Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 AFMÆLI MORGUNBLAÐIÐ OLAFUR ARNASON VORIÐ 1915, þann —23. maí, fæddist hjón- unum í Oddgeirshól- um í Flóa, þeim Elínu Steindórsdóttur Bri- em og Árna Árnasyni, sveinbam, sem þau létu heita Ólaf. Drengurinn varð fljótt skýrleiksbam og tók góðum þroska, en hann var 4. barn þeirra sem komst upp, en áður höfðu þau misst tvo drengi innan tveggja ára aldurs en eignuðust síðar 3 böm til viðbótar, svo börnin urðu 7 sem komust upp, fjórir drengir og þrjár dætur. Faðir Ólafs, Árni Ámason, varð föðurlaus fyrir fæðingu, en faðir hans, Árni Gunnarsson frá Dalbæ í Hrunamannahreppi, dmkknaði í sjóróðri nokkru áður en pilturinn fæddist. Föðurmóðir Ólafs, Katrín Bjarnadóttir, hafði drenginn með sér, en þegar hann var tveggja ára giftist hún Guðmundi Jónssyni í Hörgsholti og ólst Árni þar upp í stórum systkinahópi við fremur góðan efnahag og mesta myndar- skap jafnt úti sem inni. Fljótt kom í ljós að Ámi var ágætlega greindur og með trausta skapgerð, og hann bjó einnig yfir brennandi menntaþrá. Honum tókst það sem fáum jafnöldrum hans lánaðist, en það var að kom- ast í skóla og hann valdi að kom- ast á Bændaskólann á Hólum, þar sem hinn kunni skólamaður Jósep Bjömsson var þá skólastjóri. Árni náði svo góðum árangri í náminu, að skólastjórinn hvatti hann til að -Vtaka að sér kennslu næsta ár, en það vildi hann nú ekki, því að átt- haganir kölluðu á hann heim og sennilega einnig og fyrst og fremst ung og gáfuð og gæfuleg heima- sæta á næsta bæ, prestdóttirin í Hruna, Elín Steindórsdóttir Briem. Það mun hafa verið árið 1845 sem sr. Jóhann Briem var kjörinn prestur að Hruna og fljótlega vann hann hug og hjörtu sóknarbarna sinna vegna ræðumennsku og höfðingsskapar og ekki spillti vin- sældum prestsins kvonfangið, en konuefnið var Sigríður Stefáns- dóttir frá Oddgeirshólum í Flóa, en hún var afkomandi Finns bisk- _ ups í Skálholti. Steindór Briem réðst aðstoðarprestur hjá föður sínum 1874 og tók síðar við emb- ættinu af föður sínum 1883 og gegndi prestsskap í Hruna til árs- ins 1904, en þá lést hann, aðeins 55 ára að aldri. Óhætt er að full- yrða, að þau 60 ár sem þeir feðg- ar gegndu prestsskap í Hruna, hafði vaxið á ný vegur Hmna í augum sveitunganna, því prests- heimilið var á þeirra tíð annálað sem menningarheimili, og skáld- mennt og hagmælska lék þar mörgum af fjölskyldunni á tungu. Þannig hafa fram á síðustu ár gengið manna á milli hnyttnar vísur og kviðlingar eftir sr. Steindór og frú Ólöf systir hans, prestsfrú á Stóra-Núpi, var einnig fljúgandi hag- mælt. Eg sem þetta rita kynntist vel frú Elínu eftir að hún var komin um sjötugt og er mér minnisstætt hve hún hafði sterka skapgerð og hve hún andaði frá sér mikilli glaðværð og góðleika og hve auðvelt hún átti með að gefa öðr- um og veita hjálp þeim sem áttu bágt og áttu í erfiðleikum. Það mun svo hafa verið árið 1903 að þau Ámi í Hörgsholti og Elín Steindórsdóttir í Hruna ákváðu að gifta sig og taka við búi í Hruna, en sr. Steindór var þá orðinn mjög heilsutæpur. Þau hófu svo búskap í Hrana árið 1904, en það sama ár lést sr. Steindór og vorið 1905 urðu þau að flytja burt af prestssetrinu, þar sem nýr prestur var að flytja á staðinn. Ungu hjónin fengu jarðnæði á hálfum Grafarbakkanum, en það var ekki til frambúðar, og þar sem þau höfðu umráð á Oddgeirshólum í Flóa ákváðu þau að flytja þang- að, þó að þau ættu bæði erfitt með að slíta sig burt úr Hreppun- um, því þar áttu þau bæði svo djúpar og fastar rætur. Það var svo árið 1906 að þau fluttu í hin nýju heimkynni í samfélag þar sem þau þekktu helst engan mann. En æskan