Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Öfgaflokkar hlutu ekki það fylgi sem þeim var spáð í Belgíu Talið að stjórn Dehaenes muni starfa áfram Brussel. Reuter. BELGÍSKIR hægriöfgaflokkar hlutu mun minna fyigi í þingkosningunum á sunnudag, en þeim hafði verið spáð, og heidur samsteypustjórn sósíal- ista og kristilegra demókrata velli. „Ég er mjög ánægður yfir því að kjós- endur hafi látið jákvæðar fremur en neikvæðar tilfínningar ráða ferð- inni,“ sagði Jean-Luc Dehaene forsætisráðherra er úrslitin voru ljós. Reuter Umferð takmörkuð við Hvíta húsið Dehaene fór í gær á fund Alberts konungs og sagði formlega af sér fyrir sig og ráðuneyti sitt. Er búist við að honum verði falið að mynda nýja ríkisstjóm eftir að Albert hefur rætt við alla leiðtoga stjómmála- flokkanna. Er flokkur Dehaenes stærsti flokkur landsins og hlaut 17,1% atkvæða sem er aðeins meira en í kosningunum árið 1991. Þá hlutu kristilegir demókratar 16,8%. Þó að ekki sé talið ólíklegt að stjómarflokkamir haldi áfram sam- starfi sínu er búist við erfiðum stjómarmyndunarviðræðum þar sem fyrsta verkefni næstu stjómar verður að leggja fram ný fjárlög. Er nauðsynlegt að skera verulega niður útgjöld til að Belgar haldist innán marka Myntbandalags Evr- ópu (EMU). Louis Tobback, formaður flæm- skra sósíalista, sagði að hann myndi ekki fara blindandi í nýja sam- steypustjórn með kristilegum dem- ókrötum. „Ég veit að við eigum erf- iðar viðræður fyrir höndum. Ég er reiðubúinn til málamiðlana ef við höldum fullri reisn,“ sagði hann í gær. Fyrir kosningar var hægriöfga- flokkum spáð verulega fylgi en þeir höfðu unnið sigra í Évrópu- og sveitastjómarkosningum á síðasta ári. Efnahagsástand hefur verið erf- itt í Belgíu ámm saman og atvinnu- leysi mikið. Þá hafa fjölmörg spill- ingarmál grafíð undan hinum hefð- bundnu stjórnmálaflokkum. Þegar búið var að telja úr kjör- kössunum kom hins vegar í ljós að helsti öfgaflokkurinn, Flæmska fylkingin, hlaut einungis 7,8% sem er 1,2% meira en í síðustu kosning- unum. Flokkurinn hlaut hins vegar 26,7% atkvæðu í Antwerpen, næst- stærstu borg Belgíu, og er áfram stærsti flokkurinn þar. Mest kom á óvart að sósíalistar skyldu ekki missa meira fylgi en þeir hafa helst tengst spillingarmál- unum. Liggja margir núverandi og fyrrverandi leiðtogar flokksins undir gmn um að tengjast viðamiklu spill- ingarmáli í tengslum við kaup belg- íska hersins á ítölskum Agusta-þyrl- um á síðasta áratug. Flæmskir sósíalistar hlutu 12% atkvæði, sem er 0,6% meira en í síðustu kosningum. ÁTT A ára stúlka rennir sér á hjólaskautum á Pennsylvania Avenue, breiðgötunni við Hvíta húsið en götunni hefur nú verið lokað að hluta fyrir bílaumferð til að draga úr hættunni á árásum hryðjuverkamanna á forseta- bústaðinn. Er Bill Clinton forseti flutti inn í Hvíta húsið í janúar 1993 fannst honum umsvif öryggisgæslunnar óþarflega mikil og hundsaði i fyrstu sum fyrirmæli hennar. Heimildarmenn segja að tilræðin í World Trade Center og Okla- homaborg hafi valdið því að hann sætti sig nú við auknar ráðstafan- ir