Morgunblaðið - 01.11.1995, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 01.11.1995, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 47 I DAG Árnað heilla Ljósm.stúdíó Péturs Péturssonar BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. júlí sl. í Áskirkju af sr. Árna Bergi Sigur- björnssyni Guðlaug Jóns- dóttir og Skúli Sigurz. Heimili þeirra er í Vestur- brún 8, Reykjavík. BBIDS llmsjón Guðmundur Páll Arnarson HIN „fjöllynda" opnun á tveimur tíglum, gjaman nefnd „multi“ í daglegu tali bridsspilara, hefur þann megintilgang að skapa glundroða í herbúðum and- stæðinganna. Tvíeðli opn- unarinnar bitnar þó einstaka sinnum á þeim er síst skyldi. Á minningarmótinu um Ein- ar Þorfmnsson um síðustu helgi freistaðist einn spilari til að opna á „multi“ með spil vesturs hér að neðan, þó svo hann ætti aðeins fimmlit í spaða. Sú léttúð hafði ófyrirséðar afleiðingar. Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♦ - ▼ Á10654 ♦ G1094 ♦ Á764 Vestur Austur + D9876 ♦ ÁKG105442 ií. ■ + KG109 ♦ g53 Suður ♦ - V KDG973 ♦ KD765 ♦ D2 Vestar Norður Austar Suílur 2 tíglar' Pass 2 grönd" 4 hjörtu Pass Pass ■Dobl*" Pass Pass Pass ‘ Multi, þ.e. 6-litur í hjarta eða spaða, 5-10 punktar. " Spuming um eðli opnun- arinnar. “ I þeirri fullvissu að litur makkers sé hjarta. Þetta er dæmi um mulfi- ógöngur eins og þær gerast „glæsilegastar". Með áttlit í spaða var austur aldrei í vafa um hver litur makkers væri, enda aðeins 13 spil í hverjum lit. Einhverra hluta vegna vildi hann þó heyra hljóðið í makker einu sinni og spurði því með tveimur gröndum. Ef til vill var einhver sterk hönd inni í opnuninni, jafn- skipt eða þrílita. Pass vesturs við ijórum hjörtum hefur lík- lega komið austri svolítið á óvart, en sumir spilarar em hreinlega tregir til að doblal Vestur spilaði spaða út í byijun og Gylfi Baldursson í sagnhafasætinu horfði þrumu lostinn á blindan. Á ýmsu átti hann von, en ekki útspili í tvöfalda eyðu. Gylfi tromp- aði í borði og henti laufi heima — sex unnir. „Við eram sennilega eina parið í salnum sem nær ekki slemmunni," sagði félagi hans, Sigurður B. Þorsteins- son, áhyggjufullur. Vissulega var það rétt hjá Sigurði að slemmur voru spil- aðar á báða bóga út um allan sal: sex hjörtu og sex spaðar, jafnvel sjö. En með bestu vörn fást þó aðeins 11 slagir í hvora átt. Ljósm.stúdíó Péturs Péturssonar BRÚÐKAUP. Gefín voru saman 26. ágúst sl. í Dóm- kirkjunni af sr. Jakobi Hjálmarssyni Vildís Björg- vinsdóttir og Charles Magnússon. Heimili þeirra er í Reykjafold 22, Reykja- vík. Ljósm.stúdíó Péturs Péturssonar BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. ágúst sl. í Há- teigskirkju af sr. Pálma Matthíassyni Elsa Bára Traustadóttir og Markús Þorkell Beinteinsson. Heimili þeirra er í Lönguhlíð 23, Reykjavík. Ljósm.stúdíó Péturs Péturssonar BRÚÐKAUP. Gefrn voru saman 12. ágúst sl. í Bú- staðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Ester María Ragnarsdóttir og Páil Jónsson. Heimili þeirra er í Yrsufelli 11, Reykjavík. Ljósm.stúdló Péturs Péturssonar BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 4. ágúst sl. í Minn- ingarkapellu Kirkjubæj- arklausturs _af sr. Siguijóni Einarssyni Ólöf Lárusdótt- ir og Bjarmi A. Sigurgarð- arsson. Heimili þeirra er á Brimnesvegi 10, Ólafsfirði. Ljósm. Berglind Baldursdóttir BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 2. september sl. í Bessastaðakirkju af sr. Pétri Þorsteinssyni Arnhildur Ásta Jósafatsdóttir og Wichert Jan van Aalder- ink. Þau eru búsett í Hol- landi. SKÁK llmsjón Margclr Pctursson HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á stór- móti svissneska bankans Credit Suisse sem nú er að ljúka í Horgen. Heimamað- urinnViktor Kortsnoj (2.635) var með hvttt og átti leik, en Hollendingurinn Jan Timman (2.590) hafði svart. Timman er orðinn með mis- tækustu stórmeisturum og var að enda við að leika skelfilegum afleik, 29. — Ha8- c8?? þegar þessi staða kom upp. Rétt var 29. — Df7! og staðan er enn tvísýn. 