Morgunblaðið - 01.11.1995, Page 46

Morgunblaðið - 01.11.1995, Page 46
46 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Innilegar þakkir til állra þeirra, sem, í tilefni af 85 ára afmœli mínu, glöddu mig og heiÖr- uöu meö nœrveru sinni, margskonar gjöfum, blómum og heillaskeytum. LifiÖ heil! i Jón Jónsson, Smáraflöt 42, 210 Garðabæ. Rannsóknaráætlun Evrópusambandsins; Kynning á Orkurannsóknaráætlunum Kynningarfundur veröur haldinn á vegum Rannsóknarráðs íslands og Kynningar- miðstöðvar Evrópurannsókna (KER) fimmtudaginn 2. nóvember kl. 9:00-12:45 í Borgartúni 6, þar sem Enzo Millich og Francisco Lasa, starfsmenn framkvæmda- stjórnar ESB, kynna Orkurannsóknaráætlanir Evrópusambandsins JOULE og THERMIE. Tækifæri gefst til að kynnast alþjóðlegum sóknarmöguleikum á sviði orkutækni með stuðningi Evrópusambandsins. Dagskrá: 09:00-09:10 Setning, Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs íslands. 09:10-10:00 Kynning á stöðu þekkingar á sviði orkutækni og orku- rannsóknum hér á landi og forsendur til alþjóða samvinnu og þekkingarútflutnings: - Jakoþ Björnsson, orkumálastjóri - Einar Tjörvi Elíasson - Steinar Friðgeirsson 10:00-10:15 Kaffihlé 10:15-12:15 Kynning á Orkurannsóknaráætlunum Evrópusambandsins, JOULE og THERMIE. Farið verður yfir þá möguleika sem standa til boða innan áætlunarinnar og hvaða kröfur eru gerðar til umsækjenda, með tilliti til væntanlegrar þátttöku íslenskra aðila: - Enzo Millich, orkumálaráðuneyti ESB - Francisco Lasa, orkumálaráðuneyti ESB 12:15-12:45 Umræður Skráning fer fram hjá Rannsóknarráði íslands í síma 562-1320. RANNÍS 'Abendingar á mjólkummbúðum, nr. 12 af 60. Góðan dag! Blessaður! Sæll! HeiII og sæll! Sæl og blessuð! Komdu blessuð og sæl! Vertu sæll! Verið þið öll blessuð og sæl! Við íslendingar eigum nóg af fallegum og hlýlegum kveðjum. Innantóm „hæ“ og „bæ“ gætu þó hæglega útrýmt þeim ef við höldum ekki vöku okkar. Sýnum hvert öðru þá virðingu að heilsast og kveðjast á íslensku! MJÓLKURSAMSALAN íslenskufrteðsla á mjólkurumbúðum er samstarfsverkefni Mjðlkursamsölunnar, íslenskrar málnefndar og Málrœklarsjóðs. I DAG Farsi „ Tb'rrtfis þó,áttc/ ekkert annaJÖ tíl s/v ísbjór?" VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Athyglisverð blaðagrein ANNA hringdi og vildi vekja athygli á mjög góðri grein sem birtist í Morg- unblaðinu miðvikudaginn 25. október sl. Greinin er eftir Helgu Siguijónsdótt- ur og er opið bréf til for- eldra. Greinar Helgu um skólamál eru allar mjög athyglisverðar, því hún kemur að ýmsum efnum sem ekki hafa verið mikið rædd annars staðar í seinni tíð. Vill Anna vekja athygli foreldra og ann- arra á þessum greinum Helgu og þá ekki síst greininni sem birtist sl. miðvikudag. Börnin heim GRÓA hringdi og vildi koma með fyrirspurn til ríkisstjómarinnar um hvort ekki sé hægt að aðstoða Sophiu Hansen fjárhagslega í baráttu hennar fyrir að fá börnin sín heim. Sophia er búin að standa í þessari bar- áttu í fimm ár og ekkert hefur gengið ennþá og líklegt er að hún sé fjár- vana - en einhver úrslita- stund mun vera í málinu núna seinnipartinn í nóv- ember. Er ekki hægt að hjálpa Sophiu eins og öðrum sem nú eru nauð- staddir? HÖGNIHREKKVÍSI „ FLjóturf ^7 CTcé ♦ þakjcc^þér fyrir. " LEIÐRÉTT Grímur Heiðland I fyrirsögn, formála og texta minningargreina um Grím Heiðland Lárusson á blaðsíðu 42 og 43 í Morg- unblaðinu í gær, þriðudag 31. október, er misfarið með nafn hins látna og hann nefndur Heiðlund og Heiðdal. Þá láðist að nefna böm Gríms og Magneu Halldórsdóttur. Þau em: Reynir, Lárus