Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 39 BJÖRNÞ. JÓHANNESSON + Björn Þórarinn Jóhannesson fæddist á Hvammstanga 29. maí 1930. Hann lést á Landspít- alanum 11. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dóm- kirkjunni 19. maí. HAUSTÐ 1945 hófst í næstsíðasta sinn skólaseta í fyrsta bekk Mennta- skólans í Reykjavík. í hópi ungling- anna sem sumir fermdust þá um haustið voru ekki margir sveinar eða meyjar af landsbyggðinni. Þó var þar einn Húnvetningur, Björn Jó- hannesson, lágvaxinn og grannur piltur sem stakk við þegar hann gekk. Hann var prúður, hæverskan uppmáluð og lét ekki mikið á sér bera. Ekki leið á löngu þar til at- hygli flestra beindist að honum vegna þess að hann stakk flestum aftur fyrir sig með háum einkunnum. Hann varð hvað eftir annað dúx en lét lítið yfír því, þurfti enda ekki mikið að hafa fyrir náminu. Þar að auki vöktu skákhæfíleikar einnig á honum athygli. Þetta var greinilega gáfumaður. Það blasti smámsaman við öllum. Reyndar komumst við seinna að því að Bjöm var í ætt við mörg andans stórmenni. En á þeim tíma var enginn sérstakur áhugi þessara unglinga á ættfræði. En það sem var mikilvægara við viðkynn- inguna var drenglyndi og kímni auk félagslyndis í þröngum hópi. Fjórir bekkjarbræður fylgdust að gegnum skólann og lásu meðal ann- ars saman á vorin. Heldur var at- gervið misjafnt í hópnum og und- irbúningurinn frá því um veturinn. En Björn kunni allt sem ætlast var til og hefði án efa alltaf getað skot- ið öllum aftur fyrir sig í bekknum ef hann hefði kosið það. En honum virtist falla betur að vera í félags- skapnum þótt eiginlega yrði hann þar kennari fremur en jafningi. Á þolinmæði hans voru lítil takmörk. Það átti án efa eftir að koma sér vel þegar kennsla varð síðar lífsstarf hans. Þrátt fyrir það að hann væri að drösla félögunum með sér í upp- Iestrarfríunum hlaut Björn stóran styrk til framhaldsnáms, sem hann stundaði síðan við háskólann í Edin- borg. Nú þegar Björn er allur minn- umst við hans og þessara vordaga með þakklæti. Hann hefur ekki ver- ið nema lítið í sjónmáli okkar um áratuga skeið nema stöku sinnum þegar bekkurinn hefur komið saman við hátíðleg tækifæri. Það gerðist siðast fáeinum dögum fyrir svipleg- an dauðdaga hans. Bjöm var þar ásamt ágætri konu sinni Valgerði Vilhjálmsdóttur, kátur að vanda og skemmtinn, ánægður með að vera sestur í helgan stein eftir langa kennslu, síðast sem lektor við Kenn- araháskóla íslands. Hann hafði greinilega brennandi áhuga á mörgu, var m.a. að hyggja að því að bæta rússnesku við hin mörgu tungumál sem hann hafði á taktein- um. Skólafélagarnir sem námu saman endur fyrir löngu votta Valgerði, ekkju Björns, og öðru venslafólki innilega samúð fyrir hönd stúdent- anna frá MR 1951. Pétur Pétursson, Örnójfur Thorlacius, Páll Ásgeirsson. Björn lagði ungur út á mennta- braut og varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1951. Hélt síðan til Edinborgar og stundaði nám í enskri tungu og bókmenntum við háskólann þar. Hann lauk M.A. Honours prófi 1956 og kom þá heim. Starfssaga Bjöms er annars á þessa leið: Hann var kennari við Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1956 til 1957, skólastjóri barna- og ungl- ingaskólans í Bolungarvík 1957 til 1963, að hann gerðist kennari við Kennaraskólann. Lektor varð hann við skólann, þegar honum var breytt í háskóla, og skipaður 1973. Þar kenndi Björn enska tungu og fieiri greinar, allt til þess tíma, að hann fékk lausn frá starfí sínu frá og með 1. ágúst 1992. Hann annaðist bóka- vörslu við KÍ 1963 til 1972. Auk þessa gegndi Björn ýmsum nefndar- störfum. Hann var í ritnefnd ársrits- ins Húnvetningur, sem Húnvetn- ingafélagið í Reykjavík gefur út, og ritstýrði því nokkur síðustu árin. Björn kvæntist 29. sept. 1963 Valgerði Vilhjálmsdóttur, deildar- stjóra skjalavörslu í menntamála- ráðuneyti og lifir