Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. DANSKIR verslunareigendur og aðrir með debetkortastöðvar hafa hingað til ekki þurft að greiða fyrir stöðvamar. Á því gæti orðið breyt- ing á næstunni. Dönsku bankamir, sem reka debetkortakerfíð Dankort í sameiningu, hafa nú hug á að þeim verði gert kleift að taka gjald fyrir, en til þess þarf lagabreytingu. Per Ladegárd, framkvæmdastjóri Pengeinstituttemes Betalings Service, PBS, er rekur Dankort- kerfíð, segir í viðtali við Morgun- blaðið að danska fyrirkomulagið með ókeypis stöðvar þekkist hvergi annars staðar. Lagabreytingar sé einnig þörf, því eins og lögin séu nú hindri þau verslun í gegnum tölvunet og aðra verslunarhætti, sem nútíma tölvutækni bjóði upp á. Forsvarsmenn verslana hafa lýst mikilli óánægju með hugsanlegar breytingar og á endanum verði það neytendur, sem greiði fyrir þær. Dankortið kom fram árið 1983. Hugmyndin af hálfu bankanna þá var einkum að stemma stigu við ávísananotkun, sem þótti óhóflega dýr, án þess að bankarnir gætu innheimt allan kostnaðinn. Það tók USAir dregur úr hagn- aðiBA London. Reuter. FLUGFÉLAGIÐ British Airways skilaði 61% meiri hagnaði á síðasta fjárhagsári en árið áður, en gjald- færsla upp á 125 milljónir punda vegna eignarhlutar félagsins í USA- ir skyggði á ánægjuna. Hagnaður fyrir skatta jókst í 452 milljónir punda til loka rjárhagsárs- ins 31. marz úr 280 milljónum punda. Vegna breytinga á bandarískum bókhaldsreglum gat BA ekki af- skrifað 251 millj. punda hlut sinn í USAir að því marki, sem það eðli- legt, og Sir Colin Marshall, for- stjóri BA, segir, að um sé að ræða tæknilegt atriði, sem ekki ætti við í Bretlandi. Hagnaður fyrir skatta til 31. marz var því 327 milljón punda miðað við um 280 milljónir fyrir ári. Farþegum félagsins fjölgaði um 6,7% og sætanýting jókst í 71.6%. Arður á hlutabréf var aukinn um 11.7%. Rekstrarhagnaður jókst um 32% í 618 milljónir punda. Hluta- bréf lækkuðu um níu pens í 416 eftir birtingu ársreikninga. ------» ♦ ■»----- Ný Alcatel- rannsókn París. Reuter. FORMLEG rannsókn er hafín í máli annars af yfirmönnum iðnfyrirtækis- ins Alcatel Alsthom, Francoise Sam- permans, sem er gefíð að sök að hafa notað fé frá fyrirtækinu til þess að koma fyrir öryggiskerfi á heimili sínu. Talsmaður fyrirtækisins hefur staðfest að Jean-Marie D’Huy rann- sóknardómari hafi yfirheyrt Sam- permans, sem stjórnaði fjölmiðla- deild Alcatels, Générale Occidentale. Sampermans hefur auk þess verið gert að greiða 50,000 franka sekt. D’Huy hefur rannsakað ásakanir um að Alcatel hafí krafíð France Telecom um of háar greiðslur og Pierre Suard var vikið úr stöðu stjórnarformanns í marz. Að sögn Alcatel komst D’Huy að því að Alcatel-fyrirtækið Intervox kom fyrir öryggisbúnaði í húsi Sam- permans í Vincennes fyrir 70,000 franka 1990. ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 15 VIÐSKIPTI Dönsku bankamir vilja gjald af debet- kortastöðvum nokkur ár, áður en kortið sló í gegn. Ávísananotkun náði hápunkti 1986, þegar gefnar voru út 230 milljónir ávísana. 