Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Viðhald & nýbyggingar Láttu okkur gera þér tilboð og við komum þér þægilega á óvart. K.K. Blikk hf - Auðbrekku 23 - S:554-5575 Ingólfur Jónsson - Húsasmíðameistari Sími: 567-0643 og Bílasími: 985-21909 Þú kaupir rafmagnsverkfæri fyrir 20 þúsund krónur... ...og færð þennan níðsterka galla í bónus. Atias Copco og AEG sameinaðir verður útkoman alveg einstök gæði. AEG MUuCopco Gegnum þykkt og þunnt úla 8. S.553 8820 BRÆÐURNIR OBMSSONHF ÚR VERIIMU Morgunblaðið/Þorsteinn Kristjánsson SÍLDVEIÐAR ganga nú vel innan færeysku lögsögunnar, en líklegt er að flotinn elti síldina inn í Síldarsmuguna, veði hún ekki veiðanleg innan lögsögu okkar eða Færeyinga. Yfir hundrað þúsund tonn af síld nú veidd SÍLDVEIÐAR okkar íslendinga innan færeysku lögsögunnar ganga enn vel og eru meira en 100.000 tonn komin á land. Yfirvofandi verkfall setur nú strik í reikninginn, en skelli það á, verða skipin að hætta veiðum á miðnætti aðfarar- nætur fimmtudags og sigla í land. Ekki er lengur leyft að klára túr- ana. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðið gætir mikillar óánægju meðal útgerðarmanna og sjómanna á síldarskipunum, þar sem helzti ásteytingarsteinninn í samningun- um, kemur ekki við þessi skip. Lík- legt er að fari síldin yfir í Síldar- smuguna, haldi skipin áfram veið- um þar, þrátt fyrir tilmæli stjóm- valda um að svo verði ekki gert. Samkvæmt yfirliti frá Samtökum fiskvinnslustöðva hafði verið til- Yfirvofandi verk- fall setur strik í reikninginn kynnt um tæplega 100.000 tonna afla í gærmorgun, en alls öfluðu skipin um 21.000 tonna um helg- ina. Mestu hafði þá verið landað á Eskifirði, rúmlega 17.000 tonnum. Til Seyðisfjarðar höfðu 16.000 tonn borizt og 15.900 tonn til Neskaup- staðar. Færeyingar hafa veitt 25.000 til 30.000 tonn. Islendingar og Færey- ingar settu sér sameiginlegt aflahá- mark úr norsk-íslenzka síldarstofn- inum, 250.000 tonn, þannig að helmingur þess er þegar veiddur. Vegna yfirvofandi verkfalls eru flest skipin á leið inn, en þau mega ekki stunda veiðar eftir miðnætti aðfararnætur fimmtudagsins, skelli verkfallið á. Því fara skipin væntan- lega ekki út aftur fyrr en að loknu verkfallinu, verði það að veruleika. Samkvæmt heimildum- morgun- blaðsins er mikil óánægja með verk- fallið hjá sjómönnum á síldarskip- unum, þar sem helztu deilumálin snúa ekki að þessum veiðum. Það sama má reyndar segja um vinnslu- skipin, sem meðal annars eru nú að veiðum á Reykjaneshrygg. í gær hafði samningamálum þokað veru- lega og fátt eftir annað en verð- myndun á fiski, en þar er um flók- ið mál að ræða og þarf líklega að koma til kasta Alþingis til lausnar á því. Vill veiðistjóm á „hryg,gnum“ NORSKA stjórnin vill, að tekin verði upp stjórn á karfaveiðunum á Reykjaneshrygg og ákveðin kvóta- skipting. Kemur þetta fram í frétta- tilkynningu frá norska sjávarút- vegsráðuneytinu, sem vísar því einn- ig á bug, að Norðmenn stundi rá- nyrkju á miðunum. Er sagt, að ekki sé hægt að bera saman veiðarnar á Reykjaneshrygg við veiðarnar í Smugunni eða Síldarsmugunni eins og íslendingar hafí gert. Innan Norðaustur-Atlantshafs- fiskveiðinefndarinnar, NEAFC, hef- ur verið rætt um það í mörg ár að taka upp kvótaskiptingu og stjórn á karfaveiðunum á Reykjaneshrygg og hefur Norðmaður verið formaður vinnuhógs, sem um þau mál hefur ljallað. A ársfundinum í nóvember studdu Norðmenn ósk íslendinga og Grænlendinga um heildarkvóta, sem taka skyldi jafnt til karfans innan lögsögu strandríkjanna sem á alþjóðlegu hafsvæði. Ljóst er, að Grænland er stærsta strandríkið en óljóst er hve mikið tilheyrir íslensku lögsögunni. Ekki náðist samkomu- lag um tillöguna innan NEAFC. Á síðustu árum hafa íslendingar aukið karfaveiðar á Reykjaneshrygg mjög verulega en afli Norðmanna hefur dregist saman. Heildarafli ríkjanna var mjög svipaður 1992, um 15.000 tonn, en síðan hefur afli Norðmanna minnkað um helm- ing en íslenski karfaaflinn aukist mikið eða í 54.000 tonn á síðasta ári. Þá náði heildaraflinn einnig því marki, sem fiskifræðingar telja mega vera mest, og það er ljóst, að það eru ekki Norðmenn, sem stunda ofveiði. 24 klukkutímar Lánareglur okkar eru einfaldar og óþarfa bið vegna umsókna þekkist ekki. Ef öll gögn liggja fyrir af þinni hálfu, er umsóknin því afgreidd innan sólarhrings. FáÖu ítarlegan upplýsingabækling í næsta útibúi Landsbanka Islands, Búnaöarbanka Islands eÖa hringdu beint í okkur. Kynntu þér þá margvíslegu möguleika sem fjármögnunarleiga hefur umfram aðra kosti á lánamarkaðinum. SUÐURLANDSBRAUT 22, 108 REYKJAVÍK SÍMI 568 9050, FAX 581 2929 i > i > i > > > > > > > > > > > > > > > > >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.