30. Bd6+! - Ke8 (Eða 30. - Kg8 31. Dg5+ - Kh8 32. Hxc8+ - Bxc8 33. f7! — Dxf7 34. Be5+ og mátar) 31. Hxc8+ — Bxc8 32. f7+!! og Tim- man gafst upp, því 32. — Dxf7 er svarað með 33. Dc2 með tvöfaldri hótun: 34. Dxc8 mát og 34. Hxh7. Staðan á mótinu var þessi eftir níundu um- ferðina á pánudags- kvöldið: 1. ívantsjúk 6 v. af 8, 2. Kramnik 5 Va v. af 8, 3-4. Short og Ehlvest 4'A v. af 8, 5. Kasparov 4 7* v. af 9, 6-7. Kortsnoj og Gulko 4 v. af 8, 8. Júsupov 4 v. af 9, 9. Vaganjan 3 v. af 8, 10-11. Timman og Lautier 2 72 v. af 8. Markverðustu úrslitin í níundu umferð urðu þau að Kasparov gerði jafntefli við Kramnik í aðeins 13 leikjum, þótt PCA-heimsmeistarinn stýrði hvítu mönnunum. ívantsjúk vann Júsupov og tók forystuna. Ljósm.stúdíó Péturs Péturssonar BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. júlí sl. í Háteigs- kirkju af sr. Guðmundi Ósk- ari Ólafssyni Þóra Guðný Ægisdóttir og Guðjón Kristinsson. Heimili þeirra er á Lindarbraut 2, Seltjam- arnesi. STJÖRNUSPÁ eftlr Franccs Drakc SPORÐDREKI Afmælisbarn dagsins: Þú býrð yfir miklum hæfi- leikum oggetur náð langt í iífinu. Hrútur (21. mars - 19. apríl) a* Þú þarft að sýna vini eða ættingja 1 vanda tillitssemi í dag og rétta fram hjálpar- hönd. Þér berst spennandi heimboð. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú þarft að hafa samráð við ástvin áður en þú tekur ákvörðun um fjárfestingu í dag. Hlustaðu vel á góð ráð sem þér era gefin. Tvíburar (21. maí- 20. júní) 5» Reyndu að sýna þrasgjörnum starfsfélaga skilning og þol- inmæði í dag. Eitthvað óvænt verður til þess að bæta af- komu þína. Krabbi (21. júnl — 22. júlí) HS0 Heimilið og fjölskyldan hafa algjöran forgang í dag, og þú hefur í mörg hom að líta. Bjóddu ástvini í kvöldverð við kertaljós. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) <ef Láttu það ekki á þig fá þótt dráttur verði á stöðuhækkun, sem þú áttir von á. Úr rætist fljótlega og fjárhagurinn batnar. Meyja (23. ágúst - 22. september) Með góðri samvinnu ástvina tekst þér að koma ár þinni vel fyrir borð í dag og tryggja fjölskyldunni betri afkomu í framtíðinni. Vog (23. sept. - 22. október) Gættu þess að lesa vel smáa letrið áður en þú undirritar samning í dag ef þú vilt koma í veg fyrir vandræði síðar meir. Sporódreki (23.okt. - 21. nóvember) Aukin samkeppni í vinnunni hvetur þig til dáða, og þú nærð góðum árangri. Vinir og ættingjar veita þér mikinn stuðning. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) & Vanræktu ekki skyldustörfin heima í dag. Gamall vinur, sem þú hefur ekki séð lengi, kemur óvænt í heimsókn. Fjárhagurinn batnar. Steingeit (22. des. - 19.janúar) . Umbætur sem þú stóðst fyrir í vinnunni eru farnar að skila árangri, og þér berast góðar fréttir varðandi fjármálin. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Hlustaðu á góð ráð vinar, því þau geta fært þér velgengni. Á næstunni gefst þér óvænt tækifæri til hvíldar og skemmtunar. Fiskar (19. febrúar- 20. mars) Ef þú lætur hendur standa fram úr ermum í vinnunni í dag nærð þú umtalsverðum árangri. Gamall draumur er við það að rætast. Stjörnuspána á aó lesa sem dœgra- dvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunrli visindalegra stadreynda. Sjónarhorn Fituneysla bama tengd holdafari foreldra Á seinni árum hefur því verið haldið fram, að börn o g unglingar séu feitari en jafnaldrar þeirra voru á fyrri árum. Margrét Þorvalds- dóttir segir að nýlegar rannsóknir leiði í ljós að tengsl eru á milli neyslu barna á fíturíkum fæðutegundum og holdafari foreldra þeirra. til að fullnægja öðrum þðrfum en hungri. Börn hafa tilhneigingu til að líkja eftir mataræði foreldra sinna þegar þau yfirgefa heimilið. Ráð við offitu er fituminni matur í SEPTEMBERBLAÐI tímaritsins Inform segir frá nýlegri rannsókn sem var gerð við Illinois-háskóla á neyslumunstri 3-5 ára bama. Hún leiddi í Ijós að jafnvel þó að lagður væri fýrir bömin málsverð- ur þar sem 32% orka kæmi úr fitu kom í ljós að um tæpur helm- ingur þeirra