Morgunblaðið - 17.10.1995, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Ungir sjálfstæðismenn um búvörusamninginn:
Sjálf stæðisf lokkur veldur vonbrSgðunt
I- nýtir ekki tækifærið til að losa landbúnaöinn úr viðjum ríkisafskipta
l!||l||lUl|"||||il||||......
Dagur sauðkindarinnar...
Nýtt útbob
ríkisbréfa
mibvikudaginn 18. október 1995
Ríkisbréf, 1. fl. 1995,
til 3 ára
Útgáfudagur:
Gjalddagi:
Greiðsludagur:
Einingar bréfa:
Skráning:
Viðskiptavaki:
19. maí 1995
10. apríl 1998
20. október 1995
100.000. 1.000.000,
10.000.000 kr.
Eru skráð á
Verðbréfaþingi íslands
Seðlabanki íslands
Ríkisbréf, 1. fl. 1995,
til 5 ára
Útgáfudagur:
Gjalddagi:
Greiðsludagur:
Einingar bréfa:
Skráning:
Viðskiptavaki:
22. september 1995
10. október 2000
20. október 1995
100.000. 1.000.000,
10.000.000 kr.
Eru skráð á
Veiðbréfaþingi íslands
Seðlabanki íslands
Sölufyrirkomulag:
Spariskirteinin verða seld með tilboðsfyrirkomulagi. Öllum er heimilt
að bjóða í ríkisbréf að því tilskyldu að lágmarksfjárhæð tilboðsins
sé ekki lægri en 10 milljónir króna að nafnverði.
Öll tilboð í ríkisbréf þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir
kl. 14:00 á morgun, mibvikudaginn 18. október. Tilboðsgögn og allar nánari
upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070.
LANASYSLA RIKISINS
Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 562 4070.
urmwvbXafciíi
- kjarni málsins!
Staða tungunnar miðað við önnur mál
Fjósamennska
þj óðarsálarinnar
STAÐA íslenskunnar
miðað við önnur
tungumál er sam-
bærileg við stöðu tungu-
mála miklu stærri málsam-
félaga og því eigum við að
halda. íslendingar eru ekki
nema 250 þúsund en þeir
bera sig saman við tífalt
fjölmennari málsamfélög.
Ef við athugum, bara í
Evrópu, hvaða tungumá!
eru töluð af fámennum
samfélögum, þá finnum við
hvergi aðra eins grósku í
útgáfumálum og menningu
og á íslandi. íslenskan er
að útbreiðslu nokkurn veg-
inn á sama báti og t.d.
færeyska, lúxemborgíska,
frísneska, jiddiska og
wellska. Einnig má nefna
tungumál í Suður-Sviss,
sem eru töluð af nokkrum tugum
eða hundruðum þúsunda. Flest
litlu málsamfélögin eru á svæði
nálægt Úral- og Kákasusfjöllum,
eins og avaríska og_ tétjenska.
Staðreyndin sú að íslendingar
bera sig ekki saman við lítil mál-
samfélög, heldur stór, eins og t.d.
Noreg, Danmörku og Svíþjóð og
halda uppi sams konar menning-
arlífi og þar er gert í miklu fjöl-
mennari samfélögum. A þessu er
mikill munur. í Evrópu eru töluð
136 tungumál, 97 þeirra eru töluð
af færri en einni milljón manns.
„Stórtungur“ eru 39. Tungumál
í heiminum eru talin vera um
4.500, af þeim segja sumir að
3.500 séu í útrýmingarhættu.
Eríslenskan talin vera íútrým-
ingarhættu?
Aðalhættan sem steðjar að ís-
lenskunni er ekki ásókn enskunn-
ar, heldur eins og Þórbergur
Þórðarson orðaði svo snilldarlega
þegar hann ræddi um rætur lág-
kúrunnar í ritgerðinni Einum
kennt öðrum bent: „Menningar-
leysi og lágkúruskapur þjóðlífs-
ins, þessi fjósamennska í þjóðar-
sálinni, sem einangrun og örbirgð
margra alda hefur gert að okkar
innra manni.“ Það er þessi minni-
máttarkennd sem birtist mjög oft
í bölmóði yfir framtíð tungunnar
og hræðslu sem gripur menn um
að tungan sé á leið til glötunar.
