Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 31 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HEIMSMEISTARA- KEPPNIN í HAND- KNATTLEIK HEIMSMEISTARAKEPPNINNI í handknattleik lauk með úrslitaleik Frakka og Króata í Laugar- dalshöll á sunnudag. Keppnin var viðamesti íþróttavið- burður, sem efnt hefur verið til á íslandi til þessa og jafnframt með stærri alþjóðlegum viðburðum hér. í stórum dráttum virðist framkvæmd heimsmeistara- keppninnar hafa tekist með miklum ágætum. Það er aftur á móti ljóst, að keppnishaldið hefur ekki skilað þeim mikla fjölda erlendra gesta hingað til lands, sem spáð var á sínum tíma. Talið var víst, að hátt á annað þúsund erlendir áhorfendur kæmu til íslands vegna keppninnar en þær vonir rættust ekki. Raunar virðast forystumenn í íþróttum og stjórnmál- um hafa verið stórhuga á fleiri sviðum í upphafi vegna þess að áform voru uppi um að reisa hér stóra íþrótta- höll er tæki allt að átta þúsund manns í sæti. Ella var sögð hætta á því að íslendingar glötuðu réttinum til að halda keppnina. Niðurstaðan var þó sú að byggt var við Laugardalshöllina og gerðar endurbætur á henni og íþróttahúsnæði á Akureyri. Þær framkvæmd- ir dugðu fyllilega til að hægt væri að halda keppnina. Árangur íslenzka liðsins í þessari heimsmeistara- keppni var ekki í samræmi við þ~ær vonir, sem menn höfðu gert sér og kannski má segja, að hafi verið byggðar upp af forystumönnum handknattleiksíþrótt- arinnar og fjölmiðlum. Það er að vísu ekkert nýtt, að íslenzkum íþróttamönnum sé spáð meiri árangri í al- þjóðlegri keppni en efni standa til. Spurning er, hvort nokkrum er greiði gerður með því að byggja upp slík- ar væntingar. Varla leikmönnunum sjálfum. Hvað sem því líður er það heiður fyrir ísland að hafa haldið þessa heimsmeistarakeppni. Við höfum sýnt, að þótt þjóðin sé fámenn og hafi ekki úr miklu að spila, getur hún staðið fyrir alþjóðlegum viðburði af þessari stærðargráðu. Það er nokkurs virði og ekki óhugsandi að fleira fylgi í kjölfarið, sem skilar meiri tekjum í þjóðarbúið en líklegt er að heimsmeistara- keppnin í handbolta hafi gert. FJÁRHAGSAÐSTOÐ TIL LAUNÞEGA SAMKVÆMT upplýsingum frá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar nutu um fimm þúsund manns aðstoðar hennar á síðasta ári. Mest sláandi við tölur Félagsmálastofnunar er, að nær fjórðungur þeirra, sem njóta fjárhagsaðstoðar, eða 23% styrkþega, eru í fullu starfi eða stopulli vinnu. Þetta eru ótrúlegar tölur og hljóta að leiða hugann að því, hvort laun séu orðin það lág hér á landi, að þau dugi ekki til framfærslu. í hugum flestra er það hlutverk Félagsmálastofnun- ar að aðstoða þá, sem eiga við hvers konar félagsleg vandamál að stríða, sjúklinga, öryrkja, lífeyrisþega og aðra, sem búa við erfiðar aðstæður. Það á ekki að vera hlutverk Félagsmálastofnunar að veita fólki í fullri vinnu fjárhagsaðstoð, nema sérstakar ástæður komi til. Slíkar ástæður virðast nú vera fyrir hendi miðað við upplýsingar stofnunarinnar - lægstu laun duga ekki fyrir framfærslu. Lengi hefur það orð legið á, að fólk misnoti félags- legt styrkjakerfi ríkis og sveitarfélaga. Það kann að vera rétt að einhverju marki. En upplýsingar Félags- málastofnunar benda til þess, að stór hópur launþega komist ekki af á þeim launum sem greidd eru á vinnu- markaði. Slíkt er með öllu óviðunandi. í útvarpsumræð- um á dögunum orðaði Svanfríður Jónasdóttir alþingis- maður þetta svo, að skattgreiðendur niðurgreiði laun fyrirtækja. Að sjálfsögðu er það ekki þeirra hlutverk. * Eyjamenn hrepptu 1. og 2. verðlaun í HUGVISI - hugmyndasamkeppni í vísindum Morgunblaðið/Kristján Egilsson ÞYKKVALURAN reisir sig Iíkt og höggormur áður en hún ræðst á bráðina. Þá myndast hvellt ætishljóð sem ef til vill má nýta við hönnun nýrrar gerðar