Morgunblaðið - 23.05.1995, Side 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ARNI
SNJÓLFSSON
+ Árni Snjólfsson
fyrrverandi
skipstjóri fæddist á
Strýtu í Ölfusi 3.
júní árið 1907.
Hann varð bráð-
kvaddur á heimili
sínu, Bólstaðarhlíð
48 í Reykjavík, að
kvöldi 8. apríl sl.
Foreldrar Arna
voru Snjólfur Jóns-
son og Guðrún
Jónsdóttir. Þau
gengu í hjónaband
2.11. 1888 og hófu
búskap á Bíidsfelli
í Grafniiigi en fluttust að
Strýtu í Ölfusi árið 1893. Þau
fluttu síðan í þurrabúð í
Stokkseyrarhverfi árið 1913,
hjuggu þar fyrst á Kaðlastöð-
um en síðan í Móakoti. Arið
1924 fluttust þau til Reykjavík-
ur. Árni var næstyngstur
systkina sinna, en þau voru 15
að tölu.
Árni var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Hrefna Þor-
steinsdóttir, f. 5.6. 1910, d.
11.8. 1977. Þau gengu í hjóna-
band 28.9. 1934. Hrefna var
dóttir Þorsteins Árnasonar (f.
1876) bónda í Kirkjuvogi í
MEÐ BÚSKAP var Snjólfur faðir
Árna formaður á útróðraskipi í
Þorlákshöfn og þótti góður og lán-
samur formaður. Á Stokkseyrarár-
unum stundaði Snjólfur mikið
flutninga á vörum á milli Reykja-
víkur og Stokkseyrar og fóru þeir
fram á hestakerrum og er haft á
orði að Snjólfur hafi jafnan gengið
. með lestum sínum en ekki lagt það
á hrossin að annast flutning á sér
til viðbótar ækinu. í Reykjavík
stundaði Snjólfur mest eyrarvinnu.
Snjólfur var fæddur 31.3. 1861
að Saurbæ í Ölfusi en Iést í Reykja-
vík 15.9. 1947. Hann var ættaður
úr Ölfusi og voru foreldrar hans
Jón Guðnason (1828-1900), bóndi
í Saurbæ í Ölfusi, og Þórlaug
Snjólfsdóttir (1819-1898). A
kirkjubókum er Jón rangt feðraður
og sagður Halldórsson og var það
gert af ásetningi, en almennt var
hið rétta vitað og ekkert farið dult
með það, enda var móðir Jóns,
Sigríður Snorradóttir, ástkona
Guðna og í heimili hans og átti
•með honum þijú böm, annað á
undan en hitt á eftir Jóni. Til þess-
arar ráðabreytni munu hafa verið
gripið til þess að forðast afskipti
yfirvalda af veru hennar á bænum.
Eiginkona Guðna var Vilborg Guð-
mundsdóttir. Þau skildu síðar og
tók þá Sigríður við búsforráðum
hjá Guðna. Frá þessu er greint í
Bergsætt. Guðni þessi, langafi
Árna, var Gíslason (1791-1852)
og bjó í Saurbæ. Hann var sagður
mikill maður og sterkur, drykk-
+ Sigríður Þorleifsdóttir var
fædd 26. maí 1908 í Hofi í
Garði. Hún lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 15. maí sl. Sigríður
var jarðsungin frá Grindavík-
urkirkju 19. maí sl. Jarðsett var
í Útskálakirkjugarði.
AÐEINS örfá kveðjuorð til konu
sem átti stóran þátt í að móta líf
mitt allt frá bernsku.
Margar af mínum bestu æsku-
minningum á ég frá Brautarholti í
Grindavík, hjá Siggu og Júlla.
Eftir að ég varð fullorðin og kom
í Brautarholt þá minnist ég þess
oft, að þá vildi Sigga mín elda eitt-
hvað sérstakt fyrir mig og bað ég
Höfnum og konu
hans Gíslínu Gísla-
dóttur (f. 1879).
Árni og Hrefna áttu
eina dóttur, Árnýju
Hrefnu, f. 21.10.
1933. Hennar mað-
ur er Guðmundur
Karlsson og börn
þeirra fjögur, þijár
dætur og einn son-
ur, sem nú er lát-
inn. Barnabörn
Árna eru sjö.
Hrefna átti son fyr-
ir hjónaband og ólst
hann upp hjá þeim
Árna. Hann hét Halldór Ósk-
arsson f. 25.6. 1929, d. 28.7.
