Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 21
ERLEINIT
Kosningabaráttan í Austurríki að hefjast
Flokkur Haiders
er annar stærstur
Lækkunopinberra útgjalda og skatta-
hækkanir sagðar óhjákvæmilegar
Reuter
TYRKNESKIR verkamenn klifra upp á stóra mynd af Kemal
Ataturk, fyrsta forseta Tyrklands, á 10.000 manna mótmæla-
fundi gegn fráfarandi stjórn Tansu Ciller.
Berlusconi verður sóttur til saka fyrir spillingu
Kveðst stefna að því
að komast tíl valda
Ciller sem-
urviðjafn-
aðarmenn
Ankara. Reuter.
TANSU Ciller, forsætisráðherra
Tyrklands, kvaðst í gær hafa náð
samkomulagi við leiðtoga jafnað-
armanna og fyrrverandi sam-
starfsflokks síns um að stefna að
myndun nýrrar samsteypustjórn-
ar. Ciller ræddi við Denz Baykal,
leiðtoga Þjóðarflokksins, sem var
í stjórn með hægriflokki hennar,
Flokki hins rétta vegar, þar til
forsætisráðherrann sleit sam-
starfinu 20. september vegna
deilu við Baykal.
Ciller myndaði síðan minni-
hlutastjórn fyrr í mánuðinum en
hún féll eftir aðeins tíu daga þeg-
ar hún tapaði í atkvæðagreiðslu
á þinginu um traustsyfirlýsingu á
sunnudag. Yfirlýsingin var felld
með 2B0 atkvæðum gegn 191 og
13 af 177 þingmönnum Flokks
hins rétta vegar greiddu atkvæði
gegn stjórninni. Ciller og Baykal
kann að reynast erfitt að fá Suley-
man Demirel forseta til að fallast
á að gefa þeim nýtt tækifæri til
stjórnarmyndunar. Forsetinn er
andstæðingur CiIIer og getur
veitt hvaða þingmanni sem er
umboð til stjórnarmyndunar.
Ciller viðurkenndi eftir ósigurinn
á þinginu á sunnudag að efna
þyrfti til kosninga áður en kjör-
tímabilinu lýkur í október á næsta
ári. Hún hefur hingað til ekki vilj-
að flýta kosningunum á þeirri
forsendu að þær myndu tefja fyr-
ir tollabandalagi við Evrópusam-
bandið og lagningu olíuleiðslu frá
Kaspíahafi þvert yfir Tyrkland,
auk þess sem sparnaðaraðgerðum
sljórnarinnar yrði stefnt í hættu.
Sameinuðu arabísku
furstadæmin
Lífi vinnu-
stúlkunn-
ar þyrmt
Manila. Reuter.
FIDEL Ramos, forseti Filippseyja,
fagnaði í gær íhlutun forseta Sam-
einuðu arabísku furstadæmanna sem
varð til þess að fallið var frá dauða-
dómi yfir filippeyskri vinnustúlku.
Þingmenn í Manila hófu söfnun fyrir
„manngjöldum" sem stúlkan á að
greiða fjölskyldu manns sem hún var
dæmd fyrir að drepa.
Þjónustustúlkan, Sarah Balabag-
an, var dæmd til dauða í síðasta
mánuði fyrir að drepa vinnuveitanda
sinn, Almas Mohammed al-Baloushi,
sem hún stakk 34 sinnum með hnífi.
Dómstóllinn hafnaði þeirri skýringu
stúlkunnar að hún hefði verið að
veija sig vegna nauðgunar.
Fjölskylda Baloushis skýrði frá því
um helgina að hún hefði fallið frá
kröfu sinni um að stúlkan yrði tekin
af lífi. Hún féllst á tillögu forseta
Sameinuðu arabísku furstadæm-
anna, Zaid Bin Sultan al-Nahayan,
Reuter
KARIMÍ Balabagan, faðir
filippeysku stúlkunnar sem
var dæmd til dauða í Samein-
uðu arabísku furstadæmunum,
faðmar skyldmenni mannsins
sem hún varð að bana.
um að hún fyrirgæfi stúlkunni og
þægi sem svarar 2,7 milljónum króna
í manngjöld.
Dagblöð á Filippseyjum fögnuðu
ákaft þessari niðurstöðu og þing-
menn sömdu ályktunartillögu þar
sem farið er lofsamlegum orðum um
sanngirni réttarkerfisins í Samein-
uðu arabísku furstadæmunum undir
leiðsögn forsetans. Nokkrir þeirra
létu einnig fé af hendi rakna í söfnun
fyrir manngjöldunum.
Róm. Reuter.
HAFT var eftir Silvio Berlusconi,
fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu,
í gær að hann stefndi enn að því
að endurheimta embættið þótt
ákveðið hefði verið að leiða hann
fyrir rétt 17. janúar vegna meintrar
aðildar hans að mútugreiðslum.
Fjölmiðlar á Ítalíu lýstu réttarhöld-
unum sem „pólitískum landskjálfta“
og réðu honum frá því að reyna
að komast aftur til valda í bráð.
Félagar í Frelsisbandalagi Ber-
lusconis hafa látið í ljós efasemdir
um pólitíska framtíð hans en ítölsk
dagblöð höfðu eftir honum að hann
myndi ekki draga sig í hlé. „Ég er
leiðtogi bandalagsins. Ég er forsæt-
isráðherraefni þess. Ég segi við
bandamenn mína: „Herrar mínir,
þannig er þessu háttað“. Og ef
þeim líkar þetta ekki geta þeir gert
það sem þeir vilja.“ Dómari í Mílanó
Vín. Reuter.