veiðarfæra. HÓPUR 10 nemenda úr Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum (FV) hreppti bæði 1. og 2. verðlaun í HUGVÍSI - hugmynda- samkeppni ungs fólks í vísindum og tækni. Alls bárust 35 verkefni í keppnina og voru sex þeirra valin til nánari útfærslu. Úrslit voru síðan kunngjörð í Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi á laugardaginn var. Samkeppninni Hugvísi er ætlað að efla hæfni ungs fólks á aldrinum 15-20 ára til að leysa vandamál á nýstárlegan hátt og vinna að nýjung- um og uppfinningum á sviði vísinda eða tækni. Keppnin er hluti af man- nauðsáætlun Evrópusambandsins og þáttur í vaxandi samvinnu skóla og atvinnulífs í Evrópu. Atferli og líffræði loðnunnar Fyrstu verðlaun, að upphæð 100 þúsund krónur, hlaut rannsókna- verkefni nemenda úr Framhaldsskól- anum í Vestmannaeyjum sem fjallaði um atferlj og líffræði loðnunnar við strendur íslands. Tekin voru sýni úr loðnubátum á vertíðinni í vetur og þau rannsökuð. Lifandi loðnur voru einnig færðar í búr á Náttúrugripa- safninu og fylgst þar með atferli þeirra fyrir og eftir hrygningu. At- ferli loðnanna var bæði kvikmyndað og ljósmyndað. Ýmsar niðurstöður komu á óvart, ekki síst það að hrognafjöldi hverrar hrygnu reyndist mun minni en talið var áður. Þá kom í ljós að hrognaprósenta reyndist ekki eins góður mælikvarði og vökvainnihald til að áætla hvort komið var að hrygningu loðnunnar. í rannsóknahópnum úr FV voru Aldís Helga Egilsdóttir, Ármann Fiskur- inn hefur fögur hljóð Ungír vísindamenn voru heiðraðir síðastliðinn laugardag fyrir áhugaverðar rannsóknir og snjallar uppfinningar. Guðni Einarsson var í hófí ÍSAGA hf. í Gerðubergí þar sem úrslit í hugmyndasamkeppninni HUGVÍSI - hug- myndasamkeppni ungs fólks voru kynnt. Höskuldsson, Björn Matthíasson, Emil Hadzic, Gunnar Friðfinnsson, Jóhann Örn Friðsteinsson, Margrét Þorsteinsdóttir, Markús Orri Más- son, Reynír Hjálmarsson og Sighvat- ur Bjarnason. Þau eru 16-19 ára gömul. Ætishljóð þykkvalúru Önnur verðlaun, að upphæð 60 þúsund krónur, komu einnig í hlut hópsins úr Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Verkefnið sneri að rannsókn á ætishljóðum flatfisks- ins þykkvalúru. Lifandi þykkvalúrur voru settar í búr í Náttúrugripasafn- inu og þær sveltar í vikutíma. Þá voru þær fóðraðar á dauðri loðnu og ætishljóðin hljóðrituð. Hljóðin þykja minna á þegar steinum er skellt saman. Þekkingu á ætishljóð- unum má ef til vill nýta við þróun veiðarfæris sem lokkaði þykkvalúrur í gildru. Prófessor Sigmundur Guðbjarna- son, formaður dómnefndar, gat þess að bæði verkefni nemendanna úr Eyjum hefðu fengið aðstöðu í Rann- sóknasetrinu og Náttúrugripasafn- inu í Vestmannaeyjum. Verkefnin hefðu notið mjög virks stuðnings sjó- manna og annarra heimamanna. Óskaði Sigmundur Eyjamönnum öll- um til hamingu með árangurinn. Kristján Egilsson, forstöðumaður Náttúrugripasafnsins, og Gísli Ósk- arsson, kennari og kvikmyndagerð- armaður, veittu nemendunum úr FV bæði ráðgjöf og aðstoð. Frostmoli Anna Sigríður Arnardóttir og Eð- varð Jón Bjarnason, nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík, hrepptu þriðju verðlaun að upphæð 40 þúsund krónur fyrir Frostmola. Molinn sýnir hvort hitastig frystivöru hefur farið yfir æskilegt hitastig eft- ir að geymsluhita var náð. Ef frysti- varan þiðnar breytist liturinn á frost- molanum og helst liturinn þótt varan sé endurfryst. Þetta getur reynst hagnýtt við að tryggja gæði frysti- vöru. Brennisteinn og botnhreinsun Auk þeirra sem hrepptu verð- launasætin voru veitt viðurkenning- arskjöl vegna hinna verkefnanna þriggja sem tóku þátt í undanúrslit- unum. Jón Þ. Einarsson, Jón H. Hallsson og Pálmar I. Guðnason úr Fjölbrautaskóla Suðurlands rannsök- uðu oxunarferli brennisteins í and- rúmslofti og m.a. hvernig