Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Stefán Rafn Þórðarson fæddist í Hafnar- firði 27. júní 1924. Hann lést í Borgar- spítalanum 14. maí siðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðbjörg Elísabeth Einarsdóttir og Þórður Stefán Flygenring. Eftir- lifandi eiginkona Stefáns er Guðrún Sigurmannsdóttir. Þau eignuðust sex börn, en eitt þeirra, Guðbjörg Elísabeth, f. 1953, lést 1956. Eftirlifandi börn þeirra eru Sigurmann Rafn, f. 1950, kvæntur Lóu Sigrúnu Leósdóttur; Einar Rafn, f. 1952, kvæntur Lenu Stefánsson; Haf- dís Stefánsdóttir, f. 1957, gift Eiði Arnarsyni; Þórður Rafn, f. 1958, kvæntur Guðbjörgu Hjálmarsdóttur; Stefán Rafn, f. 1964, sambýliskona hans er Kristrún Birgisdóttir. Barna- börn Stefáns eru átta. Hann tók LÁTINN ER félagi okkar og vinur Stefán Rafn Þórðarson húsgagna- smíðameistari. Stefán var einn af forvígismönnum iðnaðarmanna í Hafnarfirði sem stóðu að stofnun Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfírði árið 1968. Stefán vann ötullega að stofnun félagsins og valdist hann síðan til að gegna for- mennsku í því. Var hann formaður fyrstu 11 árin en dró sig í hlé vegna veikinda, en kom síðan aftur og gegndi þá formennsku í tvö ár er hann lét af formennsku. Stefán Rafn var því frumkvöðull að mótun starfshátta félagsins og býr félagið enn að þeim góða grunni sem þar var lagður. Stefán vann að mörgum og margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir meistara í Hafnarfirði og raun- ar á landinu. Hann sat í sambands- stjórn Landsambands iðnaðar- manna, átti sæti í stjórn Meistara- sambands byggingarmanna fyrir félagið. Auk þess sat hann í stjórn Lífeyrissjóðs byggingariðnaðar- manna frá stofnun og allt til 1987 eða 17 ár er hann lét af starfí. virkan þátt í félags- málum í Hafnar- firði og gegndi þar ýmsum trúnaðar- störfum. Má þar m.a. nefna íþrótta- hreyfinguna, Lions- hreyfinguna og samtök iðnaðar- manna. Stefán Rafn sat einnig í bæjar- sljórn, í stjórnum ýmissa fyrirtækja og stofnana bæjar- ins og hafði umsjón með margháttuðum byggingarfram- kvæmdum á vegum þeirra. Hann rak um árabil eigið fyrir- tæki, Húsgagnaverslun Hafnar- fjarðar, ásamt félaga sínum, Jónasi Hallgrímssyni, sem lést 1984. Þeir komu víða við í rekstri sínum, smíðuðu hús- gögn og hvers konar innrétt- ingar, önnuðust veitingarekst- ur auk margs annars. Útför Stefáns Rafns fer fram frá Víðistaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hann starfaði í samninganefndum og átti einnig sæti á Iðnþingi Íslend- inga fyrir hönd félagsins. Þrátt fýrir að hann léti af afskipt- um af félagsmálum, þá rofnuðu aldrei tengsl hans við félagið og gerði hann sér oft ferð á skrifstof- una til að ræða málin og fylgjast með auk þess sem hann sótti flesta fundi félagsins. Stefán var kjörinn heiðursfélagi Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði árið 1992, var hann vel að þeirri sæmd kominn eftir mikið og áralangt starf að málefnum iðn- meistara. Stefán Rafn og Jónas Hallgríms- son ráku um árabil umsvifamikla byggingarstarfsemi auk þess sem þeir félagar ráku húsgagnaverslun og verksmiðju. Stefán var maður framkvæmda og athafna. Af því tilefni var oft leitað til hans með byggingarstjórn þar sem samræma þurfti vinnu iðnaðarmánna og koma hlutum áfram. Þar nutu sín vel þeir mannkostir Stefáns að drífa hluti áfram, jafna ágreining auk þess sem hann átti mjög gott með að ná til fólks með persónuleika sínum og ákveðni. Stefán var góður félagi og jafnan léttur í lund. Um leið og við vottum eiginkonu og börnum samúð okkar viljum við þakka samstarf og samfylgd. F.h. Meistarafélags iðnaðar- manna í Hafnarfírði, Magnús Jóhannsson formaður, Atli