Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ1995 27 AÐSENDAR GREIIMAR Um málefni Reykholtsskóla í TILEFNI þess, hvernig umræð- an um skólamál í Reykholti hefur þróast, nú síðast með viðtalsgrein í Tímanum þann 13. maí sl. vil ég koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri. Undirrituð er kennari við skólann, hóf störf haustið 1979, hið síðara ár Ólafs Þ. Þórðarsonar og hef því starfað við skólann frá þeim tíma að eininga- og áfanga- kerfi var tekið upp. Á meðan efsti bekkur grunnskóla var í skólanum, ásamt framhaldsdeildum, stafaði Snorri Þór Jóhannesson sem yfir- kennari, en með breyttu skóla- haldi, þ.e. einungis fyrstu tveimur árum áfangakerfis, var sú staða lögð niður. Til þess að skilja stöðu skólans í dag, er nauðsynlegt að líta yfir þróun hans, frá þeim tíma, að Ólaf- ur Þ. Þórðarson, skipaður skóla- stjóri fékk leyfi frá störfum vegna þingmennsku. Allan fyrri hluta níunda áratugarins gat skólinn val- ið úr fjölda nemenda, sem sótti um skólavist hvaðanæva af landinu; mikill fjöldi nemenda kom frá Borg- arfjarðar- og Mýrasýslu, Snæfells- nesi, Vestfjörðum, Skagafirði, Suð- urnesjum auk fleiri staða, enda áttu þeir erfitt með að sækja fram- haldsnám í heimabyggð. Starfandi kennarar skólans reyndu hvað þeir gátu að skapa skólanum sérstöðu. íþróttabraut eins og viðgengst í fjölbrautaskól- um landsins var að mestu byggð upp í skólanum, en hún hlaut að þurfa að vikja fyrir íþróttabrautum skóla með fullnægjandi íþróttaað- stöðu, en íþróttasalur skólans var byggður sem bráðabirgðahúsnæði fyrir rúmum 60 árum. Unnin voru drög að námsskrá ferðaþjónustu- náms, þar sem nýta átti eldhús, veitingasal, heimavistarherbergi, staðsetningu skólans m.t.t. sögu og menningu auk áherslu á nátt- úru-, jarð- og landafræði, en þær tillögur hlutu ekki hljómgrunn menntamálaráðuneytis. Á sama tíma og fjölbrautaskólar risu um land allt minnkaði aðsókn að skólanum auk þess sem tíundi bekkur grunnskóla var tekinn upp að Varmalandi og á Kleppj árnsreykj um. Smám saman dag- aði skólinn uppi í kerf- inu eins og nátttröll; lög um héraðsskóla voru numin úr gildi og hann varð hvorki skil- greindur sem grunn- né framhaldsskóli, þar sem samstaða náðist ekki í héraði um skól- ann, til þess að gefa honum stöðu fram- haldsskóla, sbr. Laugaskóla í Þingeyj- arsýslu. Fram að ráðningu Odds Albertssonar höfðu þrír gegnt stöðu skólastjóra við skólann, frá því að Ólafur fór í starfsleyfi. Hlýt- ur það að hafa haft áhrif á þá menn, að þeir voru að leysa annan af og gátu vænst þess að missa stöðuna við næstu kosningar. Skól- inn stóð mjög tæpt og líklegast að honum hefði verið lokað, hefði Oddi ekki tekist að ná fjölda nem- enda upp og hefði þá ekki verið um neinn skóla að ræða fyrir Ólaf Þ. Þórðarson að taka við. Menntamálaráðuneytið hefur í tíð Odds Albertssonar viðurkennt, að við skólann sé rekið framhalds- skólanám í áfanga- og eininga- kerfi. Með hliðsjón af því hefur undirrituð gegnt starfi áfanga- stjóra frá 1. jan. 1994 og auk þess starfi fjármálastjóra frá 1. jan. 1995. Stöðu minnar vegna er mér skylt að gera grein fyrir aðsókn að skólanum: Haustið 1992 þegar Oddur Al- bertsson var ráðinn skólastjóri höfðu tæplega 30 nemendur sótt um skólavist, veturinn áður höfðu 47 nemendur lokið haustönn og 32 lokið vorönn, undir skólastjórn Snorra Þórs Jóhannessonar fyrrum yfirkennara. Oddur frestaði skóla- haldi um tvær vikur og byrjaði skólann með 60 nemendur. Næsta starfsár skólans hófu um 100 nem- endur nám og luku 94 önninni. Sl. haust luku 