Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Góð baktería í Norræna húsinu Skáld eru höf- undar allrar rýni Málrækt og skáldskapur nefndist fundur sem * Islensk málnefnd og Rithöfundasamband Islands héldu í Norræna húsinu á föstudag- inn. Jóhann Hjálmarsson var á fundinum. Morgunblaðið/Sverrir „MÁLRÆKT getur orðið rithöfundum fjötur um fót.“ „SKÁLD eru höfundar allrar rýni,“ segir í fyrstu íslensku mál- fræðiritgerðinni. Það var engin til- viljun að Kristján Ámason, formað- ur íslenskrar málnefndar, sem setti fundinn og Jónas Kristjánsson, pró- fessor, sem var frummælandi vitn- uðu til þessara orða. Góð baktería Undir má taka með Kristjáni Ámasyni að málræktaráráttan sé „góð baktería“ og einnig ættu skáld ekki að snúast gegn þeirri staðhæf- ingu hans að ef íslenskan væri ekki bókmenntamál væri hún ekki mál tækni og vísinda. Orð á réttum stað Málræktin var þáttur í sjálf- stæðisbaráttunni eins og Jónas Kristjánsson benti á. En málræktin getur líka reynst rithöfundum fjötur um fót þótt hreinsunarstefnan geti verið gagnleg í því skyni að aga sig. Það sem rithöfundur eins og Halldór Laxness skrifar verður sí- gild íslenska þótt dönskuskotin sé. I augum rithöfunda er ekkert orð skrípi ef það stendur á réttum stað. í þessu sambandi má rifja upp að það er afar hættulegt rithöfund- um verði þeir orðfælnir, þori ekki að nota orð fijálslega af ótta við að fara ekki rétt með þau. Góðir rithöfundar sem skrifa vitlaust mál geta huggað sig við að smám sam- an verður það sem er rangt hjá þeim rétt. Þetta kemur þó ekki í veg fyrir að rithöfundar eiga að vanda sig og forðast flatneskjulega málnotkun. Eftir þennan útúrdúr sem ræða Jónasar hleypti af stað er við hæfi að birta að mestu leyti orðrétt ráð sem hann gaf ungum rithöfundum: „Byijaðu á því að læra íslensku sem best þú getur, hlustaðu á gamla fólkið, lestu Njálu, Laxdælu og Grettis sögu. Varðveittu samhengi íslenskrar tungu og bókmennta, skrifaðu þannig að barnaböm þín geti lesið það sem þú hefur skrifað." Að hugsa og vera hugsaður Einar Már Guðmundsson rithöf- undur kallaði sína ræðu Á valdi orðanna, en vildi brýna fyrir mönn- um að fara varlega með orð. „Allt sem við segjum og gerum er háð aðstæðum, við erum málpípur," sagði Einar Már og sótti liðveislu til höfuðskáldsins franska Arthurs Rimbauds: „Ég er ekki ég. Ég er annar.“ Annars vegar að hugsa og hins vegar að vera hugsaður er líka ættað frá Rimbaud. Innrætingin Við erum vitanlega hugsuð frem- ur en við hugsum vegna þeirrar gífurlegu innrætingar sem fjöl- miðlaöldin kemur okkur í. Það að vera forritaður og láta orðin ráða því hvað við hugsum leist Einari Má ekki á. Það er að nokkru rétt hjá honum þótt ýkt sé að framsókn myndmiðlanna veldur því að nú segja menn ekki lengur að einhver hafi komist vel að orði heldur að hann hafi komið vel fyrir í sjón- varpi. Samkvæmt þessu spurði Éin- ar Már: „Hvernig hefði Egill Skalla- grímsson tekið sig út í sjónvarpi?" Friðrik Rafnsson, ritstjóri Tíma- rits Máls og menningar, nefndi dæmi úr starfí