Halldór, Bára, Helgi, Guðrún og Sesselja. Hlutaðeigendur eru innilega beðnir afsök- unar á þessum mistökum. Með morgunkaffinu > Ast er... t í * S — / / f ' , 10-19 reynslu sem setur mark sitt á þig. TM Reg. U.S. Pat. Ofl. — «H rights r«served (C) 1995 Los Angolos Tlmos Byndtoate ÞJÓNN! Það er súpa á flugunni minni. Hlutavelta ÞESSIR duglegu strákar héldu nýlega hlutaveltu og notuðu ágóðann sem varð kr. 885 til styrktar Félagi heymarlausra. Þeir heita Magnús Guðmundsson og Ásgeir Valur Einarsson. Víkveiji skrifar... FÉLAG framhaldsskólanema stóð með mikilli prýði að blys- för þeirri sem farin var niður Laugaveg að Ingólfstorgi í fyrra- kvöld, til að minnast fómarlamba snjóflóðsins á Flateyri og sýna syrgjendum hluttekningu. Það var ákaflega áhrifarík sjón að fylgjast með tugum þúsunda ganga í þögn niður Laugaveginn, með kyndla eða blys og safnast síðan saman í bæn á Ingólfstorgi. Félag1'framhalds- skóla á heiður skilinn fyrir hvernig til tókst og sömuleiðis þeir tugir þúsunda Islendinga sem sýndu sam- hug sinn í verki, með þátttöku í göngunni. xxx AÐ TÓKST frábærlega til með samsendingu sjónvarpsstöðv- anna í fyrrakvöld, í tilefni af lands- söfnuninni Samhugur í verki. Vík- verji hefur heyrt í fjölda manns sem fylgdist með útsendingunni frá upp- hafí til enda og er það mál manna að mjög smekklega hafi verið að dagskrárgerðinni staðið á alla lund. Falleg og innihaldsrík huggunarorð voru flutt Flateyringum hvaðanæva af landinu, tónlistaratriðin voru vel valin, með tilliti til sorgaratburð- anna og samstarf sjónvarpsmanna frá Ríkisútvarpinu og Stöð 2 var eins og best verður á kosið. Vík- verji veit að hann tilheyrir mjög stórum hópi íslendinga sem var djúpt snortinn þegar sent var út þakkarávarp Magneu Guðmunds- dóttur, sem tekið hafði verið upp í litlu kirkjunni á Flateyri. Magnea lýsti því á afar fallegan hátt hversu Flateyringar væru hrærðir og þakk- látir fyrir samúð þjóðarinnar og samhug, sem styrkti þá í raunum þeirra. xxx SÍÐLA Á mánudagskvöld var á dagskrá Ríkissjónvarpsins annar þátturinn um Sameinuðu þjóðirnar í tilefni 50 ára afmælis þeirra. Víkverja þykir þáttaröð þessi fyrir margar sakir athyglis- verð, því óvenju gagnrýnum augum er litið á störf Sameinuðu þjóðanna undanfarna hálfa öld, í þessari bresku heimildarþáttaröð. Spilling- in innan samtakanna var sérstak- lega til skoðunar í þessum þætti og frómt frá sagt virðist víða vera pottur brotinn í rekstri og skipu- lagi þessara alþjóðlegu samtaka, sem hafa innan sinna vébanda 190 þjóðir. WHO (Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin) fékk harkalega á bauk- inn, fyrir dýra yfirbyggingu, fjára- ustur í ráðstefnur, ferðalög, hvers konar sólundun o.s.frv. á meðan að börn þriðja heimsins liðu skort, fengju ekki lyf og læknisumönnun, WHO og starfsmenn stofnunarinn- ar væru með öllu óþekkt fyrirbæri á stórum svæðum Afríku, þar sem mikil örbirgð og neyð ríkti, stofn- unin hefði eytt milljarði til bygg- inga á loftkældum húsum fyrir starfsmenn sína í Sómalíu, en nú væri starfsemi stofnunarinnar að leggjast niður í landinu, mikið væri lagt upp úr því af starfsmönn- um WHO í Genf, þar sem höfuð- stöðvar stofnunarinnar eru, að veita fjárframlögum til þriðjaheims ríkja, sem státuðu af glæstum sól- arströndum, svo starfsmenn í opin- berum erindum gætu sólað sig í 3 til 4 daga í lúxus, um leið og þeir heimsæktu viðkomandi ríki, og svo framvegis og svo framvegis. Reyn- ist aðeins brot af því sem fram kemur í þessari þáttaröð á rökum reist, er það skelfilegt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.