1983. Hans kona var Þórdís
Halldórsdóttir og áttu þau
fjögur börn. Síðari kona Árna
var Guðný Marta Imsland. Eft-
ir að hafa bæði misst fyrri
maka sína gengu þau í hjóna-
band 29.7. 1978. Marta, sem
lifir mann sinn, er fædd á
Djúpavogi 21.10. 1910, dóttir
Höskuldar Sigurðssonar (f.
1876) þurrabúðarmanns og
konu hans Þórdísar Stefáns-
dóttur (f. 1867).
Árni var jarðsunginn frá
Fossvogskapellu 18. apríl sl.
felldur og aðsópsmikill, en dugleg-
ur bóndi og kappsmikill, ósérhlífínn
og hjálpfús. Gísli faðir hans
(1760-1840), bóndi og hreppstjóri
í Reykjakoti var auðugur bóndi og
formaður í Þorlákshöfn, sagður
mikill hestamaður og ölkær gleði-
maður. Hann var sonur Guðna
(1716-1783) hins gamla Jónsson-
ar, sem Reykjakotsætt er rakin til
og ku hafa átt 24 böm. Snjólfur
faðir Þórlaugar var Þórðarson og
bjó í Nabba í Flóa, ,á Vífilsstöðum
og víðar, sonarsonur Ólafs bónda
í Bjólu í Holtum. Móðir Þórlaugar
var Helga (1795-1862) Pálsdóttir
Jónssonar á Höskuldsstöðum í
Flóa.
Guðrún kona Snjólfs var fædd
í Þorlákshöfn 22.1. 1867 en dó í
Reykjavík 14.1. 1953. Hún var
dóttir Jóns Dannebrogsmanns
Árnasonar (1835-1912) og konu
hans Jórunnar Sigurðardóttur
(1833-1921) í Þorlákshöfn. Þau
Jón og Jórunn voru bræðrabörn,
Jón sonur Áma Magnússonar
(1804-1858) bónda á Stóra-
Ármóti í Flóa en Jómnn dóttir Sig-
urðar Magnússonar (1810-1905)
bónda á Skúmsstöðum í Landeyj-
um. Báðir voru þeir Árni og Sig-
urður auðugir bændur, hreppstjór-
ar og Dannebrogsmenn og kom
auður í bú þeirra Þorlákshafnar-
hjóna við arf, en þau vom einnig
mikil aflahjón sjálf. Magnús faðir
þeirra bræðra var Beinteinsson
hinn ríki í Þorlákshöfn (1769-
1840), sonur Beinteins (1731-
alltaf um saltkjöt og soðkökur.
Ennþá fæ ég saltkjöt og soðkökur
í Grindavík, því að Sigga mín kenndi
tengdadóttur sinni að matreiða það.
Alltaf var hún Sigga mín með
bros á vör, jafnvel þegar hún var
veik. Og þar sem ég heimsótti hana
á elliheimili í Hafnarfirði fyrir
nokkmm vikum, tók hún enn einu
sinni á móti mér með brosinu sínu
fallega.
Ég er þakklát fyrir að hafa feng-
ið að faðma hana og kyssa í hinsta
sinn.
Júlla mínum og fjölskyldu sendi
ég mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Ragnheiður Pétursdóttir
Jones, Orlando, Florida.
1811) lögréttumanns á Breiðabóls-
stað í Olfusi. Hans faðir var Ingi-
mundur sonur Bergs Sturlaugsson-
ar í Brattsholti, sem Bergsætt er
við kennd. Móðir Magnúsar var
Vilborg Halldórsdóttir biskups á
Hólum Brynjólfssonar. Móðir Jóns
Árnasonar var Helga (1805-1880)
dóttir Jóns Johnsens umboðs-
manns og lögsagnara á Stóra-
Ármóti. Móðir Jórunnar var Þór-
unn (1810-1866) Þórðardóttir
klausturhaldara í Þykkvabæ.
I Þorlákshöfn var mikil gróska
og umsvif á árum þeirra Jóns og
Jómnnar. Þar var búið stórbúi og
stundað útræði á fjölda skipa og
sóttu menn þangað til róðra af
öllu Suðurlandi og jafnvel víðar að.
