Morgunblaðið - 01.11.1995, Side 13

Morgunblaðið - 01.11.1995, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 13 FRÉTTIR Almanna- vamaráð skoð- Húsnæðismál Flateyringa hafa verið tekin föstum tökum Bráðavandi verður leyst- ur með sumarbústöðum ar snjóflóðið Flateyri. Morgunblaðið. „ÞAl) ER ekki hægt að lýsa því með orðum sem maður sér hérna. Það snertir dýpstu tilfinningar manns að ganga um flóðasvæðið. Maður tekur líka eftir þvi að fólk- ið hér hefur sýnt alveg einstakt æðruleysi og mikla staðfestu. Maður getur ekki annað en dáðst að því,“ sagði Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- og dómsmálaráð- herra, eftir að hafa skoðað spjó- flóðasvæðið á Flateyri. Þorsteinn og Ingibjörg Pálma- dóttir, heilbrigðis- og trygginga- ráðherra, skoðuðu flóðasvæðið ásamt Almannavarnaráði ríkis- ins, landlækni og fleirum sl. mánudag. „Það er mikið starf framundan og vandasamt. Heimamenn eiga eftir að taka vandasamar ákvarð- anir og það skiptir miklu að þeir fái stuðning við þær ákvarðanir sem þeir eiga eftir að taka,“ sagði Þorsteinn. Ingibjörg sagði ljóst að mikið kæmi til með að mæða á heilsu- gæslu á Vestfjörðum í vetur. Stjórnvöld yrðu að veita henni aúkinn stuðning. Hún sagðist koma til með að ræða við Agúst Oddsson, héraðslækni á Vest- fjörðum, og aðra um það starf sem framundan væri. Flateyri. Morgunblaðið. STEFNT er að því að flytja 17-20 sumarbústaði til Flateyrar og er það liður í að leysa bráðasta húsnæðis- vanda íbúa sveitarfélagsins. Að sögn Kristjáns Jóhannessonar, sveitarstjóra á Flateyri, er miðað við að húsin komi til Flateyrar inn- an 10 daga. Verið er að byija lagn- ingu lagna að sumarhúsunum og verið er að kanna með flutning á þeim frá Reykjavík. Yfir 20 íbúðarhús eyðilögðust eða skemmdust í snjóflóðinu sem féll á Flateyri fyrir réttri viku. Talið er að nærri 30 hús til viðbótar séu á hættusvæði og ólíklegt er að búið verði í þeim meir. Kristján sagði að nú væru tækni- menn að gera úttekt á öllu hús- næði fyrir neðan Tjarnargötu. Þar væri talsvert af húsum sem ekki hefði verið búið í og þörfnuðust viðgerðar. Viðgerð á þremur húsum myndi hefjast í dag. Hann sagðist gera sér vonir um að viðgerð á húsum á þessu svæði gæti lokið á tiltölulega skömmum tíma. Aðstoð yrði fengin frá iðnaðar- mönnum í nágannabæj- unum. Að mati tækni- manna væri kostnaðurinn við þessa viðgerð ekki mjög mikill. Gert við verbúðir Kristján sagði að einn- ig væri áformað að gera við verbúðarhúsnæði, en í því eru um 30 herbergi. Hann sagði að stefnt væri að því að fá eitthvað af því fólk, sem hefur nýlega kom- ið til starfa á Flateyri, til áð flytja sig þangað svo að húsnæði fengist fyrir fjölskyldufólk. Kristján sagði að Fiskvinnslan Kambur yrði í mikilli þörf fyrir vinnuafl á næstunni og reynt yrði að gera allt sem hægt væri til að koma í veg fyrir að fólk, sem vildi vera á Flateyri, þyrfti að flytja burt vegna hús- næðisskorts. Nýlega voru tveir bátar keyptir til Flateyrar og sagði Kristján að þeir kölluðu á aukið húsnæði, en á fjórum bátum Kambs vinna um 60 menn. Kristján sagði að um 50 manns byggju í þeim 30 húsum sem væru á hættusvæði. Nokkur hefðu staðið auð, en búið hefði ver- ið að leigja þau og reiknað hefði verið með að fólk byggi í þeim öllum í vetur. Kristján sagðiSt efast um að nokkur flytti inn í húsin aftur. Ekki.væri hægt að fara fram á það við fólk að það færi inn í þau eftir þær hörmungar sem á undan hafa gengið. Leitast yrði við að gera þessu fólki kleift að flytja í annað húsnæði neðar á eyrinni eða í sum- arbústaðina, sem áformað er að reisa. Fólksfjölgun var á Flateyri Áður en snjóflóðið féll bjuggu . tæplega 400 manns á Flateyri. Flat- eyri var eina sveitarfélagið á Vest- fjörðum þar sem fólki fjölgaði á síðasta ári og sú fjölgun hefur hald- ið áfram á þessu ári enda hefur mikil uppbygging átt sér stað í at- vinnulífi staðarins. Kristján sagði óljóst hvað margir kæmu til með að búa á Flateyri eftir snjóflóð. Fólk væri í Reykjavík og víðar. Margir myndu ekki taka ákvarðan- ir um framtíðina fyrr en eftir útfar- ir þeirra sem létust. Þá væri óvíst hve mikið af því aðkomufólki sem starfað hefur á Flateyri síðustu misserin yrði áfram. Útlendingarnir hefðu ekkert farið, en íslendingarn- ir hefðu nær allir farið. Allmargir