2,6 milljónir Dankorta eru í notkun, færslur á ári eru 200 milljónir og ávísanaijöldi er nú und- ir 100 milljónum á ári. Um fjörutíu þúsund kortastöðvar eru á hinum ýmsu viðskiptastöðum og hér er vart til sá staður, þar sem ekki er hægt að greiða með Dankortinu. Þegar Dankortakerfínu var kom- ið á þurftu viðskiptaaðilar ekki að greiða neitt fyrir kortastöðvamar og uppsetningu þeirra. Ýmsir for- mælendur verslunareigenda segja nú að þá hafí bönkunum verið mik- ið í mun að draga úr ávísananotkun og því séð sér hag í að bjóða þessa þjónustu og taka sjálfír á sig kostn- að. Rekstur PBS á Dankortakerfinu stendur á jöfnu og því segja and- stæðingar nýja fyrirkomulagsins að með þessu séu bankarnir að velta einhverjum öðrum kostnaði yfír á Dankortakerfið. Þeir benda einnig á að öll gjaldtaka af þeim muni óhjákvæmilega hafa áhrif til hækk- unar á verðlag þeirrar vöru og þjón- ustu sem þeir selji. Á endanum sé því reikningnum vísað til neytenda og engra annarra. Breyta þarf lögum um debetkort I viðtali við Morgunblaðið sagði Per Ladegárd framkvæmdastjóri PBS að þó rekstur Dankortakerfis- ins stæði á jöfnu fyrir PBS, bæru bankarnir eftir sem áður kostnað af Dankortakerfínu. Hver færsla kostaði þá 91 eyri danskan, eða um tíu krónur íslenskar. Ladegárd sagði að frumkvæðið um greiðslu fyrir stöðvarnar kæmi ekki frá PBS, heldur frá Fjármálaráðinu, sem eru samtök bankanna. Ráðið hefði gert tillögu um lagabreytingu, sem heimilaði gjaldtöku fyrir stöðv- arnar. Eins og lögin eru núna er óheim- ilt að krefjast greiðslu fyrir rekstur debetkortakerfísins og þeim lögum vill ráðið fá breytt. Slíkt bann segir Ladegárd hvergi vera til í heiminum nema hugsanlega í Albaníu. Með tækniframþróun gætu þessi ein- stæðu lög verið hemill á nýja við- skiptahætti og það væri einnig rök- semd fyrir að fá þeim breytt, auk þess sem bankamir vildu gjarnan að þeir sem hefðu kortstöðvamar greiddu eitthvað fyrir hagræðið af notkun þeirra. í kjölfar nýrrar tækni væri einnig augljóst að koma þyrfti til frekari fjárfestingar í uppbygg- ingu sjálfs kerfisins og þá ekki óeðli- legt að þeir sem hefðu hag af því, tækju einnig þátt í kostnaðinum. <SPSeagate Seagate® er skrásett vörumerki Seagate Technology Inc. Hágæðadiskar á betra verði SKIPHOLTI 17 • 105 REYKJAVlK . SfMI: 91-627333 - FAX: 91-628622 C3t_<t__I Verðlækkun á GSM farsímum MOTOROLA 'OROLA 7200 Viðurkennd Motorola gæði. Lítill og léttur GSM farsími sem vegur aðeins 240 grömm. Flipi er á símanum sem lokar takkaborðinu. 100 númera skammvalsminni. Símanum fylgir fullkomið hleðslutæki og tvær rafhlöður. Islenskar leiðbeintngar fylgja. ■980-& 63.137- ...T Beocom BEOCOM 9500 Beocom frá Bang & Olufsen. Úrvals hönnun og gæði. Beocom vegur aðeins um 225 gr og hentar því einstaklega vel í vasa og veski. Síminn er einfaldur í notkun og með 10 númera endurvalsminni. Hleðsluspennir fyrir rafhlöður og íslenskar leiðbeiningar fylgja. 69.980-;iD 73.663 POSTUR OG SIMI Söludeild Ármúla 27, sími 550 6680 Söludeild Kringlunni, simi 550 6690 Söludeild Kirkjustræti, sími 550 6670 og á póst- og simstöðvum um land allt. ‘Afborgunarverð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.