Morgunblaðið - 01.11.1995, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 01.11.1995, Qupperneq 32
32 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBBR 1995 MORGUNBLAÐIÐ 1 AÐSEIMDAR GREINAR Alkóhólismi, skil- greining og meðferð SKORTUR hefur verið á samræmdri stefnu í allri umfjöllun og meðferða áfengis- og vímuefnamála bæði hérlendis og annars staðar. Eitt aðalvand- kvæði allrar umfjöll- unar hefur oft verið ágreiningur um skil- greiningu á því hvað er alkóhólismi og hvað ekki. Er alkóhólismi sál- rænn, líkamlegur eða félagslegur sjúkdómur? Eða er alkóhólismi ekki sjúkdómur heldur at- ferlislegt vandamál? Með atferlislegu vanda- máli er átt við að neysl- Steinunn Björk Birgisdóttir an sé lært fyrirbæri og því ekki eigin- legur sjúkdómur. Eða er alkóhólismi allt í senn; sálrænn, líkamlegur og félagslegur sjúkdómur? Skilgreining Skortur hefur verið á samræmdri stefnu, seg- ir Steinunn Björk Birgisdóttir, í áfengis- o g vímuefnamálum. urinn hefur þekkta og fyrirsjáanlega stefnu. Sjúkdómurinn mun halda áfram að versna ef ekki er gripið inn í með faglegri, aðstoð. Ólæknanlegur: merkir að sjúkdómurinn sé ólæknanlegur. Hægt er þó að takast á við hann og halda honum niðri. Einstaklingurinn getur lært að lifa skapandi lífí með því að iðka breytta lífshætti í dag- legu lífi. Banvænn: þýðir að sjúkdómurinn helst óbreyttur yfir tíma, þannig að líkam- legar, tilfinningalegar félagslegar breytingar safnast og smáaukast með áfram- Þessi grein styðst við þá forsendu að alkóhólismi sé sálrænn, líkamleg- ur og félagslegur sjúkdómur allt í senn. Skilgreining NCADD (Nat- ional Council on Alcoholism and Drug Dependence)/ASAM (Americ- an Society of Addiction Medicine) en hún hljóðar þannig: „Alkóhólismi er frumorsök, ólæknandi sjúkdómur með erfðaþætti, félagssálfræðilega þætti og umhverfisþætti sem hafa áhrif á þróun hans og hvernig hann lýsir sér. Sjúkdómurinn fer stigvax- andi og leiðir að lokum til dauða. Hann einkennist af áframhaldandi eða tímabundinni minnkandi stjórn yfir drykkjunni. Einstaklingurinn verður upptekinn af alkóhólinu eða eiturlyfinu þrátt fyrir slæmar afleið- ingar, hugsanaferlið skaðast og sést það aðallega á afneitun" (Flavin & Morse, 1991, bls.267). Það sem ofangreind skilgreining felur í sér er eftirfarandi: Frumor- sök: merkir að sjúkdómurinn er veik- indi í sjálfu sér, hann er ekki ein- kenni annars sjúkdóms sem að baki gæti legið. Stigvaxahdi: Vímuefna- fíkn er sjúkdómur sem versnar með tímanum og hverfur ekki. Sjúkdóm- og saman haldandi neyslu. Alkóhólismi veldur dauða fyrir tíma gegnum ofnotkun, gegnum margslungna líkamlega kvilla sem ná yfir heilann, lifrina, hjartað og mörg önnur líffæri. Alkó- hólismi veldur einnig ótímabærum dauða með því að stuðla að sjálfs- morðum, slysum á heimilum, mótór- hjólaslysum og öðrum ógnvekjandi atburðum. Auðkennileg einkenni: Einstaklingurinn ber með sér ein- kenni sem eru partur sjúkdómsins. Þessi einkenni fela í sér: blackout (varanlegt minnistap), breytt áfeng- is/vímuefna þol, stjórnleysi (getur ekki hætt eða takmarkað neyslu), afneitun, (neitar að viðurkenna að vímuefnanotkunin sé vandamál), yf- irmáta upptekin(n) (neyslan eða efn- ið verður aðalpunktur lífsins), frá- hvarfseinkenni (krampi, sviti, og ofsjónir), skapsveiflur, hegðunar- breytingar, lélegt mataræði og slæmar