Morgunblaðið - 17.10.1995, Side 40

Morgunblaðið - 17.10.1995, Side 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUAUGl YSINGAR Athugunarmaður Laust er starf athugunarmanns, skv. reglu- gerð nr. 533/1995 um eftirlit með hættu á snjóflóðum, í umdæmi lögreglustjórans í Stykkishólmi. Veðurstofa íslands skilgreinir verkefni athugunarmanna og setur þeim verklagsreglur um tilhögun, umfang og tíðni athugana, svo og meðferð og skil á niður- stöðum þeirra. Laun athugunarmanna miðast við kjara- samning ríkisins við Starfsmannafélag ríkis- stofnana, skv. 8. gr. reglugerðarinnar. Umsóknarfrestur um starfið er til 27. októ- ber 1995 og skal umsóknum skiiað til undir- ritaðs. Stykkishólmi 16. október 1995. Sýslumaðurinn íStykkishólmi, Ólafur K. Ólafsson. m Starfsmann á næturvaktir vantar nú þegar! Fjölskyldumeðferðarheimili í borginni vantar starfsmann á næturvaktir í 40% starf. skilegt er að viðkomandi sé ekki yngri en 25 ára, hafi áður unnið við meðferðarstörf, sé ábyggilegur og traustur. Frestur til að skila umsóknum er til 23. októ- ber, en umsóknareyðublöð liggja frammi á Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar, Síðu- múla 39. Ef óskað er nánari upplýsinga má hafa sam- band við Helgu Þórðardóttur, forstöðumann í síma 552 5881 milli kl. 10 og 12 næstu daga. Snjóathugunar- maður í Bolungarvík Laus eru til umsóknar störf snjóathugunar- manns og aðstoðarmanns hans til að fylgj- ast með landfræðilegum og veðurfarslegum aðstæðum með tilliti til hættu af snjóflóðum í umdæmi sýslumannsins í Bolungarvík, sam- kvæmt reglugerð nr. 533/1995 um eftirlit með hættu af snjóflóðum. Veðurstofa íslands skilgreinir verkefni athug- unarmanna og setur þeim verklagsreglur um tilhögun, umfang og tíðni athugana, svo og meðferð og skil á niðurstöðum þeirra. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 1995 og skal umsóknum skilað til skrifstofu undirrit- aðs, Aðalstræti 12, Bolungarvík, sem einnig veitir nánari upplýsingar um störfin. Bolungarvík, 16. október 1995. Sýslumaðurinn í Bolungarvík, Jónas Guðmundsson. Staða yfirlyfjafræðings í Hafnarfjarðar Apóteki er laus til umsóknar. Um er að ræða fullt starf og veitist staðan frá 1. janúar 1996. Laun og kjör samkvæmt samningum AÍ og SÍL. Skriflegar umsóknir sendist Almari Gríms- syni, apótekara, pósthólf 214, 222 Hafnar- firði, ásamt greinargerð um fyrri störf og lýsingu á viðhorfum umsækjanda til starfs- sviðs og verkefna apóteka í nútíð og fram- tíð, merktar: „Trúnaðarmál“ Vinnustaðurinn er reyklaus. Umsækjendum verður svarað eftir að um- sóknarfrestur, sem er til 11. nóvember 1995, er liðinn. Hafnarfirði, 15. október 1995 Framkvæmdastjóri Samtök um tónlistarhús óska eftir að ráða framkvæmdastjóra. Helstu verkefni: 1. Umsjón með fjármálum, bókhaldi og skrif- stofu samtakanna. 2. Umsjón og frágangur félagaskrár og fé- lagaöflun. 3. Útgáfu- og kynningarmál og tengsl við . félaga og styrktaraðila. 4. Undirbúningur stjórnarfunda og annarra funda sem samtökin halda. 5. Öflun gagna og upplýsinga, er varða málefni tónlistarhúss. Við leitum að duglegum og sjálfstæðum manni. Viðkomandi þarf að hafa góða ís- lenskukunnáttu og eiga auðvelt með að tjá sig í töluðu og rituðu máli, m.a. í fjölmiðlum. Áhugi og þekking á íslensku tónlistarlífi er nauðsynleg. Hugsanlega gæti verið um hlutastarf að ræða. Nánari upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknirtil Ráðn- ingarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Framkvæmdastjóri 427“ fyrir 24. október nk. I Hagvangurhf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 581 3666 Róöningarþjónusta Rekstrarróðgjöf Skoðanakannanir RAÐ/\ UGL YSINGAR HÚSNÆÐI í BOÐI Nóatún Verslunar- og skrifstofuhúsnæði til leigu. 1. Verslunarhúsnæði 365 fm. 2. Skrifstofuhúsnæði 40 fm, 76 fm og 180 fm. Nánari upplýsingar gefur Jón Júlíusson í síma 561 7005 og hs. 588 0055. TIL SÖLU Bújörð til sölu á besta stað í Eyjafjarðarsveit. Fullvirðisréttur er ca 130 þús. lítrar til mjólkurframleiðslu. Ræktað land ca 50 ha. Möguleiki á meiri rækt- un. Á jörðinni eru tvö íbúðarhús. Fjarlægð frá Akureyri er 20 km. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Upplýsingar í símum 463 1155 og 463 1145 eftir kl. 19.00. ÝMISLEGT Söngfólk Karlaraddir óskast í kór Laugarneskirkju. Upplýsingar í kirkjunni í síma 588-9422 alla daga frá kl. 10-14. Organisti. ÓSKASTKEYPT Kaupi gamla muni vel með farin húsgögn, lampa, myndir og málverk. Staðgreiðsla. Upplýsingar í síma 588 3540. Geymið auglýsinguna. KENNSLA Enskunám íEnglandi Þægilegur og vinsæll skóli í Bournemouth býður þig velkominn til náms. Láttu nú verða af því. Upplýsingar veitir Páll G. Björnsson í vs. 487 5888 og hs. 487 5889. FUNDIR ~~ MANNFAGNAÐUR Fundarboð Flúðum, 9. október 1995 Stjórn Límtrés hf. boðartil aðalfundar þriðju- daginn 24. október nk. kl. 21.00 í félagsheim- ilinu Aratungu, Reykholti, Biskupstungum. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 7. grein samþykkta félagsins. 2. Tillaga stjórnar um hækkun á hlutafé og breytingar á samþykktum. 3. Önnur mál. Virðingarfyllst, stjórn Límtrés hf. ATVINNUHÚSNÆÐI Til leigu atvinnuhúsnæði nú þegar. Húsnæðið er 210 fm á 2. hæð í Bæjarhrauni 10 í Hafnarfirði. Góð aðkoma er að húsinu sem er í snyrti- legu umhverfi. Upplýsingar eru veittar í síma 565-0152 eftir kl. 13.00 og 565-3888 eftir kl. 18.00. Til leigu-65fm Skrifstofuhúsnæði Til leigu er 65 fm vandað skrifstofuhúsnæði í nýlegu og vönduðu húsi við Skipholt. Húsnæðið er tilbúðið til afhendingar. Nánari upplýsingar veitir Hanna Rúna í síma 515-5500 á daginn eða Magnús í síma 557-7797 á kvöldin. Til leigu - til sölu - 112 fm Verslunarhúsnæði Til leigu eða sölu er 112 fm verslunarhús- næði í nýlegu og vönduðu húsi við Skipholt. Húsnæðið hentar sérlega vel fyrir sérverslun og/eða heildverslun. Er það tilbúið til notkunar. Nánari upplýsingar veitir Hanna Rúna í síma 515-5500 á daginn eða Magnús í síma 557-7797 á kvöldin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.