sínu sem þýðandi og ritstjóri. Hann taldi bókmennt- imar besta málaskólann og vék að því að á móðurmálinu segjum við það sem okkur langar að segja, á erlendu máli það sem við getum sagt. Hann taldi það forréttindi ís- lendinga að muna langt aftur og geta að minnsta kosti lesið 800 ára gamlar bókmenntir hjálparlaust. Hann sagði að Frakkar hefðu ekki eldi bókmenntir en 400 ára á valdi sínu, þeir þyrftu til dæmis að lesa Gargantúa og önnur verk Rabelais í nútímaþýðingu eða með stuðningi orðabókar. Farið á Hlemm Guðrún Helgadóttir rithöfundur talaði meðal annars um það að skrifa fyrir börn. Þorsteini Gylfa- syni prófessor varð tíðrætt um mik- ilvægi íslenskra fombókmennta. Rödd ungs skálds úr salnum að rithöfundar ættu að leggja leið sína á Hlemm og láta fortíðina eiga sig fékk ekki góðar viðtökur. En kannski var einhver lærdómur fólg- inn í orðunum þótt þeim virtist stefnt gegn hinni annáluðu sam- hengisást rithöfunda og mennta- manna? Fundurinn í Norræna húsinu var eins konar undirbúningur þings sem haldið verður í Kaupmannahöfn í haust og mun íjalla um samband málræktar og fagurbókmennta. Ærlegar yngismeyjar KVIKMYNDIR Stjörnubíó LITLAR KONUR (LITTLE WOMEN) ★ ★ ★ Vi Leiksfjórí Gillian Armstrong. Hand- rit Robin Swicord, byggt á sam- nefndrí skáldsögu Louise May Alc- ott. Tónlist Thomas Newton. Aðal- leikendur Winona Ryder, Susan Sar- andon, Kristen Dunst, Samantha Mathis, Trini Alvarado, Claire Da- nes, Eric Stoltz, Gabríel Byme, Christian Bale, Mary Wickes. Banda- risk. Columbia Pictures 1994. HIN sígilda skáldsaga Louise May Alcott, Yngismeyjar, einsog hún nefnist í íslenskri þýðingu, er að verða sígilt viðfangsefni banda- rískra kvikmyndagerðarmanna. Fyrsta og besta Hollywoodútgáfan sá dagsins ljós árið 1933 með Kat- herine Hepbum, Paul Lukas og fleira góðu fólki undir ömggri stjóm Georges Cukor. Þessi gersemi hefur verið af og til á boðstólum hér á myndbandaleigum sem leggja áherslu á gamlar (textalausar) myndir. 1949 kom MGM með stjömum prýdda (June Allyson, Elizabet Taylor, Peter Lawford, Janet Leigh), auðgleymda glans- KVIKMYNDIR Bíðborgin TVÖFALT LÍF (SEPERATE LIVES) ★ Leikstjóri David Madden. Framleið- endur Ted Field og Robert W. Cort. AðaUeikendur James Belushi, Linda Hamilton, Vera Miles. Bandarísk. Trimark 1995. SÁLFRÆÐINGURINN Lísa (Linda Hamilton) á í vandræðum. Á kvöldin hvolfist yfir hana minnis- leysi, á morgnana vaknar hún svo mynd og David Lowell gerði svo rösklega þriggja tíma langa sjón- varpsmynd árið 1978 þar sem gömlu stjömumar Dorothy McGu- ire og Greer Garson stálu senunni frá þeim yngri. Það var vel til fundið að fá hina áströlsku Gillian Armstrong til að leikstýra nýjustu kvikmyndagerð- inni, en hún á m.a. að baki My Brílliant Career, eftirminnilega mynd um hlutskipti hugrakkrar, sjálfstæðrar konu á öldinni sem leið. Litlar konur §allar um March-fjöl- skylduna, fímm konur, fjórar systur og hina hreinskiptu móður þeirra (Susan Sarandon). Myndin gerist að miklu leyti á tímum borgara- styijaldarinnar þar sem