Jón var formaður framan af bú-
skaparárum sínum en dró sig út
úr sjósókn og helgaði tíma sinn
bótum á jörðinni, lendingarskilyrð-
um og útgerðaraðstöðunni allri og
hóf einnig rekstur verslunar í Þor-
lákshöfn. Hann keypti jörðina ung-
ur að árum árið 1861 og þótti
rosknum bændum í Ölfusi í mikið
ráðist og höfðu uppi efasemdir um
að Jóni tækist að reka þar stað
með sömu rausn og afi hans Magn-
ús ríki gerði sem bjó þar um langa
hríð í upphafi 19. aldar. Þó lauk
málum svo að Þorlákshöfn varð
stórveldi í tíð Jóns og það mikið
til fyrir hans tilstuðlan, enda var
Höfnin metin dýrasta jörð á land-
inu við fasteignamat árið 1922,
nokkru eftir lát Jóns.
Ekki mun hafa verið svipaður
auður í búi þeirra Snjólfs og Guð-
rúnar enda bömin mörg. Það var
víst heldur ekki allt of vel séð í
Þorlákshöfn að vinnumaðurinn
krækti í heimasætuna á staðnum
og því hefur líklega ekki verið jafn
mikið um stuðning við búskapar-
hokur Guðrúnar með Snjólfí eins
og kannski hefði verið með æski-
legra mannsefni. Þetta var að
minnsta kosti skoðun Árna.
Ámi var næstyngstur systkina
sinna en þau vom 15 að tölu:
Guðmundur fæddur í Þorlákshöfn
17.1. 1887, d. 23.2. 1887. Siguijón
fæddur í Þorlákshöfn 8.3. 1889,
d. 15.9. 1985, verkstjóri í Reykja-
vík. Guðrún fædd á Bíldfelli 26.6.
1890, d. 25.9. 1978 , húsmóðir í
Bremsnes í Noregi. Helgi fæddur
á Bíldsfelli 6.10. 1891, d. 31.12.
1930, sjómaður í Reykjavík. Hann
var fyrsti sjúklingur sem andaðist
á Landspítalanum að því er segir
í Bergsætt. Eiríkur fæddur á Bílds-
felli 31.1. 1893, d. 1.12. 1972, bif-
reiðarstjóri í Reykjavík. Jóhann
fæddur í Strýtu 22.8. 1894, d. 7.8.
1927, sjómaður á Stokkseyri. Jóna
Sigríður fædd í Strýtu 3.3. 1896,
d. 25.9. 1939, húsmóðir í Brems-
nes í Noregi. Ingvar fæddur í
Strýtu 24.6. 1897. d. 30.7. 1898.
Snjólfur fæddur í Strýtu 30.1.
1899. d. 20.10. 1966, bóndi síðast
á Efri-Sýrlæk í Flóa. Jómnn fædd
í Strýtu 9.8. 1900, d. 12.11. 1916.
Reynir fæddur í Strýtu 11.2. 1903,
d. 17.2. 1981, verslunarmaður í
Reykjavík. Þórhallur Jón fæddur í
Strýtu 2.7. 1904, d. 8.9. 1973, sjó-
maður í Reykjavík. Vilborg Ragn-
heiður fædd í Strýtu 24.1. 1906,
húsmóðir í Reykjavík, er ein á lífí
systkinanna. Árni Elías fæddur í
Strýtu 3.6. 1907, d. 8.4. 1995, sjó-
maður í Reykjavík. Þórdís fædd í
Strýtu 24.8. 1908, d. 19.11. 1992,
húsmóðir í Kópavogi. Böm Snjólfs
og Guðrúnar sem náðu fullorðins-
aldri eignuðust öll maka og afkom-
endur og skiptir fjöldi afkomenda
þeirra orðið hundruðum. Barna-
börn þeirra munu hafa verið 45.
Sex ára gamall fór Árni að heim-
an og var matvinnungur fyrst að
Hlíð í Grafningi og síðan í Skál-
holt, þar sem hann varð fyrir því
slysi að brennast illa á fæti í hver-
um, er hann var sendur þangað
eftir matföngum. Hann átti í þess-
um bmnameiðslum langan hluta
vetrar. Einnig var hann að Hlíð í
Hreppum og stundum með fjöl-
skyldu sinni á Stokkseyri og gekk
þá í bamaskóla hluta úr tveim vetr-
um. Ekki var nú skólagangan
lengri, en það fannst samt aldrei í
samskiptum við Áma að hann stæði
ekki öðram á sporði um menntun
og skilning á fyrirbæmm lífsins og
tilvemnnar. Hörð hefur barnæskan
verið í stómm fjölskyldum á þessum
ámm og er vafasamt að nútí-
maungmenni geti yfírleitt gert sér
nokkra grein fyrir því hvemig það
var að vera bam á þeim ámm, svo
gjörólíkar veraldir er um að ræða.