gefur kjarkinn og þau höfðu framundan svo mikið að gera við að koma sér fyrir á þess- ari stóru jörð, að enginn tími gafst til að láta sér leiðast eða trega æskustöðvamar, sem á þeim tím- um voru í vitundinni orðnar svo óralangt í burtu. Oddgeirshólar urðu fljótt í hönd- um þeirra Árna og Elínar að mannmörgu menningar- og rausn- arheimili. Jörðin Oddgeirshólar reyndist mikil heyskapaijörð, túnin gáfu af sér hátt á þriðja hundrað hest- burði, og þar var mjög víðslægt, en langt á engjar, og því mátti segja að Oddgeirshólar væra frem- ur erfið jörð, en þar mátti reka stórt bú, en til þess þurfti margt fólk og það einkenndi nú jafnan heimilishaldið í Oddgeirshólum hve þar var margt í heimili, og mest var þar af börnum og ungl- ingum. Frú Elín var alveg einstök við að umgangast og gera nýta borgara úr munaðarleysingjum eða börnum sem hafði hlekkst á í lífínu og sem dæmi um hennar mikla framlag á þessu sviði má geta þess, að fyrir utan sín 7 börn bjó hún til fermingar önnur 7 böm í sinni búskapartíð, sem voru meira og minna uppalin í Odd- geirshólum hjá henni, á seinni hluta búskaparára hennar. Bömin fóru fljótt að hjálpa til við bústörf- in í Oddgeirshólum, en marga erf- iðleika var að fást við í landbúnað- inum á fyrsta þriðjungi þessarar aldar. Þar var erfíðasti hjallinn hið mikla verðfall búafurða á þriðja áratugnum, og svo heimskreppan mikla upp úr 1930, sem kom bændum landsins næstum á kné og afturbatinn kom fýrst með af- urðasölulögunum 1935. Á þessum áram hóf fjölskyldan þó ótrauð baráttuna við að bæta búskaparaðstöðuna. Þannig var unnið ötullega við þaksléttugerð í túnunum og áveitu á stór engja- lönd í sambandi við Flóaáveituna, sem tók til starfa árið 1927. Vand- að íbúðarhús var byggt árið 1929, og það sama ár var hafín mjólkur- flutningur til MBF. Þessi framfarasókn reyndi mik- ið á foreldrana og einnig á börnin, og enginn bræðranna gaf sér tíma til að fara í skóla, en allir áttu þeir létt með að læra. En þeir töldu sig ekki hafa neitt val, því að á undan þeirra þörfum og óskum var að halda uppi reisn hins góða heimilis og fjöiskyldu í Oddgeirs- hólum. Systurnar þijár hlutu allar nokkra skólavist og námsárangur, enda allar með mjög góðar námsg- áfur. Árið 1929 fór Ólafur fyrst að heiman til þess að afla fjár, en nóg var við peninga að gera í Oddgeirshólum þetta ár, m.a. til húsbyggingarinnar. Það var svo árið 1932 að Ólafur fór til sjós á vetrarvertíð í Keflavík, og árið 1933 í Grindavík, og síðan næstu þijú ár var hann á vetrarvertíð í Vestmanneyjum. Ólafur hafði þá verið 5 ár á vetrarvertíð og hafði tekist að efla veralega hag heimil- isins, og vafalaust efldist hann sjálfur mjög að manndómi þessi ár. í þessum harða skóla lærðist honum að bera þungar byrðar án þess að kvarta, og rétta þeim hjálparhönd sem stóðu höllum fæti í lífínu. Á þessum áram hreifst hann af jafnaðarstefnunni, eins og hún var boðuð í upphafi, og hefur jafn- an síðan treyst best Alþýðubanda- laginu að fara með völdin fyrir hinar vinnandi stéttir, til sjávar og sveita. Það var svo árið 1936, að faðir Ólafs, Árni Árnason, lést eftir langvarandi veikindi, 59 ára að aldri. Árið eftir dó svo elsti bróðir- inn, Steindór, en hann hafði aldrei verið heilsusterkur, en ágætlega gefínn og góður heimilismaður. Um þetta leyti varð nokkur breyt- ing á heimilisháttum í Oddgeirs- hólum. Eftir fráfall þeirra feðga, Árna og Steindórs, færðist öll ábyrgð á búrekstrinum yfir á bræðurna þijá, en yngri bræðurn- ir, Guðmundur og Jóhann, stund- uðu sjóinn á vetrarvertíð, Guð- mundur í nokkur ár en Jóhann í nokkra áratugi. Ólafur var nú orð- inn elstur