Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 19
FRÉTTIR: EVRÓPA
Reuter
HELMUT Kohl flytur ræðu sína á landsfundi
kristilegra demókrata í Karlsruhe.
Yfírhagfræðingur Deutsche Bank
Telur 55-60%
líkur á EMU
Hong Kong, Karlsruhe. Reuter.
NORBERT Walter, yfirhagfræð-
ingur Deutsche Bank, segist telja
55-60% líkur á að áformin um
peningalegan samruna Evrópu-
ríkja (EMU)verði að veruleika.
Kom þetta fram í erindi sem hann
flutti í gær á ráðstefnu í Hong
Kong.
Walter sagðist telja líklegt að
af peningalega samrunanum yrði
árið 1999 eða þá árið 2000, ef
bíða yrði eftir Frökkum. í upphafi
yrðu aðildarríkin líklega sex til
átta. Hann taldi 5-10% líkur á að
slakað yrði á skilyrðunum fyrir
aðild.
Hvað Asíu varðar myndi EMU
líklega helst hafa þau áhrif að ríki
þar fengju raunhæfan valkost við
dollar við uppbyggingu gjaldeyris-
varaforða. „Menn yrðu ekki lengur
alfarið háðir dollar. Þetta myndi
gera fjármálaheiminn viðkunnan-
legri,“ sagði Walter.
Það sem helst ógnaði því að
EMU yrði að veruleika væri að
Frökkum tækist ekki að uppfylla
skilyrðin og þá helst varðandi fjár-
lagahalla.
Yfirhagfræðingur Deutsche
Bank spáði því að ef EMU-áformin
færu út um þúfur myndi allur hvati
fyrir ríki til að draga úr ijárlaga-
halla sínum hverfa.
Kohl vill engar tilslakanir
Helmut Kohl, kanslari Þýska-
lands, sagði á landsfundi kristi-
legra demókrata í gær að hætta
væri á að Þjóðverjar legðust gegn
peningalegan samruna ef slakað
yrði á skilyrðunum fyrir EMU.
„Það er ekki til marks um þýska
móðursýki þó að við ítrekum aftur
og aftur að standa verður við skil-
yrði Maastricht-sáttmálans sama
hvað á dynur og að þeim megi
ekki breyta undir neinum kringum-
stæðum,“ sagði kanslarinn.
Samkvæmt skilyrðum Ma-
astricht verða þau ríki sem ætla
að taka þátt. í EMU að skera niður
fjárlagahalla í 3% af þjóðarfram-
leiðslu og heildarskuldir hins opin-
bera mega ekki vera yfir 60% af
• þjóðarframleiðslu.
„Við viljum evrópskt samfélag
er byggir á stöðugleika. Ef sú verð-
ur ekki raunin mun það stefna
þeim árangri sem náðst hefur til
þessa í hættu. Jafnvel væri hætta
á að tortryggni íbúanna myndi
snúast gegn sjálfri Evrópuhugsjón-
inni,“ sagði Kohl.
Deilt um Evrópu-
málin í Sviss
Zurich. Reuter.
AFSTAÐAN til Evrópusam-
bandsins er það mál, sem einna
helzt virðist ná að hrista upp í
kjósendum í Sviss á lokaspretti
baráttunnar fyrir þingkosning-
arnar, sem haldnar verða næst-
komandi sunnudag. ESB-and-
stæðingurinn Christoph Bloc-
her, sem tilheyrir Svissneska
þjóðarflokknum (SVP), hefur
innleitt nýjan og hvassari stíl í
svissneska stjórnmálabaráttu,
sem yfirleitt hefur verið fremur
.litlaus og einkennzt af breiðri
samstöðu um flest mál.
Utvarps- og sjónvarpsauglýs-
ingar stjórnmálaflokka eru
bannaðar í Sviss, en Blocher og
fylgismenn hans í Ziirich-deild
SVP hafa auglýst stíft í dag-
blöðum. í auglýsingum þeirra
má meðal annars sjá Evrópu-
sambandið sem svartklæddan
mann, sem minnir á stormsveit-
arliða og stappar á atkvæða-
seðli Svisslendings, sem ætlar
að fara að kjósa í þjóðarat-
kvæðagreiðslu.
SVP í Ziirich segir ESB-aðild
munu hafa í för með sér að
útlendingar streymi inn í Sviss,
kerfi beins lýðræðis í landinu
verði eyðilagt og það rænt auði
sínum.
Sömu fjórir flokkarnir hafa
setið í samsteypustjórn í Sviss
frá árinu 1959; Sósíaldemó-
kratar, Róttækir demókratar,
Kristilegir demókratar og SVP.
Sósíaldemókratar eru Evrópu-
sinnaðasti flokkurinn, en búizt
er við að bæði þeir og SVP
bæti við sig fylgi í kosningunum.
Herferð Blochers hefur orðið
til þess að ESB-andstæðingar í
hinum hægriflokkunum tveim-
ur hafa haft sig meira í frammi.
Sljórnmálaskýrendur segja
hægriflokkana þijá nú klofna í
afstöðunni til ESB. Áberandi er
að þýzkumælandi Svisslending-
ar leggjast gegn nánari tengsl-
um við ESB, en frönskumælandi
íbúar eru hlynntir Evrópusam-
starfi.
Svissneska stjórnin stendur
nú í samningaviðræðum við
ESB um tvíhliða samstarf, en
lítill árangur hefur orðið af
þeim enn sem komið er.
Skafðu
og skemmtu þér
með „Happ í Hendi"
2milljónir
strax...
..auk fjölda annarra vinninga
Byrjaðu að skafa
Horfðu á þáttinn með Hemma
Fáðu þér skafmiðann „Happ í Hendi"
í næstu sjoppu. Þú getur unnið
JAPIS
Horfðu á sjónvarpsþáttinn „Happ
í Hendi" með Hemma á hverju
föstudagskvöldi í Sjónvarpinu.
Þú gætir unnið glæsilegan
aukavinning á skafmiðann þinn.