KOSNINGABARÁTTAN í Aust-
urríki hefst nú í vikunni en geng-
ið verður að kjörborðinu um miðj-
an desember. Samkvæms síðustu
skoðanakönnunum mun Frelsis-
flokkur Jörgs Haiders, sem er yst
á hægrivængnum, bæta mestu
fylgi við sig. Kunnur, austurrísk-
ur efnahagsmálasérfræðingur
segir, að næsta stjórn, hvernig
sem hún verður skipuð, komist
ekki hjá að skera niður opinber
útgjöld og hækka skatta.
Ríkisstjórnarsamstarf Jafnað-
armannaflokksins og Þjóðar-
flokksins sprakk á ágreiningi um
leiðir til að minnka fjárlagahall-
ann og búist er við, að kjördagur
verði ákveðinn 17. desember. Þijú
ár lifa enn af kjörtímabilinu og
er hér um að ræða skammlífustu
stjórn í Austurríki eftir stríð.
Samkvæmt skoðanakönnun,
sem dagblaðið Kurier birti í fyrra-
dag, fengi Frelsisflokkurinn 27%
atkvæða ef nú væri kosið og yrði
þar með næststærsti flokkurinn á
eftir jafnaðarmönnum, sem var
spáð aðeins 30%. Fylgi við Þjóðar-
flokkinn var 26%.
Efnahagsmál og leiðir til að
minnka fjárlagahallann, sem er
áætlaður 763 milljarðar ísl. kr. á
tilkynnti á laugardag að Berlusconi
yrði leiddur fyrir rétt 17. janúar til
að svara til saka fyrir meinta aðild
hans að mútugreiðslum fyrirtækja
hans til skattalögreglunnar sem á
í staðinn að hafa farið mjúkum
höndum um bókhald þeirra. Ber-
lusconi, sem sagði af sér sem for-
sætisráðherra í desember, hefur
neitað því að vera viðriðinn málið.
Hótar að hindra fjárlög
Berlusconi hótaði á sunnudag að
hindra samþykkt fjárlaga fyrir
næsta ár ef þingið samþykkti í at-
kvæðagreiðslu á morgun tillögu um
að Filippo Mancuso fjármálaráð-
herra yrði ákærður. Andstæðingar
Berlusconis í mið- og vinstriflokk-
unum hafa beitt sér fyrir ákærunni
og saka dómsmálaráðherrann um
að hafa reynt að binda hendur sak-
næsta fjárlagaári, verða aðalmál
kosninganna. Fara skoðanir
þeirra Jörgs Haiders, leiðtoga
Frelsisflokksins, og Wolfgangs
Schússels, leiðtoga Þjóðarflokks-
ins, að mörgu leyti saman og
báðir vilja þeir lækka opinber út-
gjöld, draga úr skriffinnsku og
gera iðnaðinn, sem er að stórum
hluta í ríkiseigu, samkeppnishæf-
ari.
Er hækkun skatta
óumflýjanleg?
Helmut Kramer, forstöðumað-
ur WIFO, kunnrar rannsókna-
stofnunar í efnahagsmálum í
Austurríki, sagði í gær, að næsta
ríkisstjórn yrði að skera niður
fjárlagahallann um helming og
ekki aðeins með því að draga úr
útgjöldum, heldur einnig með
skattahækkunum.
Engu máli skipti hvernig kosn-
ingarnar færu, þetta yrði að vera
verkefni næstu stjórnar. Kramer
benti á, að framlög til velferðar-
mála væru nú með því hæsta, sem
gerðist, í Austurríki og ríkis-
starfsmenn væru 50% fleiri þar
en í Þýskalandi miðað við mann-
fjölda.
sóknara er rannsökuðu spillingar-
málin sem hafa tröllriðið ítölskum
stjórnmálum síðustu misseri. Ber-
lusconi hefur gagnrýnt saksóknar-
ana og sakað þá um „stalíníska“
ófrægingarherferð gegn sér.
Ritstjóri dagblaðsins La Stampa
lýsti ákvörðun dómarans sem „póli-
tískum landskjálfta" og sagði stöðu
Berlusconis kaldhæðnislega. „Án
saksóknaranna, sem komu heilli
leiðtogastétt frá, hefði stjórnmála-
maðurinn Berlusconi, sem gæti nú
fallið fyrir hendi sömu saksóknara,
aldrei hafa orðið til.“
Dagblaðið La Repubblica sagði
nú ljóst að forseti landsins gæti
ekki sett Berlusconi aftur í emb-
ætti forsætisráðherra, jafnvel þótt
bandalag hans ynni kosningasigur,
þar til niðurstaða fengist í spilling-
armálinu fyrir dómstólum.
3ja sœta + 2 stáíar tq. 139.320 stgr.
3ja sceta + 2ja sœta + stóíí tq. 152.550 stgr.
/ •Bergm-sTqniqir j
íq.45.360 stgr. %■59.490 stgr.
ijBcrqm bótqifiiita J
kr.29.735 stgr.
HUSGAGNAVERSLUNIN
. 'Kpmmóða j
0 kr.21.1OO stgr.