Morgunblaðið - 19.12.1995, Side 25

Morgunblaðið - 19.12.1995, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 25 Króatar hafaí hótunum Köningswinter, Sar^jevo, Moskvu. Reuter. KRÓATAR hótuðu í gær að draga sig út úr alþjóðlegri ráðstefnu um afvopnun sem haldin var nærri Bonn í Þýskalandi, viðurkenndi Júgóslavía, sambandsríki Serbíu og Svartfjallalands, ekki hið sna- rasta að Austur-Slavónía væri hluti Króatíu. Lýsti Mate Granic, utanríkisráðherra Króatíu, því yfir að þar sem staða héraðsins væri ekki enn trygg, stæði það í vegi fyrir viðræðum um öryggismál í löndum gömlu Júgóslavíu. Fulltrúar þijátíu ríkja sóttu ráð- stefnuna, þar af utanríkisráðherr- ar 16 Evrópuríkja og brugðust hinir verstu við yfirlýsingum Kró- ata. Malcolm Rifkind, utanríkis- ráðherra Bretlands, sagði það í gær „óskiljanlegt" að Króatía hót- aði því að falla frá samstarfí sem fulltrúar þess hefðu undirritað í Dayton og sagði að staða Austur- Slavóníu væri tryggð, samkvæmt samkomulaginu. Ráðstefnan, sem stóð í Könings- winter í gær, flyst í dag til Vínar þar sem hún er haldin á vegum Óryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE). Afvopnun í tengslum við friðar- samningana í Dayton miðar að því að þann 26. janúar á næsta ári verði Króatar, múslimar og Serbar reiðubúnir að veita hveijir öðrum upplýsingar um hernaðarmátt sinn, fjölda og staðsetningu þungavopna, staðsetningu vopna- verksmiðja og áætlanir um þjálfun hermanna. Þá felst í samkomulag- inu að reyna eigi að komast að samkomulagi um vopnakvóta hjá Króötum og Serbum. Takist það ekki fyrir 6. júní á næsta ári, kveð- ur Dayton-samkomulagið í sér að skera eigi vopnabirgðir Júgóslav- íu, þar á meðal Serbíu niður um 75%. Mladic fær ekki hæli í Rússlandi Andrej Kozyrev, utanríkisráð- herra Rússlands, bar í gær til baka fréttir þess efnis að Rússar hefðu boðið Ratko Mladie, yfir- manni herafla Bosníu-Serba, hæli en stríðsglæpadómstóll Samein- uðu þjóðanna hefur ákært hann fyrir stríðsglæpi. Það var breska blaðið The Sunday Times sem birti fréttina og fullyrti að hernaðarfulltrúi Rússa í Belgrad, Viktor Tsjipilov, hafi boðið Mladic hæli. „Hafi fjöl- miðlar ekki afbakað yfirlýsingu hernaðarfulltrúans... er þetta per- sónuleg skoðun hans og ekki í samræmi við afstöðu yfirvalda," sagði Kozyrev. ISLENSKI HLUTABREFASJOÐURINN H F. 90. 000 krl til baka frá skattinum 2.700 einstaklingar hafa fjárfest í íslenska hlutabréfasjóðnum. Á síðasta ári bættust 700 íslendingar í hóp þeirra sem nýttu sér skatta- afslátt og góða ávöxtun sjóðsins. Það er mesta fjölgun þess árs í íslenskum hlutabréfasjóði. 90.000' kr. til baka frá skattinum Ef þú kaupir hlutabréf í íslenska hlutabréfa- sjóðnum hf. fyrir áramót getur þú fengið um 45.000 kr. endurgreiðslu á tekjuskatti á næsta ári (90.000 kr.* fyrir hjón af 270.000 kr. fjárfestingu). Traust fjárfestingarstefna íslenski hlutabréfasjóðurinn hf. fjárfestir í hlutabréfum arðbærra og vel rekinna íslenskra fyrirtækja, skuldabréfum og erlendum verðbréfum. Sjóðurinn hefur hækkað meira en hlutabréfa- vísitala sl. 5 ár og gefið stöðugri ávöxtun en hlutabréfasjóðir almennt, þ.e. sveiflur í ávöxtun hafa verið minni. Hlutabréfavísitala og vísitala kaupgengis íslenska hlutabréfasjóðsins I janúar verður dregið út nafn eins einstaklings sem fjárfestir í íslenska hlutabréfasjóðnum fyrir 31. desember 1995. Vinningurinn ertveggja vikna ferð til Flórída fyrir tvo. Afborgunarkjör með VISA og EURO boögreiðslum Með einu símtali til ráðgjafa Landsbréfa eða umboðsmanna í öllum útibúum Landsbankans er unnt að ganga frá kaupum á hlutabréfum í íslenska hlutabréfasjóðnum, hvort heldur er á boðgreiðslum eða með millifærslu af tékkareikningi í Landsbanka íslands. 0 y LANDSBREF HF. Löggilt veröbréfafyrirtæki. Aöili að Verðbréfaþingi íslands. S UÐURLA NDSBRAUT 24, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 588 9200, BRÉFASÍMI 588 8598 Söguhetjur ísfólksins sigruðu í verðstríðinu **«*★ JL Fyrsta bókin í nýjum bókaflokki, Sögnin um ríki Ijóssins eftir metsölu- höfundinn Margit Sandemo, höfund ísfólksins er komin út. Bókin er ótvíræóur sigurvegari í verðstriði því sem nú ríkir á bókamarkaðnum - kostar aðeins 860 kr! Bókin fæst hjá verslun útgef- ..-j| y anda, Bækur & Myndbönd Síðumúla 11 og þeim verslunum sem þess óska. Pantanasími fyrir verslanir og væntanlega áskrifendur er 588 8590 BÆKUR & MYNDBÖND SÍÐUMÚLA 11 • SÍMI 588 8590 vjs/vjoisvoNis^Tonv riNV sjh

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.