Morgunblaðið - 23.05.1995, Page 45

Morgunblaðið - 23.05.1995, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 45 Enn verið að kveikja í sinu 19. til 22. maí í DAGBÓK helgarinnar má sjá 58 bókanir vegna ölvaðs fólks er ekki kunni fótum sínum forráð, 32 umferðaróhöpp, 11 innbrot, 11 þjófnaði, 4 líkamsmeiðingar, 6 skemmdarverk, 14 rúðubrot og 72 kærur eða áminningar vegna umferðarlagabrota. Af umferðar- óhöppunum urðu slys í 4 tilvikum og 2 tilvikum er grunur um ölv- unarakstur. Auk þeirra eru 8 öku- menn aðrir, sem stöðvaðir voru, grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Mikið tjón varð síðdegis á föstu- dag á 40 ára gömlum skógi við Bústaðaveg eftir að kveikt hafði verið þar í sinu. Þrátt fyrir fjöl- margar viðvaranir um þá hættu sem fylgir sinubrennu eru alltaf einhveijir sem skella við skolla- eyrum og er það miður. Áratuga- vinna getur orðið að engu á augnabliki ef ekki er að gáð. Barn á reiðhjóli fyrir bíl Átta ára barn á reiðhjóli varð fyrir bifreið á mótum Sólvallagötu og Vesturvallagötu á föstudags- kvöld. Meiðslin voru talin minni- háttar. Um morguninn hafði gangangi vegfarandi orðið fyrir bifreið á mótum Gullengis og Fróðengis. Þar var einnig um minniháttar meiðsl að ræða. Um miðjan dag varð harður árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Grettisgötu og Vitastígs. Öku- maður annarrar bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Á laugardags- kvöld þurfti að flytja tvo ökumenn og farþega á slysadeild eftir harð- an árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Borgartúns og Kringlumýrarbrautar. í 11 tilkynningum um þjófnaði ber mest á reiðhjólaþjófnaði. Fólk er enn sem fyrr hvatt til að skilja ekki við reiðhjól sín nema að hafa gengið þannig frá þeim að óvið- komandi geti ekki fært þau úr stað. Þá er og rétt að geyma þau inni við að kvöld- og næturlagi. Rotta á hlaupum Á föstudagskvöld var tilkynnt um eld í geymslum í kjallara húss við Skeljagranda. Skemmdir urðu á 10 geymslum og á stigagangi hússins, auk reykmengunar. Grun- ur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða. Um kvöldið var til- kynnt um eld í skúr við Viðar- rima. Skúrinn brann til kaldra kola. Eldur hafði komið upp í þess- um sama skúr helgina áður. Um miðjan dag á laugardag sást til rottu á hlaupum suður Barónsstíg. Sú virðist hafa brugð- ið sér í bæinn í góða veðrinu. Ekki voru allir allskostar ánægðir með ferðir rottunnar, enda tak- marka reglur möguleika slíkra kvikinda á að ferðast um umferð- aræðar mannfólksins. Með lagni tókst að ná í skottið á rottunni áður en henni var komið fyrir kattarnef. Buðu unglingum landa Á laugardagskvöld handtóku lögreglumenn unga menn í bifreið við verslun í Grafarvogi eftir að þeir höfðu boðið þar unglingum landa til sölu. í bifreiðinni fundust 10 lítrar af landa. Piltarnir voru færðir til yfirheyrslu á lögreglu- stöðinni. Lögreglan gefur þessum málum sérstakan gaum um þessar mundir því reynslan hefur sýnt að bruggarar hafa áður miðað framleiðslu sína við skólaslit. Lög- reglan veit orðið nokkuð vel hvernig landið liggur í þessum efnum og ekki er ólíklegt að hún láti til skarar skríða gegn ein- hveijum bruggaranna á næst- unni, þ.e.a.s. ef þeir áræða að kynda undir tækjum sínum. Ofurölvi á hestbaki Á laugardagskvöld var tilkynnt um mjög ölvaða menn á hestum á Vesturlandsvegi skammt vestan Grafarholts. Einn þeirra hafði verið að þvælast fyrir akandi umferð á akbrautinni. Maðurinn var handtekinn við Rauðavatn eftir ábendingar vegfarenda, sem ekki hafði litist á blikuna. Maður- inn reyndist mjög ölvaður og var ekki hægt annað en að vista hann í fangageymslunum uns af honum rynni. Sem betur fer er orðið sjald- gæft að sjá mjög ölvaða reiðmenn