heimilisfað- irinn berst með Norðanmönnum. Er þá oft þröngt í búi hjá mæðgun- um en þær hafa ráð undir rifi hveiju. Jo (Winona Ryder) er hin útötuð í annarra manna blóði. Lísa rekur kvöldskóla fyrir verðandi sála og einn af hennar eftirlætisnemend- um er Julio (James Belushi), fyrram lögreglumaður, ábúðamikill og traustvekjandi. Hún rekur fyrir honum raunir sínar og í framhaldi af því tekur hann að sér að njósna um þann persónuleika sem tekur yfir öðlinginn Lísu um aftanskeið. Hin dökka hlið kallar sig Línu og er fordæða hin mesta. Stundar sorabúlur og félagsskapurinn af örgustu gerð. Löggan gefst þó ekki upp enda farinn að elska Lfsu og hata Línu. Saman leysa þau geð- klofavandamálið og morðgátuna. hressa og káta í hópnum, í raun Louise May, höfundurinn sjálfur. Jafnframt því að vera leiðtogi systr- anna er hún ákveðin í að verða rit- höfundur og í myndarlok er hún með skáldverkið sem færði henni frægð og frama, Litlar konur - dramatíseraðar æskuminningar sínar, tilbúið til útgáfu. Systur hennar, Meg (Trini Alvarado), Beth (Claire Danes) og Amy (Kirsten Dunst, Samantha Mathis), ólíkar einsog dagur og nótt, eru bak- grannur myndarinnar, ásamt pilt- unum í nágrenninu og mennta- og yfirstéttinni í Boston sem March- fólkið tilheyrir en á ekki samleið með vegna bágrar fjárhagsstöðu á erfiðum tímum. Þetta er fjarlægt mannlíf og per- sónur, ekki aðeins í tíma heldur afar ólíkt lífsmunstri samtímans og umhverfið er ámóta framandi. Nýja Hvernig í ósköpunum stendur á því að David Madden, hinn gamal- kunni framkvæmdastjóri hjá Para- mount og 20th Century Fox, er hættur að stjórna risunum en farinn að leikstýra alvondum B-myndum? Von að maður spyiji, þetta er það eina sem er umhugsunarvert að sýningu lokinni. Hér gerist ekkert sem ekki hefur sést áður. Söguflétt- an er fyrirsjáanleg og með eindæm- um ómerkileg. Það er allt á sömu bókina lært. James Belushi hefur sjaldan sýnt það betur hvað hann er afleitur leikari sem á allt frægu eftirnafninu að þakka. Linda Ham- ilton nær sér aðeins á strik sem England hefur löngum verið vagga bandaríska aðalsins, þar ríkti jafnan meiri velsæld og blómlegra menn- ingarlíf en annarstaðar í Vestur- heimi. Uppúr þessum jarðvegi spretta Jo og systur hennar og hann blasir við okkur í snjallri kvik- myndagerð þar sem allt hjálpast að til að gera hana sem áhrifarík- asta; leikstjórn, leikur, svið, búning- ar og tónlist. Við erum leidd inn í aristókratískan andblæ liðinnar ald- ar, hann er nánast í snertingar- færi. Sagan er tilfínningarík, um hlý, einlæg uppvaxtarár ungra, ólíkra blómarósa, leit þeirra að ást- inni og hamingjunni í mótlæti og meðbyr. Eini gallin er kannske sá hversu yfirmáta heilsteyptir öðling- ar þetta eru upp til hópa, en kannske hefur mannlífið verið svona undurfagurt hjá afkomend- um pílagrímafeðranna. Armstrong og leikararnir túlka hrífandi söguna nánast óaðfinnanlega og leggja mikla rækt við ljúfsárar endurminn- ingar æskuáranna sem engin skilar betur en hin fínlega og tjáningaríka Ryder. Þessum