Það er ekki ástæða til slíkrar
svartsýni. Lítum á allt sem við
höfum, við eigum háskóla þar
sem öll kennsla fer fram á ís-
lensku, höfum íslenskar kvik-
myndir, mörg íslensk leikhús,
fimmtíu bókaútgefendur og yfir
300 manns í Rithöfundasambandi
íslands, svona nokkuð hefur eng-
in önnur tunga sem töluð er af
svo fáu fólki. Þegar íslendingar
höfðu um það að velja, á dögum
Fjöinismanna, að leggja niður ís-
lenskunna og taka upp
dönsku þá voru þeir
ekki nema 50 þúsund.
Þá héldu menn m.a.
fram þeim sjónarmið-
um, sem enn heyrast,
að íslenskan væri ekki nógu auð-
ug að orðum til að fást við öll
svið vísinda og tækni, þótt hún
gæti dugað ágætlega í skáldskap
og sögum. Þessu svöruðu Fjölnis-
menn bæði í orði en ekki síður í
verki með þýðingum sínum. Kon-
ráð Gíslason benti t.d. á að auð-
veldara væri að skýra merkinginu
erlends hugtaks ef það væri þýtt
á íslensku. Þarna erum við komin
að nýyrðastefnunni sem er einn
af hornsteinum íslenskrar mál-
stefnu í dag.
Hvað eigum við að gera til
þess að standa vörð um íslensk-
una?
Baldur Sigurðsson
► Baldur Sigurðsson; lektor
við Kennaraháskóla Islands, er
íslenskufræðingur og hefur
MA-próf í tékknesku. Hann
starfaði fyrir rösku ári í Is-
lenskri málstöð. Þar var hann
fulltrúi íslands í Evrópunefnd
í stafatækni en eitt hlutverk
nefndarinnar var að komast
að því hversu mörg tungumál
væru töluð í Evrópu og hversu
mörg stafróf væru notuð þar.
Þetta var gert til skilgreining-
ar á því hvaða stafir þyrftu að
vera aðgengilegir í tölvum fyr-
ir Evrópumenn. Jafnframt hef-
ur hann gert lauslega athugun
á stöðu íslenskunnar miðað við
önnur tungumál.
Við eigum að gæta þess að það
sem við höfum glatist ekki. Við
eigum að rækta og efla það sem
við höfum, og talið var upp hér
að framan. Það sem vinnur gegn
stöðu íslenskunnar eru aðgerðir
eins og það að setja virðisauka-
skatt á bækur. Á hinn bóginn er
ýmislegt gert til stuðnings tung-
unni, t.d. útgáfa námsbóka í skól-
um. Lýðveldissjóður er ágætis
dæmi um opinberan stuðning við
móðurmálið. Öflugur kvikmynda-
sjóður er líka mikilvægur fyrir
ræktun móðurmálsins. Islenskan
er óneitanlega eins og lítið sker
í hinu mikla úthafí enskunnar.
Það er mikilvægt að við mætum
ásókn enskunnar af fullri hörku.
Þetta gerum við t.d. með því að
framleiða góðar íslenskar kvik-
myndir og sjónvarpsefni. Við eig-
um tölvuspil og leiki á íslensku.
Það svið sem enskan hefur náð
hvað verulegustu fótfestu í er í
tölvuheiminum. Okkur hefur
skort manndóm til þess að krefj-
ast þess skilyrðislaust að hugbún-
aður í íslenska tölvuheiminum sé
--------- á íslensku. Ef geta á
þess sem vel er gert
má nefna að innflytj-
endur á Macintoshtölv-
um hafa. lagt metnað
sinn í það að tölva svari
íslensku. Það er hins vegar
um ijósamennsku þjóð-
að stýrikerfi
Islenskan á
alltaf að vera
númer eitt
á
dæmi
arsálarinnar
Windows 95 skuli ekki hafa verið
íslenskað. Við verðum að vera
tilbúin til að leggja í þann kostn-
að sem er því samfara að um-
hverfi okkar sé á íslensku. Við
getum alveg þolað að læra vel
tungumál eins og enskuna, en
íslenskan á alltaf að vera númer
eitt á öllum vígstöðvum. Þessu
sjónarmiði á ekki að þurfa að
beijast fyrir. Það er ijósa-
mennska í þjóðarsálinni að líta
ekki þannig á að íslenskan sé
alltaf í fyrsta sæti.