á ferðinni. Virðist það orðið al- mennt viðhorf hjá hestamönnum að reiðmennska og áfengi fari ekki saman. Aðfaranótt mánudags var til- kynnt að tveir menn væru að fara inn í bifreiðir við Snorrabraut. Eftir að þeir höfðu verið hand- teknir kom í ljós að þeir höfðu brotist inn í bíl við Skeggjagötu og haft á brott með sér útvarps- tæki og hljóðsnældur. Annar mannanna hefur margoft komið við sögu lögreglu vegna afbrota. Sniglarnir láta ekki sitt eftir liggja Fulltrúar lögreglunnar voru á fjölmennum fundi Snigla í síðustu viku. Umræður fóru fram um ýmis sameiginleg málefni. Eins og ávallt áður voru skiptar skoð- anir með aðilum. Samtökin hafa lagt sitt af mörkum til að fækka umferðarslysum á liðnum árum með ánægjulegum árangri. Fund- armenn voru sammála um nauð- syn þess að draga úr hraða og ætla ekki að láta sitt eftir liggja í þeim efnum á næstunni. Ef bif- hjólafólk telur sig geta dregið úr hraðanum ætti það ekki að reyn- ast erfitt fyrir aðra. FRÉTTIR Slökkviliðsmenn eignast um- hverfisvænt kennslutæki LANDSSAMBANDI slökkviliðs- manna var nýlega fært að gjöf Werner-æfingasett sem er sérút- búið til æfinga og kennslu í notk- un handslökkvitækja. Gefendur eru A. Werner GmbH í Þýska- landi og umboðsaðili þeirra á ís- landi, Eldverk hf., Ármúla 36, Reykjavík. Tækin ér einkum hugsað til æfinga og kennslu í notkun handslökkvitækja án þess að valda mengum af neinum toga. Með því má líþja eftir virkni nokk- urra helstu tegunda slökkvitækja. Eins og kunnugt er hefur For- varna- og fræðsludeild Landssam- bands slökkviiiðsmanna annast kennslu og ráðgjöf fyrir fyr- irtæki, stofnanir, skóla og al- menning um eldvarnir. Á síðast- liðnu ári nutu u.þ.b. þijú þúsund aðiiar þjónustu deildarinnar og fer starfið vaxandi. Forvarna- og fræðsludeild LSS hefur aðsetur í Síðumúla 8, Reykjavík. Morgunblaðið/Júlíus Gjöfina afhentu hr. Wolfgang Deckert, forstjóri A. Werner GmbH & Co. og Helgi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Eldverks hf. Á mynd- inni má sjá Guðmund Vigni Óskarsson, formann Landssambandsins ásamt leiðbeinendum deildarinnar veita æfingasettinu viðtöku. Yfirlýsing Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn Sérfræðingafélags íslenskra lækna: í BARÁTTU Sérfræðingafélags íslenskra lækna gegn tilvísunar- skyldu Sighvats Björgvinssonar var tekist á við heilbrigðisráðuneytið um grundvallaratriði í þjónustu lækna og um rétt sjúklinga. Tilvís- anareglugerðin var íjárhagslegt stjórntæki sem beitt var af heil- brigðisráðuneytinu til þess að koma á kerfisbreytingu í heilbrigðiskerfi Islendinga án þess að gætt væri jafnræðis eða samkeppnissjónar- miða. Með reglugerðinni stóð til að setja ákveðna lækna í starf fjár- hirsluvarða ríkissjóðs, sem hefðu jafnvel persónulegan ábata af því að takmarka aðgang sjúklinga að öðrum læknum. Slíkt myndi skapa óásættanlegan hagsmunaárekstur í störfum lækna, sem undir öllum kringumstæðum ber að gæta hags- muna skjólstæðinga sinna, sjúk- linga, fyrst og fremst, en ekki hags- muna annarra aðila. Stjórn SÍL beitti ýmsum aðferð- um í baráttunni, sem varð að vinn- ast með hraði og að loknum löngum LÖGREGLAN á Suðvesturlandi ætlar að beina athygli sinni sér- staklega að ökuhraða á næstunni. Að sögn Ómars Smára Ár- mannssonar, aðstoðaryfirlögreglu- þjóns í Reykjavík, fylgja birtu vors- ins dökkar hliðar. Þá eykst öku- hraðinn og afleiðingar umferðar- slysanna verða alvarlegri. „Sá sem er líkamlega hress í dag getur orð- ið örkumla á morgun ef ekki er að gætt. Þess vegna er áríðandi fyrir lögregluna að huga sérstak- lega að ökuhraðanum á þeim tíma. En það er ekki síður ástæða fyrir ökumenn að gera sér grein fyrir hættunni sem er samfara miklum hraða, bæði fyrir þá og