Morgunblaðið - 17.10.1995, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 17.10.1995, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 13 Sekt fyrir að falsa stöðu á ökumæli HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann á Akureyri til að greiða Vilhjálmi Inga Amasyni formanni Neytenda- félags Akureyrar og nágrennis 30 þúsund krónur með vöxtum frá júlí- mánuði 1991 auk málskostnaðar. Neytendafélag Akureyrar og ná- grennis höfðaði málið fyrir hönd Vilhjálms Inga, en málavextir eru þeir að hann keypti bifreið, en skömmu eftir að salan átti sér stað kom í ljós að staða ökumælis bif- reiðarinnar hafði verið fölsuð þann- ig að hún var ekki í samræmi við raunverulegan akstur hennar. Helsta ástæða þess að bifreiðin var keypt var hversu lítið henni hafði verið ekið. í dómi Héraðsdóms segir m.a. að telja verði að heildarakstur, þ.e. notkun bifreiðar skipti verulegu máli í sambandi við söluverð og fallist dómurinn því á lagarök stefn- anda varðandi kröfu hans um af- slátt af verði hennar. Kaupverð bif- reiðarinnar sem keypt var í lok maí 1991 var 130 þúsund krónur, en farið hafði verið fram á 30 þúsund króna afslátt þegar uppgötvaðist að hróflað hafði verið við kílómetra- teljara hennar. Vilhjálmur Ingi Árnason formað- ur Neytendafélags Akureyrar og nágrennis segir dóminn hafa for- dæmisgildi, hér eftir hljóti menn að geta rift kaupum eða fengið bætur komi í ljós að mæli bifreiðar hafi verið snúið til baka. -----♦ ♦ «---- Framlag til sjóbjörgunar- stöðvar skoðað BÆJARRÁÐ vísaði erindi Kvenna- deildar Slysavarnafélags íslands á Akureyri og Sjóbjörgunarsveitar SVFÍ þar sem þess var farið á leit að Akureyrarbær styrki félögin með 15 milljón króna framlagi til að ljúka smíði félagsheimilis og björg- unarstöðvar á uppfyllingu sunnan Strandgötu til gerðar fjárhagsáætl- unar fyrir næsta ári. Bæjarráð hefur samþykkt að áfrýja úrskurði Fasteignamats rík- isins um lóðamat á eignum fyrir- tækjanna Strýtu hf. Samherja hf. og Eyrarfrosts hf. á Oddeyrartanga til yfirfasteignamats ríkisins með ósk um að matið verði endurskoð- að. Endurmat á þessum eignum leiddi til verulegrar lækkunar á fasteignamatsverði eignanna um- fram það sem er á flestum öðrum eignum á svæðinu. Hvernig lækkum við iðgjöld bílatrygginga? f Samkeppnisg^Q^ MEÐ ÞVÍ AÐ taka höndum saman og standa sameiginlega \ að útboði bílatrygginga geta íslenskir bílaeigendur vænst ' Þa- ■'r- eppm - þess að fá lægri iðgjöld trygginganna. FÍB vinnur að slíku útboði fyrir félagsmenn sína og býður öllum bíla- eigendum að vera með. œeð *■«< Úr greinaflokki Morgunblaðsins 7. okt. 1995 um bílatryggingar á íslandi UM ÞESSAR MUNDIR fá 12 þúsund félagsmenn FIB sent eyðublað íyrir umboð* sem þeir fylla út og senda aftur til félagsins. Þeir gefa FÍB umboð til að afla tilboða í hagstæðari bílatryggingar en áður hafa boðist. FÍB hvetur félagsmenn til að senda umboðin hið fyrsta til félagsins, til að útboð trygginganna á innlendum og erlendum markaði geti hafist. FÉLÖGUM í FÍB hefur íjölgað um 6 þúsund undanfarnar vikur og stefnt er að því að fjölga þeim alls um 10 þúsund. Því stærri sem hópurinn er, því meiri líkur á hagstæðum tilboðum. Umboð til tlnnr. BÍLATRYGGINGAR ERU EINFALDLEGA OF DÝRAR HÉR Á LANDI • Tryggingar á bílum eru tvöfalt til þrefalt dýrari hér á landi en í mörgum nágranna- löndum okkar. • Meira en helmingur af tryggingakostnaði heimilisins fer í bílinn. Iðgjöld lögboðinna ábyrgðartrygginga öku- tækja fara stöðugt hækkandi. • Stór hluti af iðgjöldunum fer til að byggja upp sjóð sem tryggingafélögin ávaxta til eigin þarfa. Sjóðurinn er kominn yfir 12 milljarða króna. Ökumenn geta að auki lagt sitt af mörkum til að lækka iðgjöld með þvi að aka af skynsemi og draga þanníg úr hættu á umferðarslysum. BORGARTÚNI 33 • REYKJAVÍK SÍMI 562-9999 * Félagsmaður FÍB getur afturkallað umboðið, ef hann telur að lækkun tryggingaiðgjaldsins sé ekki í samræmi við væntingar sínar. Áhættan er því engin af að veita FÍB þetta umboð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.