Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 öfgA MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Fjörutíu ár frá því að áætlunarflug milli Islands og Lúxemborgar hóf göngu sína Víðtæk íslands- kynning fyrir- huguð í Lúxemborg Lúxemborg. Morgunblaðið. Þess var minnst með athöfn á Findel-flugvellinum í Lúxemborg i gær, að þá voru liðin 40 ár frá því Edda, DC-4 Skymaster-flugvél LoftLeiða undir stjórn Kristins Ólsens flugstjóra, lenti á vellinum. Markaði sá atburður upphaf áætl- unarflugs til og frá Lúxemborg. í ræðu við þetta tækifæri sagði Sigurður Helgáson, forstjóri Flugleiða, að Lúxemborg væri nú sem áður mikilvægasti áfanga- staðurinn í Atlantshafsflugi fé- lagsins og fyrir dyrum stæði að hrinda af stokkum víðtækri ís- landskynningu í Lúxemborg og næstliggjandi löndum. í tilefni dagsins flaug, Fanndís, Boeing 757-200 þota Flugleiða lágflug yfir borginni við komuna frá Keflavík. Flugstjóri var Óskar G. Sigurðsson. Hátíðarstemmning Hátíðarstemmning ríkti á Find- el-flugvellinum i gær. Helsta út- varpsstöð landsins, RTL, útvapaði dagskrá dagsins úr innritunar- salnum og var hún helguð flugaf- mælinu. Voru viðtöl tekin við Sig- urð Helgason forstjóra, Emil Guð- mundsson stöðvarstjóra í Lúx og Kristinn Ólsen flugstjóra en hann flaug í 25 ár á flugleiðinni milli New York og Lúx. Fimm ráðherrar úr rikisstjórn Lúxemborgar voru viðstaddir at- höfnina á Findel-flugvelli auk fulltrúa fjölmiðla, flugfélaga, ferðaskrifstofa o.fl. Frú Mady Delvaux-Stehre samgönguráð- herra flutti Flugleiðum þakkir og árnaðaróskir stjórnvalda og lét í ljós óskir um að íslendingar ættu eftir að stunda flug lengi til og frá landinu. Sigurður Helgason fjallaði um upphaf flugs Loftleiða til Lúxem- borgar og sagði: „Með þessu flugi hófst árang- ursríkt og einstakt samstarf tveggja af minnstu þjóðum Evr- ópu. Grundvöllur þess var óvenju opinn loftferðasamningur íslands og Lúxemborgar sem Victor Bod- son samgönguráðherra og Bjarni Morgunblaðið/Serge Waldbillig FRUMHERJAR og merkisberar. Frá vinstri eru Roger Sietzen forstjóri Luxair, Kristinn Olsen flugstjóri í fyrsta fluginu til Lúxemborgar, Einar Aakrann fyrrverandi stöðvarstjóri Flug- leiða í Lúxemborg, Grétar Kristjánsson lögfræðingur Flugleiða, Sigurður Helgason forstjóri, Mady Delvaux-Stehres samgöngu- ráðherra Lúxemborgar og Fernand Boden ferðamálaráðherra. Benediktsson utanríkisráðherra undirrituðu í Reykjavík 23. októ- ber 1952. Þessi samvinna er gott dæmi um það hveiju litlar þjóðir geta áorkað með því að stilla sam- an krafta sína við að nýta tæki- færi sem bjóðast í alþjóðaviðskipt- um.“ Kristinn Ólsen flugstjóri var viðstaddur athöfnina í Lúxem- borg. Sagði Kristinn við Morgun- blaðið það hafa reynst mikið lán að hefja flugið til Lúxemborgar. Ólíkt væri að fljúga á milli í dag ofar skýjum á innan við þremur stundum. Flugtími Eddunnar hefði verið 7 stundir og ferðin tekið meiri tíma þar sem stoppáð hefði verið á leiðinni. Flugvélin hefði ekki komist hærra en 8-10 þúsund fet og því verið í greipum veðurs og skýja alla leiðina. Flug- tími í fyrstu ferðinni til New York fyrir 40 árum var 23 72 stund en í dag er hann um 8 stundir. Sigurður Helgason gat þess í ávarpi sínu hvernig Loftleiðir hefðu náð fótfestu á flugleiðinni yfir Atlantshaf með lægri far- gjöldum. Félagið hefði barist fyr- ir lífi sínu í samkeppni við stór ríkisrekin flugfélög og ekki aflað sér vina í þeirra röðum. Því hefði Lúxemborg átt eftir að reynast mikilvæg endastöð í lífsbaráttu Loftleiða og síðar Flugleiða. Þar hefði félagið komist inn að hjarta Evrópu og Findel-flugvöllur því orðið annað heimili íslenskrar flugstarfsemi. „Stjórnvöld í Lúxemborg áttu stóran þátt í að gera þetta kleift og þar með þróun millilandaflugs íslendinga. Með sama móti hefðu Loftleiðir og síðar Flugleiðir lagt mikið af mörkum til flugmála og atvinnulífs í Lúxemborg. Findel- flugvöllur verður áfram ein meg- instoðin í leiðakerfi Flugleiða enda stutt þaðan í fjölmennt markaðssvæði. Um