gegn hermdarverkum. Búist við samning- um við Serba STÓRVELDIN gera sér mikl- ar vonir um að ná samningum við stjórn Júgóslavíu, þ.e. Serbíu/Svartfjallalands, inn- an fárra daga og myndu þá mjög aukast líkur á endalok- um stríðsins í Bosníu, að sögn stjórnarerindreka. Takist samningar um að Slobodan Milosevic Serbíuforseti viður- kenni Bosníu munu Samein- uðu þjóðirnar aflétta efna- hagslegum refsiaðgerðum sem eru að sliga fjárhag Serba. Schweitzer viðriðinn hneyksli? LOUIS Schweitzer, stjórnar- formaður franska bílafyrir- tækisins Renault, sætir nú ranhsókn yfirvalda vegna gruns um að hann hafi verið viðriðinn hneyksli í tengslum við notkun á alnæmissýktu blóði á sjúkrahúsum. Schwe- itzer var árið 1985 skrifstofu- stjóri Laurents Fabius, þáver- andi forsætisráðherra stjórn- ar sósíalista, er í ljós kom að hluti blóðbirgða landsins gat verið sýktur. Haldið var áfram að nota birgðirnar þrátt fyrir þessa vitneskju. Gramm bendlaður við klám PHIL Gramm, sem reynir að verða frambjóðandi banda- rískra repúblikana við for- setakjör á næsta ári og legg- ur áherslu á kristileg sið- ferðisgildi, er nú í vanda. í ljós hefur komið að hann hugðist fyrir rúmum tveim áratugum leggja fé í fram- leiðslu á klámmynd um feg- urðardrottningar. Ekkert varð af myndatökunni en Gramm mun eiga erfitt með að útskýra málið fyrir stuðn- ingsmönnum sínum. Mannrétt- indabrot í Rúmeníu MANNRÉTTINDASAM- TÖKIN Amnesty sögðu í gær að þrátt fyrir framfarir væru mannréttindi enn brotin í Rúmeníu og stjómvöld bæru ábyrgð á ástandinu. í skýrslu samtakanna var skýrt frá fangelsun samviskufanga, illri meðferð á fólki í varð- haldi og grunsamlegum dauðsföllum fanga. Aznar spáð meirihluta ÞJÓÐARFLOKKI Jose Maria Aznars á Spáni er spáð 43% atkvæða og hreinum meiri- hluta á þingi samkvæmt nýrri könnun EI País. Sósíalistar hafa verið völd samfleytt frá 1982, þeim er spáð 27% fylgi. Forsætisráðherra Króatíu í óvæntri íslandsheimsókn Telur veru SÞ í Króatíu ekki munu skila árangri Morgunblaðið/Kristinn NIKICA Valentic, forætisráðherra Króatíu, ræðir við Davíð Oddsson forsætisrásðherra og Guðmund Bjamason, land- búnaðar- og umhverfisráðherra. ORSÆTISRÁÐHERRA Króatíu Nikica Valentic, segir Sameinuðu þjóðim- ar ekki hafa staðið við ætlunarverk sitt í Króatíu og telur lítinn árangur verða af dvöl þeirra í landinu. Valentic kom í óvænta heimsókn til íslands á sunnudag til að fylgjast með löndum sínum í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í handknattleik og til að hitta íslenska ráðamenn að máli. Þáði Davíð Odds- son forsætisráðherra, sem tók á móti hinum króatísku gestum, boð um að halda í opinbera heimsókn til Króatíu. Valentic og Davíð ræddu m.a. ástandið í lýðveldum fyrrum Júgó- slavíu. „Þá er óþarfí að taka það fram, að ég Iýsti yfir þeirri ósk minni að renna mætti styrkari stoð- um undir efnahagsleg og pólitísk samskipti landanna. Það gleður okkur að vera hér, því ísland var eitt fyrsta landið til að viðurkenna sjálfstæði Króatíu árið 1991. Trúið mér, handboltinn er ekki eina ástæðan fyrir komu okkar.