Ólafsson framkvæmdaslj. Þegar ég kom af sjónum mánu- daginn 15. maí sl. voru mér sögð þau tíðindi að Stefán Rafn í Hafnar- firði væri látinn. Við þessa frétt flugu skyndilega um huga minn margar góðar minningar, er ég hafði átt með Stefáni og fjölskyldu. Nú er horfinn af sjónarsviðinu einn besti maður er ég hef kynnst. Um leið og ég kveð Stefán Rafn þakka ég honum innilega fyrir allt er hann hefur gert fyrir mig, en sérstaklega þakka ég honum fyrir að hafa verið einstaklega góður afí sonar míns. Dúnu og öllum ættingjum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Valgeir Asgeirsson. Kveðja frá Haukum í dag kveðjum við Haukamenn einn af okkar ágætustu félögum og fyrrum formann félagsins, Stef- án Rafn Þórðarson. Á aðalfundi Hauka í lok sl. árs var Stefán Rafn sérstaklega heiðraður í tilefni af 70 ára afmæli sínu þá fyrr á árinu, fyrir hans mfkla framlag til upp- byggingar félagsins og þá ekki síst hlut hans í þeim merka áfanga að Haukar eignuðust í fyrsta sinn þak yfír höfuðið fyrir rúmum tveimur áratugum. Það lýsir best eiginleikum og dugnaði Stefáns Rafns, að þegar ákveðið var að taka til hendinni og drífa hlutina áfram, þá þótti enginn sjálfsagðari til verkstjórnar. Hauka- menn þekktu það frá fyrri verkum Stefáns Rafns, að hann myndi aldr- ei gefast upp þó á móti blési. Ekki þurfti að beita hann neinum for- tölum til að taka að sér forystu í félaginu á vordögum 1974, enda vissi Stefán Rafn mætavel hvert verkefnið var og hann var meira en reiðubúinn til að takast á við það. „Ég gerði mér ljóst að reynsla mín af byggingarmálum vó þyngst á metaskálunum, því að félagið var STEFÁN RAFN ÞÓRÐARSON + Viðar Loftsson fæddist á Akur-: eyri 5. júní 1942. Hann lést 13. maí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Ásthildar Guð- laugsdóttur, f. 21.2. 1915 og Lofts Ein- arssonar, f. 3.9. 1916. Loftur lést 12.4. 1982. Systkini Viðars eru: 1) Sig- ríður, f. 23.9. 1943, búsett í Honduras ásamt manni sínum, Einari Sveinssyni. Þau eiga eina dóttur, Asthildi. 2) Þórhildur, f. 12. 5. 1947, búsett í Borgarnesi. Hennar maður er Jóhann Kjartansson, f. 3.1. 1948. Þau eiga þijú börn, Einar, Guðrúnu og Jóhann ÞEGAR MÉR barst sú frétt að Við- ar væri látinn liðu fram í hugann minningar um góðan vin sem ómeð- vitað bar með sér gleði og birtu, hvar sem hann fór. Snemma lágu leiðir okkar saman þó ég ætti þá heima í Stykkishólmi. Það var sam- eiginlegur áhugi okkar á djasstón- list og hljóðfæraleik sem leiddi til kynna okkar fagurt vorkvöld í Reykjavík, þar sem við höfðum set- Gunnar. 3) Guðlaug- ur, f. 28.8. 1948, bú- settur í Reykjavík. Börn hans eru Sig- urður Freyr og Ást- hildur. 4) Einar, f. 7.2. 1954. Kona hans er Thelma Ólafs- dóttir, f. 14.3. 1955, búsett i Reykjavík. Börn þeirra eru Trausti, Dagný og Elva Eir. Viðar kvæntist Hjördísi Karlsdóttur frá Borgarnesi árið 1964. Börn þeirra eru Loftur, f. 4.7. 1964, og Þór- dís, f. 17.1. 1966. Viðar og Hjör- dis slitu samvistum. Útför Viðars hefur farið fram í kyrrþey. ið hlið við hlið á tóníeikum í Austur- bæjarbíói, sem þá var aðal tónleika- höll höfuðborgarinnar. Nokkru síðar birtist Viðar í Stykkishólmi. Hann var í atvinnu- leit og fór á sjóinn. Þá þegar var hann orðinn afburða trommuleik- ari, sem bar með sér ferskan straum vestur yfir fjallgarðinn. Allar stund- ir sem gáfust, flest kvöld og fram á nætur var rætt um tónlist og spilað saman þegar tök voru á. Eina menningarreisu fórum við saman til Reykjavíkur á þessum tíma. Það voru hljómplötu- og fata- verslanir sem við þuiftum að heim- sækja og þessa daga hugsuðum við ekki mikið um annað en plötur og föt og að sjálfsögðu hitt kynið líka. Og við létum okkur ekki muna um