Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 35 ÓLAFUR ÓSKARSSON + Ólafur Ottesen Óskarsson fæddist í Reykjavík 18. ágúst 1922. Hann lést hinn 15. maí síðastliðinn á Borgarspítalanum. Foreldrar hans voru Guðnin Ólafs- dóttir og Óskar Ge- org Halldórsson út- gerðarmaður. Al- systkini hans voru sjö. l)Guðný, f. 27.4. 1916, d. 23.5. 1922. 2) Óskar Theodór, f. 22.2.1918, d. sept- ember 1941. 3) Þóra, f. 25.12. 1919, maki var Þorsteinn Egils- son, d. 3.6. 1987. 4) Guðný, f. 15.8. 1921, d. 5.11. 1993, maki Gunnar Halldórsson, d. 2.6. 1973. 5) Guðríður Erna, f. 10.1. 1924, maki var Jón S. Ólafsson, d. 5.8. 1984. 6) Halldóra, f. 27.2. 1925, d. 30.10. 1993, var gift Melvil Water, þau skildu. Giftist síðar Einar Sigurðssyni, d. 29.9. 1994. 7) Guðrún (Hamely), f. 8.2. 1930, maki var Milutin Kojic, d. 19.11. 1990. Hálfsystk- inin voru tvö samfeðra, Harald Gunnarsson, f. 6.6.1921, og Ema, f. 8.8. 1925. Ólafur kvæntist 26. apríl 1947 Hönnu Kristínu Gísladóttur, f. 1.12. 1924, d. 12.10. 1985. Foreldrar hennar voru Gísli Guð- mundsson úr Hafn- arfírði og kona hans Anna Hannesdóttir. Böm þeirra era: Gísli Már, maki Að- albjörg Áskelsdótt- ir; Gunnar _ Om, maki Anna Wolfram; Óskar Hrafn, maki HaUbera Stella Leifsdóttir; Kjartan Þröstur, maki Margrét Ingimundardótt- ir; Guðrún, sambýlismaður Sig- urður Pétursson. Barnabörnin em 24, bamabamabömin em þijú á lífí, en eitt látið. Ólafur bjó lengst af i Engi- hlíð 7, en síðustu árin í Miðleiti 5. Sambýliskona hans var Helga Gísladóttir. Ólafur verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin kl. 15.00. ÞAÐ ER víst óhætt að segja að skjótt skipast veður í lofti í þessum heimi og víst er að það er dimmt yfir hjörtum okkar þessa dagana því hann afi er búinn að kveðja okkur. Sem betur fer erum við svo heppin að eiga minninguna eftir, minninguna um yndislegan, hjarta- hlýjan mann sem hafði sérstakt lag á að koma okkur öllum í gott skap og til að hlæja. Við eigum öll okkar sérstöku minningabrot sem skjótast fram um leið og hugurinn hvarflar til afa, t.d. þegar afi hleypti páfagauknum okkar út á gamlárskvöld og leyfði honum að sitja á öxl sér fram á nýtt ár, þegar afi hélt ræðu í brúð- kaupinu hennar Hönnu Kristínar og til að fá þögn sló hann svo fast í glasið sitt að það brotnaði, eða þeg- ar hann setti myndina af Rögnu inn i hattinn sinn svo hann gæti haft hana fyrir augum sér, alltaf þegar hann tæki ofan. Já, afi var litrík persóna sem markaði spor sín í æviveg okkar allra og við söknum hans svo sannarlega. Elsku afi, við eigum víst aldrei framar eftir að lyfta glasi með þér á gamlárskvöld og skála fyrir nýju ári en við vitum að þú verður ein- HALLDOR EINARSSON + Halldór Einars- son, Teiga- gerði, Reyðarfirði, var fæddur 20. marz 1931. Hann lést á Reyðarfirði 14. mai síðastliðinn. Foreldrar hans vom hjónin Sigríð- ur Einarsdóttir og Einar Halldórsson bóndi í Teigagerði, en bæði eru látin. Systir hans er Sig- urbjörg, húsmóðir Teigagerði og er hennar sonur Ein- ar, en þau þijú áttu heimili saman. Halldór stundaði sjó- mennsku, búskap og verka- mannavinnu um dagana. Útför hans verður gerð frá Reyðarfjarðarkirkju í dag. OFT KVEÐUR dauðinn svo snögg- lega dyra að í andrá snöggri er sá allur er áður virtist í fullu fjöri. Svo fór að þessu sinni. Traustur og trú- fastur sonur heimabyggðar minnar hefur fengið sína hinztu heimsókn. Þess er ekki kemur aftur, missir aldrei marks. Staðfastur og dyggur vann hann sín störf fram á síðustu stund, vel verkhagur við hvaðeina, þrek hans löngum mikið, enda Hall- dór mætavel að manni. Halldór í Teigagerði er horfínn okkur og heimabyggð mín hug- þekkum