Morgunblaðið - 23.05.1995, Page 17

Morgunblaðið - 23.05.1995, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA Reuter BRITTAN og Kantor heilsast fyrir fund þeirra í gær. Brittan gsign- rýnir Bandaríkja- sljórn harðlega Brussel. Reuter. LEON Brittan, sem fer með við- skiptamál í framkvæmdastjórn ESB, ítrekaði í gær gagnrýni sína á boðaðar refsiaðgerðir Banda- ríkjastjórnar gegn japönskum bif- reiðum fyrir fund sinn með Mickey Kantor í Brussel í gær. „Það virðist vaka fyrir Banda- ríkjamönnum að bijóta niður al- þjóðlegar viðskiptareglur," sagði Brittan í viðtali við franska við- skiptablaðið Les Echos. Hann sagð- ist vera sammála Kantor um að japanski markaðurinn væri ekki fyllilega opinn og að tillögur Japana til úrbóta væru ófullnægjandí. Ein- hliða aðgerðir væru hins vegar ekki rétta leiðin til lausnar á deilunni. Sagðist Brittan vera hlynntur því að Alþjóðaviðskiptastofnunin, WTO, reyndi að miðla málum í deilunni. Fríverslunarsvæði með N-Ameríku Brittan var einnig spurður í við- talinu um hugmyndir sínar um frí- verslunarsvæði er næði til Evrópu og Norður-Ameríku. Hann sagði það vera ein þeirra hugmynda er væru uppi til að bæta efnahagsleg samskipti álfanna tveggja. Meðal annarra hugmynda væri gagn- kvæm viðurkenning á tæknilegum stöðlum. Taldi hann upp margt, sem gerði hugmyndir um evrópst-bandarískt fríverslunarsvæði, erfiðar í fram- kvæmd. Óvíst væri hvort að slíkt fríversl- unarsvæði samrýmdist reglum WTO, ekki væri ljóst hvort að það ætti einnig að ná til landbúnaðar- vara og hvort að Mexíkó ætti einn- ig að vera hluti af svæðinu. „Við verðum að gera okkur grein fyrir mikilvægi þessa nýja efnahagslega - og pólitíska - upp- hafs. Það mun mun taka tíma en það er margt, sem við getum gert á meðan,“ sagði Brittan. Hann sagðist ekki hafa fengið formlegt umboð frá framkvæmdastjórninni til að hefja viðræður við Banda- ríkjastjórn en af viðræðum við aðra í framkvæmdastjórninni væri ljóst að ekki væri andstaða við þessar hugmyndir. Fundur evrópskra fjármálaráðherra Aðlögun A-Evrópu gengur hratt fyrir sig Brussel. Reuter. ALAIN Madelin, fjármálaráðherra Frakka, sagði í gær að Austur-Evr- ópu- og Eystrasaltsríkin níu, er stefndu að aðild að Evrópusam- bandinu hefðu unnið mikið starf við að aðlaga hagkerfí sitt og lög að því sem tíðkaðist í vesturhluta Evr- ópu. Kom þetta fram á fundi um Austur-Evrópu, sem haldinn var í Brussel í gær, en Madelin var þar fulltrúi frönsku stjómarinnar, sem nú fer með forystuna í ráðherraráði ESB. „Þessi ríki stefna öll í rétta átt þó að sum séu lengra komin en önnur, “sagði Madelin, en fundinn sátu fjármálaráðherrar ESB og starfsbræður þeirra í Póllandi, Ung- veijalandi, Tékklandi, Slóvakíu, Rúmeníu, Búlgaríu, Litháen, Lett- landi og Eistlandi. Öll hafa þessi ríki sótt um aðild að sambandinu. Skýrslu vel tekið Á fundinum var rætt um skýrslu ESB um aðild Austur-Evrópuríkj- anna, þar sem taldar eru upp þær breytingar, sem ríkin verða að gera á lögum sínum og hagkerfum. Mario Monti, sem fer með innri