Morgunblaðið - 01.11.1995, Síða 38

Morgunblaðið - 01.11.1995, Síða 38
,38 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ -I- MINNINGAR ÁSMUNDUR HRÓLFSSON + Ásmundur Jós- ep Hrólfsson var fæddur í Reyly'avík 23. sept- ember 1954. Hann lést á heimili for- eldra sinna í Reykjavík 24. októ- ber síðastliðinn eft- ir erfið veikindi. Ásmundur ólst upp hjá foreldrum sín- •«. um, þeim Hrólfi Ásmundssyni frá Stóruhlíð í Víðidal, fyrrverandi vega- verksljóra, og Tryggvinu Steinsdóttur frá Hrauni, Skaga, konu hans. Systkini hans eru Kristrún matvælafræðingur og Gestur félagsfræðingur. Ási eignaðist einn son, Hrólf, f. 7. ág- úst 1985, með Ragnheiði Fossdal líffræðingi. Ás- mundur var á sjó sem stýrimaður stóran hluta ævinn- ar en eftir að því starfi lauk lét hann gamlan draum ræt- ast og gerðist bygg- ingaverktaki. Hann byggði um tug ein- býlishúsa víðsvegar á höfuðborgar- svæðinu. Útför Ásmundar fer fram frá Fossvogskirku í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. ÞAÐ VAR um síðustu páska að í Ijós kom að Ásmundur, eða Ási eins og hann var kallaður, var haldinn sjúkdómi_ þeim sem dró hann til dauða. Ási var svo lánsamur að geta dvalist á heimili foreldra sinna í umsjá fjölskyldunnar nær allan veikindatímann. Þakka ber sérstak- wlega hjúkrunarfólkinu sem kom við sögu og vann starf sem var langt umfram það sem hægt er að búast við. Það fyrsta sem flestir sem hittu Ása tóku eftir var hve kátur hann var allajafna. Hann var glaðbeittur og orðheppinn og hafði næmt auga fyrir því spaugilega svo að oft jaðr- aði við góðlátlegt grín. Undir yfir- borðinu leyndist hinsvegar viðkvæm og heiðarleg sál sem vildi öðrum allt það besta. Lífskrafturinn var ~*nógur og hann gekk sjaldan heldur hljóp við fót þó hann væri ekkert sérstaklega að flýta sér. Þrátt fyrir að hann bæri það ekki með sér var hann ágætiega sterkur og kroppur- inn stæltur. Það var auðvelt að biðja Ása um greiða jafnvel þótt hann hefði í nógu að snúast sjálfur. Ási var vinnusamur og harður við sjálf- an sig. Hann var bjartsýnismaður og kvartaði aldrei, jafnvel þegar lánið sneri við honum baki. Hann var minnugur og fylgdist vel með atburðum líðandi stundar. Hann var ótrúlega hugmyndaríkur og átti gott með að sjá fyrir sér afleiðingar og möguleika sem opnuðust og það var ekki á allra færi að fylgja hug- *vmyndaflugi hans eftir. Frændsemi var mjög rík í fari hans og hann fór marga ferðina í frændgarð norð- ur í Skagafjörð og út á Skaga. Ási var, eins og títt er um sjómenn, talsvert trúaður þótt ekki væri hann sérstaklega að halda því á lofti við ókunnuga. Hann sýndi mikið æðru- leysi í veikindum sínum og baráttu- vilja. Við sem eftir lifum skiljum að dauðinn er eðlilegur hluti af til- verunni og að án hans er ekkert líf hugsanlegt. Það sem maður vonar þó og finnst eðlilegt er að þeir elstu fái að deyja fyrst, börn að lifa for- eldra sína og að dauðinn verði sem sársaukaminnstur. Því miður er það ekki alltaf svo fallegt. Það er sárt að sjá á eftir ættingjum og vinum eftir svo stutt viðkynni. Ási var líka svo hlaðinn framtíðaráformum og lífsorku að manni finnst einsog lestrinum hafi verið hætt