Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Húsið lifnar við Það er ekki laust við að vart hafí orðið við draugagang í Kaffíleikhúsinu í Hlaðvarpan- um undanfarið en þar er verið að setja upp leikritið Herbergi Veroniku eftir Ira Levin. í samtali við Þröst Helgason segja leikend- ur og aðstandendur sýningarinnar að verk- ið hafí gripið þau öll heljartökum. VIÐ erum stödd í herbergi Veron- iku í gömlu húsi í Boston árið 1973. Inn koma íjórar manneskjur sem ég veit engin frekari deili á; e.t.v. eru fullorðni maðurinn og konan I rósótta kjólnum hjón en unga fólkið í hippafötunum hlýtur að vera par. Unga fólkið hefur greinilega aldrei komið hingað áður og skoðar herbergið eilítið undrandi á svipinn. Stúlkan verður samt fljótlega heilluð af því sem hún sér en strákinn hryllir hins vegar við. Mér er ekki fyllilega ljóst hvað það er sem vekur þessi ólíku við- brögð unga fólksins og skima um herbergið I spurn þar til augu mín nema staðar við Þór- unni Sigurðardóttur, leikstjóra, sem situr við hlið mér með stríðnis- glampa I augunum og segir: „Meira færð þú ekki að vita í bili.“ „Já, en“, segi ég og fóma hönd- um, „þið verðið að segja mér eitt- hvað svo ég geti skrifað grein- ina.“ Þórunn hugsar sig um og segir svo stutt í spuna: „Þetta er mjög spennandi leikrit og vel skrif- að.“ Ég horfi biðjandi á leikarana en þeir eru líka þöglir sem gröfin; „Það má ekkert segja," skýtur Rúrik Haraldsson leikari að með dimmri rödd og hallar sér svo ró- lega aftur í sætið. Bara Færeyjar eftir Þómnn segir Herbergi Veron- iku mjög óvenjulegt verk sem geri mjög miklar kröfur til leikaranna. „Það er ómögulegt annað en að hafa þrautþjálfaða leik- ara í hlutverkum eldra parsins og það sama gildir í raun um yngra fólkið, þau hlutverk em bæði mjög spennandi og erfíð. Ég get hins vegar ekki sagt hvers vegna, það verður bara að skýrast þegar fólk sér verkið." í hlutverkum eldra fólksins era tveir af reyndustu leikumm þjóðarinn- ar, Rúrik Haraldsson og Þóra Frið- riksdóttir en yngra fólkið leika Gunnlaugur Helgason og Ragn- hildur Rúriksdóttir sem bæði út- skrifuðust nýlega frá The Ameri can Academy of Dramatic Arts í Los Angeles. Andstyggðar draugagangur af lifandi fólki Morgunblaðið/Sverrir VART hefur orðið við draugagang í Kaffileikhúsinu undanfarið, enda hefur Herbergi Veronikugripið aðstandendur sýningarinnar heljartökum. Feðginin Ragnhildur og Rúrik hafa aldrei leikið saman á sviði áður en segja að samvinnan hafí gengið ágætlega. „Fólk er farið að kalla okkur samlokumar því við eyðum bókstaflega öllum stundum saman,“ segir Ragnhild- ur, „en þetta er annars frábær hópur og auðvitað mjög gefandi fyrir okkur yngri leikarana að vinna með þessu reynda leikhús- fólki.“ Gunnlaugur tekur heilshug- ar undir þetta en aðspurður segir hann að það sé eilítil pressa á sér og Ragnhildi að standa sig: „Sko, ef maður klikkar héma, em bara Færeyjar eftir,“ segir hann sposk- ur á svipinn. Draugagangur Ira Levin er sennilega kunnast- ur hér á landi fyrir að hafa skrif- að handritin að nokkmm vinsæl- um bíómyndum sem sýndar hafa verið hér, s.s. The Boys from Braz- il, Rosemary’s Baby, A Kiss be- fore Dying og nú síðast Sliver. Tvö leikrita Levins hafa verið sýnd hér á landi áður, Allir komu þeir aftur var leikið í Þjóðleikhúsinu árið 1961 og Lífsháski í Iðnó árið 1980 en það er vinsælasta banda- ríska sakamálaleikritið sem leikið hefur verið á Broadway og var sýnt 1809 sinnum. Þómnn segir að sennilega sé Levin líkari Hitch- cock en Agöthu Christie, „sögum- ar hans byggjast flestar upp á sálfræðilegum flækjum sem leys- ast ekki fyrr en alveg í lokin. Þær em eins og laukur sem maður er að fletta í sundur, það kemur allt- af nýtt og nýtt lag í ------------ ljós.