Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 45 Enn verið að kveikja í sinu 19. til 22. maí í DAGBÓK helgarinnar má sjá 58 bókanir vegna ölvaðs fólks er ekki kunni fótum sínum forráð, 32 umferðaróhöpp, 11 innbrot, 11 þjófnaði, 4 líkamsmeiðingar, 6 skemmdarverk, 14 rúðubrot og 72 kærur eða áminningar vegna umferðarlagabrota. Af umferðar- óhöppunum urðu slys í 4 tilvikum og 2 tilvikum er grunur um ölv- unarakstur. Auk þeirra eru 8 öku- menn aðrir, sem stöðvaðir voru, grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Mikið tjón varð síðdegis á föstu- dag á 40 ára gömlum skógi við Bústaðaveg eftir að kveikt hafði verið þar í sinu. Þrátt fyrir fjöl- margar viðvaranir um þá hættu sem fylgir sinubrennu eru alltaf einhveijir sem skella við skolla- eyrum og er það miður. Áratuga- vinna getur orðið að engu á augnabliki ef ekki er að gáð. Barn á reiðhjóli fyrir bíl Átta ára barn á reiðhjóli varð fyrir bifreið á mótum Sólvallagötu og Vesturvallagötu á föstudags- kvöld. Meiðslin voru talin minni- háttar. Um morguninn hafði gangangi vegfarandi orðið fyrir bifreið á mótum Gullengis og Fróðengis. Þar var einnig um minniháttar meiðsl að ræða. Um miðjan dag varð harður árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Grettisgötu og Vitastígs. Öku- maður annarrar bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Á laugardags- kvöld þurfti að flytja tvo ökumenn og farþega á slysadeild eftir harð- an árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Borgartúns og Kringlumýrarbrautar. í 11 tilkynningum um þjófnaði ber mest á reiðhjólaþjófnaði. Fólk er enn sem fyrr hvatt til að skilja ekki við reiðhjól sín nema að hafa gengið þannig frá þeim að óvið- komandi geti ekki fært þau úr stað. Þá er og rétt að geyma þau inni við að kvöld- og næturlagi. Rotta á hlaupum Á föstudagskvöld var tilkynnt um eld í geymslum í kjallara húss við Skeljagranda. Skemmdir urðu á 10 geymslum og á stigagangi hússins, auk reykmengunar. Grun- ur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða. Um kvöldið var til- kynnt um eld í skúr við Viðar- rima. Skúrinn brann til kaldra kola. Eldur hafði komið upp í þess- um sama skúr helgina áður. Um miðjan dag á laugardag sást til rottu á hlaupum suður Barónsstíg. Sú virðist hafa brugð- ið sér í bæinn í góða veðrinu. Ekki voru allir allskostar ánægðir með ferðir rottunnar, enda tak- marka reglur möguleika slíkra kvikinda á að ferðast um umferð- aræðar mannfólksins. Með lagni tókst að ná í skottið á rottunni áður en henni var komið fyrir kattarnef. Buðu unglingum landa Á laugardagskvöld handtóku lögreglumenn unga menn í bifreið við verslun í Grafarvogi eftir að þeir höfðu boðið þar unglingum landa til sölu. í bifreiðinni fundust 10 lítrar af landa. Piltarnir voru færðir til yfirheyrslu á lögreglu- stöðinni. Lögreglan gefur þessum málum sérstakan gaum um þessar mundir því reynslan hefur sýnt að bruggarar hafa áður miðað framleiðslu sína við skólaslit. Lög- reglan veit orðið nokkuð vel hvernig landið liggur í þessum efnum og ekki er ólíklegt að hún láti til skarar skríða gegn ein- hveijum bruggaranna á næst- unni, þ.e.a.s. ef þeir áræða að kynda undir tækjum sínum. Ofurölvi á hestbaki Á laugardagskvöld var tilkynnt um mjög ölvaða menn á hestum á Vesturlandsvegi skammt vestan Grafarholts. Einn þeirra hafði verið að þvælast fyrir akandi umferð á akbrautinni. Maðurinn var handtekinn við Rauðavatn eftir ábendingar vegfarenda, sem ekki hafði litist á blikuna. Maður- inn reyndist mjög ölvaður og var ekki hægt annað en að vista hann í fangageymslunum uns af honum rynni. Sem betur fer er orðið sjald- gæft að sjá mjög ölvaða reiðmenn á ferðinni. Virðist það orðið al- mennt