Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 47 BREF TIL BLAÐSIIMS Heilsuefling- á fj ölskyldudegi Frá Sigrúnu Gunnarsdóttur: VORIÐ er líklegast skemmtileg- asti tími ársins á íslandi. Um leið og börnin skynja vorið í loftinu leggja þau skíðagallanum, lúffun- um og lambhús- hettunum. Þau halda sig við hjólin og hjál- mana og eru úti öllum stundum og hlaupa þind- arlaust þó gras- ið sé tæplega tilbúið að taka við öllu þessu sparki. Lystin verður betri, lundin léttari og meira að segja eru þau fljót að sofna á næstum því skikkanlegum tíma. En hvað með okkur sjálf. Förum við út í vorið með krökkunum og notum við hveija stund sem gefst til að vera úti að hreyfa okkur? Flest erum við býsna góð í því að minna krakkana á að borða nestið sitt, grautinn og grænmet- ið og fara snemma að sofa. En hver minnir okkur síðan á að búa til nesti fyrir okkur sjálf, borða með krökkunum grautinn og grænmetið og fara að sofa á sómasamlegum tíma. Alltof margir íslenskir foreldrar gefa sér of lítinn tíma til að hugsa um eig- in heilsu og vera til í rólegheitun- um. Lífsstíllinn er hraður og það þykir ekki góð latína að vera að „gera ekki neitt“. Sem betur fer eru þó margir sem hafa á þessu hið besta lag og blanda vel saman vinnu, útivist, hreyfingu og tóm- stundum með fjölskyldunni. Þau okkar sem finnst við gætum gert aðeins betur ættum núna að líta til barnanna og sjá hvernig þau njóta vorsins. Gefa okkur tíma til að fara út og gera það sem okkur langar til. Það eru til marg- ar aðferðir til að hressa upp á stirðan kroppinn, ganga, hjóla, synda, laga til í garðinum og hvað sem er. Fj ölskyldudagur Laugardaginn 27. maí næst- komandi verður fjölskyldudagur um land allt undir merkjum heilsu- eflingar. Dagurinn er skipulagður í samvinnu heilsugæslu og íþrótta- fulltrúa hvers staðar. Víða er dag- skrá við sundlaugar og frítt í sund- ið. Þar verða leikir og léttar æfing- ar, skokk, göngur og fleira í þeim dúr. Starfsmenn heilsugæslunnar verða á staðnum og gefa góð ráð um heilbrigðan lífsstíl og bjóða blóðþrýstingsmælingu þeim sem þess óska. Heilsuefling snýst um heilbrigð- an lífsstíl og hvað við getum sjálf gert til að bæta eigin heilsu og líðan. Notum tækifærið til að bæta um betur nú á fjölskyldudegi. Heilsuefling hefst hjá þér. SIGRÚN GUNNARSDÓTTIR, verkefnisstjóri Heilsueflingar. Tilefni lofs en ekki lasts Frá Stephannie Williams: FYRIR nokkrum vikum hafði ís- lensk blaðakona, að nafni Anna Hildur Hildibrandsdóttir, samband við mig og lét í ljós áhuga á að heyra hvað ég hefði að segja um ísienska menningu og kynningu á henni í Bretlandi. Þar eð ég hef á undanförnum árum starfað með ýmsum íslenskum listamönnum og margsinnis notið aðstoðar og stuðnings íslenska sendiráðsins í London, var ég fullkomlega reiðu- búin að láta skoðanir mínar í ljós við blaðakonuna. Síðan fyrsti menningarfulltrúi íslands, Jakob Frímann Magnússon, var skipaður hér í London fyrir nokkrum árum, hefur orðið afgerandi aukning á kynningu á íslenskri menningu og list hér í Bretlandi og Iandið sjálft notið meiri umfjöllunar fjölmiðla og áhuga almennings en nokkru sinni fyrr. Eitt tiltekið dæmi er Norræna listahátíðin, sem haldin var í Barbican-miðstöðinni, en þar voru fulltrúar íslands og íslenskrar menningar bæði fáir og smáir þar til Jakob Frímann Magnússon kom til skjalanna og tókst á mjög skömmum tíma að skipuleggja mjög áhugaverða og ijölbreytta íslandskynningu. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum, sem ég gæti nefnt, þar sem störf og frum- kvæði Jakobs Frímanns hafa leitt til vaxandi virðingar og aukins áhuga á íslandi og íslenskum málefnum. Ég var því talsvert slegin þeg- ar blaðakonan spurði hvort ég ætti í einhverjum útistöðum við j sendiráðið. Ég svaraði því til að ég hefði ekkert, nema gott að segja um sendiherrann, Helga Ágústsson, sendiráðið og Jakob Frímann Magnússon, menning- arfulltrúa, sem væri einstaklega duglegur í starfi og hefði reynst bæði mér og öðrum, er leitað höfðum til hans, sérstaklega hjálpsamur. Við þessi ummæli mín brá svo við að blaðakonan virtist missa allan áhuga og þakkaði fyrir og kvaddi stuttu seinna. Frá mínum bæjardyrum séð vorum við vart byrjaðar að ræða um íslenska menningu og kynningu á henni í Bretlandi. Athygli mín hefur síðan verið vakin á grein, sem umrædd blaða- kona hefur skrifað í eitt af mánað- arritunum, sem gefin eru út á ís- landi. Þar sýnist mér og öðrum er þekkja til starfa Jakobs Frí- manns Magnússonar, að hann hafi orðið fyrir ódrengilegri aðför, sem gerð er í þeim tilgangi að sverta mannorð hans. Það er ekki hægt að sitja hjá þegar maður, sem hefur verið svo heilshugar og duglegur í starfi, verður fyrir jafnalvarlegri gagnrýni og birtist í grein þessari, sem virðist bæði vera einhliða og ósanngjörn. Mér er því mikið í mun að gera grein fyrir mínu sjónarmiði, sem greini- lega stangaðist á við þá mynd, sem fröken Hildibrandsdóttir vildi draga upp, en það er að störf Jak- obs Frímanns Magnússonar við kynningu á íslenskri menningu og listum, hafa skilað góðum árangri og eiga því fremur að njóta lofs en lasts. STEPHANNIE WILLIAMS er búsett í Bretlandi og rekur alþjóð- lega umboðsskrifstofu fyrir listamenn. Símanúmera- mundu! J dJ iil símanúmer i )reytingarnar taka gildi laugar- c Jaginn 3. júní Númer breytast sem hér segir: 55 bætist framan við fimm stafa símanúmer á höfuðborgarsvæðinu 5 bætist framan við sex stafa símanúmer á höfuðborgarsvæðinu 42 bætist framan við öll símanúmer á Suðurnesjum 43 bætist framan við öll símanúmer á Vesturlandi 456 bætist framan við öll símanúmer á Vestfjörðum 45 bætist framan við öll símanúmer á Norðurlandi vestra 46 bætist framan við öll símanúmer á Norðurlandi eystra 47 bætist framan við öll símanúmer á Austurlandi 48 bætist framan við öll símanúmer á Suðurlandi Eftir breytingarnar þarf ekki lengur að velja svæðisnúmer. Farsíma- og boðtækjanúmer. Talan 9 fellur burt þannig að farsímanúmer byrja á 85, GSM númer á 89 og boðtækjanúmer á 84. Dæmi: 985 489 89 verður 854 8989. PÓSTUR OG SÍMI ÆTTBÓKIN þín eða vinar þíns eða ættingja fæst ef að líkum lætur hjá Ætt- fræðiþjónustunni í Brautarholti 4 (við hliðina á Japis). Á 2. hundrað ættfræðirit, búendatöl og stéttatöl til sölu á góðum kjörum. Greiðslukort og magn- afsláttur. Skipti á gömlum og nýjum bókum. Ættfræðinám- skeið hefst á næstunni. Einnig samantekt ættartalna og niðja- tala. Geymið auglýsinguna ! ÆTTFRÆÐIÞJÓNUSTAN Brautarholti 4, s. 27100. AFMÆLISTILBOÐ! Áfrysti- og kæliskápum [ tilefni 30 ára afmælis okkar bjóðum við sérstakan afslátt til 27. maí nk. af 20 gerðum Blonberq frysti- og kæliskápa. Láttu ekki þessa kjarabót fram hjá þér fara! III Einar Farestveit&Co.hf Borgartúni 28 « 562 2901 og 562 2900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.