og horskum dreng fátæk- ari. Halldór gekk ekki um með gný og látum, hann var maður hljóðlát- ur alla jafna en fastlyndur um leið, alúðlegt viðmót með ívafi glettni einkenndi hann alla tíð. Hann unni heimabyggðinni og undi þar ævitíð, vann hin ýmsu störf til sjós og lands, var einkum á yngri árum til sjós, stundaði búskap á föð- urleifð sinni, vann ýmislegt þar er til féll. Nú um stundir hjá SR-mjöli þar sem hinzta kallið kom. Hann var laginn verkmaður, viðgerðar- maður góður og hefði sómt sér vel sem bif- vélavirki, svo mjög sem hann eijaði löngum á þeim vettvangi, gerði gamla bíla upp sem nýir væru. Mér eru einnig minnisstæð lögreglustörf hans á samkomum heima á síldarárunum. Þar var hvergi um ráð fram rasað. Þegar þessi stóri, þreklegi maður nálgaðist ófriðarseggi í eijum sín- um með fumlausri hægð en festu fór að fara um marga sem annars þóttust menn með mönnum og for- tölur hans dugðu undravel þeim óeirðasömu, jafnvel svo að í lokin var unnt að slá á létta strengi. En hann var líka ákveðinn og snöggur ef engu tauti var við menn komið, en það var afar sjaldgæft. Hann var friðarstillir fyrst og síð- ast, fylgdi fortölum sínum gjaman eftir með því að leggja sinn öfluga hramm hlýlega á öxl þeirra sem áður slógust sem óðir og ég veit að menn fundu glöggt að á bak við sló heitt hjarta, að hann vildi þeim fyrst og fremst vel. Þetta einkenndi í raun allan ævi- feril Halldórs. Rólegur og jafnlynd- ur, vingjarnlegur í viðmóti, skap- festan duldist þó engum, en brosið MIIMNIIUGAR hvers staðar nærri okkur með ömmu þér við hlið og því munum við næsta gamlárskvöld drekka ykkar skál. Elsku Helga okkar, þinn missir er mikill ekki síður en okkar hinna og viljum við votta þér samúð okkar. Systkinin Melási 3. Maður fyllist sorg og dapurleika, þegar kær samferðarmaður hverfur af sjónarsviðinu. Nú þegar Óli Ósk- ars er allur,_ þyrmir yfir mann sökn- uður, því Öli var einskær boðberi gleði, kátínu og bjartsýni - lyndisein- kunna, sem ekki em öllum gefnar - en, sem Óli bjó að öðmm mönnum fremur. í raun má segja, að hvar sem hann kom í hóp manna, hafi hann breytt andrúmsl'oftinu á augabragði, hlátrasköll gullu við og gleðin sat í fyrirrúmi. Já, hann Óli var engum líkur, einkar opinskár og hreinskilinn og kom manni sýknt og heilagt að óvömm í orðum sínum og æði. Óli var yngri sonur í sjö barna hópi þeirra Guðrúnar Ólafsdóttur og Óskars Halldórssonar útgerðar- manns, einhvers litríkasta atvinnu- rekanda íslands á fyrri helmingi þessarar aldar, manns, sem mesti skáldjöfur þjóðarinnar gerði að yrk- isefni í einni bóka sinna. Óli fæddist 18. ágúst 1922 (af- mælisdegi Reykjavíkur) og sagði gjaman frá því, að hvorki hann né pabbi hans hefðu þurft að spandera í flaggstöng, „því það er alltaf flagg- að fyrir mér, líka fyrir pabba (Ósk- ar var fæddur 17. júní) og svo fyrir henni Hönnu minni (Hanna var fædd 1. desember)“. Þrátt fyrir hin miklu umsvif föður síns, fæddist Óli ekki með silfur- skeið í munni. Fremur má segja, að Óli, eins og margur sonur þekktra manna, hafi staðið í skugga föður síns lengi framan af, en það vom töggur í strák, eins og síðar átti eftir að koma í ljós. Um miðbik ald- arinnar byrjar Óli að hasla sér völl, fyrst í margvíslegri vinnslu sjávar- fangs en hægt og bítandi efldi hann umsvif sín og reis hæst í athöfnum sínum á tímabilinu um og eftir 1960, sem einhver öflugasti síldarsaltandi Iandsins. Þegar svo sfldin hvarf sneri í augunum gaf til kynna að nú væri glettnin á næsta leiti. Að honum stóðu styrkir stofnar trúmennsku, þolgæðis og sterkrar skapgerðar og ættarfylgjur þær voru honum trúar allt til hinztu tíð- ar. Halldór