viðhorf hjá hestamönnum að reiðmennska og áfengi fari ekki saman. Aðfaranótt mánudags var til- kynnt að tveir menn væru að fara inn í bifreiðir við Snorrabraut. Eftir að þeir höfðu verið hand- teknir kom í ljós að þeir höfðu brotist inn í bíl við Skeggjagötu og haft á brott með sér útvarps- tæki og hljóðsnældur. Annar mannanna hefur margoft komið við sögu lögreglu vegna afbrota. Sniglarnir láta ekki sitt eftir liggja Fulltrúar lögreglunnar voru á fjölmennum fundi Snigla í síðustu viku. Umræður fóru fram um ýmis sameiginleg málefni. Eins og ávallt áður voru skiptar skoð- anir með aðilum. Samtökin hafa lagt sitt af mörkum til að fækka umferðarslysum á liðnum árum með ánægjulegum árangri. Fund- armenn voru sammála um nauð- syn þess að draga úr hraða og ætla ekki að láta sitt eftir liggja í þeim efnum á næstunni. Ef bif- hjólafólk telur sig geta dregið úr hraðanum ætti það ekki að reyn- ast erfitt fyrir aðra. FRÉTTIR Slökkviliðsmenn eignast um- hverfisvænt kennslutæki LANDSSAMBANDI slökkviliðs- manna var nýlega fært að gjöf Werner-æfingasett sem er sérút- búið til æfinga og kennslu í notk- un handslökkvitækja. Gefendur eru A. Werner GmbH í Þýska- landi og umboðsaðili þeirra á ís- landi, Eldverk hf., Ármúla 36, Reykjavík. Tækin ér einkum hugsað til æfinga og kennslu í notkun handslökkvitækja án þess að valda mengum af neinum toga. Með því má líþja eftir virkni nokk- urra helstu tegunda slökkvitækja. Eins og kunnugt er hefur For- varna- og fræðsludeild Landssam- bands slökkviiiðsmanna annast kennslu og ráðgjöf fyrir fyr- irtæki, stofnanir, skóla og al- menning um eldvarnir. Á síðast- liðnu ári nutu u.þ.b. þijú þúsund aðiiar þjónustu deildarinnar og fer starfið vaxandi. Forvarna- og fræðsludeild LSS hefur aðsetur í Síðumúla 8, Reykjavík. Morgunblaðið/Júlíus Gjöfina afhentu hr. Wolfgang Deckert, forstjóri A. Werner GmbH & Co. og Helgi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Eldverks hf. Á mynd- inni má sjá Guðmund Vigni Óskarsson, formann Landssambandsins ásamt leiðbeinendum deildarinnar veita æfingasettinu viðtöku. Yfirlýsing Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn Sérfræðingafélags íslenskra lækna: í BARÁTTU Sérfræðingafélags íslenskra lækna gegn tilvísunar- skyldu Sighvats Björgvinssonar var tekist á við heilbrigðisráðuneytið um grundvallaratriði í þjónustu lækna og um rétt sjúklinga. Tilvís- anareglugerðin var íjárhagslegt stjórntæki sem beitt var af heil- brigðisráðuneytinu til þess að koma á kerfisbreytingu í heilbrigðiskerfi Islendinga án þess að gætt væri jafnræðis eða samkeppnissjónar- miða. Með reglugerðinni stóð til að setja ákveðna lækna í starf fjár- hirsluvarða ríkissjóðs, sem hefðu jafnvel persónulegan ábata af því að takmarka aðgang sjúklinga að öðrum læknum. Slíkt myndi skapa óásættanlegan hagsmunaárekstur í störfum lækna, sem undir öllum kringumstæðum ber að gæta hags- muna skjólstæðinga sinna, sjúk- linga, fyrst og fremst, en ekki hags- muna annarra aðila. Stjórn SÍL beitti ýmsum aðferð- um í baráttunni, sem varð að vinn- ast með hraði og að loknum löngum LÖGREGLAN á Suðvesturlandi ætlar að beina athygli sinni sér- staklega að ökuhraða á næstunni. Að sögn Ómars Smára Ár- mannssonar, aðstoðaryfirlögreglu- þjóns í Reykjavík, fylgja birtu vors- ins dökkar hliðar. Þá eykst öku- hraðinn og afleiðingar umferðar- slysanna verða alvarlegri. „Sá sem er líkamlega hress í dag getur orð- ið örkumla á morgun ef ekki er að gætt. Þess vegna er áríðandi fyrir lögregluna að huga sérstak- lega að ökuhraðanum á þeim tíma. En það er ekki síður ástæða fyrir ökumenn að gera sér grein fyrir hættunni sem er samfara miklum hraða, bæði fyrir þá og aðra,“ seg- ir Ómar