i miðri sögu. Við kveðjum nú Ása, þökkum honum fyrir samfylgdina og fyrir að hafa gert líf okkar ríkara. Oddur Thorarensen. Þegar maður heyrir lát góðs vin- ar, snertir það ætíð viðkvæma strengi í bijósti manns enda þótt slíkt hafi ekki átt að koma manni á óvart. Því í dag kveð ég minn vin og æskufélaga Asmund Hrólfsson eða Ása eins og hann var ætíð kall- aður. Það er ýmislegt sem rifjast upp þegar maður hugsar tilbaka á þessum 35 árum sem við höfum þekkst. Stundimar saman í skóla, til sjós, nú eða Kanadaferðin fyrir 20 árum, þá ungir strákar í okkar fyrstu utanlandsreisu. Strákapörin sem þá voru gerð verða ekki tíund- uð hér. Það er komið að kveðjustund, ég þakka þér fyrir samfylgdina, kæri t Sonarsonur minn, GUÐMUNDUR ERLENDUR GUÐMUNDSSON rafeindavirki, Langeyrarvegi 5, Hafnarfirði, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd móður og annarra ættingja, Guðrún Ragnheiður Erlendsdóttir. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNARVERNHARÐSSON garðyrkjumaður, Furugerði 23, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélag íslands. Þorbjörg G. Guðjónsdóttir, Jóna Gunnarsdóttir, Einar E. Guðmundsson, Guðjón R. Gunnarsson, Vernharður Gunnarsson, Björg Árnadóttir, Ósk Gunnarsdóttir, Snorri Arnfinnsson, Gunnar Þór Gunnarsson, Katrín R. Gunnarsdóttir, Birgir Kristinsson og barnabörn. vinur, um leið vil ég og fjölskylda mín sendum foreldrum þínum, systkinum og syni þínum honum Hrólfi og öðrum aðstendum okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um Guð um að styrkja ykkur í sorg- ini. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrð^rhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Svavar Jóhannesson. Það er erfitt að lýsa því hvernig okkur varð innanbijósts þegar við fréttum andlát Ása frænda okkar og vinar. Tómleiki eins og þegar tíminn stendur í stað, efasemdir, söknuður og undrun, því að þrátt fyrir erfíð veikindi Ása vildum við innst inni ekki trúa því að þessi stund rynni upp. Ási hafði háð erf- iða baráttu við alvarleg veikindi og í því stríði barðist hann við ósýnileg- an andstæðing sem erfitt er að veij- ast. Baráttan var eigi að síður háð með sömu festu og glaðværð sem einkenndi góðan dreng. Minningamar streyma fram um traustan vin sem ávallt bar af sér ljúfan þokka og glaðværð i hjarta, einkenni sem einatt fylgir þeim sem eru vandaðir að gerð og hafa feng- ið umhyggju og ástríki í ferðanesti lífsins. Þetta var líka það sem Ása þótti ljúfast að miðla til samferða- manna sinna, þar sem vinátta og trygglyndi sat í öndvegi í öllum hans gerðum. Oft lágu leiðir Ása í Skagafjörð- inn til vina og ættingja þar sem hann var ávallt aufúsugestur, enda fylgdu heimsóknum hans ætíð gleði og bjatsýni, þar sem lífsins amstri var varpað fyrir róða svo ekki bæri skugga á góðar samvistir. Ljósasta dæmið um félagslyndi og tryggð Ása var þegar haldið var ættarmót í Melsgili um napra helgi fyrir þrem- ur árum. Þá var annasamt hjá Ása í lífsbaráttunni, en þrátt fyrir erfið störf kom hann norður til að skemmta og gleðjast með ættmenn- ' um sínum og vinum og til að treysta þau fjölskyldubönd sem eru okkur öllum ómissandi