Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 57 I i I I } I I I I I I ) ; | i j 9 UIMGLIIMGAR Umræðan um unglinga og vímuefni er alltaf að auk- ast hjá fullorðnum, en ræða unglingar um þessa hluti sín á milli? Óskar Rúdolf Kettler 15 ára og Jón Leví Guðmundsson hafa verið að velta þessum málum fyrir sér. Hvað eru yngstu krakkamir sem drekka áfengi gamlir? Jón: Tólf ára. Óskar: Tólf ára, þeir eru í sjöunda bekk, á síðasta árin áður en þau fara í gagnfræðaskóla. Detta þau í það um hverja helgi? Jón: Nei, það held ég ekki. En önnur vímuefni eins og hass? Óskar: Það eru þá eldri krakkar, 15-16 ára, en ég verð ekki mikið var við þau. Sniffa krakkar lím og önnur leysiefni? Óskar: Nei, það er alveg búið að vera. Hvernig útvega krakkar sér áfengi? Jón: Oftast fá þau sér landa. Óskar: Já, og svo biðja þau hina eldri, systkini eða foreldra, að fara í Ríkið fyrir sig. Fólk fer ef það vill ekki að börnin þeirra séu að drekka landann. Hvernig náið þið í landa? Jón: Það eru bara sambönd. Óskar: Annaðhvort farsími eða símboði, svo eru tiltekin leyniorð fyrir vikuna. Bruggarinn selur ekki beint. Jón: Það er einhver einn sem selur fyrir bruggarann. Hrirtgborðið Unglingar o g vímuefni Óskar: Að minnsta kosti einn, oft- ast eru þeir sem selja komnir með bílpróf. Velta unglingar þeim mögu- leika fyrir sér að eftir nokkur ár gæti líf þeirra verið í rúst vegna drykkju? Jón: Ég held að krakkar séu ekk- ert að spá í það. Óskar: Það er bara verið að hugsa um næstu helgi. Reyna krakkar sem þekkja áfengisböl, t.d. börn alkóhólista, að hafa áhrif inn í hópinn? Óskar: Nei, ekki þannig, en þau passa sig betur og drekka kannski ekki eins mikið. Jón: Þau vilja náttúrulega ekki vera að útvarpa því að foreldrar þeirra séu alkar. Hvort er algengara að ungling- ar hvetji aðra unglinga til að prófa að drekka eða hvetji þá til að drekka ekki? Óskar: Það er millivegurinn. Jón: Já... Óskar: Maður ákveður sig sjálfur, maður sér alla aðra vera að drekka og ákveður að prófa þetta. Óafvit- andi gefa unglingar sem drekka hinum fordæmi. Drekkið þið sjálfir áfengi? Jón: Nei. Óskar: Já, það er ekkert reglu- bundið, fer eftir því hvort það er eitthvað að gerast um helgina. Hvað er það sem gerir áfengi svona spennandi? Óskar: Ætli það sé ekki víman. Jón: Sviminn. Hvað er það sem gerir vímuna aðlaðandi? Óskar: Kæruleysið og áhyggju- leysið ... meðvitundarleysið... Þeir sem vinna að vímuvörnum segja að þeir sem deyfa sig nái ekki góðum félagstengslum í hópnum, skólanum og fjölskyld- unni. Eruð þið sammála því? Jón: Já. Óskar: Maður mótast svo mikið þegar maður er ungur og stöðvar allan þroska ef maður er alltaf að drekka, og það getur tekið langan tíma að læra og ná félagsþroskan- um upp. Finnst ykkur drykkjan jöfn hjá kynjunuin? Jón: Nei, meirihlutinn er strákar. Óskar: Mikill meirihluti á okkar aldri. Haidið þið að það sé töff að vera fullur? Jón: Ég lít ekki á það þannig. Óskar: Þetta er ekki í öllum tilfell- um gert til að auka álit annarra á manni, oftast drekkur fólk sér til ánægju. Það er fullyrt að áfengi Ieiði til notkunar á sterkari efnum eins og hassi og amfetamíni. Eruð þið sammála því? Öskar: Já, það gefur augaleið ef um langtíma drykkju er að ræða. Fólk verður leitt á víninu og vill prófa eitthvað nýtt. Jón: Þetta er eins og með reyking- arnar, þú prófar að reykja og svo vilt þú prófa eitthvað öflugra. Eru unglingar að nota efnið alsælu? Óskar: Það er ekki mikið um það, ekkert hérna í hópnum, en ég veit • um það á öðrum stöðum. Finnst ykkur áfengisvarnir nógu góðar? Óskar: Nei, þær skila gjörsamlega engum árangri. Jón: Það