sporið, aldrei dimmt í sál, sama varma vorið, viðkvæm lund og mál. Hvíl, þín braut er búin. Burt með hryggð og tár! Launað traust og trúin, talið sérhvert ár. Fögrum vinafundi friðarsunna skín; hlý að hinzta blundi helgast minning þín. Guð geymi þig. E.I.S. Það er svo margs að minnast frá æskuárunum á Seljalandi. Það rifj- ast upp ótal minningar nú þegar við kveðjum hana Ellu okkar. En ég var svo gæfusamur að fá að alast upp á Seljalandi, og var Ella mér eins og önnur móðir og börnin hennar eins og systkini mín. En blabib - kjarni málsins! daðir legsteínar Varanleg mínning BAUTASTEINN IBrautarholti 3. 105 Reykjavík Sími: 91-621393 foreldrar mínir bjuggu yfir 20 ár í kjallaranum hjá Ellu, en pabbi og hún voru uppeldissystkini og var alltaf jafn kært með þeim. Ella var eins og móðir allra barna, svo góð og blíð, ef upp komu einhver vanda- mál var hún ekki lengi að leysa þau á sinn ljúfa hátt. Ella og Sigurjón höfðu alltaf smá búskap, og þótti Ellu afskaplega vænt um öll dýr. Ég minnist þess að ef ég kom í fjósið til hennar mjólkaði hún oft upp í mig og fannst mér gott að fá spenvolga mjólkina. Eins eru mér minnisstæð- ar ferðirnar sem ég fór með þeim hjónum í betjamó, réttir og fleira. Þetta voru ferðir sem aldrei gleym- ast. Og ekkert barn fór svangt frá henni Ellu, allir fengu brauð og mjólk, og ekki var amast við okkur þó svo að stundum hafi verið hama- gangur og læti í krökkunum inni. Þegar ég kom með konuna mína til hennar, tók hún henni sem tengdadóttur sinni, og börnin okkar elskuðu hana eins og ömmu sína. Ella var hamingjumanneskja, átti miklu barnaláni að fagna, það kom svo vel fjam í umhyggju þeirra fyrir henni þegar hún var orðin farin af kröftum og sjúk. Ella var falleg kona og yfir henni var alltaf einhver glæsileiki. Þannig viljum við muna hana. Öllum afkomendum hennar vott- um við dýpstu samúð. Hafí Ella hjartans þökk fyrir allt. Guð geymi hana. Ég flyt þér, móðir, þakkir þúsundfaldar, og þjóðin öll má heyra kvæðið mitt. Er Islands mestu mæður verða taldar, þá mun það hljóma, fagurt, nafnið þitt. Blessuð sé öll þín barátta og vinna. Blessað sé hús þitt, garður feðra minna, sem geymir lengi gömul spor. Hafi hjartans þakkir, blessun bama þinna, og bráðum kemur eilíft vor. (D. Stef.) Stefán og Hulda. í dag kveðjum við elskulega konu, sem öllum var svo góð og öllum vildi vel, hana frænku mína Ellu á Seljalandi, síðar í Álftamýri 33, þar sem ég hafði afnot af her- bergi hjá þeim hjónum Ellu og Sig- uijóni, en hann andaðist fyrir um þremur árum. Það var alltaf yndislegt að koma til þeirra hjóna og allir voru svo velkomnir. Það var alveg sama hvað ég fékk marga vini í heimsókn þegar ég bjó hjá þeim og þótt við værum að spila tónlist á kvöldin, alltaf sagði hún að það heyrðist ekki í okkur. Hún vildi helst að ég sæti frammi hjá þeim að horfa á sjónvarpið eða spjalla. Hún var al- veg eins og amma mín og reyndar okkar allra systkinanna. Ella hafði ævinlega stórt heimili og alltaf var nóg að bíta og brenna hjá þeim hjónum. Hún var búin að skila hlutverki sínu með sóma í þessu lífi og er ábyggilega hvíld- inni fegin. Ég votta fjölskyldu hennar, ætt- ingjum og vinum innilega samúð mína. Elsku frænka, ég þakka þér fyrir alla hjálpina og góðu stundirn- ar. Hvíl þú í friði. Guðmundur Einarsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesá á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega linulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 620200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.