svefnvenjur. Skaðvænlegar afleiðingar: Afleiðingar eru ýmis vandamál tengd alkóhólinu/vímu- efninu á eftirtöldum sviðum: líkam- leg heilsa (t.d. fráhvarfseinkenni, lifrarveiki, magasár, blóðleysi og taugasjúkdómskvillar); sálfræðileg virkni (t.d. breytt skapferli og hegð- un, rýrð hugarstarfsemi); virkni samskipta (t.d. sambúðarvandamál, misnotkun bama, óvirk félagsleg samskipti); virkni á starfsvettvangi (t.d. námsörðugleikar eða erfiðleikar tengdir vinnu); og lagaleg, efna- hagsleg, eða andleg vandamál. Óþekkt orsök; Sumir virðast hafa líkamlegt ofnæmi fyrir alkóhóii eða vera gæddir erfðafræðilegri tilhneig- ingu til þess að verða háð vímuefn- um. Sumir læra að verða háðir vímu- efnum með því að nota vímuefni til að minnka streitu, takast á við til- finningar eða bara forðast veruleik- ann. Orsökin skiptir ekki máli. Það sem skiptir máli er að hægt er að meðhöndla sjúkdóminn og halda honum niðri. Enginn leitar eftir því að verða háður vímuefnum; sjúk- dómurinn gerist bara. samtökin og lifa samkvæmt 12 spora kerfi þeirra. Ef alkóhólismi er líkamlegur, sál- rænn og félagslegur sjúkdómur, þá má segja að framangreind stefna leggi litla áherslu á sálræna og fé- lagslegan þátt sjúkdómsins. Lækn- ismódelið í samfylgd með AA-mód- elinu hefur Iengi verið ríkjandi í meðferð bæði hérlendis og erlendis. Skjólstæðingar hafa verið lagðir inn á stofnun til afeitrunar í mislangan tíma, sama í hvaða ástandi þeir hafa verið. Hér á ég við að ekki eru allir það illa haldnir að þeir þurfi endilega á innlögn að halda. Læknar hafa séð afeitrunina og ófaglærðir ráð- um Meðferðin Skilgreiningin felur í sér að um margslunginn og erfiðan sjúkdóm er að ræða. Þar af leiðir að ekki er til ein sérstök leið til að meðhöndla fjölbreyltan og ólíkan hóp alkóhól- ista. Ólíkar stefnur með ólíkar skil- greiningar eru uppi. Ríkjandi stefna hefur verið stefna starfandi í' anda AA-samtakanna og 12 spora kerfi þeirra. Hún skilgreinir sjúkdóminn líkamlegan og andlegan sjúk- gjafar starfandi í anda AA-samtak- anna hafa séð um fræðsluna. Með- ferðin hefur verið fólgin í innlögn sem hefur boðið uppá afeitrun og fræðslu, hjá bæði faglærðu (læknar og hjúkrunarfólk) og ófaglærðu (ráðgjafar) fólki. Breytt meðferðarform sem dóm. Fólki beri að taka alfarið burtu vímuefnin, breyta hegðun sinni og leggja líf sitt í hendur æðri máttar. AA-stefnan samræmist læknisfræði- legri stefnu að um líkamlegan sjúk- dóm sé að ræða. Starfandi stofnanir í anda AA-samtakanna hafa 12 spora kerfí þeirra sem fyrirmynd og starfandi ráðgjafar eru gjarnan óvirkir alkóhólistar sem stunda AA- í dag er þetta að breytast samfar- andi frekari rannsóknum á sviði alkóhólisma. Dagdeildarform stofn- ana og ganga til sjálfstætt starfandi fagfólks (counselors; sálfræðiráð- gjafa og sálfræðinga) hefur verið að ryðja sér til rúms. Erlendis þykir ekkert sjálfsagðara en að leita sér aðstoðar sjálfstætt starfandi fag- fólks með ýmis tímabundin eða lang- vinn vandamál. Dæmi um dagdeild- arform stofnunar í Bandaríkjunum, þar sem ég starfaði, var boðið uppá morgunprógram, heilsdagsprógram og kvöldprógram í einhveija daga. Síðan var boðið upp á vikulegar grúppur fyrir eftirmeðferð í ákveð- inn fjölda vikna. Þessu til viðbótar var boðið uppá einkaviðtöl hjá fag- fólki; Counselor (sálfræðiráðgjafi), sálfræðingi, geðlækni, félagsfræð- ingi