vantar mikið uppá. Hvemig ættu þær að vera? Óskar: Með því að koma skilaboð- unum til fullorðinna, þannig heyra unglingar áróðurinn en ekki ef honum er beint til þeirra sérstak- lega, og hræðsluáróður, það virkar ekkert eins vel og hann. Er mikið um að unglingar séu að neyta áfengis án þess að for- eldramir viti af því? Jón: Já, mikill meirihluti. Drekka krakkar sig ofurölvi? Jón: Það er eiginlega bara þannig. Óskar: Flaskan er keypt og hún kláruð. Haldið þið að unglingar sem lenda í vanda leiti sér hjálpar? Jón: Nei, það er ekki til í dæminu. Óskar: Nei. Vita unglingar um meðferðar- heimilið Tinda og unglingastarf SÁÁ og þá þjónustu sem þessir staðir bjóða uppá? Jón: Það getur vel verið. Óskar: Það er ekkert talað um það, fólk spáir ekkert í það. Það eru oftast fullorðnir sem ýta krökkum út í meðferð. Ungiingar og vímuefni Hvað geta for- eldrargert? NÝLIÐNA helgi seldu Sam- tök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, SÁÁ, álfinn til fjáröflunar. Að þessu sinni á að nota ágóðann af sölunni til að byggja upp forvamir fyrir unga fólkið. Hér fyrir neðan eru tveir listar teknir úr „Ungling- ar og vímuefni, hvað geta foreldrar gert?“ bæklingi sem SÁÁ hefur nýverið gefið út, teikningarnar eru eftir Búa Kristjánsson. Þó spum- ingin sé hvað foreldrar geti gert þá er hún alls ekki ætluð þeim einum, heldur öllum, líka ungling- um, unglingar geta hjálpað hver öðmm í vanda. Oft em unglingam- >r sjálfir í bestri aðstöðu til að sjá að einhver í hópnum á við vanda- mál að stríða, alkóhólismi er sjúk- dómur sem hlífir engum og á ekki að vera feimnismál, þess vegna eigum við að hjálpa þeim sem okk- ur þykir vænt um en ekki láta sem ekkert sé. Hvers vegna viljum við tefja fyrir því að unglingur fari að drekka? 1- Drykkja unglinga eykur líkum- ar á áföllum, þar á meðal slysum og áföllum. 2- Fari unglingur að neyta áfeng- is ungur, aukast líkur á að hann fari að nota önnur vímuefni. 3. Fari einstaklingur að neyta vímuefna ungur em meiri líkur á að hann drekki meira og með verri af- leiðingum. 4. Hann læri: takast á við ýmsa erfiðleika, fé- lagslega og andlega. 5. Fari einstaklingur að drekka ungur aukast líkur á að hann lendi í aðstæðum sem hann á erfítt með að ráða við og geta haft langvar- andi neikvæð tilfínnigaleg áhrif á hann, svo sem áföll vegna kynferð- islegrar misnotkunar. 6. Fari einstaklingur að drekka ungur er meiri hætta á að hann þrói með sér alkóhólisma á því mikilvæga æviskeiði sem unglings- árin em. Hvemig getum við dregið úr líkum á því að börain okkar fari að neyta vímuefna? 1. Með því að vera þeim góð fyr- irmynd. 2. Með því að ræða við barnið um vímuefni og uppfræða það um skaðsemi þeirra. 3. Með því að styðja bamið og styrkja sjálfsmynd þess. 4. Með því að skapa barninu stöðugleika, reglur sem halda og tengsl sem all- ir vilja viðhalda. 5. Með því að gefa þau skilaboð að maður sé tilbúinn að tala um hlutina af hreinskilni, án þess að maður hafi þó svör við öllu. 6. Með því að hjálpa til við að leita að tómstundum sem barnið hefur áhuga á að stunda, og hvetja það til dáða, líka þegar eitthvað kemur uppá. 7. Með því að vera í góðu sam- bandi við þá sem hafa afskipti af barninu þínu, vini, foreldra vina, kennara og aðra umsjónaraðila. Guðmundur Þór Bryiyarsson, 16 ára Þær em bara ágætar sumar, fín- ar og skemmtilegar, en það er mismunandi. Hvernig eru stelpur/strákar Gunnhildur Erla Vil- bergsdóttir, 16 ára Þeir em flestir fínir, sérstaklega gæinn minn. Það verður að vera hægt að tala við þá og ég vil ekki töffaraskap og aulahúmor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.