málefni ESB í framkvæmdastjórn- inni, sagði að skýrslunni, sem hann lýsti sem handbók, hefði verið vel tekið. Grzegorz Kolodko, íjármálaráð- herra Póllands, sagði að sú sam- runaþróun er nú ætti sér stað milli austurs og vesturs væri mun frekar pólitísk fremur en efnahagsleg og hvatti til aukinnar samræmingar á stefnumótun þeirra ríkja er sæktu um aðild. Kenneth Clarke, ijármálaráð- herra Breta, sagði markmið skýrsl- unnar vera að setja Austur-Evrópu- ríkjunum skýr markmið. Hann úti- lokaði hins vegar að þau gætu gerst aðilar að ESB í allra nánustu fram- tíð. Fyrir fundinn ákváðu fjármála- ráðherrarnir að veita Úkraínu lán upp á 85 milljónir ECU og allt að 200 milljónir ECU síðar. Fyrra láninu hafði verið frestað í desem- ber í fyrra þangað til að Úkraínu- stjórn setti sér skýr markmið varð- andi lokun Tjernóbýlkjarnorku- versins. ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 17 Dagskra Húsið opnað kl. 19.00. Guðmundur Hallvarðsson, formaöui sjómarmadagsráös, setur hóíiö. Kynnir kvöldsins verður Egill Olaísson. Fjöldi glœsilecpa skemmtiatriða: Diddú, Egill Olaísson, Björgvin Halldórsson, Gunnar Þórðarson, Reynir Jónasson, Símon Kuran og Bjarni Sveinbjörnsson. KvöldverC5vir ^ La\apaté með sjávarréttasósu ogfersku saíati. Lambavöðvi dijon rneð sfierru sveppasósu, kryddsleik.tumjarðep[um oggíjáðugmnmeti. iRpmmís í pönnuköku með fteitri súkfuíaðisósu. Gömlu brýnin leika fyrir dansi til kl. 03.00 Verð kr. 4.500 á mann. Miða- og borðapantanir í síma 568 7111 QUATTRO stigateppi HENTUG - FALLEG - QDYR Þola hreinsun með klórblöndu! LITRIKUR SPRETTHLAUPARI Innlæst litakorn tryggja varanlega og samfellda litun. W'jM EKKERT BERGMAL ÁV: j.i, Hljóðeinangrandi eiginleikar Imprel-CR tryggja gott hljóðísog. GLEÐUR AUGAO Samræmdir og skýrir litir gera teppið eins og gamalt málverk í nýjum ramma. Litir falla saman í eina heild á stórum sölum. SANNURHARÐJAXL I Þrístrenda formið í nylonþræðinum tryggir frábært álagsþol. —jgy BLASIÐ A BLETTI Flestir óhappablettir hverfa auðveldlega. ^ erf'^ar' hletti má nota klórefni. EIMGIIM RAFSTUÐ BEKINOX leiðandi málmþráður ofinn í garnið gerir teppið varanlega afrafmagnað. Engin óþægileg stuð vegna ENGAR TROOIMAR SLOÐIR Þristrend bygging Imprel-CR nylonþráðanna tryggir frábært fjaðurmagn og endurreisn á teppaflosinu. Hinn þétti svampbotn er gerður úr Baysal T — hágæða latexi frá Bayer. Jj' AUÐÞRIFIÐ Teppin eru auðþrifin án þess að litir láti á sjá — W[ jafnvel á miklum álagssvæðum. BRUNAPOLIÐ BS 4790 brunaþolspróf: Imprel—CR teppi á actionbotni sýna litinn íkveikjuradíus (WIRA-prófað). ORKUSPARAIMOI Imprel-CR teppi eru mjög einangrandi og draga því úr hitunarkostnaði. Stigahúsalilboð til 15. júni 20% afsláttur af Quattro stigateppum en það samsvarar 30.000 kr. afslætti á meðalstóru húsi eða ókeypls lögn á stigahúsið Leitið tilboða. Við mælum, sníðum og leggjum, fljótt og vel. Fjarlægjum gömul teppi. stöðuspennu. TEPPABUÐIN SUÐURLANDSBRAUT 26 -"siMI 681950

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.