Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 29 AÐSENDAR GREINAR Hverjir eru hagsmunir vátryggingafélaganna? FURÐULEG umræða hefur átt sér stað á síðum dagblaða, í sjónvarpi, útvarpi og á fundum um ákveðna þætti skaðabóalaga, er tóku gildi 1. júlí 1993. í þessari umræðu hef- ur því verið haldi blákalt fram að eiginkona stjórnarmanns í vátrygg- ingafélagi og bróðir starfsmanns vátryggingafélags láti „hagsmuni vátryggingafélaganna" stjórna gerðum sínum. Þá hefur prófessor í lögum orðið fyrir ítrekuðum árás- um og honum borið á brýn, að hann hafí látið stjórnast af „hags- munum vátryggingafélaga" við samningu frumvarps til skaðabóta- laga. Ég hefi sett hér innan gæsa- lappa hugtakið „hagsmuni vá- tryggingafélaganna" en mér sýnist þetta hugtak ekki hafa verið skýr- greint í þessu samhengi. Því er haldið fram, að það mundi hafa skaðað „hagsmuni vátrygg- ingafélaganna“ ef ákvæði skaða- bótalaganna hefðu mælt tjónþol- um, sem rétt eiga til bóta vegna varanlegs atvinnutjóns eða fráfalls framfæranda, hærri bætur en Al- þingi hefur ákveðið. Það var nokk- ur aðdragandi að gildistöku lag- anna og það verður að gera ráð fyrir því að vátryggingafélögin hafi reynt að meta áhrif hinna nýju bótareglna á útgjöld sín vegna umferðarslysa og annarra slysa, sem þau verða að bæta, sem vá- tryggjendur þeirra sem bótaskyldir eru. Þess er líka að vænta að félög- in hafi ákveðið iðgjöld fyrir þær vátryggingar á grundvelli matsins á áhrifum nýju bótagreiðslnanna. Þannig verða vátryggingafélög að gæta sinna hagsmuna. Hafi ein- hveijir haldið, að það væru hluthaf- ar, stjórnarmenn og starfsmenn vátryggingafélaga, sem greiddu reikninga vegna bóta til tjónþola, er þeim hér með bent á að svo er ekki. Vátryggingafélag innheimtir ið- gjöld frá öllum vátryggingatökum og ákvarðar þau þannig, að þau nægi til þess að standa undir bótum til þeirra, sem verða fyrir tjóni, svo og kostnaði við rekstur félagsins. Að sjálfsögðu standast áætlanir vátryggingafélags ekki alltaf. Tjónabætur í einni grein vátrygg- inga geta orðið meiri en áætlað var eða minni. Hvert félag rekur hins vegar margar greinar vátrygginga og jafna þannig metin að hluta og einnig kaupa þau sér endurtrygg- ingavernd, sérstaklega til þess að greiða hluta í stærri tjónum. Með þessu móti skapa þau jafnvægi í WÆÆÆÆÆÆÁ Sumarfötin frá Barbara Farber Pointer vekja alltaf athygli 10-20% lægra verð en í fyrra vegna haggtasðra innkaupa EN&fABÖRNÍN Bankastrœtl 10 • áml 552-2201 'SSSSSS ÆÆÆÆÆM Stretsbuxur kr. 2.900 Konubuxur kr. 1.680 Mikið úrval af allskonar buxum Opið á laugardögum Grandvallaratriði í vá- tryggingarekstri, segir Bjarni Þórðarson, er að jafna áhættu þeirra sem hana bera. rekstri sínum, en fullt jafnvægi næst aldrei. Grundvallaratriði í vátryggingastarfsemi er að jafna áhættu þeirra sem hana bera, þ.e. vátryggingatakanna, á milli þeirra allra með því að innheimta hjá hveijum þeirra iðgjöld, en greiða síðan bætur til þeirra, sem fyrir tjóni verða. Hvað hefði gerzt á sínum tíma ef bótareglur skaðabótalaganna hefðu mælt einhverjum hópum tjónþola hærri bætur en lögin gerðu í raun? Ekkert annað en það, að vátryggingafélögin hefðu orðið að senda vátryggingatökun- um hærri iðgjalds- reikning. Þau hefðu áætlað að tjónabæt- ur yrðu þeim mun hærri, sem bótaá- kvæðin hefðu sagt til um. Kostnaður félag- anna sjálfra hefði væntanlega orðið sá sami og ella; kostnað- ur við örorkumat sömuleiðis, en vænt- anlega hefðu menn reiknað með hærri lögmannskostnaði við innheimtu tjónabóta, en það er einn þáttur útgjalda í þessu sambandi og ekki léttvægur. Svona einfalt er málið. Auðvitað Bjarni Þórðarson eru það vátrygginga- takar sem mundu koma til með að bera þann viðbótarkostnað, sem breytingar á skaða- bótalögunum kynnu að hafa í för með sér. Að halda öðru fram sýnir ekkert annað en þekk- ingarleysi á þessu sviði. Mér kemur ekki til hugar, að eitthvað ann- að búi að baki þeim ummælum sem viðhöfð hafa verið um þijá valinkunna borgara þessa lands. Höfundur er tryggingastærð- fræðingur og starfar sem framkvæmdastjóri Islenskrar endurtryggingar hf. i 12, sími 44433 A Upphækkun eða Arctic edition sem gerir bílinn hærri undir lægsta punkt, kemur sér vel í torfærum. Álfelgur Tæringarvarðar Nissan álfelgur. 4x4 ctðCHIIS Fjarstýring á samlæsingum Frítt þjónustueftirlit í 18 mánuði eða 22.000 km. akstur. Geislaspilari og útvarp með fjórum kátölurum. Útihitamælir hiti í sætum, rafdrifnar rúður, vökva- og veltistýri, bein fjölinnsprautun, 16 ventla vél. IMI55AIM Ingvar i Helgason hf. Sœvarhöfða 2 Sími 674000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.