Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Um togararall o g veiðistofn þorsks í mars sl. lauk ell- eftu stofnmælingu botnfiska á vegum Hafrannsóknastofnun- arinnar, en sá leiðang- ur hefur gjaman geng- ið undir vinnuheitinu „togararall", enda verkefnið umfangs- mikið, en 5 togarar taka þátt í því. Frá upphafi hefur sá háttur verið hafður á að kynna almenningi svo- kallaðar „bráðabirgða- niðurstöður" einni til tveim vikum eftir að leiðangri lýkur, og hafa þær niðurstöður yfírleitt takmarkast við þorsk. Mik- ill áhugi hefur verið meðal fjöl- miðlafólks og almennings að fá sem fyrst upplýsingar um niðurstöður rannsóknanna, einkum síðustu árin, og hefur Hafrannsóknastofnunin talið rétt og skylt að koma til móts við_ þær óskir. í Morgunblaðinu 16. maí sl. ritar Össur Skarphéðinsson, alþingis- maður, grein með heitinu ;,Um veiðistofn þorsks“. Þar ræðir Össur ástand þorskstofnsins á grundvelli þeirrar bráðabirgðaniðurstöðu Haf- rannsóknastofnunarinnar að veiði- stofninn sé 30% stærri í mars 1995 en hann var í mars 1994. Meginmál- ið í grein Össurar er að rökstyðja að stofnun á borð við Hafrann- sóknastofnunina geti ekki sent frá sér upplýsingar um 30% stækkun veiðistofns þorsks nema þær séu pottþétt- ar og þess vegna geti stofnunin ekki endur- skoðað þær niðurstöð- ur. Össur fer fram á frekari skýringar Ha- frannsóknastofnunar- innar í þessu sambandi og er vissulega sjálf- sagt að verða við slíkri ósk. í fréttatilkynningu stofnunarinnar sem dreift var í mars sl. var skýrt tekið fram að um bráðabirgðaniðurstöð- ur um þorskstofninn væri að ræða og að „frekari niðurstöður munu liggja fyrir í árlegri ástandsskýrslu Haf- rannsóknastofnunarinnar síðar á árinu, þegar öll gögn varðandi ástand stofnins hafa verið skoðuð til hlítar.“ Ástandsskýrsla þessi er nú í lokavinnslu og verður lögð fram í lok þessa mánaðar. Við kynningu þeirrar skýrslu verður gerð grein fyrir þeim þáttum sem mat á stærð þorskstofnsins byggist á. í þessari grein mun ég því ræða niðurstöður lítillega með hliðsjón af togararalli. Þær niðurstöður um stækkun veiðistofns þorsks sem kynntar voru í mars sl. voru „bráðabirgða" sem niðurstaða togararalls og mat á stærð þorskstofnsins. Aldursgrein- ing kvamasýna lá ekki fyrir á þeim tíma og því var ekki unnt að reikna nákvæmlega stærð hins eiginlega Ljóst er að „bráða- birgðaniðurstaða“ um veiðistofnsvísitölu, -------?--------------- segir Olafur Karvel Pálsson, er hærri en sú niðurstaða sem nú liggur fyrir. veiðistofns (fjögurra ára físks og eldri), heldur var um að ræða frem- ur gróft mat á því hversu margir fískar væm í veiðistofninum. Af sömu ástæðu var ekki unnt að reikna meðalþyngd físksins eftir aldri heldur var notast við metið samband milli lengdar og þyngdar físksins á gmndvelli eldri athugana. Af þessum sökum var bráðabirgða- matið á stærð veiðistofnsins fremur ónákvæmt þar sem það miðast við þyngd stofnsins. Aðrar niðurstöður vom ekki jafn háðar óvissum for- sendum, enda byggðust þær á fjölda fiska en ekki þyngd. í umræðu síðustu ára um aðferð- ir við mat á stærð fískstofna hefur Hafrannsóknastofnunin lagt áherslu á að útskýra að beitt er margvíslegum aðferðum og að gögnum er safnað með margvísleg- um hætti. Mikilvægustu gögn eru af þrennum toga: 1. Gagnasöfnun úr afla fiskiskipa, 2. Togararall og Ólafur Karvel Pálsson. 