Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 13 LANDIÐ Morgunb!aðið/Ámi Helgason NEMENDUR 1. bekkjar Grunnskólans í Stykkishólmi glaðir á svip með nýju reiðhjólahjálmana sem Lionskonur gáfu þeim. Stykkishólmi - 1. bekkur Grunn- skólans í Stykkishólmi fékk góða heimsókn um daginn. Þar mættu konur úr Lionsklúbbnum Hörpu. Erindið var að gefa hveijum nemanda reiðhjólahjálm. Konurnar höfðu með sér lög- regluþjón, Svein Inga Lýðsson, sem útskýrði fyrir krökkunum hvernig nota eigi hjálminn og eins talaði hann um nauðsyn þess að nota hjálma er börn væru að hjóla á götum bæjarins. Á sumr- in eykst mjög umferð á götunum því mikið er um ferðafólk og þá eru börnin ekki eins örugg í umferðinni. Það hefur færst Lionskonur í Stykkishólmi gefa reið- hjólahjálma mjög í vöxt að börn noti hjálma þegar þau hjóla og er það af hinu góða. Nú eru komnir á markað hjálmar sem eru léttir og þægilegir í notkun. Fyrir nokkrum árum sást varla barn með reiðhjólahjálm hér í bæ en sem betur fer þykir ekki lengur asnalegt að setja upp hjálminn áður en farið er að hjóla. Þetta framtak Lionsklúbbsins Hörpu er þakkarvert og stuðlar örugglega að meiri notkun. Það kom fram hjá Lionskonum að þær vonuðu að framhald yrði á og þær kæmu árlega í heimsókn til 1. bekkjar og gæfu hjálma. Nemendur voru ánægðir með heimsóknina og var greinilegt að þeim þótti vænt um gjöfina sem þau fengu. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir í ÞÓRSHAFNARHÖFN verður niður 70 metra langt stálþil, steyptur verður kantbiti og pollar ásamt fyllingu. 70 metra langt stálþil í hafnargarð á Þórshöfn ÞórshBfn. ° FRAMKVÆMDIR eru hafnar við endurbætur á höfninni og verður þar rekið niður 70 metra langt stálþil. Steyptur verður kantbiti og pollar ásamt fyllingu. Verkið var boðið út og bárust í það fjög- ur gild tilboð. Kostnaðaráætlun Vita- og hafnamálastofnunar var 23.128.021 kr. en lægsta tilboð var 56% af áætluninni eða 12.946.055 krónur. Það var frá Trévangi hf. á Reyðarfirði og sam- starfsaðili verður Vörubifreiða- stjórafélagið Þór sem er í eigu heimamanna. Að sögn Reinhards Reynissonar, sveitarstjóra, er ætl- unin að leggja lagnir og steypa þekju á næsta ári, en áfanga þeim sem nú er hafinn lýkur skv. verk- samningi 20. júlí nk. Síðari ár hefur umferð stórra skipa stóraukist; bæði loðnu- og síldarskip leggja leið sína hingað í auknum mæli svo oft hefur ver- ið ófremdarástand við höfnina vegna þrengsla. Þessi nýja að- staða bætir fyrst og fremst lönd- unaraðstöðu, einkum á loðnu og síld og almenn löndun á bolfíski verður þægilegri en hægt verður þá að landa beint inn í húsið. Aukin umsvif kalla á endurbætur og verður í framtíðinni meira rými við höfnina og vinnuaðstaða þægilegri. L.S. Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsson SNJÓBLÁSARINN að grafa sig gegnum skaflana skömmu áður en hann bilaði. Vegur norður Strandir um það bil að opnast Laugarhóli - Vegagerð ríkisins hófst handa um að moka norður í Árneshrepp í upphafi sl. viku. Hefur gengið á ýmsu um það verk og er ekki búist við að því ljúki í þessari viku. Þama er um svo mikið snjó- magn að ræða að með eindæmum er. Má raunar segja að enn sé lokað úr Bjarnarfirði norður í Kjörvog. í síðustu viku komst snjóblásarinn norður að Brúará sem rennur úr Brúarárvatni og kemur niður skammt norðan Reykjarvíkur. Er þangað kom bilaði hann og hefur ekki komið að mokstrinum síðan. Eru nú eingöngu notaðar ýtur og mokað beggja vegna frá. Búist er fastlega við að í þessari viku mufii opnast að minnsta kosti milli Djúpuvíkur og Kjörvogs. Þess má geta að ibúar Djúpuvíkur hafa orðið að flytja börn sín í skólann á Finnbogastöðum á vélsleðum allt fram á þennan dag, en skóla lýkur rétt fyrir mánaðamótin. Við eftirgrennslan fréttaritara var ekki talið víst að það tækist að opna alla leiðina í þessari viku. Er það með því allra síðasta sem gerst hefur að ekki opnist norður fyrr en um mánaðamótin maí-júní. Þegar leiðin um Selströnd, milli Hólmavíkur og Drangsness, var opn- HORFT niður eftir gljúfri Hallárdalsár. Suðurhlíðar Bjarnarljarðar á móti. uð fyrir skömmu var þar skafl um 14 metrar á dýpt. Mesta dýpt hans við mokstur var áður þekkt 11,5 metrar. Slíkir skaflar sfga oftast saman aftur og verður því að moka þá aftur og aftur. Þá hefur heyrst af tvítugu stáli í skafli einum á Barðaströnd. Er jafnvel mönnum hér um slóðir nóg boðið við þá frétt. Kalla samt Strandamenn ekki allt ömmu sína í þessum efnum. Skiptiborð Kr. 55.200 kr. 57.700 Ariston uppþvottavél LS 603 Tekur 12 manna stell. Tvö hitastig 55°c og 65°c 6 þvottakerfi. Hraðþvottakerfi. Ariston þurrkari S 54 K Tekur 4,5 kg. af þvotti. Tvö hitastig 40°c og 60t Tromla úr ryðfríu stáli. Snýst í báðar áttir. Fyrir 100 mm barka. " Kr. 37.500 í verslun BYKO og Byggt og búið jóðast stór og smá heimilistæki hagstæðu verði. Ariston eldavél GO MEW :jórar rafmagnshellur. Blástursofn. Færanlegt lok. Grill og blástursgrill. Góð einangrun Vriston þvottavél VV837TX Tekur 5 kg. af þvotti Vindur 500/850 sn. pr. mín. 16 þvottakerfi Sparnaðarrofi Tromla og belgur úr ryðfríu stáli. Kr.52.300 Skipliborð 41000, 641919 x Verslun Breiddinni. Kópavogi: Hólt og gólf, afgreiðsla 641919 Verslun, Dalshrauní 15. Hatnartlrð Almenn afgreiðsla 54411, 52870 > Almenn afgreiðsla 629400 Verslun, Hrlnabraut 120. Reykjavík búið. Krin Grænt simanúmer BYK0: Almenn afgreiðsla 689400, 689403 Grænt númer 996410 ðARISTON Falleg, sterk og vönduð ítölsk heimilistæki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.