sótti í fæðutegundir þar sem orkan kom út fitu. Við nánari skoðun reyndist dálæti þessara bama á fituríkari fæðu- tegundum vera í beinum tengslum við holdarfar foreldranna. Börn sem eiga við offitu að stríða fá sér oft aukabita utan mat- artíma. Hreyfingarleysi; sem oft fylgir offitu, kemur í veg - fyrir brennslu á umframorku og svo er það sjónvarps- glápið. Kannanir hæfa leitt í ljós að eftir því sem börn horfa meira á sjónvarp þjást þau oftar af offitu, bæði vegna hreyfingar- leysis og fitandi nasls sem oft er haft innan seilingar. Flestir sem beijast við offítu vilja gjarnan losna við aukakílóin og eru alls konar ráð í boði fyrir þá sem viljað hemja matarlistina. Sumir leita kostnaðarsamra lausna sem oft reynast gagn- lausar eða em beinlínis hættuleg- ar. Þó þekkja allir ráðið góða sem aldrei bregst, en það er að borða fítuminni mat og borða í hófí. Orsakir offitu geta verið margvíslegar Rannsókn þessi er þó ekki ein- hlít. í bókinni „Understanding nutrition“ er kafli um orsakir of- fitu. Þar segir að umfram líkams- fita hlaðist upp þegar fólk taki inn meiri fæðuorku en það þurfi fyrir dagleg efnaskipti og störf vöðva og meltingu. Ekki er vitað hvers vegna fólk borðar meira en það þarf. Leitað hefur verið svara m.a. í erfðaþáttum, umhverfis- þáttum, andlegu ástandi, skap- gerð og liffræðilegum þáttum. Enginn hefur fundið eitt algilt svar, enda er offita talin hafa margar orsakir. Neysluvenjur móta holdafarið Hvað erfðir og umhverfisþætti snertir þá hefur verið kannað hvort ættleidd börn líkist meira fósturforeldrum sínum en líf- fræðilegum foreldram. Niður- stöður leiddu í ljós að tilhneiging til offitu liggi í erfðaþáttum, en að áhrif frá umhverfinu geti hindrað að fita verði að vanda- máli. Því hefur verið haldið fram að offita liggi í ákveðnum fjöl- skyldum. Kannanir hafa sýnt að ef annað foreldrið er feitlagið eru 40 prósent líkur á að barnið verði það einnig, ef hvorugir foreldrar eru of feitir eru líkurnar 7 pró- sent. Ef aftur á móti báðir foreldr- ar eru haldnir offitu eru 80 pró- sent líkur á að börnin verði það líka. Þó að offita geti legið í fjöl- skyldum styður það ekki kenning- una um erfðaþáttinn einan og sér, fleira kemur til. Þær venjur sem börn læra snemma á ævinni fylgja þeim oft á lífsleiðinni. Fjöl- skyldur sem leggja mikla áherslu á mat, borða oft meira en þörf er á við máltíðir, þær borða hratt, grípa oft til nasls og borða oft Mátargerð þarf að kenna í sjónvarpi Þar sem neyslumunstur er að breytast þarf að kenna, sérstak- lega unga fólkinu, að matbúa holla, einfalda og bragðgóða málsverði. Ungt fólk sem er að hefja búskap þarf og vill læra að útbúa venjulega málsverði, þ.e. mat sem það hefur efni á að borða daglega. Sjónvarpið er kjörið til sýni- kennslu. Matargerðarþættir sem þar era sýndir era skemmtiþættir en ekki kennsluþættir. Það er beinlínis sorglegt að sjá hve þar er farið illa með góðan útsending- artíma. Oft er sumt hráefni sem þar er notað fólki framandi eða ekki á markaði. Síðan er notkun á feitmeti eins og smjöri og ijóma með ólíkindum. Slíkt fitubraðl í matargerð stuðlar að offitu og er í algjörri andstöðu við áherslur í nútíma matargerð og manneldis- markmið. Góð kunnátta í matargerð fellur undir forvarnir Þeirri ósk er hér með beint til stjórnenda sjónvarpsstöðva að þeir stuðli að því að boðið verði upp á kennsla í matreiðslu í sjón- varpi. Þættirnir þurfa að vera vel undirbúnir. í upphafi hvers þáttar þarf að liggja á borðinu allt sem á að fara í málsverðinn og sýna síðan meðhöndlun og fulla nýt- ingu á hráefninu. Slíkir þættir þurfa að vera í höndum fólks sem hefur þjálfun í kenna matreiðslu og þeir þurfa að vera á góðum sýningartíma í miðri viku eða síð- degis á laugardegi. Markviss kennsla i matreiðslú í fjölmiðli eins og sjónvarpi getur haft mikil áhrif á mataræði, holdafar og heilsu þjóðar. Slíka fræðslu má fella undir forvarnir í heilbigðismálum þegar til lengri tíma er litið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.