Morgunblaðið - 19.12.1995, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUÐAGUR 19. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Jafnaðarmenn vinna yfirburðasigur í þingkosningumim í Austurríki
Kjósendur
sagðir hafna
liægrisljórn
Vín. Reuter.
Reuter
WOLFGANG Schiissel, utanríkisráðherra Austurríkis og leiðtogi
Þjóðarflokksins (t.h.), ræðir við Franz Vranitzky, kanslara og
leiðtoga jafnaðarmanna, eftir kosningarnar á sunnudag.
Upptaka
af morði
Rabins
seld
ÍSRAELSKA sjónvarpsstöðin
Stöð-2 og dagblaðið Yedioth
Ahronoth keyptu í gær mynd-
bandsupptöku áhugaljós-
myndara af morðinu á Yitzhak
Rabin forsætisráðherra 4. nóv-
ember sl. fyrir jafnvirði
400.000 dollara eða 26 millj-
ónir króna. Verður það sýnt
opinberlega í þessari viku. í
gær fengu sex af æðstu mönn-
um ísraelsku leyniþjónustunn-
ar, Shin Bet, áminningarbréf
þar sem varúðarráðstafanir á
morðstaðnum brugðust.
Áminningin jafngildir uppsögn
og þykir rýra orðstír þjón-
ustunnar mjög.
Sættir í au g-
sýn hjá PLO
og Hamas?
FORMLEGAR sáttatilraunir
Frelsissamtaka Palestínu-
manna (PLO) og Hamas-sam-
takanna hófust í Kairó í gær.
Fyrir fundinum lágu drög að
samkomulagi í 16 liðum um
sambúð samtakanna í framtíð-
inni. Vonast er til að sættir
takist fyrir kosningarnar á_
yfírráðasvæðum Palestínu-
manna 20. janúar. Af hálfu
PLO er þó forsenda þess sú
að Hamas lýsi hryðjuverka-
hernaði á hendur Israelum
formlega lokið.
Gonzalez í
þingframboð
FELIPE Gonzalez forsætis-
ráðherra Spánar hefur afráðið
að leiða bar-
áttu Jafnað-
armanna-
flokks Spán-
ar í þing-
kosningunum
í mars næst-
komandi.
Fram-
kvæmdas-
tjóm flokks- Gonzalez
ins skoraði einróma á hann að
fara fram og búist er við að
flokksstjórnin staðfesti hana
síðar í vikunni.
JAFNAÐARMENN unnu sigur í
þingkosningunum í Austurríki á
sunnudag og leiðtogi þeirra, Franz
Vranitzky kanslari, sagði ljóst að
austurrískir kjósendur hefðu hafnað
þeim möguleika að mynduð yrði
hægristjórn sem stefndi að miklum
sparnaði í velferðarkerfinu. Úrslitin
eru áfall fyrir Frelsisflokkinn, sem
tapaði fylgi í fyrsta sinn frá því Jörg
Haider varð leiðtogi hans árið 1986.
Jafnaðarmenn fengu 38,3% at-
kvæðanna, sem er mesta kjörfylgi
þeirra frá kosningunum árið 1990,
en þeir fengu 34,9% atkvæða í síð-
ustu þingkosningum í október í fyrra.
Flokkurinn bætti við sig sjö þingsæt-
um, er með 72 þingmenn af 183.
Þjóðarflokkurinn, sem er mið- og
hægriflokkur og hefur verið í stjórn
með jafnaðarmönnum í níu ár, jók
fylgi sitt örlítið, fékk 28,3% at-
kvæða, og bætti við sig einu þing-
sæti. Fylgi Frelsisflokksins, sem lof-
aði m.a. að vísa ólöglegum innflytj-
endum úr landi, minnkaði úr 22,5%
í 22,08% og flokkurinn tapaði einu
þingsæti.
Jörg Haider sagði eftir að úrslitin
lágu fyrir að kosningarnar sýndu
að velgengni Frelsisflokksins í fyrra
SAMGONGUR í París eru að kom-
ast í eðlilegt horf en fjöldi neðanjarð-
arlesta og járnbrauta tók í gær til
starfa að nýju eftir þriggja vikna
verkfall. Jámbrautarstarfsmenn í
París samþykktu um helgina að snúa
aftur til vinnu en í Suður-Frakklandi
stendur verkfall enn. Marc Blondel,
leiðtogi verkalýðssamtakanna Force
Ouvriere, sagði í gær um „vopnahlé"
að ræða og að barátta verkalýðsfé-
laganna gegn óvinsælum sparnaða-
raðgerðum ríkisstjómarinnar myndi
halda áfram. Hefur verið boðað til
mótmælaaðgerða í dag.
Þar verður í fararbroddi CGT, sem
er róttækust stóru verkalýðshreyf-
inganna. Varaði aðalritari hennar,
Louis Viannet, við því að bæri fund-
ur ráðherra í stjórn Alains Juppés
forsætisráðherra með forystumönn-
um launþega og fulltrúum iðnaðar-
ins ekki ávöxt, myndu mótmælaað-
gerðir blossa upp að nýju í janúar.
fælist ekki í óánægjufylgi. „Við erum
í góðri aðstöðu til að sækja fram í
næstu kosningum," sagði Haider,
sem kvaðst fyrir kosningarnar
stefna að því að verða kanslari innan
tveggja ára. „Okkur gekk vel þrátt
fyrir hræðsluáróður hinna flokk-
anna.“
Sama stj órnarmynstri spáð
Þjóðarflokkurinn og Frelsisflokk-
urinn gætu myndað meirihlutastjórn
en fréttaskýrendur telja nánast ör-
uggt að jafnaðarmenn myndi næstu
stjórn með Þjóðarflokknum þótt lík-
legt sé að stjómarmyndunarviðræð-
urnar dragist fram í febrúar. Leið-
togar beggja flokkanna hafa léð
máls á stjórnarsamstarfi en viður-
kennt að viðræðurnar verði mjög
erfiðar.