af karlmönnunum og alltaf heima, og aðalhúsbóndinn, þó að gott lýðræði væri í heiðri haft hjá þeim bræðrum. Þegar ég kom fyrst að Odd- geirshólum haustið 1945, fyrir nærri 50 árum, er mér mjög minn- isstætt þetta sterka samfélag í Oddgeirshólum.' Elín, húsmóðirin, þessi kyrrláta og gáfulega kona, var þar leiðtoginn og bjó þá þar með sonum sínum þremur. Dæt- urnar þijár vora farnar að heim- an, en hópur ungs fólks sem var þar til lengri eða skemmri dvalar aðstoðaði við bústörfín, bæði inni og úti. Ólafur var þá þrítugur og var um margt mjög sérstæður maður. Hann var ljos yfírlitum, vel meðalmaður á hæð með gáfu- legan og festulegan svip, með al- varlega og örugga framkomu, en hafði mikið skopskyn og því glað- værð að jafnaði í kringum hann. Ólafur var alla tíð mjög bók- hneigður og við lestur góðra og uppbyggilegra bóka aflaði Ólafur sér víðtækrar menntunar, fyrst og fremst þekkingar á fornsögunum, en einnig á margvíslegum þjóðleg- um fróðleik, og fjölda ljóða og kviðlinga kann hann utanbókar. Ólafur gaf sér aldrei tíma til að stunda félagsskap ungs fólks, nema þá helst að spila, en hann er snjall bridsspilari og hefur gam- an af að spila keppnisbrids með sveitungum sínum, vinum og fjöl- skyldu. Haldið var áfram að bæta jörð- ina og búskaparaðstöðuna í Odd- geirshólum. Árið 1948 var byggt vandað fjós yfír 40 nautgripi og næstu árin voru endurbyggðar all- ar heygeymslur, byggt verkfæra- hús, skemma, hesthús, geldneyta- fjós og ijárhús yfír 300 fjár. Arið 1950 tóku svo bræðurnir þrír formlega við rekstri búsins, en frú Elín dró sig í hlé, enda að verða sjötug, og hafði lánast að skila óvenjumiklu og fallegu ævistarfí, og átti síðan ólifuð 15 ár, sem hún hagnýtti til að dvelja hjá börnum sínum til skiptis og veita barna- börnunum stuðning og tryggja ættartengslin. Árið 1953 stofnaði Guðmundur Ámason nýbýli á þriðja hluta jarð- arinnar og byggði vandað íbúðar- hús, aðeins nær Oddgeirshóla- klettunum en hin bæjarhúsin, en allar þessar reisulegu byggingar voru til þess að prýða aðkomuna að Oddgeirshólum. Þrátt fyrir byggingu nýbýlisins hélst áfram félagsrekstur búsins, öll verk voru unnin í félagi og skepnurnar voru félagseign nema féð. Þar átti Guð- mundur nálægt því þriðja hlutann, en Ólafur tvo þriðju hluta. Það er ánægjulegt til þess að vita hve þeim bræðram í Oddgeirs- hólum búnaðist vel og ræktunar- störf þeirra í búfjárrækt heppnuð- ust vel. Þar vora gerð fjárskipti eins og annars staðar á Suður- landi árin 1951-53 og þeir fengu fjárstofn aðallega úr Áðaldal af norður-þingeyskum stofni. Þeir vora ekki nógu ánægðir með þenn- an fjárstofn og fóra því þriðja ár- ið, og í lok fjárskiptanna, norður í Kelduhverfí og fengu þar nokkur lömb, aðallega frá Hóli og Undir- skólar/námskeið handavinna ýmislegt ■ Ódýr saumanámskeið. Samvinna við Burda. Sparið og saumið fötin sjálf. Mest 4 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Sigríður Pétursd., s. 551 7356. ■ Tréskurðarnámskeið Fáein pláss laus í maí og júní. Hannes Flosason, sfmi 554 0123. tölvur STJÓRNUNARFÉLAGS ÍSLANDS AOG NÝHERJA __ 69 77 69 CQ) 62 1 □ 66 NÝHERJ ■ Tölvuskóii f fararbroddi Öll hagnýt tölvunámskeið. Fáðu senda námsskrána. fulloröinsfræðslan Gerðubergi 1, sími 557 1155 ■ Framhaldsskólaprófáfangar, samræmdu prófin, aukatímar Skráning er hafin í matshæfa prófáfanga á sumarönn í kjamagreinum + sænsku og norsku: 0, 10, 20, 30 áf. ■ PLEXIFORM er nýstofnað fyr- irtæki í Dalshrauni 11, Hafnar- firði. Fyrirtækið annast alla ný- smíði úr acrýlplastgleri, hillur og standa fyrir verslanir, símahillur og póstkassa fyrir fjölbýlishús. Einnig tvöfalt