Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ1995 21 LISTIR SÆNSKI karlakórinn Stockholms Studentsángarförbund. Sænsku Stúdentasöngv- ararnir syngja á íslandi SÆNSKI karlakórinn Stock- holms Studentsángarförbund („Stúdentasöngfvararnir") eru í söngferð á Islandi þessa dag- ana. Kórinn kom hingað síðast- liðinn föstudag og fer af landi brott föstudaginn 26. maí. í íslandsferðinni flytja Stúd- entasöngvararnir kirkjulega tónlist, m.a. eftir Poulenc og Madetoja, sígild sænsk karla- kóralög, m.a. eftir Alfvén og Petersson-Berger og kvöldljóð eftir Söderman og fleiri. Fyrstu tónleikar kórsins voru í Keflavík á sunnudags- kvöld. Þá verða tónleikar á Akureyri kl. 20.30 í kvöld, þriðjudagskvöld og þriðju og síðustu tónleikar kórsins í ís- landsferðinni verða í Fella- og Hólakirkju í Reykjavík fimmtudaginn 25. maí kl. 20.00. Karlakór Reykjavíkur kem- ur einnig fram á þeim tónleik- um og syngur með sænska kórnum. Burtfarar- prófs tónleikar frá Söng- skólanum GUÐRÚN Finnbjarnardóttir mezzo-sópran heldur ljóðatónleika í Hafnarborg, Hafnarfirði, miðviku- daginn 24. maí kl. 20.30 og eru tónleikarnir síð- asti hluti burt- fararprófs henn- ar frá Söngskó- lanum í Reykja- vik. Á efnis- skránni eru sönglög eftir Pál ísólfsson, Jón Ásgeirsson, Ric- hard Strauss, Johannes Brahms og Edvard Grieg. Guðrún er Reykvíkingur og lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík vorið 1990. Hún hóf söngferil sinn hjá Marteini H. Frið- rikssyni í Dómkórnum 1979 og inn- ritaðist í Söngskólann í Reykjavík tveim árum síðar og var Már Magn- ússon aðalkennari hennar fyrstu árin. Guðrún gerði hlé á námi sínu við Söngskólann og stundaði þá nám við Tónlistarskólann í Reykja- vík hjá Rut Magnússon og einka- nám hjá Margréti Bóasdóttur, en hóf síðan nám við'Söngskólann aft- ur, þá hjá Dóru Reyndal og lauk 8. stigi vorið 1991. Guðrún fór í 2ja ára framhalds- nám erlendis, fyrst í Boston Uni- versity hjá Mary Davenport og síð- ara árið gestanemandi við Tónlist- arháskólann í Oslo hjá Svein Björköy. Jafnframt námi sínu hefur hún sótt söngnámskeið hjá próf. Erika Schmidt Valentin í Þýska- landi og Dr. Oren Brown hér heima og í Noregi. Guðrún hóf nám hjá Dóru Reyn- dal við Söngkennaradeild Söngskól- ans haustið 1993 og lauk fyrri hluta burtfararprófs ári síðar. Hún hefur sungið með Kór íslensku óperunnar og verið félagi í Mótettukór Hall- grímskirkju frá stofnun hans og hefur oft komið fram sem einsöngv- ari með kórnum. Undirleikari hennar á tónleik- unum er Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari, en hann er jafnframt kennari hennari við Söngskólann. ------♦ .......— Sellótónleikar í Oddakirkju GUNNAR Björnsson sellóleikari heldur tónleika í kirkjunni í Odda á Rangárvöllum á uppstigningar- dag, 25. maí, kl. 21. A efnisskrá tónleikanna eru tvær einleikssvítur eftir Jóhann Sebast- ian Bach, nr. III í C-dúr og nr. IV í Es-dúr. KOLAPORTIÐ □□ □□ sa; TL T imitriTTiLiJii tnra 1111 i n i ii 111 t ii t t ■ ■■■!■■■ íílillifil Sumarportið er opið virka daga kl. 12 -18 TILBOÐ VEISLAN | Risageisladiskaútsala með 1000 titlum afíslenskri sem erlendri tónlist. ty'o/lý (^fí/f/e oA'e/ácm- 3/)í//íe Q/^)/ö</ay, Vfa/áy /p/öne 'awvmy 'iar- 'eermu'nmir Ara tvf Stcrruskvt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.