3. Veiðiskýrslur (afladagbækur) fískiskipa. Öll hafa þessi gögn sína kosti og annmarka, en mynda í heild undirstöðu sem talin er með því besta sem þekkist á sviði stofn- stærðarrannsókna í norðanverðu Atlantshafí. Til að meta gæði þess- ara gagna og túlka niðurstöður byggðar á þeim er beitt ýmsum aðferðum á sviði tölfræði og stærð- fræði og er vikið stuttlega að þeim þætti í ástandsskýrslu stofnunar- innar frá 1994, en þar segir: „Til að meta stærð þorskstofnsins var notuð endurbætt aldurs/aflaaðferð (XS-greining) og tímaraðagreining (TS-greining). Með þessum aðferð- um er unnt að nota vísitölur um stærð einstakra aldursflokka sem fást úr stofnmælingum botnfíska og togaraskýrslum til að meta dán- arstuðla á árinu 1993.“ Hér er ekki um mjög ítarlegar útskýringar á aðferðum að ræða, enda er fyrst og fremst leitast við að skýra helstu niðurstöður í árlegri ástands- skýrslu. Frekari upplýsingar og út- skýringar um þessar aðferðir er að fínna í ýmsum sérfræðilegum rit- gerðum sem birtar hafa verið á al- þjóðlegum vettvangi og fáanlegar eru á bókasafni Hafrannsókna- stofnunarinnar. En hver er þá lokaniðurstaða varðandi mat á stærð þorskstofns- ins samkvæmt togararalli? Ljóst er að „bráðabirgðaniðurstaða" um veiðistofnsvísitölu er hærri en sú niðurstaða sem nú liggur fyrir. Það fer þó eftir forsendum um meðal- þyngd físks í veiðistofni hvert end- anlegt mat á stærð vísitölu veiði- stofnsins er. Ef miðað er við þyngd físksins á þeim tíma sem togararall- ið fer fram er stækkun veiðistofns- vísitölu um 20% frá árinu 1994. Ef á hinn bóginn er miðað við þyngd físksins í hinum eiginlega veiði- stofni, þ.e. þyngd eftir aldri byggða á sýnum úr afla fiskiskipanna, er stækkun veiðistofnsvísitölu óveru- leg eða um 5%. í þessu sambandi í ÁRSBYRJUN 1994 opnuðust leiðir fyrir íslensku lífeyrissjóðina að fjárfesta erlendis. Sjóðimir hafa að vonum farið gætilega af stað og námu kaup þeirra í erlendum verð- bréfum aðeins 1.9 ma. kr. á síðasta ári, sem er innan við 5% af ráðstöf- unarfé sjóðanna. Af þessum erlendu íjárfestingum námu kaup á verð- tryggðum skuldabréfum Norræna fíárfestingabankans í íslenskum krónum um 1.2 ma. kr. Eftir stend- ur þá um 700 ma. kr., sem eru hin- ar eiginlegu fjárfestingar í erlendum verðbréfum. Sú fjárhæð var innan við 2% af ráðstöfunarfé sjóðanna á síðasta ári. Á ársfundi Seðlabankans nú ný- verið hafði Birgir ísleifur Gunnars- son nokkrar áhyggjur af þessum viðskiptum m.a. vegna gengis- áhættu og hugsanlegs taps vegna vaxtahækkana erlendis. Áhyggjur seðlabankastjórans eru skiljanlegar en ástæðulausar að mínum dómi. Lífeyris- sjóðimir hafa fetað sig hægt en mjög öragg- lega á hinum erlenda fjármagnsmarkaði. Ljóst er að sjóðimir munu ekki stunda þessi viðskipti beint á fjár- magnsmörkuðum er- lendis, heldur leita til öruggra erlendra fjár- festingafyrirtækja, sem sýnt hafa framúr- skarandi íjárfestinga- árangur og þjónustu fynr stofnanafjárfesta. Ég held mig við þá skilgreiningu að erlendar fjárfest- ingar lífeyrissjóðanna miðast við það, hvort skuldarinn sé erlendur eða íslenskur. Þannig eru skulda- bréfakaup af Norræna fjárfestinga- bankanum erlend viðskipti, þó