84 nemendur haustann- arprófum og vorönn 1995 hófu 84 nemendur nám. Þórunn Reykdal Nú eftir verkfall eru 54 nemendur í skólan- um auk 4 öldunga. Svokallaðir öldungar, þ.e. nágrannar skól- ans hafa í gegnum tíð- ina tekið nokkra áfanga við skólann og eru ekki taldir með í tölum þeim, sem hér er vitnað til. Vissulega er brottfall nemenda vegna verkfalls hlut- fallslega mjög'hátt, en þá ber að taka tillit til að nokkuð stór hluti nemenda er í fornámi, eða hefur af einhveij- um orsökum átt í erfiðleikum í skólakerfinu og hljóta þeir að verða verst úti við langt verkfall. Vegna ummæla Snorra Þórs Jó- hannessonar um próftökurétt bendir undirrituð á að samkvæmt tilmælum ráðuneytisins ber að hlúa að nemendum og styðja þá í að ljúka erfiðri önn. Varðandi ummæli Péturs Ön- undar Andréssonar um námsár- angur nemenda undir stjórn Odds Albertssonar er skylt að taka fram, að meðalfjöldi staðinna eininga nemenda á námsönn hefur ekki tekið þá dýfu sem ætla mætti, held- ur nánast staðið í stað. Oddur hefur frá upphafi haft „öðruvísi hugmyndir" um fram- kvæmd skólastefnu og vegna þeirra hugmynda var hann ráðinn að skól- anum. Með mikilli vinnu og útsjón- arsemi hefur hann rifið skólann upp úr deyfð, bæði hvað varðar aðstöðu og tækjabúnað og hvað varðar að- sókn. Kjörorð hans eru „Skóli er ekki hús heldur fólk“ og til þess að fá fólkið á staðinn hefur hann gert það sem hann getur til þess að skapa staðnum sérstöðu. Varð- andi ummæli um fjarveru hans af staðnum, vil ég benda á að hann hefur setið marga fundi með starfs- mönnum menntamálaráðuneytisins í vetur, vegna vinnu að þróun skóla- starfsins, auk annarra funda með skólameisturum. í dag býður skólinn upp á al- mennt bóknám, þ.e. grunnnám Reykholtsskóla hefði líklegast verið lokað, segir Þórunn Reykdal, hefði Oddi ekki tekist að ná íj’ölda nemenda upp. allra brauta fjölbrautakerfisins, matartækninám, þar sem hið nýja mötuneyti skólans er nýtt til kennslu í matreiðslu og fram- reiðslu; fjölmiðlanám, myndlist- arnám, ljósmyndun, hestamennsku auk þess sem nemendur eru að taka hluta sjúkraliðanáms, við- skiptanáms o.fl. brauta. Auk þess er fjölbreytt aðstaða til tómstunda- starfs nemenda. Skólinn hefur orðið vettvangur þeirra nemenda sem kjósa persónu- Íeg tengsl, þurfa stuðning eða týn- ast í stóru skólunum. Einstakling- arnir eru misjafnir og reynt er að mæta hveijum einstaklingi út frá hans þörfum, meðan hann er að þroskast, en ekki út frá þörfum kerfisins. Út frá þessum forsendum hafa allir kennarar skólans unnið og sameiginlegar ákvarðanir tekn- ar á vikulegum kennara- og sam- ráðsfundum. Sem samkennari allra sem hlut eiga að þessu máli, harma ég þann farveg sem málið hefur tekið og vekur það upp hjá mér spurningar um tilgang þeirra ávirðnga sem fram eru komnar. í mínum huga er hér tekist á um málefni/skólastefnu en ekki menn/persónur. Okkur ber fyrst og fremst að hugsa um skólann og nemendur hans, sem nú, eftir erfítt verkfall eru að þreyta próf undir miklu álagi. Er það ekki síst vegna umfjöllunar í fjölmiðlum síð- ustu daga. Höfundur er kennari og áúingnstjóri Reykholtsskóla og oddviti Hálsahrepps. NOKKRAR umræð- ur hafa orðið um þær hugmyndir Árna Vil- hjálmssonar, prófess- ors og stjórnarfor- manns Granda að út- gerðarfyrirtæki ættu að greiða í eitt skipti fyrir öll fyrir varanleg- ar og óskerðanlegar aflaheimildir. Fyrir utan LIÚ virð- ast flestir taka..