var í senn einfari nokk- ur en þó félagsvera um leið, kunni vel að gleðjast með góðum vinum, en undi sér einnig vel einn með sjálf- um_ sér. Ég fékk nokkuð að skyggnast inn í hugskot hans, er við, hittumst á síðkvöldum heima hjá þeim frænd- um mínum, Gísla heitnum í Brekku og Þóri syni hans. Þá kom það vel í ljós hve hann las mikið af margvís- legu efni, hve góð skil hann kunni á mörgu og fylgdist með þjóðlífs- væringum af athygli og áhuga, þar sem hann tók gjarnan sína ein- dregnu afstöðu. Og þá kynntist ég bezt þeirri kímni hans sem var sér- stæð en grómlaus um leið og orð- heppinn var hann, traustur í allri frásögn sinni og fór hvergi með fleipur. Heill í hverri gerð var Hall- dór, lét hvergi hlut sinn en sann- gimi átti hann ríka. Halldór eignaðist aldrei lífsföru- naut, en hann var foreldmm sínum sonur góður, systur sinni og syni hennar sömuleiðis mætur bróðir og frændi, en með Einari systursyni hans og honum samband mjög gott. Einn af öðrum kveðja þeir nú sem ég átti áður með ágæta samfylgd og þeirra minnzt með þökk í sinni og söknuð í huga. Halldór í Teigagerði er kært kvaddur af okkur sveitungum hans, til hans báru allir hlýjan hug er honum fengu að kynnast. Ég þakka samfylgd allt frá skólaárum í bamaskóla, samskipti góð er bám góðum dreng verðugt vitni. Við Hanna sendum þeim Sig- urbjörgu og Einari vinhlýjar samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning mannkosta- drengs. Helgi Seljan. Óli sér að útgerð nótarveiðiskipsins og happafleytunnar Óskars Hall- dórssonar RE 157, sem Óli hafði fest kaup á hjá hollenskri skipa- smíðastöð í lok síldarveislunnar miklu. Þrátt fyrir brotthvarf síldar- innar af íslandsmiðum, lét Óli ekki deigan síga, því skipið þurfti að borga og aðaltekjulindin horfín út í hafsauga. Óli sagði alltaf, að hann gerði aldrei neinar vitleysur, heppn- in væri hans fylgikona. En það var ekki bara heppni, sem réð för, því ráðkænsku og útsjónarsemi Óla var viðbmgðið og fór hann ekki troðnar slóðir í þeim efnum frekar en faðir hans hafði gert. Hann sendi skipið til veiða í Norðursjóinn á sumrin, flest sumur fram undir 1976, þegar íslendingum var meinuð veiði þar um slóðir. Hann sendi skipið líka í vesturveg til veiða sumarið 1969 á George’s Bank undan austurströnd Bandaríkjanna og að endingu klykkti hann út með því að senda það suður að ströndum Mauretaníu í Afríku, þar sem það veiddi ansjósu og hrossamakrfl og lagði upp í Nord Global, verksmiðjuskipið, sem gerði garðinn frægan hér á áttunda ára- tugnum. Víkingaferðir þessar, því með sanni má kalla þær það, skil- uðu ef til vill ekki miklu í kassann, en sköpuðu verkefni, og góður árangur skipsins á loðnuveiðum hér við land gerði útslagið, að útgerð Óla blómgaðist. Útgerðarsögu Óla lýkur ekki hér, því 1978 kaupir hann af BÚR síðutogarann Þormóð goða og breytir honum í nótaveiði- skip úti í Finnlandi og er skondin saga í kringum það ævintýri. Óli hafði tröllatrú á tölunum 1, 5 og 7. Bíllinn hans var R-157, skráning- artala Óskars Halldórssonar var RE-157 og auðvitað fékk Þormóður goði, sem skírður var Óli Óskars, skráningatölu með þessum tölum, þ.e. RE-175. En ekki nóg með það. Eftir langar samningaviðræður við stjómendur BÚR náðist samkomu- lag um kaupin, þegar Óli bauð kr. 105,7 milljónir í skipið, og ekki krónu meira og auðvitað gekk það eftir, þessar tölur hafa aldrei bragð- ist mér, sagði Óli síðar. Útgerð Ola Óskars gekk vel framan af en vegna veiðitakmarkana á loðnu á þessu tímabili, hallaði eitthvað undan fæti, svo Óli greip til þess ráðs um '82/83 að selja SÚN í Neskaupstað skipið, sem reynst hefur þeim happafleyta alla tíð