En þessi erfíðu ungdómsár ár drógu
ekki kjark eða dug úr Árna og sext-
án ára gamall var hann kominn á
togara og þá fyrst fór hann að ráði
að taka út vöxt að eigin sögn. Þar
var matur nógur og mikil stæling
við erfíða vinnu, sem hrinti af stað
vexti hans. Eftir það var atvinna
hans tengd sjósókn mestan hluta
starfsævinnar. Árið 1958 tók hann
svokallað pungapróf á fiskiskip og
gerði eftir það út eigin bát um
nokkurt árabil, en hafði áður verið
til sjós víða um land og stundað
alls konar veiðar eins og títt var
um sjómenn á fyrri hluta aldarinn-
ar. Allmörg síðustu ár sín á vinnu-
markaðinum var Ámi starfandi á
Keflavíkurflugvelli.
Ámi var vel meðalmaður á hæð,
grannur og vel á sig á sig kominn
fram á síðasta dag. Hann var glað-
vær og hafði gaman af að spjalla
við fólk. Hann var mikill spilamaður
eins og ýmsir af hans kynslóð, enda
vom tómstundir færri og tóm-
stundaiðkun einfaldari í uppvexti
Áma en nú er. Hann kunni mikið
af smásögum um menn og uppá-
komur í sveitunum austanfjalls og
hafði á hraðbergi gamlar vísur þar
um sem ekki vom allar jafnvæmnar
og ýmsar vel bersöglar um menn
og eiginleika þeirra. Hann var alinn
upp á þeim tímum þegar öll um-
ræða um menn og málefni var til
muna persónulegri en nú gerist og
þessar nánu persónutengdu myndir
vom víða einkenni á sögum hans,
sem vom eins og raunsæjar augna-
bliksmyndir af fmmstæðri og
tæknilausri fortíðinni, með öllum
sínu skringilegu augnablikum í
augum nútíðarmanns. Þessa fortíð
kunni Ámi utanbókar, hafði sjálfur
lifað háha og geymt í huga sér, þó
hann léti hana aldrei stjóma sér.
Hann Iærði alltaf jafnóðum á nútíð-
ina og lét ekki mgla sig í ríminu
með tilvísun í hefðir eða siði. Fyrir
honum vom framfarir og þróun
mála í átt til betra mannlífs í land-
inu eðlilegur farvegur, sem ekki
þurfti að furða sig á eða nota lang-
an tíma til þess að sætta sig við.
Kynni þeirra Árna og Mörtu
hófust er þau voru á ferðalagi í
Búlgaríu og tókst strax með þeim
djúp vinátta, sem einkenndi allt
þeirra líf saman. Við þessi tíma-
mót í lífi móður minnar eignaðist
átta ára gömul dóttir mín nýjan
afa og það tók ekki nema augna-
blik. Þannig var Árni.
Árni átti einnig til hijúfara ytra
borð, það ytra borð sem segja má
að einkenni nær alla hans kynslóð
alþýðumanna hér á landi. Það yfir-
borð varð hennar einkenni í harðri
og miskunnarlausri lífsbaráttu
þeirra áratuga þegar þjóðin sté inn
í nútímann, lagði áramar í bátinn
í eiginlegri merkingu og tók þess
í stað að stjórna vélum til lands
og sjávar og tileinka sér tækni og
vísindi. Árni var einn þeirra mörgu
manna sem sté þetta skref. Hann
sté það óhræddur og viss um að
það væri til heilla. Það gerði hann
sterkan og öruggan en hann
gleymdi því ekki að vera góður
maður og að eiga góðar stundir
með samferðafólkinu. Með Árna
er genginn einn af þeim mönnum
sem lögðu grundvöllinn að velferð
íslendinga á 20. öld, en sem ekki
eru skráðir á spjöld sögunnar,
vegna þess að þeir unnu í kyrrþey,
hina nauðsynlegu undirstöðu vel-
ferðarinnar, verðmætasköjiunina.
Það var gott að kynnast Árna og
í honum er mikil eftirsjá.
Páll Imsland.
Reisn var fyrsta orðið sem mér
datt í hug, þegar ég heyrði andlát
Árna Snjólfs. í nærri níutíu ár
sigldi hann lífssjóinn af reisn og
það var reisn yfir skyndilegu frá-
falli þessarar öldnu en þó ungu
kempu. Hljóðlátt hraustmenni
hafði lokið síðasta róðri' lífsins
með sama glæsibragnum og hann
lauk öðrum róðrum í þessuin
heimi.
