Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ1995 23 Hringrás náttúr- unnar og fræðin MYNPLIST Nýlistasaf niö MÁLVERK OG BLÖNDUÐ TÆKNI Þór Vigfússon/Jóhann Valdimars- son/Anna Eyjólfsdóttir Opið alla daga kl. 14-18 til 28. maí. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ er ætíð vandamál stærri sýningarstaða þar sem fleiri en ein sýning er uppi á sama tíma, að finna heppilegt jafnvægi milli þeirra listamanna, sem þar eru á ferðinni. Þegar ákveðinn sam- hljómur er á milli sýninga, t.d. hvað varðar viðfangsefni, miðla eða vinnuaðferðir, verður sam- kenndin til að styrkja heildina, og sýningarstaðinn þar með. Þegar sýningarnar fjalla um gjörsamlega ólíka hluti verður niðurstaðan hins vegar þveröfug, þ.e. hið sísta verð- ur enn slakara og dregur jafnvel úr áhrifum þess, sem vert er að veita meiri athygli. Þetta síðarnefnda á við um þær sýningar sem nú eru uppi í Nýlista- safninu. Sem allt of margar fyrri sýningar á staðnum líða þessar fyrir þann dónaskap við sýningar- gesti, sem felst í nær algjöru upp- lýsingaleysi. Ein sýningin er ekki kynnt á nokkurn hátt, önnur með einni setningu, og fyrir þetta skeytingarleysi líður hin þriðja, sem virðist bæði vel undirbúin og sett fram með áhugaverðum hætti, auk þess sem leitast er við að virkja gesti til þátttöku í ákveðnu verki. Það oflæti sem í þessu felst á sér mögulega rætur í ákveðnum viðhorfum hugmyndafræði, sem viðkomandi sýningar byggja á. Á þeim vettvangi er grunnurinn oft sá, að þeir sem eru inni í málunum munu njóta þessa án frekari skýr- inga, en um aðra gildi einfaldlega annað tveggja; þeir geti kynnt sér hugmyndafræðina á eigin spýtur, eða þeir geti átt sig. Þór Vigfússon í neðri sölum safnsins sýnir Þór Vigfússon það sem hann kallar einfaldlega málverk. Þór hefur hingað til helst haslað sér völl í höggmyndalistinni, þó nokkuð sé um liðið frá því hann sýndi hinar sérstöku fígúrur sínar. Hann hefur einnig verið mikilvirkur í hönnun sviðsmynda og búninga fyrir ís- lenskar kvikmyndir, og verk hans á því sviði hafa vakið athygli fyrir að vera íburðarmiklar, flóknar en sjónrænt mjög áhugaverðar. Málverkin hér eru algjör and- stæða þessa. Þau eru einfaldlega stór málm-litaspjöld; einn litur á hveiju spjaldi, en þau eru öll af sömu stærð og er raðað í sömu hæð á veggina. Þessi litaspjaldafræði er kunnugleg og um leið þreytuleg grein naumhyggjunnar, sem þó kann enn að vekja áhuga þeirra sem lifa og hrærast í litblöndun (hér eru t.d. engir hreinir litir eða andstæðulitir), en í hugum flestra annarra þarf meira til að skapa myndlistarsýningu úr litaspjöld- um. En hér er ekki um neitt meira að ræða. Ekki einn titil mynd- verks. Ekki eina setningu til útlist- unar. Jóhann Valdimarsson Það hefur tíðkast að í setustofu Nýlistasafnsins hafi verið settar upp litlar gestasýningar ungra listamanna, sem má fremur nefna kynningar en sýningar. Jóhann hefur hér sett upp tvö spjöld - afar fræðileg útlits - með flóknum formúlur, útreikningum og skýr- ingum sem hann kynnir með einni setningu: „Kynning á mögulegri hugmynd á eðlisfræði tímans“. Hann hefur skýringu sína í rit- uðu máli með eftirfarandi hætti: Ibsen-kvöld í Norræna húsinu í TILEFNI þess að um þessar mundir er heildarútgáfa á tólf helstu