Morgunblaðið - 10.06.1995, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FERÐALÖG
\tt / ýt
íslenskt grænmeti er safríkt, bragð-
mikið, hreint og hollt.
Hreinleikarannsóknir hafa sýnt
að engin aukaefni finnast í
íslensku grænmeti.
Það er ómissandi í salöt, sem álegg,
í pottrétti eða sem ferskur biti á milli
máltíða.
Njóttu hreinleikans og hollustunnar
í íslensku grænmeti.
Fleiri skemmti-
ferðaskip í sumar
í FYRRA komu 39 skip í Reykja-
víkurhöfn en í sumar er búist
við að þau verði 47. Aukningin
virðist ætla að verða enn meiri
á Akureyri, en þangað komu
23 skip í fyrra en áætlaður fjöldi
skipakoma nú er 39.
Fjölgunin í viðkomum hér á
landi er hluti af almennri aukn-
ingu í ferðum skemmtiferða-
skipa um allan heim. Fargjöld í
skemmtisiglingar hafa farið
hlutfallslega lækkandi á síðari
árum. Farþegamir eru því ekki
lengur aðeins úr efnaðri þjóðfé-
lagsstéttum. Fleiri geta nú leyft
sér að sigla í makindum um
heimsins höf. Að vísu er munað-
urinn ekki jafn mikill og var á
dögum Titanic og Queen Eliza-
beth.
Farþegar skipanna sem hing-
að koma eru langflestir Þjóð-
veijar en Bretar, ítalir og
Frakkar eru einnig fjölmennir.
Bandaríkjamenn hafa ekki sótt
mikið til landsins miðað við það
að þeir eru allra þjóða dugleg-
astir við að ferðast með
skemmtiferðaskipum. Þeir kjósa
fremur sólríka siglingu á
Karíbahafi.
Á HELGARDAGSKRÁ Viðeyjar
er m.a. hálfs annars tíma göngu-
ferð á vestureyna. Lajgt af stað
kl. 14.15 á laugardag. A sunnudag
kl. 15.15 verður staðarskoðun sem
hefst í kirkjunni og gengið síðan
um næsta nágrenni, fomleifa-
gröfturinn skoðaður, útsýnið af
Heljarkinn o.fl.
Á sunnudagskvöldið stendur
Karl Jónatansson fyrir harmoniku-
dansleik og verða slík dansiböll á
sunnudagskvöldum í sumar í grill-
skálanum Viðeyjamausti. Verður
Maxím Gorkí siglir enn
Skipin sem koma við hér á landi
eru yfirleitt þau sömu, ár eftir
ár. Gömlu sovésku skipin eru
enn á floti en mörg þeirra hafa
nú skipt um eigendur. Fasta-
gesturinn Maxím Gorkí lítur
við fjórum sinnum í sumar en
hann er nú skráður undir henti-
fána í Nassau og í eigu Þjóð-
veija.
íslenskar hafnir
kynntar í Miami
Ferðamálaráð Vestur-Norður-
landa í samstarfi við hafnaryfir-
völd í Reykjavík og á Akureyri
hefur undanfarin ár unnið að
því að fá fleiri skemmtiferða-
skip til landsins. í þessum til-
gangi hafa fulltrúar þeirra
kynnt hafnirnar tvær á ferða-
kaupstefnu sem haldin er í
Miami í Flórída í mars á hveiju
ári. Hafnarsljómirnar hafa auk
þess tekið þátt í samstarfi hafna
á Atlantshafsströnd Evrópu í
samtökunum „Cruise Europe“
sem miða að því að fjölga ferð-
um skemmtiferðaskipa til þess-
ara staða.
leikið á harmoniku, gítar og
trommur. Þau verða frá kl. 20-23.
Þriðjudag 13.júní er kvöldganga
á austureyna með viðkomu í skóla-
húsinu og skoðuð sýning frá lífinu
á Sundbakkanum í Viðey á fyrri
hluta aldarinnar. Farið úr Sunda-
höfn kl. 20.30.
Að venju eru veitingar seldar í
Viðeyjarstofu og bátsferðir úr
Sundahöfn frá kl. 13-17, bæði
laugardag og sunnudag. Á sveita-
böllunum verða veitingar seldar í
Grillskálanum.
VITIÐ verður látið í Ask-
ana og þeim stungið í
samband.
Upplýsinga-
kerfið Ask-
ur fyrir
ferðamenn
STARFSMENN Skýrr
(Skýrsluvéla ríkisins og
Reykjavíkurborgar) eru þessa
dagana að setja upp upplýs-
ingakerfið Asþ vítt og breytt
um landið. í lok vikunnar
verða 13 Ask-standar settir
upp á suðvesturhominu, þar
af sjö í Reykjavík. í næstu
viku verða síðan 12 til viðbót-
ar settir upp í öðrum lands-
hlutum.
Askur er alhliða upplýs-
ingamiðill með snertiskjá þar
sem fyrst í stað verður eink-
um að finna fjölbreyttar upp-
lýsingar fyrir ferðamenn í
myndum og máli á fimm
tungumálum, en þegar fram
líða stundir verður líka hægt
að nálgast í Aski margháttað-
ar upplýsingar frá fyrirtækj-
um og opinberum stofnunum.
Askur er samstarfsverkefni
Skýrr og Fjarhönnunar hf.
sem þróaði og starfrækti
Ferðavakann, undanfara
Asks, frá 1991. Rekstur Asks
er nú í höndum Skýrr. Askur
er alíslensk framleiðsla. Það
gildir um hönnun og smíði,
hugbúnað jafnt sem umgjörð.
Ofnasmiðjan hf. sá um smíði
standanna og hönnuður var
Vigdís Sigurbjörnsdóttir.
I hveijum standi er tölva,
snertiskjár, prentari til að
prenta út þær upplýsingar
sem notandann vanhagar um
og mótald sem er notað til
að tengjast Skýrr, þaðan sem
nýjar upplýsingar eru sendar
út til Ask-standanna á hveij-
um degi. Meðal daglegra upp-
lýsinga sem fólk getur nálg-
ast í Aski eru veðuryfirlit,
yfirlit um ástand ljallvega,
gengi og fréttir.
fHttgmtVUiMfr
- kjarni málsins!
Sveitaball og
gönguferðir í Viðey