þeim vel, t.d. ritstjórar Morgunblaðsins og þeir hagfræðingar Há- skóla íslands sem rætt er við á opnu Morgun- blaðsins 5. maí. Ragnar Árnason, fískihagfræðiprófessor við Háskóla íslands, segir að ef ákveðið verði að leggja á veiðileyfagjald þá sé kerfíð sem Árni Vilhjálmsson hafí stungið upp á talsvert álitlegt. Hér er samt talsvert EF því Ragnar hefur sjaldnast verið hlynntur veiði- (leyfa)gjaldi en verið ásamt Hann- esi Hólmsteini harðasti talsmaður eignarkvóta, þess að einka(vina- )væða öll fiskimiðin, eins og best kom fram í skýrslu tvíhöfðanefndar. Gott er ef Ragnar hefur nú skipt um skoðun en vandinn er bara sá að hugmyndir Árna hafa ekki nokk- urn skapaðan hlut að gera með veiðigjald. Það er miður að hag- fræðingar Háskóla íslands skuli ekki þekkja mun á veiðigjaldi og varanlegum eignar- kvótum en það má bú- ast við öllu á þeim bæ. Árni vill að Grandi eignist kvótann og það meira að segja fastan kvóta svo að fiskifræð- ingar hafi ekki lengur neitt um það að segja hversu mikið Grandi megi veiða. Hann vill einkavæða fiskimiðin og fyrir það er hann nú tilbúinn að greiða nokkurt gjald. En það er ég sem á fiskimiðin. Það stendur í lögunum. Þó ég geti auðvitað lánað Granda minn hlut, endurgjaldslaust eða leigt honum hann gegn gjaldi, þá get ég hvorki gefið honum né selt honum þorsk- stofninn minn þótt ég feginn vildi og hvað sem í boði væri. Ef ég gerði það þá á ég ekki lengur þorsk- stofninn og þá er ekkert að marka það sem stendur í lögunum. Nú hefur ríkisstjórnin meira að segja iofað að setja þetta inn í stjórnar- skrána. Heldur Árni e.t.v. að hann geti sannfært þá Halldór og Þor- stein um að þ_ar skuli standa: Fiski- miðin við Island eru sameign Granda og þeirra íslendinga sem hafa ekki enn selt Granda sinn hlut? Það er samt auðvelt að aðlaga hugrayndir Árna að auðlindaskatti eða veiðigjaldi. Segjum sem svo að Ég hafna aflamarks- stefnu, segir Einar Júlíusson, hún hefur alls staðar leitt til sóunar og eyðingar fiskistofna. eftir nokkra mánuði verði Granda úthlutað 10 þúsund tonnum af þorskkvóta. Fyrir það vill Árni nú borga 80 kr. á kg eða heildarverð 800 milljón krónur. í eitt skipti fyr- ir öll, þó ekki allt út i hönd heldur á skuldabréfí með fullum vöxtum. Því ekki láta Granda fá þennan kvóta ókeypis og láta ríkið heldur borga Granda 800 milljónir fyrir kvótann? í eitt skipti fyrir öll og á ríkistryggðu skuldabréfi með full- um vöxtum. Síðan getur ríkið leigt Granda kvótann. Vilji eða geti Grandi ekki staðgreitt það gang- verð sem útgerðin hefur sett á kvót- ann þá verður hann bara leigður einhveijum öðrum. Þetta er það sem kallað er veiði- gjald eða auðlindaskattur. Útfærsl- an getur verið á ýmsan máta, bund- in við aflakvóta, sóknarkvóta eða alls enga kvóta. Ég hafna afla- markskerfínu sem alls staðar hefur leitt til sóunar og eyðingar fiskimið- anna. Þess í stað vil ég byggja að hluta á engum kvótum (söluskatti á landaðan afla) og að hluta á lang- tíma (5 ára) sóknarkvótum og óteg- undagreindum verðmæta- eða þorskígildiskvótum sem úthlutað yrði til sveitarfélaganna. Réttlætið er aðalatriði, að ekki sé gert upp á milli manna og engum úthlutað einu einasta kvótagrammi. Vilji menn kvóta þá sitji allir við sama borð, trillukarlar og togaraeigendur, og leigi hann fullu verði, hvort sem það verð er ákvarðað með uppboði eða tilboði og hvort sem það gjald fer til ríkisins, til sveitarfélaganna eða jafnvel beint til mín og þín. Við getum komið þessu kerfi á strax við næstu kvótaskiptingu og ekki er eftir neinu að bíða. Aðvitað væri dýrt að kaupa fyrst allan kvót- ann af Granda og hinum sem þykj- ast nú eiga hann, en öll mistök eru