fjár- hæð skuldarinnar sé í íslenskum krónum. Kaup á íslenskum ríkis- skuldabréfum í erlendri mynt er hins vegar ekki erlend fjárfesting, þar sem skuldarinn er íslenska ríkið. Á áran- um 1989 til 1992 keyptu íslensku lífeyr- issjóðirnir skuldabréf af Húsnæðisstofnun ríkisins fyrir rúmlega 8 milljarða króna, sem vora tengd ECU-gengi. Bréfín vora seld með föstum vöxtum og 15 ára lánstíma. Engum hefur dottið í hug að kalla þessi kaup erlenda fjárfestingu, þar sem skuldarinn er íslenskur, þó gengi- sviðmiðunin sé ekki íslenska krónan heldur ECU-gengi. Hitt er þó næsta víst að raunávöxtun þessara ECU- bréfa hefur fram á þennan dag ver- ið mjög góð fyrir lífeyrissjóðina. Vakin er athygli á þessari staðreynd nú þegar því er haldið fram að lffeyr- issjóðirnir hafí á síðasta ári tapað á því að kaupa íslensk ríkisskuldabréf í dolluram, svokölluð „Yankee- bréf“. Þessi bréf era til 10 ára og keypt með 6-7% ávöxtunarkröfu. Lífeyrissjóðimir munu að öllum lík- indum eiga þessi bréf til loka líf- tímans, þ.e. næstu 10 árin, og því er ekki hægt að halda því fram að um tap sé að ræða á þessum kaup- um, nema sjóðimir þurfí að losa sig við bréfín núna, sem er fjarri sanni. Síst af öllu er um gengistap að ræða, þar sem sjóðirnir geta hvenær Með erlendum verð- bréfakaupum, segir Hrafn Magnússon, er hægt að jafna út tíma- bundnar sveiflur í atvinnulífínu. sem er yfirfært peningana yfír í ís- lenskar krónur við raungengissveifl- ur. Niðurstaðan er því sú að þau skuldabréf í verðbréfasafni lífeyris- sjóðanna, þar sem skuldarinn er ís- lenskur en gengisviðmiðunin er ECU eða dollarar, hafa fram til þessa sýnt framúrskarandi ávötun og mun betri, heldur en ef lánað hefði verið í íslenskum krónum. Eins og fram hefur komið byggj- ast áhyggjur seðlabankastjórans á erlendum verðbréfakaupum lífeyris- sjóðanna, sem þó era langt innan við 1% af eignum þeirra. Það er því rétt að upplýsa að í upphafi árs 1994 vora 14% af eignum lífeyr- issjóðanna bundnar í húsbréfum, sem lækkuðu í verði á síðasta ári um 3% að raungildi, ef menn vila færa slík bréf á markaðsvirði í reikningum sjóðanna. Þessi „nei- kvæða“ raunávöxtun hafði því mun meiri áhrif á heildarávöxtunina en hin erlenda verðbréfaeign. Hvað Sumarnámskeið fyrir börn 7-11 ára Sumarnámskeið Heimilisiðnaðarskólaíis, Laufásvegi 2 í Reykjavík, verður baldið 1. -16. júní, kl. 13 -17. Mikil áhersla er lögð á skapandi handavinnu undir handleiðslu fagmemitaðra kennara. íhverjum hópi eru 7 börn og einn kennari. Námskeiðið kostar kr. 8.000 ogallt efiii er innifalið. Boðið er upp á gteslu frá kl. 12.30 ogfrá kl. 17.00 til 17.30. Systkinaafsláttur er 15%. Allar upplýsingar og skráning fer fram á skrifstofu skólans í síma 551-7800 eða bréfsíma 551-5532. ■■ ■ Eiga lífeyrissjóðimir að fjárfesta erlendis? Hrafn Magnússon ber einnig að hafa í huga að „rall- veiðistofn" (vísitala veiðistofns) er í raun ekki sambærilegur við hinn eiginlega veiðistofn, nema tekið sé tillit til ýmissa breytilegra þátta, svo sem breytileika í aldurssam- setningu stofnsins og mun í veiðan- leika eftir stærð físks og hafsvæð- um. Þessi munur á bráðabirgðanið- urstöðu og lokaniðurstöðu staðfest- ir það sem Hafrannsóknastofnunin hefur jafnan lagt mikla áherslu á, en það er, að