leið og við fögnum sögulegum timamótum lítum við til framtíðarinnar og má geta þess að nú erum við í þann mund að hrinda af stokkum umfangsmikilli landkynningu í Lúxemborg og grannríkjunum," sagði Sigurður Helgason. I samtali við Morgunblaðið sagði Sigurður, að þessi kynning hefði það fyrst og fremst að markmiði að draga fólk til ís- lands. Áherslan í markaðssetn- ingu væri að færast meira yfir í að kynna ísland fremur en Banda- ríkin sem áfangastað. Breytingar á Læknafélagi Islands fyrirhugaðar Stefnt að auknu sjálf- stæði læknafélaga Stjóm Læknafélags íslands hefur í hyggju að skipa nefnd til að kanna hvaða breyting- ar þurfí að gera á lögum félagsins til að efla sjálfstæði einstakra hópa. Félag íslenskra heimilis- lækna óskaði eftir lög- fræðiáliti á stöðu heimiiis- lækna utan LÍ í kjölfar málsmeðferðar stjómar LÍ í tilvís- anadeilunni. Ragnar Halldór Hall, héraðsdómslögmaður, var fenginn til að vinna álitið og kemst hann í stuttu máli að því að félagsmenn FIH geti ekki knúið fram samnings- rétt utan LÍ. Ragnar byggir niðurstöðu sína á því að LÍ hafi samkvæmt lögum rétt til samningsgerðar fyrir starfsstétt lækna. Hafí LI enda um árabil gert kjarasamning fyrir við- komandi félagsmenn á grundvelli þessara ákvæða. Hugtakið starfs- stétt verði ekki skýrt þannig að félög starfsmanna með tiltekna sérmenntun, t.d. í heimilislækning- um, svæfingalækningum o.s.frv. geti fengið viðurkenndan samn- ingsrétt um kaup og kjör sam- kvæmt þeim lögum. Samkvæmt lögum eigi allir í fagstétt lækna kost á aðild í LÍ. Vonbrigði _ Sigurbjörn Sveinsson, formaður FÍH, segir að niðurstaðan hafi vald- ið miklum vonbrigðum á almennum félagsfundi á laugardag. Hann nefndi í því sambandi að nokkrir læknar hefðu viljað láta slag standa, taka áhættupa á að verða áhrifalausir innan LÍ, til að knýja fram breytingar. Fundurinn sam- þykkti hins vegar einu hljóði að vinna að því að heimilislæknar fengju fullt og óskorað sjálfsfor- ræði yfir hagsmunamálum sínum, árgjöldum og framkvæmdastjóm eigin mála. Um ályktun fundarins sagði Sig- urbjörn að heimilislæknar gætu ekki unað við núverandi ástand og skipulag innan LÍ. „Hegðun forystu félagins í tilvísanadeilunni hefur verið ósamrýmanleg því að LÍ er hagsmunafélag heimilislækna jafnt og annarra lækna. Við viljum að tekin verði af öll tvímæli um að svona geti ekki gerst aftur. Eina leiðin er að heimilislæknar fái í sín- ar eigin hendur stjórn eigin mála. Lögfræðiálitið bendir til að við get- um ekki staðið utan LÍ nema afsala okkur um leið áhrifum okkar í stétt- arfélagsmálum. Þess vegna verðum við að leita þessarar niðurstöðu inn- an LÍ eða utan þess í versta falli,“ sagði Sigurbjörn. Hann sagði að gera þyrfti grundvallarskipulags- breytingar á LÍ til að heimilislækn- ar sættu sig við að vera áfram fé- lagar. Hann vildi hins vegar ekki tjá sig um í hveiju þær breytingar ættu að felast. Heimilislæknar á fundinum for- dæmdu hvemig Sérfræðingafélag íslenskra lækna (SÍL) beindi áróðri sínum gegn tilvísanaskyldu að heimilislæknum og heilsugæslunni og er með þeim orðum vísað til auglýsingaherferðar um rétt og rangt tengt tilvísanaskyldu. í álykt- un er harmað að formaður LI hafi tekið þátt í þessum áróðri með yfir- lýsingum í fjölmiðlum, bréfaskrift- um til alþingismanna þar sem rang- færslur séu ítrekaðar og með þátt- töku í auglýsingaherferð. Afsökun Eftir fund heimilislækna sendi stjóm SÍL frá sér yfirlýsingu og tók fram að hún bæri fulla ábyrgð á efni og texta áðurnefndra auglýs inga. Ekki hafi verið ætlunin að kasta rýrð á störf heilsugæslulækna með auglýsingunum. „Því miður virðist þó sem texti einnar auglýs- ingarinnar og e.t.v. annarrar hafí haft tvíræða merkingu sem hafi sært suma kollega okkar í stétt heilsugæslulækna, sem lesið hafi auglýsinguna „að þeim væri ekki treystandi". Slík orð eru ekki mak- leg góðum kollegum okkar og em þeir beðnir afsökunar á tvíræðu orðalagi auglýsingarinnar þótt óviljaverk hafí verið," segir í yfírlýs- ingunni. Stjóm SÍL telur hins vegar árás- ir forystu Félags íslenskra heilsu- gæslulækna á formann LÍ ómakleg- ar. Hann hafi unnið að niðurfellingu tilvísanaskyldunnpr í krafti álykt- unar stjórnar LÍ gegn tilvísana- skyldunni, samkvæmt áður mótaðri stefnu Jæknasamtakanna og í sam- ræmi við skoðanir meginþorra læknastéttarinnar, þ.