Þjóðarflokkurinn sleit stjórnar-
samstarfmu við jafnaðarmenn í
október vegna deilu um hversu langt
ætti að ganga í sparnaði í velferðar-
kerfinu. Jafnaðarmenn höfnuðu til-
lögum Þjóðarflokksins um viðamikl-
ar sparnaðaraðgerðir en vildu hækka
skatta til áð minnka fjárlagahallann,
sem er um 5% af vergri landsfram-
leiðslu. Vranitzky sagði kosningarn-
Allar leiðir neðanjarðarlestanna í
París komust í gagnið í gær en
margar aðeins að hluta til. Verða
ferðir ókeypis þar til áætlunarferðir
eru komnar í eðlilegt horf.
Þeir sem notuðu lestir og strætis-
vagna gátu breitt úr sér í gær þar
sem almenningur virtist ekki hafa
áttað sig á því að ferðir væru hafn-
ar að nýju.
í gær höfðu 300 af 365 félögum
lestarstarfsmanna ákveðið að snúa
til vinnu. Lestir milli borga gengu
að tveimur þriðjuhlutum nema sunn-
antil í Frakklandi þar sem lest-
arstarfsmenn héldu verkfalli áfram.
ar sýna að kjósendur vildu ekki rót-
tækar breytingar á velferðarkerfinu.
Fjármálamenn sögðu aukið fylgi
jafnaðarmanna slæmt fyrir fj'ár-
málamarkaðina. Ljóst væri að erfið-
lega myndi ganga að minnka fjár-
Iagahallann og aðild Austurríkis að
Efnahags- og myntbandalagi Evr-
ópu (EMU) væri í hættu.
Smáflokkarnir tapa
Þjóðarflokkurinn stóð vel að vígi
samkvæmt skoðanakönnunum áður
en stjórnin sprakk og jafnaðarmenn
sökuðu Wolfgang Schussel, utanrík-
isráðherra og leiðtoga flokksins, um
að hafa slitið samstarfinu vegna
valdagræðgi. Schusse! hafði vonað
að Þjóðarflokkurinn yrði öflugri á
Síðdegis í gær fór hraðlest frá París
og Lyon og sömuleiðis Eurostar-
hraðlestin um Ermasundsgöngin á
milli Lundúna og Parísar.
Tæplega 600.000 manns tóku
þátt í mótmælagöngum víðs vegar
um Frakkland á laugardag. Er ljóst
að vonir verkfallsmanna um virkan
stuðning einkageirans brugðust.
Samt geta þeir með sanni sagt að
áfangasigur sé unninn. Juppé hefur
á einni viku skipt úr ósveigjanlegum
gír, segir nú að áætlun sín um breyt-
ingar á heilbrigðis- og trygginga-
kerfi verði til umræðu næsta hálfa
árið. „Mjúka aðferðin" er þetta kall-
þingi en jafnaðarmenn. „Ég viður-
kenni að ég náði ekki markmiðum
mínum í kosningunum," sagði
Schiissel á sunnudagskvöld. „Eg
varð fyrir vonbrigðum."
Flokkur græningja tapaði mestu
í kosningunum, fékk aðeins 4,6%
atkvæðanna (var með 7,3%) og tap-
aði fimm þingsætum. Madeleine
Petrovic, leiðtogi flokksins, bauðst
til að segja af sér.
Fijálslyndur vettvangur tapaði
einnig fylgi, fékk 5,9% en var með
5,3%, og tapaði tveimur þingsætum.
Kjörsóknin var mikil, rúm 82%,
þótt óánægju gætti meðal Austurrík-
ismanna með að efnt skyldi vera til
kosninga aðeins 14 mánuðum frá
síðustu kosningum.
að og fundur fimmtudagsins markar
upphaf viðræðnanna.
„Fjölskyldudeilur"
Juppé hét því á sunnudag að fyrir-
hugaðar skattahækkanir yrðu þær
síðustu sem stjórnin stæði fyrir og
að hann myndi leggja til aðgerðir
til að draga úr atvinnuleysi og auka
hagvöxt í viðræðum sem hann hefur
heitið verkfallsmönnum. í sjónarps-
viðtali á sunnudag sagði Juppé nauð-
synlegt að „fá jákvæða útkomu úr
öllu þessu“ og líkti verkföllunum við
íj'ölskyldudeilur
Þrátt fyrir alla erfiðleikana sem
verkfalli fylgdu, á almenningur í
Frakklandi vafalítið eftir að sakna
andrúmslofts síðustu þriggja vikna,
ókunnugt fólk varð vingjarnlegt og
opið og aðstæður breyttu samanbitn-
um stórborgardýrum í öriátt og for-
vitið fólk. Fjölmiðlar segja að nú
setji fólk aftur upp fýlusvipinn,
mannlega tímabilinu sé lokið.
París. Morgunblaðið. Reuter.
Lestarsamgöngur í París að komast í eðlilegt horf að nýju
Vopnahlé segja
verkfallsmenn
Pall Oskar rekur ferilinn og Kós
BORC3ARLEIKHUSTONLEIKAR I KVOLO
flytjailög, af plötunni KOSY JOL
Miðaverd kr. 1000,-
\sala í síma 568 8000.
Dreifing JAPISS
MÆDD VERÐA ÞAU ER MISSA AF!