forlátamannskap hefur tekist að gera einkar mann- eskjulega mynd sem hefur góð áhrif á áhorfandann og skilur við hann á jákvæðu nótunum. Sæbjörn Valdimarsson Lína hin lostafulla, sem er vita- skuld mun forvitnilegri persóna en sálfræðingurinn. Gallinn er sá að hún er engu skárri leikari en Belushi en sýnir þó dulítinn kynþokka í tæfugervinu. Aðrir leikarar eru á sama plani og hið dularfyllsta mál hversvegna vanur og klár kvik- myndagerðarmaður ræður yfír höf- uð nokkurn af þessum mannskap til starfa. Engu Iíkara en hann hafi gert allt til þess að myndin fengi skell. Madden er heillum horfinn leikstjóri. Handritið er að vísu í ámóta gæðaflokki og meðalsjón- varpsmynd en sæmilegur fagmaður hefði getað framkallað einhverja dulúð og örfáar spennusenur. Hvor- ugt er fyrir hendi í þessari flatn- eskju sem á þó að flokkast undir sálfræðiþriller. Sæbjörn Valdimarsson Þegar Lína hljóp í Lísu Morgunblaðið/Rax Sýningar Birgis Schinth BIRGIR Schioth listmálari held- ur sýningar á verkum sínum dagana 25. maí til 20. júní á eftirtöldum stöðum á Austfjörð- um; Á Seyðisfirði í félagsheimil- inu Herðubreið 25.-30. maí, Egilsstöðum í húsakynnum Ra- riks 2.-6. júní, Reyðarfirði í safnaðarheimilinu 9.-13. júní og í Neskaupstað í fundarsal Egilsbúðar 16.-20. júní. Á sýningunum verða alls 55 myndir flestar unnar með pastellitum, einnig vatnslitum, svartkrít og blýantsteikningar. Flestar myndanna eru gerðar á þessu og sl. ári. Hann hefur áður haldið níu einkasýningar. Blásarasveit og barnakór TÓNLEIKAR Blásarasveitar Tónlistarskólans í Grindavík og Barnakórs Grindavíkurkirkju verða haldnir á uppstigningar- dag 25. maí kl. 14 í kirkjunni. Eftir tónleikana munu for- eldrafélög hópanna sjá um kaffisölu og rennur ágóðinn í ferðasjóð bamanna, sem stefna að því að fara í tónleikaferð til Danmerkur næsta vor. Veitingar eru á 300 kr. fyrir fullorðna og 150 kr. fyrir böm. Allir eru velkomnir. TRIO Nordica Annir hjá Trio Nordica ÞÆR Auður Hafsteinsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir og Mona Sandström sem saman skipa Trio Nordica hafa ekki getað kvartað yfir verkefna- skorti undanfarið. Þær eru ný- komnar úr tónleikaferðalagi í Bandaríkjunum, fyrstu tónleik- amir voru haldnir í San Franc- isco í lok apríl, þaðan lá leiðin til Berkeley, síðan lék tríóið í íslenska sendiráðinu í Washing- ton D.C. og loks við Obortin háskólann í Ohio. Til marks um þær undirtekt- ir sem tríóið hlaut í ferðinni, segir í kynningu, má geta þess að þeim var boðin þátttaka í tónleikahátíðinni I Weathers- field í Vermont í sumar, þar sem þær munu bæði koma fram sem flytjendur og kennarar. Fyrir dyrum standa einnig tónleikar í Siguijónssafni í júní og tón- leikaferð um Svíþjóð í lok ág- úst. Fyrsti geisladiskur Tríósins er væntanlegur í sumarlok. Hörpusystur á Akranesi HÖRPUSYSTUR og sönghóp- urinn Sólarmegin halda söng- skemmtun í Tónlistarskólanum á Akranesi miðvikudaginn 24. maí kl. 21. Allar veitingar. Kynnir er Guðrún Geirsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.