bakhjarl í lífinu. Á tregastundu eru það minning- amar sem lýsa hugskot okkár og þau vináttubönd sem við tengj- umst, þó nú sé höggvið skarð í hópinn. Minningin um frændann og vininn mun aldrei gleymast því hana geymum við í hjarta okkar og varðveitum í anda þeirrar gleði sem Ási færði okkur öllum. Minn- ingin um föðurinn sem Hrólfur litli Fossdal mun ávallt geyma í sálu sinni og verður honum ljós á lífsleið- inni, og minningin um soninn og bróðurinn sem nú er horfínn til æðri vettvangs og mun með styrk Guðs yfirbuga sorg og trega. Elsku Tryggvina og Hrólfur, megi Guð -blessa ykkur á þessari stundu og gefa ykkur Kristrúnu, Gesti og Hrólfi litla styrk til að lina söknuð ykkar með ljúfum minningum um góðan dreng. Kveðja frá Geitagerði. Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR IIÓTEL LOFTLEIBia PÁLL ÖGMUNDSSON + Páll Ögmunds- son fæddist á Sauðárkróki 29. júlí 1914. Hann lézt á Borgarspítalanum 10. október síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Kristín Björg Pálsdóttir, f. 15. apríl 1884, d. 17. ágúst 1942, og Ög- mundur Magnús- son, f. 31. marz 1879, d. 9. ágúst 1968, söðlasmiður. Páll var fjórði í röð sex systkina. Hin voru Magnús, f. 17. október 1904, d. 9. marz 1964, skósmið- ur, Ingibjörg Jakobína, f. 12. janúar 1906, Sigurbjög, f. 23. október 1907, d. 29. júní 1994, Jóhanna, f. 6. júní 1917 og Sig- ríður Björg, f. 2. maí 1921. Fyrri kona Páls var Sigur- björg Sveinsdóttir, f. 26. marz 1919, frá Þorsteinsstaðakoti í Lýtingsstaðahreppi i Skagafirði. Bjuggu þau á Sauðárkróki. Þeirra böm era Hreinn, f. 5. júní 1937, Elsa, f. 30. desember 1938, Magnús, f. 15. júní 1940, og Krístin, f. 14. ágúst 1942. Þau skildu. Síðarí kona var Halla Sigurðar- dóttir, f. 21. janúar 1915, frá Gljúfri í Ölfusi. Bjuggu þau í Reykjavík. Þeirra dætur eru Guðný, f. 29. október 1950, og Kolbrún, f. 10. desember 1955. Páll gekk einnig tveim böraum Höllu af fyrra hjónabandi í föður stað, Guðmundi, f. 14. nóvember 1939, og Þorbjörgu, f. 11. maí 1941. Þá ættleiddi hann son Þorbjargar, Pál, f. 20. júlí 1958. Páll var jarðsunginn 20. þessa mánaðar. ÓTRÚLEGAR þjóðfélagsbreytingar hafa orðið til hins betra síðan afí minn og amma fluttust vestan úr Húnavatnssýslu til Sauðárkróks árið 1907 og móðurbróðir minn, Páll Ögmundsson, sleit þar barns- skónum í samheldnum systkinahópi á 2. og 3. tug þessarar aldar. Á þeim tíma þakkaði flest fólk fyrir að hafa þak yfír höfuðið og í sig og á frá degi til dags - annað og meira var munaður. Þótt lítil væru efni í foreldrahúsum Páls, höfðu margir þó enn minna á milli handa. Minntist Páll þess síðar, þegar móðir hans bjó hann í sendiferðir með einhvern matarglaðning eða fataplögg til þeirra, sem mest höfðu farið halloka í lífsbaráttunni í þorp- inu. Féllu þá stundum þakkartár, og blessunarorð í garð hinnar góðu konu fylgdu honum á veg. Minnis- stæðastar voru þó ánægjustundirn- ar. Börnin fundu sér eigið gaman við ýmsa leiki og spil eða lestur og stundum tók móðir þeirra fram litla harmoniku og spilaði fyrir þau af hjartans lyst. Lærði Páll snemma á sams konar hljóðfæri og lék á dans- leikjum á yngri árum. Eins og alsiða