“ Er Valentic var inntur eftir því hvort bardagar í Vestur-Slavoníu- héraði, sem var á valdi Serba, væru merki um að króatísk yfírvöld vildu binda endi á uppreisn Serba með valdi eða hvort enn væru möguleik- ar á að komast að samkomulagi, sagði hann stjórn sína vera andvíga því að leysa ágreiningsmál með vopnavaldi. Hins vegar hefðu Króat- ar neyðst til að grípa til sinna ráða, Serbar hefðu lokað einni aðalhrað- brautinni frá Zagreb, auk þess sem fjórir almennir borgarar hefðu verið myrtir þar. Ekkert ríki gæti látið slíkt óátalið. Aðgerðir Króatíuhers í Slavoníu hefðu aðeins tekið 31 klukkustund og útilokað væri að standa að meiriháttar hernaðar- aðgerðum á svo stuttum tíma. Serbar munu viðurkenna Króatíu Króatar voru því lengi vel andvíg- ir að framlengja dvöl friðargæslu- sveita Sameinuðu þjóðanna í land- inu en féllust að endingu á áfram- haldandi veru þeirra í landinu. Er Valentic var spurður hvort hann teldi að sveitimar hefðu engu hlut- verki þar að gegna, sagði hann að þær hefðu ekki náð að Ijúka við þau verkefni sem þeim hefði verið ætl- að, þrátt fyrir að þær hefðu verið í landinu í þijú ár. „Á meðan gæslul- iðar hafa verið í landinu, hafa þjóð- emishreinsanir verið algerar á sum- um svæðum og þúsundir Króata neyðst til að yfírgefa heimili sín. Hugmynd Slobodans Milosevics, Serbíuforseta, var sú að reka Kró- ata frá heimilum sínum og fá svo friðargæslusveitimar til að gæta hinna nýju landamæra, líkt og á Kýpur og leita svo eftir alþjóðlegri viðurkenningu á þeim. Ég minni á að tvö aðalmarkmið gæslusveitanna 1992 voru að afvopna vopnaðar serbneskar sveitir og að koma flóttamönnum aftur til síns heima. Þó að við séum vissulega þakklát- ir fyrir ýmislegt það sem SÞ hafa náð fram, svo sem vopnahléð, hefur það ekki komið í veg fyrir friðar- gæsluliðar stundi t.d. ólögleg við- skipti við báða hluta landsins. Við emm ekki andvígir veru SÞ í Króa- tíu en teljum að hún muni ekki skila neinum árangri eða verða til þess að Króatar endurheimti lands- svæði sín.“ Fréttir hafa borist um að Serbar íhugi að viðurkenna sjálfstæði Bos- níu en Króatía hefur ekki verið nefnd í sama mund. „Við eigum nú f langvarandi pólitískri baráttu. Ýmsir möguleikar eru í stöðunni en að endingu mun Milosevic neyðast til að viðurkenna, ekki aðeins Bos- níu, heldur einnig Króatíu. Ég tel ekki mögulegt að samfélag þjóð- anna muni þola að þjóðunum verði mismunað til lengri tíma.“ Setjum markið hátt Króatar fylgdust með sínu liði í útsendingum sjónvarps og segir Valentic að gott gengi þeirra hafí hreint ekki komið sér á óvart. „Ég minni á það að lið Króata í hóp- íþróttum, knattspymu, körfuknatt- leik og handknattleik, hafa staðið sig vel að undanfömu. Við setjum markið hátt og stefnum á að verða Evrópumeistarar í körfuknattleik í Grikklandi síðar á þessu ári, svo í knattspymu. Þá eigum við mögu- leika á heimsmeistaratitlinum í handknattleik," sagði Valentic von- góður fyrir úrslitaleikinn, en honum lyktaði sem kunnugt er með tapi Króata.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.