leikritum norska skáldsins Henriks Ibsens að koma út á íslensku í þýðingu Einars Braga, skálds og rithöfundar, verður dagskrá í Norræna húsinu í dag, þriðju- dag, kl. 20 helguð Ibsen, en í dag eru liðin 89 ár frá því að skáldið lést. Dagskráin í Nor- ræna húsinu hefst með ávarpi sendiherra Noregs, Nils 0. Dietz, en síðan mun Astrid Sæther, dósent við Oslóarháskóla og forstöðumaður stofnunar sem stendur fyrir kynningu og rannsóknum á Ibs- en-verkum við háskólann í Osló, halda fyrirlestur með litskyggn- um sem hún nefnir: Nár Edvard Munch leser Ibsen - bilder i text- en. Sæther segir að í fyrirlestri sínum ætli hún að ijalla um það hvernig Munch málaði sig inn í átök leikrita Ibsens, þemaand- stæður leikrita Ibsens urðu þannig oft myndefni Munchs. „Það er einnig merkilegt að Munch virðist hafa samsamað sig mörgum persón- um í leikritum Ibs- ens,“ segir Sæther, „það má t.d. sjá móta fyrir andlits- dráttum hans í teikningum hans af Pétri Gaut“. Astrid Sæther segir að leik- rit Ibsens séu alltaf jafn vinsæl í Noregi, „þau eru leikin í öll- um leikhúsum Nor- egs og Þjóðleikhúsið heldur auk þess há- tíð tileinkaða Ibsen og verkum hans annað hvert ár, þar sem leikhópar alls staðar að úr heiminum sýna uppfærslur sínar á leikritum Ibsens, en þau hafa verið þýdd á um fimmtíu tungu- mál.“ Martha G. Halldórsdóttir, söngkona, og Örn Magnússon, píanóleikari, munu flytja nokkur lög eftir Edvard Grieg og Hjálm- ar H. Ragnarsson við texta eftir Ibsen og Jón Viðar Jónsson mun flytja erindi um uppfærslur á Ibsen-leikritum á íslandi. Dag- skránni lýkur svo með því að leikararnir Helga Bachmann og Helgi Skúlason flytja þætti úr Heddu Gabler. Allir eru hjartan- lega velkomnir á dagskrána. Astrid Sæther LISTIR ANNA Eyjólfsdóttir: EY-VAR. „Samkvæmt kenningunni er tíminn uppsafnað magn streym- andi fijálsra einda frá kjarna inn í jarðmöttulinn, sem að lokum metta hann. Þessi mettun er í beinu sambandi við fasta jarðar- innar, í gegnum mismunandi snún- ingshraða möttuls og kjarna ...“ Áhugafólk um sniðugar hug- myndir í eðlisfræði er vonandi enn með á nótunum, en flest áhuga- fólk um myndlist er sennilega gengið á braut... Anna Eyjólfsdóttir Eina sýningin sem stendur und- ir nafni í Nýlistasafninu að þessu sinni er frá hendi Önnu Eyjólfs- dóttur, sem hefur gefið henni yfir- skriftina „Hringrás“. Anna á ekki langan feril að baki, en hún út- skrifaðist frá Myndlista- og hand- íðaskóla íslands 1991, og hélt þá til framhaldsnáms í Dússeldorf í Þýskalandi. Hún hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum hér á landi síðustu tvö ár, en þetta er önnur einkasýning hennar. Það eru umhverfis- og mengun- armál, sem eru undirstaða þein-a verka, sem hér eru á ferðinni. Sum þeirra eru með neikvæðum 'for- merkjum; „Mengun I og 11“ eru áminningar um hvað er að finna í andrúmsloftinu í kringum okkur, en önnur verk eru fremur ábend- ingar um hringrás náttúrunnar, og þá einkum þátt gróskunnar í henni. í því skyni lýsir listakonan verk- inu „Ferð I“, sem er táknrænn gjörningur, gróðursetning í ösk- ustó náttúrunnar; „Ferð 11“ er aðeins að hefjast með þessari sýn- ingu, en framhaldið byggir á þátt- töku gesta og annarra. Hugmynd- in er að allir sem vilja geti sent inn símbréf (til 561-4350) með svari við spurningu um: „Með hvaða hætti getum við stuðlað að jafnvægi í náttúrunni?