Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 19 Italskir rannsóknadómarar krefj- ast réttarhalda yfir Berlusconi Opinber rannsókn á dómurunum Róm. Reuter, The Daily Telegraph. ÍTALSKIR rannsóknadómarar, sem farið hafa fram á réttarhöld yfir Silvio Berluseoni, fyrrverandi for- sætisráðherra, vegna spillingar, hétu í gær að halda málinu til streitu þrátt fyrir harða gagnrýni á starfsaðferðir þeirra. Hæstiréttur Ítalíu og Filippo Mancuso dóms- málaráðherra hefur fyrirskipað rannsókn á starfsaðferðum dómar- anna og sumum finnst það tor- tryggilegt, að dómararnir skuli fara fram á réttarhöld yfir Berlusconi á sama tíma og greint er frá rann- sókninni. Mancuso hefur látið að því liggja, að Francesco Saverio Borrelli, sak- sóknari í Mílanó, og þrír dómarar aðrir hafi haft í hótunum við sams konar rannsóknarnefnd, sem Berl- usconi skipaði á síðasta ári en Bor- relli neitar því. Þessi deila harðnaði hins vegar í gær þegar lögfræðing- ur Berlusconis kvaðst vera að íhuga að krefjast rannsóknar á því hvort dómararnir hefðu brotið lög með því að leka upplýsingum til fjöl- miðla. Ákveður um málshöfðun „Við munum rekja gang þessara mála nákvæmlega allt þar til farið var fram á réttarhöld yfir Berlusc- oni en um þau lásum við fyrst í dagblöðunum," sagði lögfræðingur- inn, Ennio Amodio. Fabio Paparella dómari, sem mun stjóma rannsókn- inni á starfsaðferðum dómaranna, ætlar að efna til fýrstu yfirheyrsln- anna 12. júní og hann mun síðan ákveða hvort ástæða er til að höfða mál á hendur Berlusconi. Berlusconi fullyrðir, að dómar- arnir í Mílanó hafi ekkert á hendur sér en hann er sakaður um að hafa vitað um og tengst mútum, sem þrjú fýrirtæki innan Fininvest, eign- arhaldsfélags hans, greiddu skatt- rannsóknamönnum til að sleppa við skatta. Klögumálin ganga á víxl Þessi mál gera Berlusconi erfitt fyrir en hann hefur verið að reyna að bæta stöðu sína eftir ósigur kosningabandalagsins, sem hann er í forystu fyrir, í sveitarstjórnar- kosningum nýlega. Stuðningsmenn Berlusconis halda því fram, að krafa Mílanódómaranna um réttarhöld sé af pólitískum rótum runnin en dag- blaðið La Repubblica, sem er andsnúið Berlusconi, segir, að hún sé tilkomin vegna nýrrar vitneskju um aðild hans að mútunum. Jörg Krieg fv.sendi- herra látinn DR JÖRG Krieg, fyrr- um sendiherra Sam- bandslýðveldisins Þýskalands, lést í Vaduz í Liechtenstein þann 20. apríl sl., 74 ára að aldri. Dr. Krieg stundaði viðskiptanám á árun- um 1939-1942 og lauk doktorsprófi. Að loknu námi og fram að stríðs- lokum árið 1945 gegndi hann herþjón- ustu. Á árunum 1947- 1952 starfaði hann sem sjálfstæður skattaráð- gjafi. Jörg Krieg Hann hóf störf í þýsku utanríkisþjón- ustunni árið 1952 og starfaði fyrst um sinn á ræðismannaskrifstofu Þýskalands í Mílanó. Auk þess að starfa í utanríkisráðuneytinu í Bonn starfaði dr. Krieg m.a. í Madrid, Vín, Zagreb og Genúa. Síðasta staðan sem hann gegndi var staða sendiherra Þýska sam- bandslýðveldisins á ís- landi eða þar til að hann fór á eftirlaun árið 1985. Les Aspin látinn Hafði mikil áhrif á vamarmálastefnima Washington. Reuter. LES Aspin, þingmaður og varnar- málaráðherra Bandaríkjanna 1992- 1993, lést á sunnudag, 56 ára að aldri. Banamein hans var hjarta- áfall. Aspin hafði mikil áhrif á hernað- arstefnu Bandaríkjanna í þá þijá áratugi sem hann hafði afskipti af stjórnmálum. Bill Clinton Banda- ríkjaforseti útnefndi Aspin varnar- málaráðherra í árslok 1992 en ári síðar varð hann að segja af sér vegna deilu um hvort leyfa ætti samkynhneigðum að gegna her- skyldu, Þetta gerðist skömmu eftir að Aspin hafði gengist undir hjarta- uppskurð þar sem gagnráði var komið fyrir í hjarta hans. „Les Aspin fékk miklu áorkað, því hann lagði sig allan fram,“ sagði Clinton. „Enginn vissi meira um það hvernig málin ganga fyrir sig í Washington en hann hugsaði aldrei það sem leik sem yrði honum sjálf- um til framdráttar. Hann var hér til að fá einhveiju áorkað. Og það gerði hann.