Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 43 AFMÆLI ÓLAFUR O. ÓLAFSSON Matur og matgerð Kökur handa sykursjúkum ORSAKIR sykursýki eru ýmsar, börn fæðast ekki sykursjúk, en sjúkdómsins verður vart nokkrum mánuðum eftir fæðingu. Þau börn venjast sykurlitlu fæði strax og það virðist hafa ótrúlega lítil áhrif á þau að borða ekki sætan mat. Manninum er sykurþörfin ekki meðfædd, hún er vani. Sykursýki á miðjum aldri, sem er þó nokkuð algeng er oftast áunnin, en það er einkum feitt fólk sem verður fyrir henni. Sýrðu mjólkurvörunar með við- bættum dísætum ávöxtum og oft fitu eru langt frá því að vera allt- af hollar þó er það mismunandi. Mörgum finnst mun betra að fá hreina jógúrt en jógúrt með ávöxt- um, en oft er sú jógúrt alls ekki til, og skýringin er: „Það er svo lítið keypt af henni.“ Skyrið finnst mér best af þessu öllu, og ég vel skyr í ferköntuðu pökkunum, hið upprunalega góða íslenska skyr sem ég set örlítinn sykur saman við og hræri með mjólk og ég ræð sykurmagninu. Skyrið í dósunum er allt öðru vísi unnið, en þar er stuðst við þýska aðferð við fram- leiðslu á kvarki. Þetta skyr er mun þynnra en hitt og mjólkin hituð meira. Við eigum öll (ekki bara sykursjúkir) að lesa vel á umbúðir og fylgjast þannig með hvað við erum að láta ofan í okk- ur. Avaxtasykur (fructose) er náttúrulegur sykur sem kemur úr ávöxtum og grænmeti. Þessi sykur er allt að helmingi sætari en annar sykur (174%). Þar af leiðir að í honum eru færri hitaein- ingar. Hann hentar því skár en annar sykur fyrir sykursjúka þó að þeir megi ekki borða nema takmarkað magn af honum. í bakstur þarf um ‘A af uppgefnum sykri, en kökurnar verða þungar og allt öðru vísi en þegar við not- um strásykur. Kökur með ávaxta- sykri þurfa heldur lengri bakstur en aðrar kökur. Ávaxtasykur hentar vel fyrir þá sem vilja passa línurnar en hann er dýr. Saman við skyr og út á ávexti þurfum við ekki nema 'A af því sem við notum venjulega. Súkkulaðikaka með/bananakremi 2 heil egg 2 eggjarauður 1 dl ávaxtasykur I msk strásæta í síðasta þætti lofaði Kristín Gestsdóttir Hitið smjörið örlítið, en látið ekki bráðna. Hrærið smjörið með strásætu. Merjið bananann með gaffli og hrærið saman við. Kælið kremið örlítið. Skerið kökuna í tvennt og setjið kremið á milli. Eplakaka 2 heil egg 2 eggjarauður kökum fyrir sykur- sjúka, sem hér birtast uppskriftir. 3 dl hveiti 2 tsk lyftiduft 1 dl ávaxtasykur 2 dl fínt rifnar gulrætur 'A dl matarolía 1 meðalstór banani 3 dl hveiti 2 þeyttar eggjahvítur 2 tsk lyftiduft 1. Setjið egg, eggjarauður, ávaxtasykur og strásætu í skál og þeytið vel saman. 2. Blandið saman kakói, hveiti og lyftidufti. Setjið saman við.- 3. Hreinsið gulrætur og rífið fínt, merjið bananann með gaffli, setjið út í og hrærið saman. 4. Þeytið eggjahvíturnar og setjið saman við. 5. Smyrjið kringlótt eldfast mót, um 20 sm í þvermál. Setjið deigið í mótið. Hitið bakaraofninn í 200°C, blástursofn í 190°C, setjið mótið í miðjan ofninn og bakið í um 30 mínútur. 