“ í kynningu frá Kaffíleikhúsinu er haft eftir Levin sjálfum að til að hrella fólk þurfí óhugnaðurinn að vera trúverðugur, „ekkert skelfílegt og það sem Gerir mjög miklar kröfur tii ieikaranna er eins sprettur beint út úr hversdagsleikanum.“ Ragnhildur segir að Herbergi Veroniku virðist grípa alla heljar- tökum sem kynna sér það. „Ég sendi verkið hingað heim til pabba og hann hringdi strax út alveg yfir sig spenntur eftir að hafa les- ið það og sömu sögu er að segja af Þómnni sem hringdi í mig um miðja nótt til að lýsa hrifningu sinni.“ Ása Richardsdóttir, fram- kvæmdastjóri Kaffíleikhússins, tekur undir með Ragnhildi og seg- ist oft hafa fundið sig knúna til að fylgjast frekar með æfíngum á leikritinu en að vinna verkin sín á skrifstofu leikhússins. „Það skemmir heldur ekki fyrir að þetta gamla hús, sem Kaffíleikhúsið hefur til umráða, hentar þessu verki fullkomlega. Það er eins og húsið lifni við og andi með verk- inu.“ Þómnn segir að húsið sé bein- línis þátttakandi í sýningunni. „Hér læsum við hurðum í raun og vem þegar það á að gera í verkinu, við göngum um gólf uppi þegar það á við og fömm niður í kjallara ef svo ber undir. Við þurf- um ekki að nota nein leikhljóð á bandi í þessari sýningu og það segir sína sögu. Það er engu lík- ara en við séum hreinlega stödd I herbergi Veroniku í gömlu húsi í Boston árið 1973.“ „Svo er ekki verra að það er draugagangur í húsinu," bætir Þóra við alvarleg í bragði. „Já, hvort það er,“ segir Gunnlaugur æstur, „ég ætlaði t.d. að fara að veggfóðra héma um daginn og setti rúllumar í poka á gólfíð á meðan ég skaust í kaffi en þegar ég kom aftur var búið að ljúka verkinu.“ „En get ég þá ekki ályktað sem svo að það sé einhver draugagang- ur í leikritinu sjálfu,“ spyr ég var- fæmislega. Þögn slær á hópinn. „Það má kannski segja að það sé andstyggðar drauga- gangur af lifandi fólki í því,“ svarar Þóra loks- ins í dularfullum tóni. Leikritið verður fmmsýnt fímmtudaginn 25. maí en það er einn dagskrárliður í Sögu- og menningarhátíð í gamla Vestur- bænum sem hófst nýlega. Þetta er þrettánda og síðasta verk leik- ársins hjá Kaffileikhúsinu en fyr- irhugað er að sýna leikritið í sum- ar, m.a. á miðnætursýningum, eft- ir að önnur atvinnuleikhús borgar- innar hafa hætt sýningum. Leiksmiðja íslenskra og finnskra leikara í sumar í senn rannsókn og listrænn viðburður Listrænn við- burður og listsköpun Morgunblaðið/Bjöm Ingi Hilmarsson HLUTI íslenska hópsins sem tekur þátt í fyrstu samvinnuuppfærslu fínnskra og islenskra leikara í sumar, þar sem Órar, fjölskyldusaga, verður sviðsett í Finnlandi og á íslandi. ÓRAR, leiksmiðja íslenskra og finn- skra leikara sumarið 1995, er I senn listrænn viðburður og rannsókn á listsköpun leikarans. Leikaramir leika hver á móti öðmm á sínu móðurmáli og fær auður tungumál- anna notið sín. í Ómm er nefnilega litið svo á að í máli leiklistarinnar sé orðið ekki afgerandi, heldur merkingin og orkan sem býr að baki orðunum. Hlutur tungumálsins í tjáningu leikarans verður kannað- ur en sænskur leikhúsmaður - sem talar hvorki fínnsku né íslensku - mun fylgjast með starfínu, skrá ferlið og greina. Þannig