Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Elskuleg móðursystir mín,
FRÚ SVAVA FELLS,
Freyjugötu 6, Reykjavík,
sem lést þann 15. maí síðastliðinn verð-
ur jarðsungin frá Dómkirkjunni miðviku-
daginn 24. maí kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent
á Guðspekifélag fslands eða líknar-
stofnanir.
Ingvi Rafn Jóhannsson.
t
Ástkær móðir okkar,
ÞÓRDÍS BJÖRG JAKOBSDÓTTIR,
Spítalavegi 9,
Akureyri,
lést laugardaginn 20. maí.
Jarðsungið verður frá Akureyrarkirkju föstudaginn 26. maí
kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hennar, er bent á Kvenfélagið Hlíf.
Jakobfna Kjartansdóttir,
ÓlafurTr. Kjartansson.
t
Innilegar þakkir sendum við þeim sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við fráfall systur okkar,
GUÐNÝJAR ELÍSDÓTTUR,
Halldóra Elísdóttir,
Díana K. Kreyer.
t
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
INGIBJARGAR VALDIMARSDÓTTUR,
Brimnesbraut 39,
Dalvík.
Sérstakar þakkirtil alls starfsfólks Hornbrekku, dvalar- og hjúkrun-
arheimilis Ólafsfjarðar, fyrir góða hjúkrun og aðhlynningu.
Björn Gunnlaugsson,
Guðlaug Björnsdóttir, Hilmar Danielsson,
Erla Björnsdóttir, Sigurður Haraldsson,
Rikarður Björnsson, Hallfriður Þorsteinsdóttir,
Arna Björnsdóttir, Morten Haveraaen,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför
INGVARS MAGNÚSSONAR,
Hrismóum 6.
, Þórey Ingvarsdóttir,
Halldóra Ásgeirsdóttir, Ásgeir Þorvaldsson,
Pétur Ásgeirsson, Hendrikka Alfreðsdóttir,
Gunnar Asgeirsson
og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega samúð, hlýhug og vináttu við fráfall
KRISTÍNAR INGIBJARTARDÓTTUR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu, Hafnarfirði, fyrir
frábæra umönnun og vinsemd hinni látnu til handa á ævikvöldi
hennar.
Sesselja Guðnadóttir, Guðmundur Ibsen,
Kristín Guðmundsdóttir, Kristján Sigurgeirsson,
Dröfn Guðmundsdóttir, Sigurður Magnússon,
Þórir Ibsen Guðmundsson , Dominique Ambroise
og barnabarnabörn.
t
Við þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
STEINÞÓRS ÞÓRÐARSONAR,
Skuggahlfð,
Norðfirðl.
Guð blessi ykkur öll.
Herdís V. Guðjónsdóttir,
Sigursteinn Steinþórsson, Hugrún Svavarsdóttir,
Guðjón Steinþórsson, Anna Guðný Guðmundsdóttir,
Steinunn B. Steinþórsdóttir, Önundur Erlingsson,
Jón Þ. Steinþórsson,
Valgerður Steinþórsdóttir,
Jóna J. Steinþórsdóttir, Sigurður Kristjánsson
og barnabörn.
EYSTEINN
GUNNARSSON
+ Eysteinn Gunn-
arsson, sjómað-
ur og vigtarstjóri á
Húsavík, fæddist í
Flatey á Skjálf-
andaflóa, 15. októ-
ber 1921. Hann lést
30. apríl síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Gunnar
Guðnason í Garðs-
horni, f. 24. ágúst
1899, d. 13. nóvem-
ber 1940, og kona
hans Kristín Gísla-
dóttir, f. 29. mars.
1902. Eftirlifandi
eiginkona Eysteins er Álfheið-
ur Eðvaldsdóttir, f. 4. nóvem-
ber 1918. Börn þeirra eru Krist-
ján Gunnar Eysteinsson, f. 25.
febrúar 1945, Hreinn Jónsson,
f. 16. desember 1946, Fréyja
Eysteinsdóttir f. 8. ágúst 1958,
og Sigfús Eðvald Eysteinsson,
f. 23. september 1962.
Utför Eysteins fór fram frá
Húsavíkurkirkju 6. maí.