ekki séu efni til að túlka bráðabirgðaniðurstöður of sterkt heldur beri að bíða lokaniður- stöðu og heildarmats stofnunarinn- ar um ástand fískstofna á íslands- miðum í árlegri skýrslu. Af grein Ossurar má draga þá ályktun að hann telji að stofnun á borð við Hafrannsóknastofnunina geti ekki leyft sér að birta niður- stöðu með slíkum skekkjumörkum, þ.e. bráðabirgðaniðurstöðu. Þetta er vissulega álitamál. Sú mikla umræða sem fram hefur farið í þjóðfélaginu um ástand þorsk- stofnsins og stjórn þorskveiða að undanförnu hefur kallað á mikið og vaxandi upplýsingastreymi frá stofnuninni og hefur verið reynt að mæta þeirri þörf eins og frekast er kostur. Komi hinsvegar fram almenn krafa stjórnmálamanna um að Hafrannsóknastofnunin láti ekki annað frá sér fara en „pottþéttar" niðurstöður gæti stofnunin þurft að taka upplýsingamiðlun sína til endurskoðunar. Hvað sem líður þessu tíma- bundna og fremur léttvæga karpi um mun á „bráðabirgðaniðurstöðu" og „lokaniðurstöðu" er ekki ástæða til að ætla annað en að stjómmála- menn, jafnt sem aðrir, taki tillit til þeirra upplýsinga sem áreiðanleg- astar eru taldar á hveijum tíma, ekki síst þegar í húfí era jafn mikil- vægar auðlindir og fískstofnar ís- landsmiða. Höfundur er fiskifræðingur. sem öðra Iíður er nauðsynlegt að dreifa eignasafni íslensku lifeyris- sjóðanna og velja bréf í safnið með ólíka þróun hvað varðar ávöxtun. Þegar gengi á einu verðbréfí lækkar er annað sem hækkar og vegur það tap upp. Þess vegna er m.a. nauð- synlegt að lífeyrissjóðimir fjárfesti á erlendum verðbréfamarkaði. íslenindgar eru fámenn þjóð, nán- ast eins og úthverfí í stórri borg erlendis. Ef illa gengur hér á landi, m.a. vegna þess hve einhæft at- vinnulífíð er, þá er með erlendum verðbréfakaupum hægt að jafna út tímabundnar sveiflur í atvinnulífínu, sem að öðrum kosti myndu lenda á fullum þunga á almenningi. Ekki síður er mikilvægt að með erlendum fjárfestingum lífeyrissjóðanna myndast dijúgur gjaldeyrisvara- sjóður erlendis. Þá hefur verið á það bent, m.a. af fjármálaráðherra og seðlabankastjóra, að frá sjónarmiði þjóðfélagsins í heild sé alls ekki óhagkvæmt að eignir myndist er- lendis á móti skuldum, þar sem líf- eyrissjóðirnir geti náð betri kjöram erlendis, þannig að vaxtamunurinn skilar sér inn í landið sem aukið fjármagn. Mikilvægast er þó að sjálf- sögðu að arðsemi erlendra verðbréfa, einkum hlutabréfa, hefur verið mjög góð, þegar litið er til lengri tíma. Fjárfestingar evrópskra lífeyris- sjóða á heimamarkaði er um 75%, sem að sama skapi segir okkur að um 25% af eignunum hafí verið varið til íjárfestinga erlendis. Ef íslensku lífeyrissjóðimir hefðu fjár- fest miðað við þetta meðaltal, næmu eignir þeirra erlendis nú um 60 ma. kr. Engar líkur era á því að lífeyris- sjóðimir hér heima nái þessu meðal- tali á næstu áram, enda ekki að því stefnt í sjálfu sér. Hitt er þó jafn ljóst að lífeyrissjóðimir munu hægt en öragglega feta sig áfram með fjárfestingar erlendis, enda mæla öll rök fyrir því að slíkt sé bæði hagkvæmt sjóðfélögum lífeyrissjóð- anna og í reynd þjóðarbúinu í heild sinni, þegar til lengri tíma er litið. Höfundur er framkvæmdasijóri SAL, Snmbands nlmennra Iífeyrissjóða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.