Árna Snólfs kynntist ég, þegar
hann ásamt fyrri konu sinni
Hrefnu fluttist til Sauðárkróks árið
1958. Með þeim og foreldrum mín-
um tókst fljótlega vinátta, sem
aldrei bar skugga á. Þegar Árni
gerðist skipstjóri á mb. Bjarna
Jónssyni tókst honum með festu
sinni, kímni og hlýju að fá föður
minn, landkrabba og bifvélavirkja,
til að fara til sjós með sér um
nokkurra missera skeið. Sumarið
1959 naut ég síðan góðs af sam-
starfi þeirra, er ég fékk að vera
með á skaki, þá 11 ára gamall,
og þar með var lagður gmnnur
að sumarstarfí mínu næstu tíu
árin. Má því segja að Árni hafi
verið nokkur örlagavaldur í lífí
mínu.
Árni var einstakur sjómaður í
mínum huga: afburða fiskinn, svo
að stundum var göldrum líkast,
áræðinn en varkár stjórnandi skips
með vakandi auga á öllum tilbrígð-
um samspils sjómennsku og nátt-
úru. Þegar ofan á þetta bættist
barngæska hans, góðlátleg en
stundum hijúf glettni fannst mér
ég hafa fundið fyrirmynd í sjó-
mennskudraumum mínum á þess-
um árum. Og sérlega skemmtileg-
ar voru stundirnar sem við spiluð-
um byggingarkasínu í landvari á
Kálfshamarsvík eða undir Málmey,
ekki síst þegar Árni kryddaði spila-
mennskuna með tvíræðnum vísum
sem hann var hafsjór af. Fyrir
þetta sumar vil ég þakka Árna
sérstaklega nú þegar komið er að
kveðjustund.
Eftir að Árni flutti suður aftur
lágu leiðir okkar alít of sjaldan
saman og stundum liðu nokkur
ár milli þess að við hittumst. Hins
vegar fannst mér alltaf jafngaman
og notalegt að hitta hann. Síðast
bar fundum okkar saman í fyrra-
sumar er við fyrir tilviljun hitt-
umst hjá foreldrum mínum á
Króknum. Hann var þá í einni af
árlegum ökuferðum sínum um
landið með síðari konu sinni
Mörtu, en fyrri konu sína missti
hann fyrir mörgum árum. Og þá
eins og oft áður hafði ég orð á
því við Árna að það væri engu
líkara en að tímans tönn biti ekki
á honum. Hugurin eldhress og
fijór, og Elli kerling hefði ekki
komið á hann einni hrukku síð-
ustu 35 árin. Árni svaraði því til
að svona væri það með ástföngnu
unglingana, og átti þá við þau
Mörtu. Það voru orð að sönnu, því
fáséð eru ástríkari sambönd.
Þennan dag fórum við saman
út á Eyri til að skoða gamlar slóð-
ir. Við smábátahöfnina barst í tal
sú breyting sem orðin er í fiskveið-
um okkar síðan hann hætti til sjós
eftir hálfrar aldar farsæla skip-
stjórn. Ekki gæti maður með slíka
fortíð nú farið frjáls út á sjó og
dregið afla að landi öðru vísi en
að verða meðhöndlaður sem saka-
maður þegar að lagi væri komið.
Ég fann, að Árna var ekki um að
ræða þetta mál, en það var mikill
þungi í því sem hann sagði um
þá menn sem bera ábyrgð á því
ástandi sem nú ríkir í mörgum
sjávarplássum víða um land. Um-
ræðu okkar um þetta mál lauk
með því að ég sagðist telja, að
betra hefði verið að vera frjáls
handfæraskipstóri í baráttu við
breska kálgarðstogara fyrr á öld-
inni en nútíma leiguliði íslenskra
sægreifa. Það var glampi í augum
þessa gamla sósíalista og sjóhetju
þegar við gengum eftir bryggj-
unni, en meira var ekki sagt.
Þessi mál eða önnur náum við
ekki að ræða oftar saman. Ég
kveð Árna Snjólfsson með þakk-
læti og virðingu og votta eftirlif-
andi eiginkonu hans samúð mína.
Blessuð sé mining hans.
Magnús Jónsson.
SIGRÍÐUR
ÞORLEIFSDÓTTIR