Morgunblaðið - 23.05.1995, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ1995 21
LISTIR
SÆNSKI karlakórinn Stockholms Studentsángarförbund.
Sænsku Stúdentasöngv-
ararnir syngja á íslandi
SÆNSKI karlakórinn Stock-
holms Studentsángarförbund
(„Stúdentasöngfvararnir") eru
í söngferð á Islandi þessa dag-
ana. Kórinn kom hingað síðast-
liðinn föstudag og fer af landi
brott föstudaginn 26. maí.
í íslandsferðinni flytja Stúd-
entasöngvararnir kirkjulega
tónlist, m.a. eftir Poulenc og
Madetoja, sígild sænsk karla-
kóralög, m.a. eftir Alfvén og
Petersson-Berger og kvöldljóð
eftir Söderman og fleiri.
Fyrstu tónleikar kórsins
voru í Keflavík á sunnudags-
kvöld. Þá verða tónleikar á
Akureyri kl. 20.30 í kvöld,
þriðjudagskvöld og þriðju og
síðustu tónleikar kórsins í ís-
landsferðinni verða í Fella- og
Hólakirkju í Reykjavík
fimmtudaginn 25. maí kl.
20.00.
Karlakór Reykjavíkur kem-
ur einnig fram á þeim tónleik-
um og syngur með sænska
kórnum.
Burtfarar-
prófs
tónleikar
frá Söng-
skólanum
GUÐRÚN Finnbjarnardóttir
mezzo-sópran heldur ljóðatónleika
í Hafnarborg, Hafnarfirði, miðviku-
daginn 24. maí
kl. 20.30 og eru
tónleikarnir síð-
asti hluti burt-
fararprófs henn-
ar frá Söngskó-
lanum í Reykja-
vik. Á efnis-
skránni eru
sönglög eftir Pál
ísólfsson, Jón
Ásgeirsson, Ric-
hard Strauss,
Johannes
Brahms og Edvard Grieg.
Guðrún er Reykvíkingur og lauk
stúdentsprófi frá Kvennaskólanum
í Reykjavík vorið 1990. Hún hóf
söngferil sinn hjá Marteini H. Frið-
rikssyni í Dómkórnum 1979 og inn-
ritaðist í Söngskólann í Reykjavík
tveim árum síðar og var Már Magn-
ússon aðalkennari hennar fyrstu
árin. Guðrún gerði hlé á námi sínu
við Söngskólann og stundaði þá
nám við Tónlistarskólann í Reykja-
vík hjá Rut Magnússon og einka-
nám hjá Margréti Bóasdóttur, en
hóf síðan nám við'Söngskólann aft-
ur, þá hjá Dóru Reyndal og lauk
8. stigi vorið 1991.
Guðrún fór í 2ja ára framhalds-
nám erlendis, fyrst í Boston Uni-
versity hjá Mary Davenport og síð-
ara árið gestanemandi við Tónlist-
arháskólann í Oslo hjá Svein
Björköy. Jafnframt námi sínu hefur
hún sótt söngnámskeið hjá próf.
Erika Schmidt Valentin í Þýska-
landi og Dr. Oren Brown hér heima
og í Noregi.
Guðrún hóf nám hjá Dóru Reyn-
dal við Söngkennaradeild Söngskól-
ans haustið 1993 og lauk fyrri hluta
burtfararprófs ári síðar. Hún hefur
sungið með Kór íslensku óperunnar
og verið félagi í Mótettukór Hall-
grímskirkju frá stofnun hans og
hefur oft komið fram sem einsöngv-
ari með kórnum.
Undirleikari hennar á tónleik-
unum er Ólafur Vignir Albertsson
píanóleikari, en hann er jafnframt
kennari hennari við Söngskólann.
------♦ .......—
Sellótónleikar í
Oddakirkju
GUNNAR Björnsson sellóleikari
heldur tónleika í kirkjunni í Odda
á Rangárvöllum á uppstigningar-
dag, 25. maí, kl. 21.
A efnisskrá tónleikanna eru tvær
einleikssvítur eftir Jóhann Sebast-
ian Bach, nr. III í C-dúr og nr. IV
í Es-dúr.
KOLAPORTIÐ
□□
□□
sa;
TL
T
imitriTTiLiJii
tnra
1111
i n i ii 111 t ii t t
■ ■■■!■■■
íílillifil
Sumarportið er opið virka daga kl. 12 -18
TILBOÐ VEISLAN
| Risageisladiskaútsala með 1000 titlum afíslenskri sem erlendri tónlist.
ty'o/lý (^fí/f/e oA'e/ácm- 3/)í//íe Q/^)/ö</ay, Vfa/áy /p/öne
'awvmy
'iar-
'eermu'nmir
Ara tvf Stcrruskvt