eða hjúkrunarfólki, allt eftir þörfum hvers og eins. Counselor (sálfræðiráðgjafí) og sálfræðingur sinntu sálrænu þáttunum, félags- fræðingurinn sinnti félagslegum þáttum tengdum stofnunum samfé- lagsins, geðlæknirinn sinnti þörfum varðandi geðræn vandamál, s.s. þunglyndi sem er algeng eftirköst hjá alkóhólistum og gefa lyf í sam- ræmi við þarfir hvers og eins, hjúkr- unarfólk sinnti þörfum tengdum lik- amlegri heilsu og læknar sáu' um líkamlega sjúkdóma sem voru einnig til staðar. Þarna var þverfagleg kunnátta að verki með það í fyrir- rúmi að þjóna sem best þörfum skjól- stæðinganna. Þessar breytingar, dagdeildar- form stofnana og ganga til sjálf- stætt starfandi fagfólks, bjóða upp á meiri sveigjanleika og fjölbreyti- leika fyrir fjölbreyttan og ólíkan hóp alkóhólista. Þær styðja einnig undir frekari vísindalegar rannsóknir á þessu sviði. Á sama tíma fjölgar sjálfshjálp- arhópum fyrir alkóhólista, reynslu- þekkingin fer út úr meðferðinni og meira inn á svið sjálfshjálparhópa, en meðferðin verður faglegri. Höfundur er sálfræðiráðgjafi og rekur ráðgjafarstofu iáfengis- og fíkniefnamálum. Róttækra breytinga þörf á Þróunarsjóði Hugmyndin um Þróun- arsjóð, segir Jón Atli Kristjánsson, þarf að fá pólitíska andlits- „HLUTVERK Þró- unarsjóðs er að stuðla að aukinni arðsemi í sjávarútvegi. í því skyni kaupir sjóðurinn fiskvinnslustöðvar og framleiðslutæki þeirra og greiðir styrki til úreldingar fiskiskipa til að draga úr afkasta- getu í sjávarútvegi. Jafnframt getur sjóð- urinn stuðlað að skipu- lagsbreytingum í sjáv- arútvegi í samvinnu við lánastofnanir, enda Ieiði slík endurskipu- lagning til verulegrar hagræðingar. Þá er Jón Atli Krisljánsson sjóðnum heimilt að veita ábyrgðir, lán og styrki til að greiða fyrir þátttöku sjávarútvegsfyrirtækja í verkefnum erlendis." Miklar væntingar voru bundnar við starfsemi sjóðsins og m.a. sagði Jón Baldvin Hannibalsson að til- koma sjóðsins væri mestu tíðindin í ís- lenskum sjávarútvegi eftir útfærslu land- helginnar j 200 sjómíl- ur. Hætt er við að í dag séu margir von- sviknir því sjóðurinn hefur nær einvörðungu lagt rækt við úreldingu fiskiskipa en önnur verkefni sjóðsins hafa nær alveg setið á hak- anum. Eins og fyrr er bent á var Þróunarsjóðnum ætlað stórt hlutverk i að hagræða í fisk- vinnslunni, sérstaklega lyftingu. bæta samkeppnisstöðu hennar. í ljósi reynslunnar virðast lögin um Þróunarsjóð vera gölluð. Lögin kveða á um kaup sjóðsins á eignum, sem skapa fjölmörg vandamál í stað þess að nota sömu formúlu ög við skipin, þ.e. að beita úreldingar- styrkjum. -- Lokaorð landvinnslunni. Það hefur ekki verið vanþörf á þessu þár sem land- vinnsla hefur ekki verið samkeppn- isfær og átt undir högg að sækja fyrir vaxandi sjóvinnslu. Þróunar- sjóðurinn átti að vera tæki til að taka á vanda landvinnslunnar og Þau fyrirtæki sem ætluðu að nýta sér möguleika Þróunarsjóðs til að úrelda eignir og hagræða þannig í rekstri hafa orðið fyrir vonbrigð- um. Hugmyndin um Þróunarsjóð þarf að fá pólitíska andlitslyftingu. Endurskoða þarf lög um sjóðinn og skapa þarf honum tekjur til að sinna því hlutverki sínu að hagræða í fisk- vinnslu á íslandi og vera öflugur þátttakandi í erlendum sjávarút- vegsverkefnum. Höfundur er hagfræðingur. VERÐBRÉFASJÓÐIR VÍB Nóvember 1990

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.