6. Kælið kökuna, skerið í tvennt og setjið krem á milli. Kremið: 1 Vz epli, fínt rifið 2 þeyttar eggjahvítur Vz epli ofan á 100 g smjör 1 msk strásæta 2 msk kakó 1 meðalstórvel þroskaður banani 1. Setjið egg, eggjarauður og ávaxtasykur í skál og þeytið vel saman. Setjið matarolíu síðan út í. Afhýðið og rífið epli og setjið saman við. 2. Blandið saman hveiti og lyftidufti og setjið út í. 3. Þeytið eggjahvíturnar og blandið saman við deigið. 4. Smyrjið kringlótt mót um 23 sm í þvermál, setjið deigið í mótið. 5. Afhýðið hálfa eplið skerið í þunna báta og raðið ofan á deig- ið. 6. Hitið bakaraofn í 200°C, blástursofn í 190°C, setjið mótið í miðjan ofninn og bakið í um 30 mínútur. ÓLI minn, þessi afmæliskveðja er seinna á ferð en ætlað var. Þegar til skriftanna kom, brást mér hægri höndin, eins og oft. hefur borið við á undanförnum miss- erum. Sunnudaginn 30. apríl síðastlið- inn varð Ólafur vin- ur minn Ólafsson frá Seyðisfirði sjö- tugur. Hann fædd- ist að Bjargi í Vest- mannaeyjum 30. apríl 1925. For- eldrar hans voru Vigdís Ólafsdótt- ir frá Bjargi í Vestmannaeyjum og Ólafur O. Guðjónsson sem lengst af bjó á Hánefsstaðaeyrum við Seyðisfjörð. Óli fluttist með móður sinni á Hánefsstaðaeyrar 1931. Þá var þar allmargt fólk búsett og mannlíf gott. Fólk bjó að sínu. Stundaður var sjór og flestir höfðu nokkrar landnytjar. I þessu umhverfi ólst Óli upp hjá foreldrum sínum ásamt systkin- um. Hann er mikill Eyrarmaður, og verður oft tíðrætt um það sam- félag sem þar var og auðfundið að þaðan á hann hugljúfar endur- minningar. Skólaganga Óla til fullnaðar- prófs eins og það hét þá var ekki löng, aðeins fjórir vetur. Óli hlaut mentun sína af þátttöku í störfum, tengdum undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar. Reynsla Óla frá upp- vaxtarárunum mótaði hann, eins og síðar kom í ljós. Skólagöngu hans lauk þó ekki alveg með fulln- aðarprófinu, heldur innritaðist hann í Alþýðuskólann að Eiðum skömmu síðar. Þaðan útskrifaðist hann að tveim vetrum liðnum og var þá orðinn íþróttakennari. Var hann næstu tíu eða tólf árin íþrót- takennari, lengst af á Seyðisfirði. Á einhveiju þessara ára eignað- ist Óli trillubát ásamt kunningja sínum sem að mestu var notaður til tómstundagamans, en ekki ætl- aður sem atvinnutæki. En mjór er mikils vísir eins og sannast hefur á útgerðarsögu ðla og fé- laga hans. Árin 1958 og 1959 lét Óli byggja sjötíu tonna bát, sem hann nefndi Gullver. Þennan bát held ég að Óli hafi átt einn, en Jón Pálsson landsþekktur aflamaður og farsæll skipstjóri var með þenn- an fyrsta alvörubát Óla. Árið 1964 keypti Gullberg hf. 160 tonna skip, sem var sameign þeirra Óla og Jóns Pálssonar. Þeir höfðu þá ásamt fjölskyldum sínum stofnað hlutafélagið Gullberg, sem enn starfar undir forstjórn Adolfs Guð- mundssonar tengdasonar Óla. Gullberg hf. gerir út skuttogarann Gullver, sem að aflasæld og um- hirðu ber af sambærilegum skip- um. Jón Pálsson hefur lengst af verið aðalsamverkamaður Ola og alltaf skipstjóri, þar til fyrir fáum árum að yngri menn tóku við skip- stjórninni. Það yrði of langt, í stuttri afmæliskveðju, að telja upp öll þau fyrirtæki sem Óli ásamt ýmsum félögum sínum hefur átt hlutdeild að. Þar er aðallega um að ræða útgerð fjölda skipa, stórra og smárra, sem hann hefur keypt eða leigt og gert út um lengri eða skemmri tíma. Fiskvinnsluna hf. á Seyðisfirði rak Óli um árabil og þar voru nánustu samstarfsmenn