ELSKU afi minn.
Nú er komið að skilnaðarstund
hjá okkur, of fljótt að mínu mati,
því það var margt sem við áttum
eftir að gera.
Eins og alltaf þegar við kveðjum
ættingja, vini og félaga í hinsta
sinn, hellast minningarnar yfir.
Undanfarna daga hafa rifjast upp
fyrir mér allar góðu minningarnar
sem ég á um þig. Það
var alltaf svo gott að
koma til þín og ömmu
á „Iðó“. Þú varst alltaf
tilbúinn til að gera allt
fyrir okkur barnabörn-
in. Þú hlustaðir á gleði
okkar og sorgir og
tókst þátt í þeim með
okkur ef eitthvað var
að komstu okkur alltaf
til að brosa, þú lékst
við okkur og spilaðir
með okkur, þú fræddir
okkur um allt milli
himins og jarðar, þú
sagðir okkur sögur úr
Flatey, af sjónum o.fl. og sama
hvað var, alltaf varst þú til staðar,
traustur sem klettur, og hugsaðir
alltaf fyrst um hina og síðast um
þig sjálfan.
Flateyjarferðirnar með þér eru
ógleymanlegar. Öll vor og sumur
voru hálfómöguleg ef ekki var farið
í Flatey með afa og vorum við þeg-
ar farin að ræða næstu ferð sem
átti að fara í vor, en nú verður
ekkert af.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stnð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku afi minn, minning þín mun
lifa í huga mínum og hjarta um
alla eilífð. Mínar bestu þakkir fyrir
allt sem þú gafst mér og kenndir
mér.
Elsku amma, langamma,
mamma, Kristján, Hreinn og Sig-
fús, megi góður Guð styrkja ykkur
og varðveita á þessum sorgartím-
um.
Kveðja.
Helena Eydís.
Elsku besti afi.
Hvað getur maður annað en
hugsað um þig og minnst þín? Allt-
af varst þú stoð og stytta,- heyrðist
aldrei brýna raust né rífast, varst
alltaf rólegur og yfirvegaður, tókst
öllu með jafnaðargeði.
Eg vil þakka þér fyrir allt sem
þú gerðir fyrir mig, elsku afi, ég
mun sakna þess að koma í Iðavelli
til ömmu og geta ekki talað við þig
og hlustað á sögurnar þínar, en ég
hugga mig við minningarnar og
minnist þeirra með gleði og þakk-
læti í huga. Við tvö vitum hvað
rétt er.
Nú finn ég angan löngu bleikra blóma,
borgina hrundu sé við himin ljóma,
og heyri aftur fagra, forna hljóma,
finn um mig yl úr bijósti þínu streyma.
Ég man þig enn og mun þér aidrei gleyma.
Minning þín opnar gamla töfraheima.
Blessað sé nafii þitt bæði á himni og jörðu.
(D. Stef.)
Þitt Hildu tetur.
ARl GÍSLASON
+ Ari Gislason, kennari og
ættfræðingnr fæddist að
Syðstu-Fossum í Andakíls-
hreppi 1. desember 1907. Hann
lést 10. maí sl. og var jarðsung-
inn frá Akraneskirkju 17. maí
sl.
FÁA ELDRI menn hef ég hitt sem
geislað hafa af jafn miklum þrótti
og æskufjöri og Ari Gíslason.
Skarplegt augnaráð hans, kvikar
hreyfíngar, hnyttin tilsvör og
leiftrandi frásagnargleði vöktu
strax athygli mína þegar leiðir
okkar lágu saman sumarið 1993
í tilefni 70 ára afmælis sumarbúð-
anna í Vatnaskógi. Ari var þá á
87. aldursári en ég rúmri hálfri
öld yngri. Þessi dtjúgi aldursmun-
ur hvarf þó eins og dögg fyrir
sólu þegar við fórum að ræða sam-
an því ég varð þess fljótt áskynja
að ég var að ræða við mann sem
var bæði ungur og ferskur í anda
og virtist hafa meiri starfsorku en
margur á mínu reki.
Sem ungur drengur kynntist
Ari starfí KFUM í Reykjavík.