dýr. Margfalt dýrara yrði að fresta því enn að koma veiðigjaldi á. Já, Ámi. Ég á kvótann en ekki Grandi. Það stendur í lögunum og bráðum í stjórnarskránni. Samt vil ég glaður greiða Granda 800 millj- ónir til að hætta að gera ólögmætt tilkall til hans en viðurkenna fremur í eitt skipti fyrir öll að það er ég sem á kvótann. Síðan skal ég leigja þér hann því ég hef ekkert betra við hann að gera. Ég get bara ekki leigt þér neitt ódýrt. Það væru svik við hina sem fengju þá engan kvóta hjá mér en yrðu að leigja dýrt af þér kvótann sem þú fékkst ódýrt hjá mér. Slíkur ójafnaðarmaður vil ég ekki vera. Höfundur er eðlisfræðingur og hefur kennt fiskihagfræði við Háskólann á Akureyri. Hvað er veiðigjald? Einar Júlíusson Bílamarkaöunnn Smiðjuvegi46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, simi 567-1800 Löggild bflasala Verið velkomin. Við vinnum fyrir þig. MMC Lancer EXE ’92, hvítur, sjálfsk., ek. 52 þ. km., samlitir stuðarar, spoiler, rafm. í öllu. V. 990 þús. Toyota 4Runner V-6 ’91, steingrár, 5 g., ek. 99 þ. km., rafm. í rúðum, álfelgur o.fl. Gott eintak. V. 1.980 þús. Sk. ód. Daihatsu Feroza EL ’94, grænn/grár, 5 g., ek. 11 þ. km. Tilboösverð 1.390 þús. Sk. ód. Einnig: árg. ’90, 5 g., ek. 114 þ. km. Tilboðsv. 850 þús. Hyundai Pony LS Sedan ’94, 5 g., ek. 25 þ. km. Tilboðsverö 780 þús. Sk. ód. Toyota Hi Lux D. Cap diesil m/húsi '92, 5 g., ek. 94 þ. km., 33" dekk, brettakant- ar. V. 1.850 þús. Sk. ód. MMC Colt GL '91, 5 g., ek. 40 þ. km. V. 720 þús. Sk. ód. MMC Lancer GLXi '91, Hlaöbakur, 5 g., ek. aðeins 34 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 990 þús. MMC Pajero langur bensín '90, V-6, 5 g., ek. aðeins 68 þ. km. 31“ dekk, álfelg- ur. V. 1.850 þús. Sk. ód. Honda Prelude EX ’87, grásans., 5 g., ek. 90 þ. km., sóllúga olf. V. 690 þús. GMC Jimmy S-10 ’89, blár og grár, sjálfsk., ek. 84 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. Toppeintak. Tilboðsverð 1.290 þús. Sk. á ód. fólksbíl. Nissan Terrano 5 dyra 2,7 Turbo diesil ’93, rauður, 5 g., ek. 26 þ. km., ABS bremsur, rafm. í rúðum o.fl. V. 2.650 þús. Nissan Micra GL ’89, hvítur, 5 g., ek. 67 þ. km., sóllúga. V. 380 þús. Range Rover Vouge ’86, grásans., 5 dyra, sjálfsk., ek. 10 þ. km. á vól. Einn m/öllu. V. 1.190 þús. Toyota Corolla XL Sedan ’91, Ijósblár, sjálfsk., ek. 30 þ. km. V. 800 þús. Toppein- tak. Lada Sport ’94, 5 g., ek. aðeins 14 þ. km., 2 dekkjagangar. V. 720 þús. Sk. ód. Toyota Tercel 4x4 Station '88, rauður, 5 g., ek. aðeins 58 þ. km. V. 620 þús. Sórstakur bfll: Audi Quatro 200 Turbo 4x4 ’85, blár, 5 g., ek. 134 þ. km., leður- klæddur, rafm. í öllu o.fl. V. 890 þús. Nýr bfll: Dodge Dakota Sport V-6 4x4 '95, sjálfsk., álfelgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 2,5 millj. MMC Galant GLSi Super Salon ’89, sjálfsk., ek. 86 þ. km. m/öllu. V. 950 þús. Vill 300 þús. dýrari bíl. ' Suzuki Swift GTi ’88, rauður, 5 g., ek. 78 þ. km. V. 480 þús. VW Vento GL ’93, vínrauður, 5 g., ek. 32 þ. km. V. 1.350 þús. M. Benz 190E ’93, svartur sjálfsk., ek. aðeins 29 þ. km., sóllúga, álfelgur o.fl. Bfll í sórflokki. V. 2.650 þús. BMW 316i '90, 5 g., ek. 72 þ. km. Reyk- laus. Toppeintak. V. 950 þús. Nissan Primera 2000 SLX diesel '92, sjálfsk., ek. 70 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 1.220 þús. Sk. ód. Vantar góða bfla á skrá og á staðinn. ® ZERO-3 3ja daga megrunarkúrinn Svensson Mjódd, sími 557-4602. Opiö virka daga kl. 13-18, laugard. 13-16 Póstv.sími 566-7580.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.