Smári. Hann segir það von lögreglunn- ar að hún þurfi að hafa afskipti af sem fæstum næstu daga sem og endranær. „Ávinningur öku- manna er ekki einungis sá að með því geta þeir sparað sér verulegar upphæðir í sektargreiðslum heldur er það ekki síður ávinningur allra að draga úr líkum á slysum, kostn- vinnudegi lækna. Nauðsynlegt var að ná eyrum stjórnmálamanna, því ráðuneytið reyndi einhliða að koma á veigamikilli grundvallarbreytingu án þess að þingmönnum, læknafé- lögum eða fólkinu í landinu gæfíst kostur á andsvörum. Því leitaði SÍL til virts lögmanns til þess að laga- legur réttur lækna og sjúklinga kæmi fram á skilmerkilegan hátt. I öðru lagi var nauðsynlegt, að svokallaðar hagfræðilegar forsend- ur væru skoðaðar af fagmanni og leitaði félagið því álits virts þjóð- hagsfræðings. I þriðja lagi virtist stjórn SÍL sem sjúkratryggðir íslendingar hefðu framan af lítinn skiling á eðli tilvís- unarskyldu og þeirri réttsviptingu og kostnaðarauka sem hún fæli í sér á íslandi. Því síður virtust sjúk- lingar átta sig á því hvað myndi gerst eftir 1. maí þegar nær allir sérfræðingar hygðust hætta að inn- heimta hluta sjúkratrygginga af greiðslu fyrir læknisverk, sem þýddi með öðrum orðum að sjúkl- ingarnir yrðu að greiða allan kostn- að sjálfir. Þess vegna samdi stjórn- in við almannatengslafyrirtæki um að uppfræða stjórnmálamenn og aði þeirra vegna sem og þjáningum er þeim fylgja. Lögreglan hvetur ökumenn til samstarfs um að virða ökuhraðann,“ segir Ómar Smári. -----»-4 ----- Sjónarvotta leitað SJÓNARVOTT vantar að ákeyrslu á kyrrstæða bifreið i Hafnarfirði í síðustu viku. Bifreiðin, sem er af gerðinni Toyota Corolla, blá að lit, stóð á Kaldárselsvegi. Ekið var á hana einhvern tíma á tímabilinu frá kl. 9.45 til 10.45 miðvikudagsmorg- uninn 17. maí, sennilega af stórum bíl. Önnur hlið Toyotunnar er stór- skemmd eftir ákeyrsluna. Þeir sem kynnu að hafa orðið vitni að ákeyrslunni eru vinsamleg- ast beðnir að gefa sig fram við rannsóknarlögregluna í Hafnar- firði. kjósendur á þann hátt að þeir átt- uðu sig fyrir alþingiskosningarnar á eðli vandans og gætu tjáð sig ekki síðar en á kjördag. Stjórn SÍL ber fulla ábyrgð á efni og texta auglýsingarinnar. Það var síður en svo ætlun SÍL að kasta rýrð á störf heilsugæslulækna með auglýsingum þessum. Því miður virðist þó sem texti einnar auglýs- ingarinnar og e.t.v. annarrar hafí haft tvíræða merkingu sem hafí sært suma kollega okkar í stétt heilsugæslulækna, sem lesið hafi út úr auglýsingunni „að þeim væri ekki treystandi". Slík orð eru ekki makleg góðum kollegum okkar og eru þeir beðnir afsökunar á tvíræðu orðalagi auglýsingarinnar þótt óviljaverk hafi verið. Stjórn SÍL telur hins vegar árás- ir forystu Félags íslenskra heilsu- gæslulækna á formann Læknafé- lags íslands ómaklegar. Hann hafí unnið að niðurfellingu tilvísunar- skyldunnar í krafti ályktunar stjórnar LÍ gegn tilvísunarskyld- unni, samkvæmt áður mótaðri stefnu læknasamtakanna og í sam- ræmi við skoðanir meginþorra læknastéttarinanr, þ. á m. margra heilsugæslulækna. Það var skylda formannsins að standa vörð um meirihlutaskoðun félagsmanna í allsheijaraðför ráðuneytismanna að löglegum réttindum sjúklinga, réttindum lækna og starfsumverfi. F. h. stjórnar Sérfræðinga- félags ísienskra lækna, 21. maí 1995. Páll Torfi Önundarson, gjaldkeri. Bárður Sigurgeirsson, ritari. VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 al 5 0 2.003.130 o 4 af 5 ^•Plús ^ W1 53.710 3. 4al5 75 7.410 4. 3af 5 2.833 450 Heildarvinningsupphæö: 4.155.990 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Umferðarátak á Suðvesturlandi Sérstaklega gætt að ökuhraða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.