það að fara þijú kvöld í röð í Þórs- kaffi, en þá voru líka allir peningar búnir og okkar beið ekkert annað en fyrsta rútuferð vestur með til- heyrandi barningi og holuskaki í hartnær átta klukkustundir. Nokkru síðar stofnuðum við hljóm- sveit með öðrum góðum félögum í Borgamesi og fórum víða. Alltaf var Viðar sami góði félaginn og þegar kröfur um gömlu dansana gerðust háværar í dansleikjum og Ölsarar og Sandarar hótuðu okkur lífláti ella þá var það hlutskipti Við- ars að draga fram harmonikkuna svo halda mætti friðinn. Þar kom að leiðir skildu. Viðar fluttist tii útlanda, þar sem hann dvaldi lengi. Lífið er stutt. Þegar minnst varir er sá tími sem okkur var ætlaður útrunninn. Ár og dagar eru að baki og koma al.drei aftur. Sumt fólk er svo lánsamt að það getur ávallt glatt aðra, þó lífið fari ekki alltaf mjúkum höndum um það sjálft. Þannig var Viðar. Þó hann sé nú horfínn sjónum vina og vanda- manna þá lifir hann enn, ekki síst í huga og hjörtum þeirra sem kynnt- ust honum. Aldraðri móður, systkinum og börnum haps sendi ég bestu kveðjur. Ólafur Steinþórsson. VIÐAR LOFTSSON nú að takast á við stærsta verkefni sitt, Haukahúsið, og takmark stjómarinnar var að koma því upp á næstu tveimur árum,“ má lesa eftir Stefáni Rafni í Haukabókinni. Allt gekk eftir eins og fyrir var lagt og á 45 ára afmæli félagsins vorið 1976 var félagsheimilið við Flatahraun tekið í notkun og íþróttasalurinn í gamla fiskverkun- arhúsinu ári síðar. í fyrsta sinn í hartnær 50 ára sögu sinni var félag- ið búið að eignast sitt eigið hús- næði, og það var ekki síst að þakka framtaki og ákveðni Stefáns Rafns og annarra forystumanna Hauka á þessum tíma. Stefán Rafn gegndi formennsku í Haukum fram til ársins 1978 og sat áfram í stjórn sem gjaldkeri til ársins 1981. Hann var ávallt reiðu- búinn að koma til aðstoðar og ráð- gjafar þegar á þurfti að halda og það var gott að geta leitað í smiðju til Stefáns Rafns þegar Haukar byijuðu að undirbúa skipulag að sínu nýja íþrótta- og útivistarsvæði á Ásvöllum. Það er margs að minnast og margt að þakka nú á kveðjustund. Við Haukafélagar minnumst góðs félaga sem var öðrum betri í því að drífa hlutina áfram. Þar höfum við svo sannarlega góðu fordæmi að fylgja við frekari uppbyggingu félagsins á komandi árum. Eigin- konu, bömum og öðrum ættingjum sendum við hugheilar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Stef- áns Rafns. Lúðvík Geirsson, formaður Hauka. Tengdafaðir minn, Stefán Rafn Þórðarson, er látinn eftir stutta sjúkrahúslegu. Með fáeinum orðum vil ég minnast Stefáns, sem ég á mjög ljúfar minningar um þá tvo áratugi sem ég þekkti hann. Stefán bar ætíð höfuðið hátt þótt líkamlegt þrek væri farið að gefa sig. í hans huga var það ekki til- efni til að kveinka sér. Allur barlóm- ur var honum fjarri skapi, sama hvað hann gekk í gegnum. Söknuðurinn við fráfall hans er sár, ekki síst hjá bamabömunum, því þau skipuðu stóran sess hjá hon- um. Hann var einstaklega bamgóður og hafði gaman af smellnum tilsvör- um þeirra, og leyndi hann ekki sínu stolti þar. Læddi afi oft litlum lófa í hönd sér og gekk í annað herbergi til að ræða málin við þau ein og sér. Stefán var tryggur sínum bæ. Hann var Hafnfírðingur eins og þeir gerast bestir. Að fá sér bíltúr daglega, keyra um bæinn, kíkja á bryggjuna, sjá hvaða skip lægju inni, ræða málin við kunningja var mikils virði. Ég á góðar minningar um góðan tengdaföður og vin. Hans skarð verður erfitt að fylla og er mikill sjónarsviptir að honum. En það er bjart yfir minningunum og þær geymum við. Hafi hann þökk fyrir allt. Blessuð sé minning um góðan mann. Lóa. Mig langar með örfáum orðum að minnast tengdaföður míns Stef- áns