“ Les Aspin var þingmaður Wisc- onsin en fæddur í Milwaukee árið 1938. Hann hlaut mastersgráðu frá Oxford í hagfræði, stjórnmálafræði og heimspeki og doktorsgráðu í hagfræði frá Massachussetts Instit- ute of Technology (MIT). ERLENT Reuter GRÆNFRIÐUNGAR standa á aflóga olíuborpalli sem Shell olíufélagið hyggst sökkva. Á myndinni sést hvar starfsmenn Shell reyna að komast um borð til að koma Grænfriðungunum af pallinum. Shell vill Grænfrið- unga burt af olíupalli London. Reuter. SLÆMT veður kom í veg fyrir að starfsmönnum Shell-olíufélagsins tækist að koma Grænfriðungum frá olíuborpalli sem ekki er lengur í notk- un. Shell hafði reynt að koma mönn- um um borð á hinn tíu hæða Brent Spar-pall, sem er í Norðursjó en vegna hvassviðris og versnandi veð- urspár neyddust þeir til að fresta aðgerðinni. Grænfriðungar komu sér fyrir á Brent Spar-pallinum fyrir þremur vikum til að mótmæla áformum Shell-félagsins um að draga hann út á Atlantshaf og sökkva honum þar. Segja þeir olíuborpallinn fullan af eitruðum úrgangi og að áformin bijóti í bága við tvo alþjóðasáttmála sem banni það að mannvirkjum sem geti skaðað lífríki sjávar sé sökkt. Mótmælendur úr hópi Grænfrið- unga hafa hlekkjað sig við hreinsi- búnað á pallinum til að gera Shell- mönnum erfitt fyrir. Sagði Chris Rose, talsmaður Grænfriðunga að eitt skipa Shell hefði reynt að nota krana til að hífa geymi, sem mót- mælendurnir voru í, yfir í skip sitt en orðið frá að hverfa vegna veðurs. Klofningur í Kongressflokknum Vilja ekki fella sljórnina Nýju Dehli. Reuter. HOPUR manna sem klufu sig út úr indverska Kongressflokknum á föstudag, kaus í gær eigin stjórn en varaði jafnframt við því að stjórnar- andstaðan kynni að reyna að fella stjórn flokksins, sem P.V. Rao er í forsæti fyrir. Aijun Singh, fyrrum ráðherra, sem Rao rak úr Kongressflokknum, var í gær skipaður „starfandi for- seti“ klofningshópsins úr flokknum. Áður hafði Narain Dutt Tiwari verið kjörinn forseti hópsins auk þess sem hann skipaði 25 manna vinnunefnd, sem i eiga sæti nokkrir fyrrverandi ráðherrar og héraðsstjórar. Hópurinn sakar Rao um að hafa fært flokkinn fjær uppruna sínum með því að ýta undir íjárfestingar erlendra stórfyrirtækja og að slíkar breytingar komi niður á hinum verst settu. Biðlar hann svo og menn Raos nú ákaft til Sonju, ekkju Raijvs Gandhi, fyrrverandi forsætisráð- herra, sem lét lífíð í sprengingu Ta- míla fyrir fjórum árum, um stuðning. Fjárlagafrumvarp stjórnarinnar verður lagt fram á miðvikudag og varaði Singh við því að stjórnarand- staðan myndi reyna að fella stjóm- ina. Slíkt myndi ekki koma klofnings- hópnum úr Kongressflokknum til góða, heldur fyrst og fremst Bhar- atiya Janata, flokki hindúa, sem er hægriflokkur. Kjörtímabil Raos rennur úr um mitt næsta ár. Einnig rólur, rennibrautir, san 5lN %** N le iktækj asm íðastofa Skemmuvegi 1 ó (bleik gata) • 200 Kópavogur • Sími 587 0 441
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.