hún mann sinn. Bjöm andaðist í sjúkrahúsi í Reykjavík fímmtudaginn 11. maí 1995. Hann var jarðsettur frá Dóm- kirkjunni föstudaginn 19. maí. Þegar ágætur vinur og kennari minn um skeið er horfinn af sviði mannlifsins, þykir mér sjálfsagt að kveðja hann með nokkrum orðum. Mér fannst hann enn vera maður á góðum aldri, þó að hann kysi fýrir nokkm að leggja niður starf það, sem hann hafði gegnt í meira en hálfan íjórða áratug. Kennsla var ævistarf þessa ágæta manns, og víst er, að þar hefur hann skilið mikið eftir, eins og raunar allir góðir kenn- arar gera. Góður kennari er alltaf að gefa af sjálfum sér. Bjöm Þórarinn Jóhannesson var lengst af kennari við þá stofnun, sem menntar gmnnskólakennara, bæði meðan stofnunin bar heitið Kennara- skóli íslands og síðar Kennarahá- skóli íslands. Hann lagði því dtjúgt til menntamála landsins. Ég kynntist Birni fyrst haustið 1969, er ég settist í sérdeild Kenna- raskólans í orlofí mínu, sem mér var þá veitt, eftir tveggja áratuga starf við kennslu. Aðalgrein mín og félaga minna sjö, sem þarna stunduðu nám, var danska, en aukagreinar gátum við tekið tvær með, og völdum flest- ir ensku. Hana kenndi Björn, ásamt Auði Torfadóttur. Við vomm sam- mála um það, að Björn væri þægileg- ur kennari. Hann var það hljóðlátur, að líkast var sem hann læddist. Dálítið bagaður á fæti, og gekk eilít- ið haltur. En þrátt fyrir alla hóg- værðina kom Björn því til skila sem hann ætlaðist til, og við hlutum gott veganesti hjá honum í þessu annars margslungna tungumáli, sem ensk- an er. Okkur duldist ekki, að maður- inn bak við kennaraborðið bjó yfír djúpstæðri þekkingu í kennslugrein sinni. Framburður hans á ensku var svipaður og hjá innfæddum Eng- lendingi, og það vel menntuðum. Mikið happ er menntastofnun að fá að nýta starfskrafta og þekkingu slíks kennara. Á seinni árum urðu samskipti okkar Björns nokkur, einkum vegna ritstjórnar hans við ársrit Húnvetn- ingafélagsins, Húnvetning, sem komið hefur út í rúma tvo áratugi. Þarna var Björn réttur maður á rétt- um stað. Hann hringdi til mín skömmu fyrir andlát sitt, þá hress í máli, og spurði, hvort ég ætti eitt- hvert efni í ritið. Jú, eitthvað átti ég til, eftirlaunamaðurinn, sem ekki hefur annað fyrir stafni en að sitja við tölvuna og skrifa eitt og annað. Ég brá fljótt við og heimsótti Björn á heimili hans, að Heiðarási 24. Kona hans var að störfum á vinnu- stað sínum og hann einn heima í rúmgóðu raðhúsi sínu. Og viðtökum- ar voru eins og best verður á kosið. Þetta var fimmtudaginn 27. apríl. En síðast sá ég Björn vin minn sunnudaginn 7. maí, á árlegri sam- komu eldri Húnvetninga. Þar fékk ég honum í hendur enn frekara efni í ritið,- ásamt myndum. Þar er um að ræða frásögn af síðustu dögum mannlífs á Refsstöðum, minni gömlu eignaijörð á Laxárdal, fyrir rétt hálfri öld. Þarna sátum við Björn saman við borð og ræddum margt, sem ég geymi í huganum. Réttum fjórum dögum síðar var Björn allur. Ævi hans lauk með svip- légum hætti. Hann er horfínn langt um aldur fram. Hann var enn í starfi, þótt kennslan væri að baki. Björn var maður starfssamur og lét ekki deigan síga meðan dagur var. Hon- um færi ég þakkir fýrir góð kynni og samstarf og votta eiginkonu hans og ættmennum samúð við fráfall hans. Blessuð sé minning mæts manns. Auðunn Bragi Sveinsson frá Refsstöðum. + Magnús Hlíðdal Magnússon, var fæddur í Vest- mannaeyjum ll.júli 1910. Hann lést í Borgarspítalanum 13. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Margrét Bjarna- dóttir og Magnús Þórðarson og bjuggu þau í Vest- mannaeyjum. Magn- ús ólst upp hjá for- eldrum sínum til 14 ára aldurs en fór þá að vinna fyrir sér. Hann var einn þriggja alsystkina en einnig átti Magnús fjölda hálfsystkina. Magnús kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Halldóru Hall- dórsdóttur, f. 6. janúar 1913, árið 1932. Móðir Halldóru var Hólmfríður Sigurgeirsdóttir og ólst Halldóra upp hjá henni þangað til hún og Magnús hófu búskap saman. Börn Halldóru og Magnúsar eru: Baldur, f. 1932, d. 1967, var kvæntur Láru Haraldsdótt- ur; stúlka, f. 1933, d. 2 mánaða gömul; Stefanía Arnfríður, f. 1934, gift Einari Bachmann; Sveinn, f. 1936, kvæntur Gunnhildi Valtýs- dóttur; Anna Mar- grét, f. 1939, í sam- búð með Trausta Péturssyni, Hólm- fríður, f. 1941, gift Júlíusi Sigmarssyni; Þórarinn, f. 1943, kvæntur Júliönu Grímsdóttur; Sigríður, f. 1946, gift Róbert Lauritsen; Súsanna, f. 1949, gift Sævari Guðmundssyni, Magnús Hlíðdal, f. 1950, kvæntur Olöfu Oddgeirsdóttur; Svanur, f. 1958, kvæntur Sveinbjörgu Davíðs- dóttur. Magnús lauk vélstjóraprófi í Vestmannaeyjum 1941 og starf- aði eftir það að mestu á skipum og bátum. Útför Magnúsar fer fram frá Lágafellskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku langafi, Núna þegar við kveðjum þig hinstu kveðju langar okkur til að minnast þín með nokkrum þakkar- orðum. Margar minningar, allar ljúf- ar, koma upp í hugann á slíkri stundu. Hornsteinn minninga okkar er þó sú hjartahlýja, ástúð og gest- risni sem við nutum í heimsóknum til ykkar Halldóru langömmu og eins við ýmis önnur tækifæri þegar við hittumst innan fjölskyldunnar. Einn- ig er okkur minnisstæð þín Iétta og ljúfa lund. Sennilega verður þér best lýst með orðum lítillar dömu, barna- barnabarns þíns, sem sagði þegar henni var sagt frá andláti þínu: „Hann besti afi okkar er dáinn.“ Með þesSum orðum þökkum við þér samfylgdina og allar ljúfu stund- irnar. Við biðjum góðan Guð að varð- veita þig og veita langömmu allan þann styrk sem hún þarf á að halda á erfiðri stundu. Elsku langafi, hvíl þú í friði drott- ins. Barnabörn Láru og Baldurs. MAGNÚS HLÍÐDAL MAGNÚSSON + ÞORVARÐUR JÚLÍUSSON frá Litlanesi, til heimiiis að Brjánslæk, lést í Sjúkrahúsi Patreksfjarðar 21. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Rósa Ivarsdóttir, Ragnar Guðmundsson. Elsku faðir minn, afi og langafi, INDRIÐI GUÐMUNDSSON, Hnffsdalsvegi 35, ísafirði, lést föstudaginn 12. maí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir til starfsfólks Fjórðungssjúkrahúss Isafjarðar fyrir góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Gísli M. Indriðason. i I i + Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, ÓLAFUR ÓSKARSSON útgerðarmaður, Miðleiti 5, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, þriðjudaginn 23. maí, kl. 15.00. Þeir, sem vildu minnast hans, eru beðn- ir um að láta líknarfélög njóta þess. Helga Gísladóttir, Gísli Már Ólafsson, Aðaibjörg Áskelsdóttir, Gunnar Örn Ólafsson, Anna Wolfram, Óskar Hrafn Ólafsson, Hallbera Stella Leifsdóttir, Kjartan Þröstur Ólafsson, Margrét Ingimundardóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Sigurður Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og RAGNHEIÐUR R. HJARTARDÓTTIR, l|j§í« W sem lést fimmtudaginn 18. maí, verður jarðsungin frá Langholtskirkju miðviku- Hjördfs R. Jónsdóttir, Hrólfur Ólason, Kristinn Hannesson, Ingunn Sveinsdóttir og barnabörn. - Ástkær maðurinn minn, faðir, sonur, SIGURGEIR SIGURÐSSON, sem lést 13. maí sl., verður jarðsunginn miðvikudaginn 24. mai kl. 13.30. boim sem vilrin minnast hans. er hent V . á Fjölskylduvernd, minningarsjóð vegna Sigurgeirs Sigurðssonar, póstgíróreikningur 444 855. Inga Björk Dagfinnsdóttir, Jenný Rut Sigurgeirsdóttir, Katri'n Sigurgeirsdóttir, Jenný Karla Jensdóttir, Sigurður Sigurgeirsson, Elísabet Sigurðardóttir, Guðjón Guðmundsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Jón Gunnar Baldursson, systrabörn og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, faöir, STEFÁN RAFN ÞÓRÐARSON húsgagnasmíðameistari, sem lést þann 14. maí sl., verður jarð- sunginn frá Víðistaðakirkju í dag, þriðju- Guðrún Sigurmannsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.