var, fór Páll strax og þroski og kraftar leyfðu að vinna fyrir sér. Stundaði hann sjó- mennsku fyrir norðan, en var reyndar enn innan við tvítugt þegar hann hélt fyrst á vertíð suður til Faxaflóa. Var orð á því haft hvílíkt snyrtimenni hann var og því líkast sem óhreinindi loddu ekki við hann að hverju sem hann gekk. Páli var fátt eins ferskt í minni og þegar frændi hans, Árni Daníels- son á Sjávarborg, kom með fyrstu „rennireiðina“ til Sauðárkróks árið 1926. Fékk hann samstundis mik- inn áhuga á þessum nýju farartækj- um og lærði strax á bíl þegar að- stæður voru til. Varð bifreiðaakstur síðan aðalstarf hans lengstan hluta ævinnar. Páll ók í mörg ár flutningabílum á milli landshluta í upphafi bílaald- ar, bæði fyrir einstaklinga og Póst og síma. Kunni hann frá mörgu að segja úr þeim ferðum. í þá daga var vegagerð skammt komin og því voru þessar ferðir oft mjög erfíðar á hinum slæmu akbrautum. Jafn- framt voru bifreiðaverkstæði ekki á hverju strái og þurftu bílstjórarn- ir eiginlega að geta bjargað sér sem mest sjálfír og kunna flest til við- gerða. Tók stundum marga daga að komast þá vegalengd, sem nú er farin á fáeinum tímum. Auk ferða á milli Norður- og Suðurlands eða Reykjavíkur, minntist Páll sérstaklega þeirra svaðilfara, þegar hann ók með efni fyrir símavinnuflokka austur yfir hin óbrúuðu fljót, sem þá og lengi síðan voru hinir verstu farartálmar á Suðurlandsundirlendinu. Þegar Páll lét af langferðaflutn- ingum réðst hann meðal annars til aksturs hjá Bæjarútgerð Reykjavík- ur. Eftir að hann lét þar af störfum fyrir aldurs sakir, var hann hjá frændum sínum í fyrirtækinu Segli hér í Reykjavík, er reyndust honum ómetanlegur félagsskapur hin síð- ustu æviár. Vegna aldursmunar kynntist ég fyrst Páli frænda mínum á efri árum hans. Fyrir mig var sennilega ómetanlegast að hann var frá- sagnamaður. Sagði hann mér og bræðrum mínum ýmislegt af föður okkar, sem hann átti að vini og hafði verið með til sjós, þegar báð- ir voru ungir menn, en pabbi dó svo fljótt frá okkur að við nutum hans ekki fullvaxta. Frændi minn var ekki frásneidd- ur því að vökva lífsblómið af og til, eins og skáldið komst að orði. Á ég skemmtilegar minningar um slík kvöld, þegar við af yngri kyn- slóðinni sátum í kringum hann og fengum að heyra nokkrar góðar sögur frá gömlu síldar- eða her- námsárunum, sem ekki sízt tengd- ust mannlífinu í átthögunum, þ.e. á Króknum eða í Skagafirði. Og frásagnargáfunni hélt hann óskertri, þótt líkaminn væri mjög farinn að gefa sig, þegar kom að hinztu stund. Eg votta eiginkonu, börnum og öðru venzlafólki dýpstu samúð mína. Ögmundur Helgason. t Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, GUÐJÓN EMILSSON, Skólabraut 5, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn 3. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á M.S. félag íslands, Sléttuvegi 5. Dagrún Gunnarsdóttir, Emil Theodór Guðjónsson, Guðriður Halldórsdóttir, Sveinn Guðjónsson, Björg H. Bjarnason, Gunnar Guðjónsson, Guðrún Gísladóttir, Anna Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. í € 1 C, c: c c c I I 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.