aðra,“ seg- ir Ómar Smári. Hann segir það von lögreglunn- ar að hún þurfi að hafa afskipti af sem fæstum næstu daga sem og endranær. „Ávinningur öku- manna er ekki einungis sá að með því geta þeir sparað sér verulegar upphæðir í sektargreiðslum heldur er það ekki síður ávinningur allra að draga úr líkum á slysum, kostn- vinnudegi lækna. Nauðsynlegt var að ná eyrum stjórnmálamanna, því ráðuneytið reyndi einhliða að koma á veigamikilli grundvallarbreytingu án þess að þingmönnum, læknafé- lögum eða fólkinu í landinu gæfíst kostur á andsvörum. Því leitaði SÍL til virts lögmanns til þess að laga- legur réttur lækna og sjúklinga kæmi fram á skilmerkilegan hátt. I öðru lagi var nauðsynlegt, að svokallaðar hagfræðilegar forsend- ur væru skoðaðar af fagmanni og leitaði félagið því álits virts þjóð- hagsfræðings. I þriðja lagi virtist stjórn SÍL sem sjúkratryggðir íslendingar hefðu framan af lítinn skiling á eðli tilvís- unarskyldu og þeirri réttsviptingu og kostnaðarauka sem hún fæli í sér á íslandi. Því síður virtust sjúk- lingar átta sig á því hvað myndi gerst eftir 1. maí þegar nær allir sérfræðingar hygðust hætta að inn- heimta hluta sjúkratrygginga af greiðslu fyrir læknisverk, sem þýddi með öðrum orðum að sjúkl- ingarnir yrðu að greiða allan kostn- að sjálfir. Þess vegna samdi stjórn- in við almannatengslafyrirtæki um að uppfræða stjórnmálamenn og aði þeirra vegna sem og þjáningum er þeim fylgja. Lögreglan hvetur ökumenn til samstarfs um að virða ökuhraðann,“ segir Ómar Smári. -----»-4 ----- Sjónarvotta leitað SJÓNARVOTT vantar að ákeyrslu á kyrrstæða bifreið i Hafnarfirði í síðustu viku. Bifreiðin, sem er af gerðinni Toyota Corolla, blá að lit, stóð á Kaldárselsvegi. Ekið var á hana einhvern tíma á tímabilinu frá kl. 9.45 til 10.45 miðvikudagsmorg- uninn 17. maí, sennilega af stórum bíl. Önnur hlið Toyotunnar er stór- skemmd eftir ákeyrsluna. Þeir sem kynnu að hafa orðið vitni að ákeyrslunni eru vinsamleg- ast beðnir að gefa sig fram við rannsóknarlögregluna í Hafnar- firði. kjósendur á þann hátt að þeir átt- uðu sig fyrir alþingiskosningarnar á eðli vandans og gætu tjáð sig ekki síðar en á kjördag. Stjórn SÍL ber fulla ábyrgð á efni og texta auglýsingarinnar. Það var síður en svo ætlun SÍL að kasta rýrð á störf heilsugæslulækna með auglýsingum þessum. Því miður virðist þó sem texti einnar auglýs- ingarinnar og e.t.v. annarrar hafí haft tvíræða merkingu sem hafí sært suma kollega okkar í stétt heilsugæslulækna, sem lesið hafi út úr auglýsingunni „að þeim væri ekki treystandi". Slík orð eru ekki makleg góðum kollegum okkar og eru þeir beðnir afsökunar á tvíræðu orðalagi auglýsingarinnar þótt óviljaverk hafi verið. Stjórn SÍL telur hins vegar árás- ir forystu Félags íslenskra heilsu- gæslulækna á formann Læknafé- lags íslands ómaklegar. Hann hafí unnið að niðurfellingu tilvísunar- skyldunnar í krafti ályktunar stjórnar LÍ gegn tilvísunarskyld- unni, samkvæmt áður mótaðri stefnu læknasamtakanna og í sam- ræmi við skoðanir meginþorra læknastéttarinanr, þ. á m. margra heilsugæslulækna. Það var skylda formannsins að standa vörð um meirihlutaskoðun félagsmanna í allsheijaraðför ráðuneytismanna að löglegum réttindum sjúklinga, réttindum lækna og starfsumverfi. F. h. stjórnar Sérfræðinga- félags ísienskra lækna, 21. maí 1995. Páll Torfi Önundarson, gjaldkeri. Bárður Sigurgeirsson, ritari. VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 al 5 0 2.003.130 o 4 af 5 ^•Plús ^ W1 53.710 3. 4al5 75 7.410 4. 3af 5 2.833 450 Heildarvinningsupphæö: 4.155.990 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Umferðarátak á Suðvesturlandi Sérstaklega gætt að ökuhraða

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.