súrt regn getur myndast frá háhitasvæðum. ' Verkefnið kölluðu þeir Súlfíð-Súlfat. Soffía H. Björnsdóttir úr Mennta- skólanum í Reykjavík kallaði sitt verkefni Poseidon. Hún hannaði tæki til að botnhreinsa skip án þess að þau þurfi að taka á land. Jón Á. Guðmundsson úr Folda- skóla var með verkefnið Plöntur til Mars. Þar velti hann því fyrir sér hvað hann þyrfti margar plöntur til að fullnægja súrefnisþörf sinni í ímyndaðri geimferð til Mars og aftur til jarðar. Frumraun íslendinga Sigurvegararnir munu taka þátt í samkeppni Evrópusambandsins fyrir unga vísindamenn sem haldin verður í haust í Newcastle á Englandi. Það verður frumraun ungra íslenskra vís- indamanna á þeim vettvangi. ESB greiðir ferðir og uppihald þátttak- enda. Það voru ÍSAGA hf., menntamála- ráðuneytið og Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur sem gengust fyrir keppninni hérlendis að þessu sinni í samvinnu við fagfélög á sviði vísinda og tækni. ÍSAGA hf. var kostunarað- ili og lagði til verðlaunafé og rann- sóknastyrki til þátttakenda auk ýmiss annars kostnaðar. Einnig veitti menntamálaráðuneytið keppninni íjárhagslegan stuðning. Sigmundur Guðbjamason, formaður dómnefndar, sagði það ánægjulegt að sjá hvernig þessi samkeppni leitaðist við að vekja og virkja sköpunargleði og ímyndun- arafl keppenda, framtakssemi og framlega hugsun. Hann þakkaði þeim sem veittu keppendum aðstoð, svo og þeim sem störfuðu við framkvæmd keppninnar. Umsjón með keppninni höfðu menntaskólakennararnir Björn Búi Jónsson og Georg Douglas.’ Dóm- nefndina skipuðu prófessor Sig- mundur Guðbjarnason formaður, Geir Þórarinn Zoega tæknilegur framkvæmdastjóri ÍSAGA hf., dr. Kristinn Andersen verkfræðingur, dr. Grétar ívarsson jarðfræðingur, Páll Theódórsson eðlisfræðingur, prófessor Guðmundur Eggertsson, Skarphéðinn Pálmason raungreina- kennari, prófessor Þorsteinn Ingi Sigfússon og Guðrún Þórsdóttir, sem einnig var ritari dómnefndar. Morgunblaðið/Kristján Egilsson LOÐNUHRYGNUR bera mun færri hrogn en áöur var talið. Myndin er af loðnum sem rannsakaðar voru í Náttúrugripasafni Vestmannaeyja. Morgunblaðið/Kristinn FORSVARSMENN Hugvísis ásamt ungum vísindamönnum sem tóku við verðlaunum í Hugvísi. F.v.: Geir Þórarinn Zoega, tæknilegur framkvæmdastjóri ÍSAGA hf. sem var kostunaraðili keppn- innar, Emil Hadzic, Eðvard Jón Bjarnason, Anna Sigríður Arnardóttir, Björn Matthíasson, Jóhann Örn Friðsteinsson, Gunnar Friðfinnsson, Aldís Helga Egilsdóttir, Ármann Höskuldsson, Margrét Þorsteinsdóttir, Reynir Hjálmarsson, prófessor Sigmundur Guðbjarnason, formaður dómnefndar. Annað bindi minninga Margaret Thatcher MARGARET Thatcher flytur ræðu í þinginu 22. nóvember 1990, daginn sem hún sagði af sér emb- ætti flokkleiðtoga og forsætisráðherra. Hægra megin sést brosleitur John Major sem sigraði þá Micha- el Heseltine og Douglas Hurd í baráttunni um leiðtogaembættið og naut til þess stuðnings Thatcher. Major sakaður um svik og ráðleysi MARGARET Thatcher, fyrrverandi forsætisráð- herra og flokksleiðtogi íhaldsmanna í Bret- landi, gagnrýnir harkalega eft- irmann sinn, John Major, í öðra bindi æviminninga sinna er nefnist Leiðin til valda. Sunday Times birti útdrátt úr bókinni um helgina en hún kemur út í næsta mánuði. Blað- ið gaf í skyn að Thatcher hvetti til þess að einhver byði sig fram gegn Major en í yfirlýsingu frá skrifstofu hennar í gær var bent á að þar væri um augljósa rangtúlkun á ummælum í bókinni að ræða. Skrifstofa Thatcher sendi frá sér yfirlýsingu þar sem því er mótmælt að Thatcher hvetji til mótframboðs gegn Major; ummæli Thatcher hafi verið rifín úr samhengi. í bókinni segi: „Á næstu blaðsíðum, - í um- fjöllun um Evrópu, alþjóðamál í víð- ara samhengi, félagsmál og efna- hagsmál - segi ég frá hugleiðingum mínum um leiðir til að gera betur í þessum efnum. Á hinn bóginn verða nú aðrir að hrinda þessum aðgerðum í framkvæmd.