síðan. Mikil umskipti urðu í lífi Óla 1985, er hann missti eiginkonu sína, Hönnu Gísladóttur. Hanna hafði staðið með honum í gegnum súrt og sætt í öllu hans stússi í hartnær 40 ár, fætt honum fimm mannvænleg böm, fjóra stráka og eina dóttur. Mikill harmur var að Óla kveðinn og eftir andlát hennar hægði Óli á sér, færði útgerðina í hendur sona sinna tveggja og settist, f raun, í helgan stein. Undanfarin mörg ár hefur Óli unað hag sínum vel, ekki síst vegna þess, að hann naut vináttu og sam- búðar með Helgu Gísladóttur. Þau Óli og Hanna heitin höfðu lengi þekkt Helgu og mann hennar Guðbjöm, sem látinn er fyrir allmörgum áram og kom því sambúð þeirra sér vel fyrir bæði. Óla gafst nú tækifæri til s Legsteinar ® Krossar > Skildir Málrrreteypan kapuvhraunib TJIJT T A Uf 220 HAFNARFJÖRÐUR nJuJLiLaXÍL 111. S(MI 565 1022 FAX 565 1587 að rækta afahlutverk sitt bæði heima í Miðleiti og austur í sumarbústað þeirra í Grímsnesinu. Á þessu sviði var Óli í essinu sínu og tóku honum fáir fram í því. Fyrir einum sjö áram þurfti Óli að ganga undir hjartaupp- skurð úti í London, sem tókst í alla staði mjög vel og náði hann fullum bata. Að öðra leyti hafði Óli ávallt notið góðrar heilsu og verið heilsu- hraustur. Læknisrannsókn, sem Óli gekk undir fyrir fjóram vikum, leiddi hinsvegar í ljós alvarlega meinsemd í öðra lunganu og var gripið til þess ráðs að nema hægra lungað brott með skurðaðgerð. Oli átti ekki aftur- kvæmt, maðurinn með ljáinn hafði sigur. Fyrir hönd okkar bræðranna í stúkunni nr. 5 „Þórsteins“ IOOF vil ég færa ykkur, bömum og barna- börnum Ola, og Helgu Gísladóttur, okkar innilegustu samúðarkveðjur við andlát góðs og einlægs bróður og vinar og biðjum við góðan Guð að veita ykkur stuðning í sorg ykk- ar. Blessuð sé minning Ólafs Ösk- arssonar. Gylfí Guðmundsson. Ég sat uppi í fjallshlíðinni og horfði. Lítil kæna leið eftir vatninu. Líkt og er um mannleg örlðg rak hana um dulið háskadjúp. Síðan sigldi hún úr augsýn minni og hvarf í blámóðu ómælanlegs hininhvolfsins, í sömu mund og sólin, hin dýra dagstjama, seig í sædjúpinu. (Chang Ch’ien) Fyrstu minningarnar um afa eru úr Engihlíð 7, þaðan sem hann stjómaði útgerð sinni ásamt Hönnu ömmu, sem lést fyrir tíu árum. Hvar sem hann fór og hvar sem hann kom gustaði af honum. Þeir sem ekki þekktu hann hlupu í burtu en hinir sátu eftir og hlustuðu á hann með einbeitingu þó þeir hinir sömu væra ekki alltaf sammála. Við bræðumir voram ungir þegar við fluttum norður til Akureyrar og sá yngsti ekki fæddur. Það að búa úti á landi gerði ferðirnar til ömmu og afa í Engihlíðinni enn meira spennandi, enda var alltaf komið fram við okkur eins og kónga. Orð- ið nei var vart til í hugum þeirra og er ekki ólíklegt að maður hafí gengið svolítið á lagið með að nýta sér góðmennsku þeirra. Þó að afi hafí verið nægjusamur á mörgum sviðum var hann alltaf örlátur við sitt fólk. Við bræður gátum alltaf hlegið að honum þegar hann var að segja okkur frá útsjón- arsemi sinni, t.d. það að hann gæti bara verið korter í sundi til þess að hann gæti notað skiptimiðann í strætó til baka. Elsku afí, minningarnar um sum- arbústaðar-, hjólhýsa- og sundferð- imar lifa í hugum okkar um alla framtíð. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku Helga, við biðjum guð að styrkja þig og vernda. Hann afi okkar var engum líkur. Geir, Ingvar Már, Áskell Þór og Gísli Björgvin Gíslasynir. I _ I Krossar I 11 áleiði I viSprlit og málo&ir Mismunanai mynslur, vönduo vinna. Siiwi »1-35939 eq 35735 Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. BÍS. HELGAS0N HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.