“ Þátttak- endur fá senda birkiplöntu til að setja niður þar sem þá fýsir, og þannig verður verkið bæði víðáttu- mikið (vegna dreifingar) og lang- líft (vegna vaxtar). Hið viðkvæma jafnvægi hring- rásar náttúrunnar er ef til vill best fram sett í verkinu „EY- VAR“ sem stendur utandyra. Þetta er mikil súla úr útskornu tré, en í áföstum örmum hennar felst jafnvægi náttúrunnar; annars vegar fræ lífsins en hins vegar steinn. Aðeins örfáir myndlistarmenn hér á landi hafa gert umhverfis- mál að grunni sinnar listsköpunar, og framlag Önnu er því bæði ánægjuleg viðbót á því sviði og áhugavert fyrir sakir framsetning- ar og hugmyndaríkis, einkum varðandi það sem er að finna í SÚM-salnum - og er vel heim- sóknarinnar virði. Eiríkur Þorláksson FRANCESCO Rutelli borgar- stjóri í Róm hefur fengið sig fullsaddan af sífelldum vinnu- og illdeilum starfsmanna Rómaró- perunnar og hefur tekið fyrir óperusýningar í borginni í sum- ar. Hluti af starfssviði hans er yfirumsjón með óperunni og hætti hann við sex vikna sumar- sýningar á Tosca, Rigoletto og ballett, sem byggður er á ævi kvikmyndaleikstjórans Federicos Fellini. Segir Rutelli að „augljós óáreiðanleiki" starfsmanna- félaga óperunnar hafi neytt hann að láta tjaldið falla í sumar. Fé- lögin hóta verkfalli, verði 300 fyrrum starfsmenn ekki endur- ráðnir og 51 lausráðinn starfs- maður fái fastráðningu. Hafa vinnudeilur þessar nú þegar orð- ið til þess að fella hefur orðið niður allmargar sýningar. Á NÝLIÐINNI danshátíð „Sam- einuð dönsum vér“ sem San Francisco-ballettinn stóð fyrir í tilefni þess að fimmtíu ár eru lið- in frá undirritun stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, fögnuðu áhorfendur framkvæmdastjóra ballettsins, Helga Tómassyni, fyr- .ir hugmyndina og fyrir að „leggja hjarta sitt og sálu“ í að gera hana að veruleika. í International Her- ald Tribune kemur fram að hátíð- in hafi heppnast einkar vel, enda komu dansarar margra þekkt- ustu ballettflokka heims fram á henni. Þau verk sem bestar undir- tektir hlutu voru „Corroboree" eftir Stanton Welch, sem Ástr- alski ballettinn sýndi, „Meeting Point“ eftir Cristopher Bruce sem Rambert-danskompaníið breska sýndi og „Handel: A Cele- bration" verk Helga í flutningi San Francisco-ballettsins. yr .-^fatnaður j ábörnin 5 M ■■ ■ % Full búð af eumri og sól| | Kjólar — peysur | FeniLoe muM Vö 5 BORGARKRINGUNNI - Sími 68 95 25. g Við kynnum FRUITION „krem kremanna" frá Estée Lauder Niðurstöður vísindalegra rannsókna sýna umtalsverðan áhrifamátt FRUITION eftir reglulega notkun í stuttan tíma. Enn betri verður hann þó sé FRUITION notað ásamt Advanced Night Repair og næringarkremi en árangurinn af samspili þessara þriggja þátta er hreint undraverður. Við munum kynna þessa áhrifaríku þrennu frá Estée Lauder á næstu vikum á eftirfarandi útsölustöðum: Sara Bankastræti Sandra Hafnarfirði Snyrtivöruverslunin Glæsibæ Snyrtistofan Mæja Laugavegi Snyrtistofan Hrund Kópavogi Hygea Austurstræti Hygea Kringlunni Brá Laugavegi Gullbrá Nóatúni Evita Eiðistorgi Ninja Vestmannaeyjum Amaro Akureyri Apótek Sauðárkróks
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.