á m. margra heilsugæslulækna. Sigurbjörn vildi koma því á fram- færi að forysta FÍH stæði ekki ein í þessu máli þar sem ályktunin hefði verið samþykkt á fjölmennum fé- lagsfundi með handauppréttingu og lófaklappi. Páll Torfi Önundarson, gjaldkeri SÍL, tók fram að vegna skipulags LÍ hefðu heimilislæknar haft meiri áhrif en ella. Þeir væm minnihluti félagsmanna en ættu vegna svæða- skiptingar innan félagsins hlutfalls- lega fleiri fulltrúa á læknaþingum og í einstökum nefndum. Hann sagðist styðja fyrirhugaðar breytingar á skipulagi félagsins. Með umræðunni nú væri aðeins verið að ýta úr vör löngu ferli breyt- inga. Læknar þyrftu að slíðra sverð- in og komast að samkomulagi um skipulag félagsins 1 framtíðinni. Lagabreytingar Sverrir Bergmann, formaður LÍ, sagði að fullur samhugur og eining hefði verið meðal lækna á form- annaráðstefnu LÍ á föstudag. Engu að síður væri enginn ágreiningur um það innan læknasamtakanna að efla sjálfstæði einstakra hópa. Fyrsta skrefið hefði verið stigið með lagabreytingu sl. haust. Stjórn LÍ myndi í framhaldi af því og undan- genginni umræðu leggja til að skip- uð yrði sérstök nefnd með fulltrúum einstakra hópa um málið. „Nefndin reyni að komast að niðurstöðu um hvemig megi þannig breyta lögun- um að allir hópar, sem þykir eðilegt að skipa læknum í, hafí nánast fullt sjálfstæði," sagði Sverrir. Hann sagðist ekki geta sagt fyr- ir um hvað hópamir yrðu margir. Innan félagsins störfuðu öldunga- deild, félög unglækna, yfirlækna, sérfræðinga, heimilislækna og sjálf- stætt starfandi heimilislækna á landsvísu. Hins vegar væri fremur ólíklegt að læknar kysu að skipta sér niður í jafn marga hópa. Lík- legra væri að hóparnir yrðu þrír, þ.e. heimilislæknar, sérfræðingar og unglæknar. Þeir hefðu nánast fullt sjálfstæði. Hins vegar myndu sameiginleg heildarsamtök sjá um sameiginleg verkefni á borð við útgáfustarfsemi, alþjóðlega sam- vinnu, fræðslu, menningar- og siða- mál. Sverrir sagði að stefnt yrði að því að nefndin skilaði áliti fyrir aðalfund næsta haust. Evrópusamtökin Unnið að því að ís- land sæki um aðild STOFNFUNDUR Evrópusamtak- anna verður haldinn á hótel Sögu á fimmtudaginn kemur 25. maí og er opinn öllum þeim sem eru áhugasamnir um nánara samstarf íslands við Evrópuríki. í frétt frá samtökunum segir að þau séu opin fólki á öllum aldri og jafnt fólki sem sé í stjórnmála- flokkum og standi utan þeirra. Undirbúningshópurinn sem hefur undirbúið stofnunina „telur mikil- vægt að samtökin verði breiður umræðuvettvangur áhugamanna um Evrópusamstarf og tengsl ís- lands við Evrópusambandið". Stuðlað að fordómalausum umræðum Markmið Evrópusamtakanna er „að stuðla að skipulegri samvinnu þjóða í Evrópu á lýðræðislegum grundvelli í því skyni að standa vörð um frið, frelsi og mannrétt- indi og auka gagnkvæman skiln- ing og menningarleg samskipti; að stuðla að upplýstum og fordó- malausum umræðum á íslandi um samstarf Evrópuríkja; að starfa að virkri þátttöku íslands í sam- starfi Evrópuríkja; að vinna að því að ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu; að útbreiða upplýsingar og þekkingu um evr- ópskt samstarf, jafnt um þau sam- starfsform sem nú eru við lýði, og framtíðarmöguleika í sam- vinnu Evrópuríkja; að láta fara fram athuganir og rannsóknir á málum sem tengjast evrópskri samvinnu; að starfa með öðrum íslenskum og evrópskum samtök- um og stofnunum, sem hafa skylda starfsemi með höndum." Á stofnfundinum kynnir Ólafur Þ. Stephensen störf og hugmyndir undirbúningshópsins. Þá munu Jónas Kristjánsson, ritstjóri, og Jenný Jensdóttir, framkvæmda- stjóri, flytja erindi. í i > > > ) > > ) > >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.