er ætlast til að vinnan nýtist norrænu leik- húsfólki. Aðstandendur Óra em fram- haldsdeild Leiklistarháskólans í Helsingfors og Þjóðleikhúsið í Reykjavík en Leikhús- og kvik- myndafræðideild Stokkhólmshá- skóla leggur fræðilega þætti til starfsins. Verkefnisstjórar em leik- stjórarnir Kaisa Korhonen — sem setti Fávitann á svið í Þjóðleikhús- inu í vetur - og Kári Halldór. Finnski dramatúrginn Seppo Parkkinen ber ábyrgð á textanum og framkvæmdahópinn mynda jafnt Finnar sem íslendingar. Fara utan í dag Þegar Kári og Kaisa lögðu drög að verkefninu vissu þau að tungu- málin yrðu stærsta hindmnin. Fannst leikstjómnum því við hæfí að gera þau að helsta viðfangsefn- inu og völdu ekki látbragðsleikara heldur leikara sem em vanir að tjá sig með orðum. Markviss undirbún- ingur út frá þeim gmnni hófst fyr- ir tveimur ámm. Nú er verkefnið komið á rekspöl en íslendingamir fara utan í dag til að leggja lokahönd á undirbún- inginn við Leiklistarháskólann í Tammerfors. Hitta þeir þá hina fínnsku félaga sína í fyrsta sinn. Kári Halldór, sem fer fyrir hópnum, segir að eftirvæntingin sé mikil enda hefur hann langað til að efna til samstarfs af þessu tagi frá því hann kynntist fínnsku leikhúsi fyrir hálfum öðmm áratug. Órar er fjölskyldusaga þar sem ást, völd, stríð, svik og hefnd ráða ríkjum. Spumingin er um brot mannsins gegn sjálfum sér, gegn náttúmnni og gegn almættinu. Sjónleikurinn dregur upp mynd af veröldinni eins og hún er í dag en frásögnin og persónurnar koma úr vægðarlausum heimi fomgrísku harmleikjanna - einni af undirstöð- um okkar menningar. Sex íslenskir leikarar taka þátt I verkefninu: Arnar Jónsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Ingvar E. Sig- urðsson, Bára Lyngdal Magnús- dóttir, Bjöm Ingi Hilmarsson og Jóna Guðrún Jónsdóttir. Hefur hóp- urinn komið nokkmm sinnum sam- an síðastliðin tvö ár til að bera sam- an bækur sínar. Hefur hann þó tek- ið lítið mið af handritinu enda hefur það tekið sífelldum breytingum. Þroskast sem leikari Bára segir að það sé draumur fyrir sig að fá að taka þátt í verkefn- inu. Hún útskrifaðist frá Leiklistar- skóla íslands árið 1989 en hefur verið búsett í Svíþjóð frá því í lok árs 1993. „Ég hef aldrei unnið svona áður og þetta hefur verið mikil þjálfun. Maður gengur í gegn- um mikinn þroska sem leikari," segir Bára og bætir við að hún geti varla beðið eftir að hitta hina finnsku starfsbræður sína. „Þegar ,ég fór fyrst á fínnska leiksýningu varð ég fyrir miklum áhrifum. Eg skildi ekki orð en engu að síður höfðaði sýningin mjög sterkt til mín.“ Starfinu lýkur með því að Órar verða sýndir finnskum og íslenskum áhorfendum. Ytra verður fmmsýn- ingin 17. júní en 22. júní í Þjóðleik- húsinu. Kári ber lof á forsvarsmenn Þjóðleikhússins og segir að þar á bæ hafi menn verið boðnir og bún- ir að leggja hönd á plóginn. Boðið um að láta hópnum Stóra sviðið í té hafi verið vel þegið. Samskipti íslands og Finnlands hafa frá alda öðli verið af skornum skammti og eiga þjóðirnar sér litla sem enga sameiginlega menningar- sögu. Þær hafa þó nálgast á síð- ustu ámm fyrir tilstilli norrænnar samvinnu. Nú er því lag fyrir leik- húsfólk sem og aðra að færa sig upp á skaftið. Kári og Bára em líka sannfærð um að þessi samvinna, sem erfitt hefði verið að koma í kring fyrir fáeinum áratugujm, eigi eftir að dafna. „Vonandi verður þetta bara fyrsta skrefið!"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.