Sólarplast í sólskála, garð- hús og skjólveggi. Eigendur eru hjónin Valþór Sigurðsson og Guð- rún Magnúsdóttir. vegg. Með frábærri skarpskyggni í fjárvali og skynsamlegri meðferð hefur þeim bræðrum tekist að rækta einn kostamesta fjárstofn á landinu, og á 20 ára starfsafmæli sauðfjársæðingastöðvarinnar var þeim úthlutað heiðursskjali með eftirfarandi áletran: „í tilefni 20 ára starfrækslu Sf. sæðingastöðv- arinnar í Laugardælum hafa sam- tök sunnlenskra sauðfjárbænda ákveðið að veita þeim bræðrum Guðmundi og Ólafí Ámasonum í Oddgeirshólum viðurkenningu fyr- ir frábært kynbótastarf í sauðijár- rækt á undanförnum áram.“ Aðeins á einu sviði tók Ólafur að sér að starfa að félagslegum verkefnum í sveitinni, en það var þegar hann tók að sér að vera formaður nautgriparæktarfélags- ins, en því starfi gegndi hann með fádæma dugnaði og framsýni í 12 ár, frá 1942 til 1954. Eftir sýning- arnar 1951 hlaut Ólafur eftirfar- andi viðurkenningu af aðaldómara sýninganna: „Sá maður sem hefur haft mest að segja í Nautgripa- ræktarfélagi Hraungerðishrepps er formaður þess, Ólafur Árnason bóndi í Oddgeirshólum. Hann er einhver allra áhugasamasti kyn- bótafrömuður í nautgriparækt, og fylgist með öllum nýjungum í nautgriparækt af stökustu ár- vekni. Honum má þakka fyrstum manna hve langt menn í Hraun- gerðishreppi hafa komist í kynbót- um þennan síðasta áratug.“ Rétt er einnig að minna á ág- ætt kynbótastarf, sem unnið hefur verið í Hraungerðishreppi fyrr og síðar, í hrossarækt. í Oddgeirshól- um hafa lengi verið ágætis yfir- ferðargæðingar og nægir að benda á Jarpskjóna Steindórs, Bráin Guðmundar, Þyt og Gust Jóhanns og á hveiju ári koma þar fram ný mjög efnileg reiðhestsefni. Árið 1956 fékk Ólafur ráðskonu til sín, Guðmundu Jóhannesdóttur. Hún var ekkja og með tvo litla drengi með sér, 2 og 7 ára. Þetta reyndist góður ráðningarsamning- ur, því hún er ennþá hjá Ólafi og síðan era þá liðin 39 ár. Þau Ólaf- ur og Guðmunda giftu sig og eign- uðust eina dóttur, sem heitir Krist- ín, fædd 1962 og er nú gift Krist- jáni Jónssyni garðyrkjumanni í Hveragerði og eiga þau 2 börn. Árið 1985 ákvað Ólafur að bregða búi í Oddgeirshólum, þar sem heilsan var ekki lengur nægi- lega traust og einkadóttirin, Krist- ín, hafði aðrar fyrirætlanir en að taka við búi í Oddgeirshólum. Ólaf- ur bauð þá bróðursyni sínum, Steinþóri Guðmundssyni, að taka við húsi, jörð og búi í Oddgeirshól- um, en Ölafur fengi nýlegt íbúðar- hús Steinþórs að Suðurengi 14 á Selfossi. Þessir samningar tókust, og þó að sporin væru þung fyrir Ólaf frá Oddgeirshólum að Sel- fossi, hafði hann nú tryggingu fyrir því að framfarasóknin héldi áfram í Oddgeirshólum, og sam- stæðar hendur og hugir ynnu þar saman að ræktun landsins og búfj- árins og heilbrigt æskufólk héldi áfram að hefja þar lífsbaráttuna í hollu umhverfi. Ólafur hafði verið bóndi í Odd- geirshólum í tæp 50 ár og unnið þeirri jörð og fjölskyldu sinni, óskiptur og eins og hann megnaði allt sitt líf. Þegar hann nú er knú- inn til að taka sér hvíld, þá er hann vel að því kominn að hægja á sér og horfa yfir farinn veg. Eg veit að margir samferðamannanna hugsa til hans nú á áttræðisaf- mælinu og er ég einn þeirra, og er ég stoltur af að hafa verið vitni að hans óeigingjarna lífsstarfí, þar sem honum tókst að búa fyrir- myndarbúi í um hálfa öld, í samfé- lagi við sína góðu fjölskyldu. Ólaf- ur verður ekki heima á afmælis- daginn, en margir samferðamenn hans munu hugsa til hans þann dag með þakklæti fyrir hans líf og hans störf og óska honum langra og góðra lífdaga. Hjalti Gestsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.