“ Síðasta setningin var birt í Sunday Times, eftir að gagnrýni Thatcher á stefnu og störf Majors hafði verið rakin og þannig látið að því liggja að Thatcher væri að hvetja til uppreisnar gegn Major. Thatcher sakar í bókinni Major um svik við hugsjónir og hefðbund- in gildi íhaldsmanna og segir hann skorta markvissa stefnu. Hún segir að Bretland sé á „hraðri leið í ranga átt“ í málefnum laga og reglu og hvetur til þess að fé til velferðar- mála verði fremur notað til baráttu við glæpafárið. „Valdið úr landi“ Leiðtoginn fyrrverandi vill að Major taka skelegga og ótvíræða afstöðu í Evrópumálunum, hann beiti sér gegn sameiginlegri mynt fyrir sambandið. Hún segir stefnu Majors í þessum málum einkennast Enn valda æviminningar . Margaret Thatcher úlfúð meðal breskra íhalds- manna. Hún gagnrýnir m.a. John Major forsæt- isráðherra fyrir undan- látssemi gagnvart Brusselvaldinu og telur ríkisstjórn hans reyna að blekkja breskan almenning. af „málamiðlunum, vandanum er sópað undir teppið, beðið með að taka á þessu í von um að breska þjóðin taki ekki eftir því sem er verið að gera við hana, hvernig smám saman er verið að flytja vald- ið úr landi.“ Margir minnast þess að Thatcher þurfti sem leiðtogi að kljást við and- róður Edwards Heaths, sem hún velti af leiðtogastóli á sínum tíma, segja að hún sé að reyna að leika sama leikinn við sinn eftirmann. Þessu vísar hún eindregið á bug. Verja Major Kenneth Clarke fjármálaráðherra varði Major. Ráðherrann taldi leið- togann fyrrverandi ekki segja fylli- lega satt og rétt frá Iiðnum atburð- um, hún lagaði sannleikann svolítið til. Betra væri fyrir íhaldsmenn að beijast við Verkmannaflokkinn en innbyrðis. Clarke sagði að mörg vandamál Ihaldsflokksins sem nú þyrfti að leysa hefðu orðið til á valdaskeiði Thatcher. „Undirrót kreppunnar, sem skall á í öllum vestrænum lönd- um, var röng stefna í peningamál- um. Þetta gerðist þegar Margaret var við völd,“ sagði hann í viðtali við RBC-sjónvarpið. Michael Heseltine iðnaðarráð- herra sagði að þegar Thatcher hefði orðið að víkja úr leiðtogastól 1990 hefði hún verið mjög óvinsæl og allt stefnt í kosningaósigur íhalds- flokksins. Fleiri ráðamenn flokksins tóku upp hanskann fyrir Major og sögðu hann hafa tekið við klofnum flokki og slæmum efnahag. Fyrrver- andi ritari Thatcher á þingi, Sir Archie Hamilton, sagði: „Hún hefur megnið af ferlinum haldið á lofti þeirri ágætu reglu að fyrrverandi forsætisráðherrar gagnrýni ekki arftaka sína og ég hygg að það hefði verið gott ef hún hefði fylgt henni í bókinni." Sjálfur hefur Major ekki tjáð sig um skoðanir Thatcher í bókinni en heimildarmenn í fiokknum sögðu hann hafa reiðst mjög þessari at- lögu. „Tímasetningin [á gagnrýn- inni] hefði aldrei getað verið góð en þessi var afar slæm;“ sagði ónefnd- ur heimildarmaður. Ihaldsflokkurinn hefur um langt skeið staðið mjög illa í skoðanakönnunum og tapað hverjum aukakosningunum á fætur öðrum; nýjasta áfallið var afhroð í sveitarstjórnakosningum. Gagnrýni Thateher á Major og einkum Evrópustefnuna er talin verða vatn á myllu íhaldsandstæð- inga aukinnar Evrópusamvinnu en ekki er ljóst hve mikil áhrifin verða. Fyrstu viðbrögð meðal öflugustu Evrópuandstæðinganna voru var- kár. Michael Portillo atvinnumála- ráðherra, sem er eftirlæti skoðana- bræðra Thatcher í flokknum, gerði lítið úr deilunni. Hann sagðist ekki trúa því að Thatcher væri í reynd að gagnrýna leiðtogahæfileika Maj- ors. En Portillo bætti við lítt dulbú- inni gagnrýni á forystu hæfileika Majors. „Hún [Thatcher] hefur hæfileikann til að sjá hlutina með augum almennings, vita hvað fólk er að hugsa.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.