Rafns Þórðarsonar. Þó einhvern hafi eflaust grunað í hvað stefndi í veikindum hans, held ég að flest okkar hafi búist við því að hann næði sér. Hann var alltaf svo dug- legur þrátt fyrir veikindi sín og aldr- ei kvartaði hann, heldur sló frekar á Iétta strengi. Hann var ósérhlífínn maður sem við sem nálægt honum stóðum bárum mikla virðingu fyrir. Mikið hafði hann gaman af bama- börnunum sínum og fylgdist vel með þeim. Ósjaldan gerði hann sér ferð til þeirra á laugar- eða sunnu- dagsmorgni með gotterí í poka. Oftar en ekki þegar við vorum í heimsókn á Smyrlahrauninu með yngsta barnabarnið hans, Birgi Rafn, þurftum við að hafa sérstak- ar gætur á að hann laumaði ekki einhveiju góðgæti eða jafnvel sopa af kóki í hann. Honum fannst við foreldramir nú vera óþarflega ströng hvað þetta snerti þó bamið væri ekki orðið eins árs. Ófáar ferð- imar fór hann með litla snáðann á handlegg niður í kjallara til að skoða afa-dót. Elsku Dúna, missir þinn er mik- ill og bið ég góðan guð að vera með þér í sorg þinni. Við sem eftir stöndum verðum að varðveita hlýjar minningar um mann sem var okkur öllum svo kær. Elsku Stebbi, ég þakka þér fyrir allt og allt. Blessuð sé minning þín. Ottinn við dauðann er eins og ótti smala- drengsins við konung, sem vill slá hann til riddara. Er smalinn ekki glaður í hjarta sínu þrátt fyrir ótta sinn við að bera merki kon- ungsins? Og fínnur hann þó ekki mest til óttans? Því að hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlaus- um öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinnar, mun þekkja hinn volduga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja Qallgönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn. (Kahlil Gibran) Kristrún. REYNIR ALFREÐ SVEINSSON + Reynir Alfreð Sveinsson var fæddur á Eskifirði 3. júlí 1916. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 11. maí síðast- liðinn og var jarðsunginn frá Bústaðakirkju 18. maí. REYNIR Alfreð Sveinsson starfaði að ræktun íslenskra skóga í rúm fjörutíu ár. Með starfi sínu fyrir Skógræktarfélag Reykjavíkur átti hann dijúgan þátt í því að skapa hlýlega skógi vaxna ásýnd úr hin- um nauðbeittu og uppblásnu holum og melum höfuðborgarsvæðisins og skapa þar eitt stærsta samfellda skóglendi landsins. Reynir hafði hlotið litla skólamenntun en þeim mun meira lærði hann af lífinu. Hann vann langan vinnudag, oft á kvöldin, einnig um helgar og alltaf erfiðisvinnu. Með konu sinni ól hann upp níu böm. Þar sem hann eyddi fleiri vökustundum í vinn- unni á heimili sínu fór ekki hjá því að Reynir tæki að sér að ala upp margan ungan svein og snót úr hópi vinnufélaga, því hann var uppalandi af guðs náð. Grænjaxlar voru oft settir til vinnu með Reyni, til þess að læra undirstöðuatriðin í skógrækt. Tókst í fjölda tilvika að vekja í bijóstum þeirra skóg- ræktarhugsjón, og örva jákvæða gagnrýni og sjálfstæða hugsun, sem við, sem þetta skrifum, búum að enn í dag. Heimspekingur á borð við hann sér oft óvæntar hlið- ar á málum, fær félaga sína til að nota heilann og gerir viðfangsefnin áhugaverð. Það er tæpast tilviljun, að sveit þeirra sem gert hafa skóg- rækt að ævistarfi sínu er í dag þéttskipuð okkur sem í upphafi nutum handleiðslu Reynis sem unglingar í sumarvinnu. Við þökk- um honum ekki aðeins kennslu og hvatningu. Við þökkum honum einnig spaugsemi og neftóbak. Öll- um þótti okkur vænt um hann, enda var hann okkur sem besti faðir. Aðalsteinn Sigurgeirsson, Auður Jónsdóttir, Bára Guðjónsdóttir, Bogi Franz- son, Helgi Gíslason, Jón Kr. Arnarson, Jón Loftsson, Kristinn H. Þorsteinsson, Sigurður Skúlason, Sig- valdi Ásgeirsson, Þórarinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.