hefðu þó haft samband eftir helgina og ætluðu að koma aftur. Kristján Jóhannesson Morgunblaðið/Árni Sæberg EIRÍKUR Finnur Greipsson, fyrrverandi oddviti, útskýrir ástandið fyrir ráðherrunum og fylgdarliði þeirra. Sveitarfélögin ætla að styrkja Flateyrarhrepp Flateyri. Morgnnblaðið. SAMBAND íslenskra sveitarfélaga hefur ákveðið að aðstoða Flateyrar- hrepp með hliðstæðum hætti og gert var eftir Súðavíkurslysið í fyrra vetur. Vilhjálmur Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveit- arfélaga, og Þórður Skúlason fram- kvæmdastjóri komu til ísafjarðar í gær. Þeir munu eiga fund með sveitarstjórn Flateyrar í dag. Vilhjálmur sagði ljóst að sveitar- sjóður Flateyrar yrði fyrir margvís- legu tjóni vegna snjóflóðsins, tjón sem tryggingar bættu ekki. Sveitar- sjóður yrði einnig að leggja út í verulegan kostnað í því uppbygg- ingarstarfi sem ' framundan væri. Þess vegna hefði Samband ís- lenskra sveitarfélaga ákveðið að beita sér fyrir því að sveitarfélögin í landinu styrktu Flateyrarhrepp fjárhagslega og eins yrði honum veitt tæknileg aðstoð af ýmsum toga. Eftir snjóflóðið í Súðavík skipu- lagði Samband íslenskra sveitarfé- laga söfnun meðal sveitarfélaganna í landinu til styrktar Súðavíkur- hreppi og söfnuðust tæplega 19 milljónir króna. Vilhjálmur sagði að á fundinum með sveitarstjórn Flateyrar í dag yrði kannað hver þörfin fyrir aðstoð væri. Hann úti- lokaði ekki að sveitarfélögin myndu veita meiri aðstoð á Flateyri, en í Súðavík. Það kæmi í ljós þegar ljóst væri hve tjónið væri mikið. Á fundinum á morgun verði auk Vilhjálms og Þórðar, Ólafur Krist- jánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, Valgarður Hilmarsson oddviti og Guðmundur Bjamason, bæjarstjóri í Neskaupstað, en þeir sitja allir í stjórn Sambands íslenskra sveit- arfélaga. ^ill Straumnes Göltur Barði, Sléttancsi Kópur^^ Blakkne^ Bjarg- f tangar \ Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson TF-LÍF á flugi yfir Flateyri síðastliðinn fimmtudag. rétt ofan fjöruborðsins í sunnan- verðum firðinum. Vind lægði þegar við komum inn í fjörðinn en hann varð mjög byljóttur og mun meiri ókyrrð var inni í firð- inum en fyrir utan hann. Þarna skipti sköpum sú aflmikla vél sem TF-LIF er búin. Þannig flug- um við inn fjörðinn þar til við vorum þvert fyrir eyrinni en þá beygðum við til norðurs og lent- um á uppfyllingunni við bryggj- nvio ... Þannig flugum við inn fjörðinn þar til við vorum þvert fyrir eyrinni en þá beygðum við til norðurs og lentum á uppfyllingunni við bryggjuna," sagði Benóný Ásgrimsson flugstjóri. Flug TF-Líf til Flateyrar fimmtudaginn 25. okt. sl. „Við ætluðum fyrst að fljuga inn miðjan fjörðinn eftir ratsjá en það reyndist svo mikil ókyrrð að við hrökkluðumst út í Barðann ... Barðmn rís 500 metra hár og snarbrattur Breiðafjörður \ RIf»-—t ... Eftir það flugum við sjónflug rett ofan fjöruborðsins. Vind lægði þegar við komum inn í fjörðinn en hann varð mjög byljóttur. Þarna skipti sköpum sú aflmikla vél sem TF-Líf er búin Grundarfjörbur FLATEYRI Frækilegt fiug TF-LÍF ÞYRLA Landhelgisgæzlunnar, TF-LÍF, flaug langt og erfitt björgunarflug við nyög slæmar aðstæður síðastliðinn fimmtu- dag. Þyrlan fór þá til Flateyrar með björgunarmenn og leitar- hunda og til að sækja slasað fólk, sem bjargaðist úr snjóflóðinu sem féll á þorpið aðfaranótt fimmtudagsins. Benóný Ásgrímsson, flugstjóri TF-LÍF, lýsti fluginu í samtali við Morgunblaðið síðastliðinn laugardag: „ Veðrið var þokka- legt í sunnanverðum Breiðafirð- inum en þegar fór að nálgast Bjargtanga hvessti mikið og stóð vindur af norðnorðaustri í tíu til tólf vindstigum. Skyggnið var frá hálfum upp í fjóra kílómetra á leiðinni. Þyrlan tók vindinn vel á sig, en við urðum að fljúga n\jög lágt, nánast alla leiðina að Barða, nesinu á milli Onundar- fjarðar og Dýrafjarðar, því það var talsverð ísing þegar ofar dró. Hitastigið var um frost- mark. Þegar við komum í mynni Önundarfjarðar jókst snjókoman talsvert. Við ætluðum fyrst að fljúga inn miðjan fjörðinn eftir ratsjá en það reyndist svo mikil ókyrrð fyrir honum miðjum að við hrökkluðumst út í Barðann. Eftir það flugum við sjónflug, þ.e.a.s. eftir landsýn en ekki mælitækjum. Við héldum okkur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.