Sjálfur leit hann á þau kynni sem
eitt af sínum mestu gæfusporum
í lífinu og þá ekki síst að hafa
fengið tækifæri til að taka þátt í
starfinu í Vatnaskógi. Ari var
m.a. í hópi þeirra sem fór í fyrstu
ferðina í Vatnaskóg sumarið 1923.
Sú ferð var í hæsta máta söguleg
þvi farið var á pallbíl upp í Mos-
fellssveit en gengið þaðan upp í
yatnaskóg og tók ferðin tvo daga.
Á leiðinni var gist í hlöðu á Þor-
láksstöðum í Kjós. Unun var að
heyra Ara rifja upp þessa ferð.
Mundi hann glöggt eftir mörgum
drengjanna sem voru samferða
honum og sá fyrir sér selina sem
spókuðu sig í sólinni í Hvalfirðin-
um. Ymsu spaugilegu kunni Ari
einnig að greina frá úr ferðinni
eins og þvi þegar einn félaga hans
steyptist í Laxá í Kjós þegar Ari
hoppaði á bak sama hesti sem
feija átti þá báða yfir ána.
Sumarið 1993 þegar 70 ár voru
liðin frá fyrstu ferðinni í Vatna-
skóg var þess m.a. minnst með
því að efna til hliðstæðrar ferðar
í Vatnaskóg og tóku rúmlega 20
ungmenni þátt í ferðinni ásamt
fararstjórum. Þá kom Ari í Vatna-
skóg, rifjaði upp brot úr fyrstu
ferðinni frá 1923 og brýndi jafn-
framt fyrir þreyttum göngugörp-
um og öðrum tilheyrendum, sem
saman voru komnir á afmælishá-
tíðinni, að mest um vert væri þó
að fá að ganga lífið á enda í fylgd
Jesú Krists, Drottins okkar og
frelsara.
Ari Gíslason var valinn fyrsti
formaður Skógarmanna árið 1929
þegar Skógarmannafiokkurinn
var stofnaður og sinnti hann því
starfi af miklum skörungsskap
fyrstu brautryðjendaárin. Árið
1930 hleypti hann af stokkunum
Lindinni, blaði Skógarmanna
KFUM, ásamt nokkrum ungum
Skógarmönnum, en blaðið var
jafnan handskrifað fyrstu árin og
efni þess notað til upplestrar á
Skógarmannafundum á veturna.
Enn þann dag í dag kemur Lindin
út a.m.k. einu sinni á ári og er
þá dreift til þeirra rúmlega 13.000
Skógarmanna sem dvalið hafa í
Vatnaskógi og enn eru á lífi.
Kynni mín af Ara Gíslasyni
urðu því miður styttri en ég hefði
viljað. Við höfðum áformað að
fara sumarið 1994 í skoðunarferð
um nágrenni Vatnaskógar og
ætlaði hann að fræða mig um
örnefni þar í grennd, en um þau
mál var Ari sérfróður. Því miður
gat ekki orðið af þeirri ferð því
heilsu hans hrakaði skyndilega.
Eg átti þó því láni að fagna að
hitta hann nokkrum sinnum að
máli og minnist ég þeirra sam-
funda með mikilli gleði. Hann
skammaði mig að vísu fyrir að
fá ekki að taka þátt í að styðja
Skálasjóð Skógarmanna eins og
yngri Skógarmennirnir en ég lof-
aði að bæta úr því og báru fram-
lög hans ótvíræðan vott um hlý-
hug hans til starfsins í Vatna-
skógi. Fyrir hönd Skógarmanna
KFUM færi ég einlægar þakkir
fyrir liðveislu hans fyrr og síðar
og bið góðan Guð að gefa eftirlif-
andi eiginkonu hans og ástvinum
öllum huggun og styrk í sorg
þeirra.
í Guðs friði.
Þórarinn Björnsson.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við and-
lát og útför ástkærs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa og lang-
afa,
SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR
málarameistara,
Sléttuvegi 13.
Ingunn Jónsdóttir,
Jóna Gróa Sigurðardóttir, Guðmundur Jónsson,
Mattfna Sigurðardóttir, Sigurjón Kristjánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Crfisdrykkjur
A
Vsitingohú/ið
cnn-inn
Síflli 555-4477