hans Þor- bergur Þórarinsson og Adolf Guð- mundsson. Hér að framan er að- eins stiklað á stóru um fram- kvæmdir og atorku Óla. Ef rekja ætti til hlítar atvinnustarfsemi hans og það sem henni tengist, væri það efni í stóra bók. Óli hef- ur ekki ávallt siglt lygnan sjó hvorki í heimabæ sínum, né gagn- vart miðstjórnar- valdinu í höf- uðborginni. Hann hefur af skapfestu og hyggindum oft þurft að sigla krappan beitivind þegar tvísjóað hefur verið. Stormalda úr suðri og mistan undiralda. Óli er einn þeirra íslensku athafnamanna sem hlotið hafa misstóra hnúta úr ýmsum áttum, en jafnan, gengið hnarreistur og stundum brosandi frá þeim hildarleikjum. Þeir eru ekki marg- ir samtíðarmenn Óla, sem sótt hafa gull í greipar honum, hafí honum verið það vert um geð. Hinir eru margfalt fleiri, sem not- ið hafa ásetnings hans um að reyn- ast heimabyggð sinni góður borg- ari, og að öðrum ólöstuðum eru ekki margir samtíðamenn hans, sem markað hafa og marka enn dýpri spor og farsælli en Óli, í at- vinnusögu bæjarins. Samrekstur Óla. og Jóns Páls- sonar hefur miðað að velferð Seyðisfjarðar, en ekki til kaupa og fjárfestinga utan heimabyggðar- innar. Óli kvæntist afbragðskonu Hlín Axelsdóttur Nielsen 28. okt. 1949. Móðir Hlínar var Theódóra Víglundsdóttir frá Krossi í Mjóa- firði. Tvo bræður og eina systur Theódóru þekkti ég persónulega og voru þau engir veifiskatar. Fað- ir Hlínar var danskættaður, en fæddur á Seyðisfirði, Axel Nielsen. Faðir Axels var kaupmaður á Seyðisfirði, og Axel var um árabil innanbúðarí versluninni Framtíð, en lést ungur. Hlín átti einn son fyrir hjónaband og gekk Óli honum í föðurstað, hann hét Axel Ólafsson ljúfur drengur og óáreitinn. Axel dó langt um aldur fram úr erfiðum sjúkdómi, sem þjáð hafði hann all- lengi. Elsta dóttir Hlínar og Óla er Theódóra, Dóra, fædd 17. apríl 1951. Hún er gift Adolf Guð- mundssyni frá Reykjavík forstjóra Gullbergs hf. eins og áður hefur fram komið. Adolf er lögfræðingur að mennt og gegnir að talsverðu leiti lögmannsstörfum auk aðal- starfs. Dóra er auk húsmóðurstarf- anna afgreiðslukona í apótekinu. María Vigdís önnur dóttir þeirra fædd 23. nóv. 1955 er bankagjald- keri í Landsbanka íslands. Seyðis- firði. Sambýlismaður Maju er Hjörtur Unnarsson frá Akureyri, æskulýðsfulltrúi ásamt fleiru hér á Seyðisfirði. Þriðja dóttirin er Hrönn fædd 22. des. 1959. Hún er ásamt eiginmanni sínum, Guð- jóni Harðarsyni, sem er Vest- mannaeyingur, kaupkona og reka þau hjónin verslunina Brattahlíð á Seyðisfirði. Systkini Óla voru þijú. Næst Óla að aldri var Jórunn Þór- dís fædd 24. okt. 1935, Stella, eins og hún var ávallt kölluð í mín eyru. Hún barðist við langvinnan og erf- iðan sjúkdóm, sem dró hana til dauða á besta aldri. Laufey Alda fædd 10. nóv. 1938 er önnur syst- ir Óla gift kona á Seyðisfirði, glað- leg og síhlæjandi. Yngstur þeirra systkina var Magnús Ver fæddur 18. okt. 1941, hraustmenni, sen lést af slysförum langt um aldur fram. Sonur hans er Magnús Ver alkunnur kraftakarl. Þó ég hafi stiklað á stóru um Óla vin minn og fjölskyldu, þykir mér það betra en ekki, því að þó Seyðfirðingar undanteknirigar Iítið hafi tekið mér afburða vel eiga Hlín og Óli stærst- an hlut í stuðningi við mig í veik- indum mínum undanfarin ár. ÓIi og Hlín, ég bið ykkur og öllum ykkar guðs blessunar um ókomin ár. Sjáumst innan skamms. Ykkar einlægur vinur Kristján Gíslason frá Bjargi. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sumarbrids að hefjast SUMARBRIDS 1995 hefst föstu- daginn 26. maí. Fyrst um sinn verður spilað mánudaga-föstudaga kl. 19 og sunnudaga kl. 14. Handgefin spil verða sunnudaga, mánudaga og þriðjudaga, en tölvugefin miðviku- daga, fimmtudaga og föstudaga. I lok vertíðar verða veitt verðlaun þeim sem flest bronsstig hlýtur hvern mánuð, júní, júlí og ágúst. Einnig þeim sem bestan meðaltalsárangur hefur hvern mánuð. Þarf að spila a.m.k. sex sinnum til að koma til álita. Loks má nefna að bronsstigakóngur eða -drottning sumarsins hlýtur sér- stök verðlaun. Bridsfélag Reykjavíkur Sl. miðvikudag, 17. maí, voru spil- aðar tíu umferðir í aðaltvímenningnum og er staðan eftir 48 umferðir af 57 þannig: Sverrir Ármannsson - Jónas P. Erlingsson 768 Jakob Kristinsson - Matthías Þorvaldsson 767 Öm Arnþórsson - Guðlaugur R. Jóhannsson 680 SigtryggurSigurðsson-BragiHauksson 568 JónBaldursson-SævarÞorbjömsson 554 Guðmundur P. Arnarson - Þorlákur Jónsson 533 Esther J akobsdóttir - Aron Þorfinnsson 389 ísak Öm Sigurðsson - Helgi Siguiðsson 370 Erla Siguijónsdóttir - Krisjana Steingrimsdóttir 364 Hæstu skor fjórða kvöldið fengu þessi pör: Guðmundur P. Arnarson - Þorlákur Jónsson 183 Öm Arnþórsson - GuðlaugurR. Jóhannsson 172 Ásmundur Pálsson - Karl Sigurhjartarson 164 Erla Sigurjónsdóttir—Kristjana Steingrímsd. 148 Halldór Svanbergsson - Kristinn Kristinsson 141 Bridskvöld byrjenda Þriðjudaginn 16. maí var Bridskvöld byijenda og var spilaður eins kvölds tvímenningur að vanda. Að þessu sinni var spilaður átta para Howell og urðu úrslit kvöldsins þessi: Hjördís Jónsdóttir - Soffía Guðmundsdóttir 78 Björk L. Óskarsdóttir - Amar Eyþórsson 69 Hjörtur Ámason - Rebekka Ingvarsdóttir 67 Unnar Jóhannesson - Finnbogi Gunnarsson 65 Nk. þriðjudag verður seinasta spila- kvöld vetrarins sem ætlað er byijend- um og bridsspilurum sem ekki hafa neina keppnisreynslu að ráði. Spilaður verður eins kvölds tvímenningur og spilað er í húsnæði BSÍ í Þönglabakka 1, 3. hæð, í Mjóddinni. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Fimmtudaginn 18. maí sl. spiluðu 14 pör (og þar var einn 93 ára). Sigurleifur Guðjónsson - Eysteinn Einarsson 231 Margrét Bjömsson - Guðrún Guðjónsdóttir 202 Baldur Helgason - Haukur Guðmundsson 171 Kristinn Gíslason - Margrét Jakobsdóttir 159 Karl Adolfsson - Fróði B. Pálsson 159 Meðalskor 156 Sunnudaginn 21. maí spiluðu 14 pör. Láras Amórsson - Ásthildur Sigurgísladóttir 216 Ingunn Bemburg - Vigdís Guðjónsdóttir 204 Sigurleifur Guðjónsson - Þorsteinn Erlendsson 175 Elín Jónsdóttir - Soffía Theódórsdóttir 17 5 Meðaiskor 156 Og þar með lauk þessari fimm sunnudaga keppni. En þijú bestu pör- in unnu til verðlauna og þau hlutu: Láras Arnórsson - Ásthildur Sigurgísladóttir 776 Ingunn Bemburg - Vigdis Guðjónsdóttir 7 51 Eyjólfur Halldórsson - Þórólfur Meyvantsson 750 Á sunnudaginn byijar ný ljogurra daga keppni þar sem allir gilda. Mæt- um vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.